Skóla- og frístundaráð - Fundur nr. 240

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 7. nóvember, var haldinn 240. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.16. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir (P), Helgi Áss Grétarsson (D), Sabine Leskopf (S), Sara Björg Sigurðardóttir (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjórar og Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason og Þórarna Ólafsdóttir.

Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, um svohljóðandi tillögu Sigríðar Erlu Borgarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, sem á fundi borgarstjórnar 8. febrúar 2022 var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2022: 

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela mannréttindaskrifstofu í samstarfi við skóla- og frístundasvið að bjóða upp á hinseginfræðslu fyrir foreldra og forráðamenn í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Lagt er til að Reykjavíkurborg leiti samninga við Samtökin ‘78 um framkvæmd fræðslunnar frá og með haustönn 2022 og tryggi fjármögnun verkefnisins.

    Greinargerð fylgir. 

    Frestað. MSS22020121

    Sigríður Erla Borgarsdóttir, Jökull Jónsson, Hulda Valdís Valdimarsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir taka sæti fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.20 taka Helgi Grímsson, Soffía Vagnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 13.29 taka Áslaug Björk Eggertsdóttir og Soffía Pálsdóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 13.37 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 13.44 tekur Þóranna Rósa Ólafsdóttir sæti á fundinum. 
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar 2022, um svohljóðandi tillögu Jökuls Jónssonar, fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, sem á fundi borgarstjórnar 8. febrúar 2022 var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. september 2022: 

    Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að tryggja aðgang grunnskólanemenda að getnaðarvörnum og fjölbreyttri kynfræðslu. Miða skal við að tryggja aðgang að getnaðarvörnum eins fljótt og hægt er og að kynfræðsla verði aukin frá og með hausti 2022.

    Greinargerð fylgir. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Lagt er til að smokkar verði aðgengilegir fyrir unglinga í öllum félagsmiðstöðvum Reykjavíkur frá ársbyrjun 2023. Áfram verði unnið að því að efla kynfræðslu og að fleiri grunnskólar komi inn í verkefni um alhliða kynfræðslu sem hefur verið í gangi í nokkrum skólum í Reykjavík sl. ár.

    Samþykkt. MSS22020119

    Jökull Jónsson, Sigríður Erla Borgarsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir taka sæti fundinum undir þessum lið.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs þakka fyrir tillöguna frá fulltrúum í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um að auka aðgengi nemenda að getnaðarvörnum og auka kynfræðslu í grunnskólum. Áfram verði unnið að því að efla kynfræðslu og að fleiri grunnskólar komi inn í verkefni um alhliða kynfræðslu sem hefur verið í gangi í nokkrum skólum í Reykjavík síðastliðin ár. Samþykkt hefur verið að smokkar verði aðgengilegir fyrir unglinga í öllum félagsmiðstöðvum Reykjavíkur frá ársbyrjun 2023.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2022, um viðurkenningar skóla- og frístundaráðs fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum ásamt umsögnum um verkefni.

    Lagt er til að eftirfarandi verkefni hljóti viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2022:

    1) Ayse Ebru Gurdemir fyrir verkefnið Parents views on childrens portfolios – A brigde between home and preschool. 
    2) Birna Hugrún Bjarnadóttir fyrir verkefnið Hugtakaskilningur í stærðfræði. 
    3) Guðlaug Elísabet Finnsdóttir fyrir verkefnið Ég er með hugmynd! Starfendarannsókn verkefnastjóra á innleiðingu þróunarverkefnis um sköpunarsmiðjur. 
    4) Hrefna Böðvarsdóttir fyrir verkefnið Sögur barna – Þróun starfshátta til eflingar hlustunarskilnings og tjáningarfærni leikskólabarna. 
    5) Magnea Arnardóttir fyrir verkefnið „Þetta eru mjög mikilvæg ár“ – Um reynslu og styrkleika einstaklinga sem sinna stuðningi í leikskólum. 
    6) Sesselja Ósk Vignisdóttir fyrir verkefnið Góð leiðsögn – gulls ígildi. 
    7) Steinunn Huld Gunnarsdóttir fyrir verkefnið Félagsfærni barna í leikskólum – „Við höfum trú á börnum“. 
    8) Sulakshna Kumar fyrir verkefnið Reynsla foreldra af erlendum uppruna af þátttöku í leikskólasamfélagi.

    Samþykkt. SFS22050108 

    Hulda Valdís Valdimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram skýrslan Lesmál: Niðurstöður í 2. bekk í grunnskólum Reykjavíkur vorið 2022, dags. í september 2022. SFS22030287

    Ásgeir Björgvinsson, Dröfn Rafnsdóttir og Sigrún Jónína Baldursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Niðurstöður úr lesskimunarprófinu Lesmál sem lagt var fyrir nemendur í 2. bekk grunnskóla í vor sýna að 71% nemenda ná settum viðmiðum og þurfa ekki á sérstökum stuðningi að halda. Rúm 22% til viðbótar þurfa tímabundinn stuðning í lestri. Það er áhyggjuefni að 3% aukning er í hópi barna sem þurfa sérstakan stuðning. Skóla- og frístundaráð kallar eftir tillögum Miðju máls og læsis um hvernig sé best að bregðast við niðurstöðum og þá sérstaklega vegna barna sem tilheyra Þjónustumiðstöð Suður. Alls tóku 1268 nemendur þátt í Lesmáli í vor úr 33 grunnskólum en í fyrra tóku 1200 nemendur þátt úr 29 skólum í borginni. Vill skóla- og frístundaráð leggja áherslu á að allir skólar borgarinnar svari beiðni um þátttöku í þessu mikilvæga prófi. Prófið gegnir mikilvægu hlutverki að greina snemma nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda í lestri og tryggja þeim viðeigandi úrræði. Mikilvægt er að tengja niðurstöðurnar við aðrar tölur sem eiga við börn í skólakerfinu, sbr. greiningar, heimilisaðstæður og fleira sem tekið er fyrir í verkefninu Betri borg fyrir börn. Fulltrúar meirihlutans í skóla- og frístundaráði leggja áherslu á aukið vægi gagnreyndra aðferða í lestrarkennslu til að bæta árangur og stuðla að auknum framförum nemenda.

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Árangur barna í lestri virðist fara versnandi milli ára. Í fyrra þurftu 4% barna á einstaklingsbundnum stuðningi að halda en í ár eru það 7% barna. Þá er það mikið áhyggjuefni að drengir standa enn höllum fæti, t.d. jókst hlutfall þeirra drengja sem lakast standa í lestri, úr 5% árið 2021 í 10% í ár. Sambærilegt hlutfall hjá stúlkum, þ.e. þeim sem standa lakast, fór úr 3% árið 2021 í 5% í ár. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þróuninni og nauðsynlegt að gripið sé til aðgerða til að bæta stöðu mála.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 26. ágúst 2021 vísað til meðferðar til skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2022: 

    Tillaga Flokks fólksins að ráða eldra fólk, fólk um og yfir sjötugt sem hefur áhuga á að starfa á leikskólum til að draga úr mönnunarvanda leikskólanna. Enn og aftur er ekki hægt að taka börn inn í leikskóla vegna manneklu sem veldur foreldrum ómældu álagi. Svör eru óljós og loðin. Börn sem byrja áttu í september geta kannski byrjað í október. Hér er um að ræða yngstu börnin og þau langyngstu, sem fædd eru síðast á árinu, mæta algerum afgangi. Foreldrar eru í örvæntingu sinni að leita annarra leiða, reyna að koma börnum sínum að, jafnvel í öðrum hverfum. Í þessum tilfellum er búið að kveðja dagmæðurnar, sumarfríi er lokið og foreldrar byrjaðir að vinna. Ekki allir foreldrar eiga þess kost að vinna heima auk þess sem lítið verður úr vinnu heima þegar verið er að annast tæplega tveggja ára barn á sama tíma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt þetta harðlega og verið spurður af skóla- og frístundasviði hvaða lausnir hann telji vera í boði. Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér til lausn sem er að bjóða fólki sem hefur áhuga á að vera lengur á vinnumarkaði, t.d. starfa í leikskólum en sem hefur verið skikkað af borgarkerfinu til að setjast í helgan stein.

    Greinargerð fylgir.

    Tillögunni er vísað frá. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS22020286

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 6. október 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2022: 

    Flokkur fólksins leggur til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundaráði að skoða fleiri úrræði innan heimaskólanna fyrir börn sem af einhverjum orsökum geta ekki stundað nám í almennum bekk. Hér er átt við smærri, fámennari hópa þar sem börnin fá þjónustu við hæfi. Brúarskóli og Klettaskóli eru báðir sprungnir og er biðlisti í báða. Börn sem koma í Brúarskóla ættu að vera búinn að fá tækifæri til að vera í minni hóp í sínum heimaskóla þar sem er minna áreiti og þar sem hægt er að sinna þeim á einstaklingsgrunni. Ef svigrúm væri fyrir þetta þá myndu biðlistar í sérskóla styttast. Ekki allar umsóknir sem koma inn í Brúarskóla eru tengdar ofbeldi þó svo að langflestar séu það. Hér er ekki átt við sérkennsluúrræðið. Í mörgum tilfellum eru börn sett í sérkennslu aðeins vegna þess að þau eru með hegðunarvanda. Þannig var sérkennsla ekki hugsuð þ.e. sem staður til að taka við börnum sem ekki gátu verið inn í bekk vegna hegðunarvandamála. Sérkennsluúrræðin er auk þess löngu sprungin.

    Greinargerð fylgir. 

    Tillögunni er vísað frá. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá. MSS22100067

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 15. september 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við aðila sem þekkja vel til skólans. Húsnæðið er illa nýtt. Ein kennslustofa er notuð eina stund á viku. Námsráðgjafinn hefur heila stofu fyrir sig. Nýting á Bíósalnum er lítil. Ekki er séð að Spennistöðin sé nýtt að einhverju ráði? Risið sem nú á að fá annað hlutverk en að varðveita skólamuni spilar nú stórt hlutverk skyndilega. En risið er versti kosturinn í húsinu að mati þeirra sem þekkja til, ef leita þarf að stað fyrir eitthvað nýtt í skólastarfinu. Íbúasamtök miðborgarinnar og fleiri aðilar hafa ályktað gegn því að risið verði tekið undir kennslu. Þetta eru m.a. rök fyrir því að fulltrúi Flokks fólksins telur að það sé mikilvægt að þarfagreina húsnæði Austurbæjarskóla.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. SFS22060127

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 18. ágúst 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs: 

    Lagt er til að borgarráð samþykki að hraðlestrarpróf verði einungis lögð fyrir börn með samþykki foreldra og barnanna sjálfra. Spurning er hvort of mikil áhersla m.a. frá Menntamálastofnun (MMS) sé á leshraða (lesfimi) og mælingar á honum. Fjölmörg dæmi eru um að hraðlestrarpróf valdi börnum angist og kvíða. Hraðlestrarsamanburður á lestrarhraða getur almennt séð verið vafasamur, ekki einungis fyrir börn sem standa höllum fæti heldur einnig þá sem ná viðmiðum. Börn sem standa höllum fæti fá sífellt þau skilaboð að frammistaðan sé ekki nægilega góð jafnvel þótt hún batni. Að sama skapi getur verið að börn sem standa vel að vígi upplifi að þar sem þau séu búin að ná markmiðum þurfi þau ekki að bæta sig frekar. Færa má rök fyrir að leshraði sé stundum á kostnað lesskilnings. Á meðan hvatt er til að skólar mæli leshraða er e.t.v. ekki eins mikil áhersla á samræmdar mælingar á orðaforða, stafsetningu og lestur á sjónrænum orðaforða. Það er einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir að lesskilningur komi bara hjá börnum þegar þau ná auknum hraða eins og stundum er haldið fram.

    Greinargerð fylgir.

    Tillagan er felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. MSS22080108

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði sem var á fundi borgarráðs 18. ágúst 2022 vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. október 2022: 

    Flokkur fólksins leggur til að verkefnið Kveikjum neistann verði innleitt í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við skólasamfélagið þar sem það hefur sýnt einstaklega skýrt að það er að virka og er skemmst að vísa til reynslunnar í Vestmannaeyjum. Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurn um hvort skóla- og frístundasvið ætli ekki að innleiða verkefnið Kveikjum neistann en fengið loðin svör s.s. að skóla- og frístundasvið hyggist skoða þetta verkefni. Flokki fólksins finnst þetta ekki nógu skýrt svar. Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Verkefnið er 10 ára þróunar- og rannsóknarverkefni með heildstæða nálgun í skólastarfið. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda og tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun og ráðgjöf til kennara og skólastjórnenda.

    Greinargerð fylgir. 

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. MSS22080111

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn fagnar umræðu um skólastarf og stefnumótun. Kveikjum neistann er gott verkefni sem er í mótun og virðist skila árangri m.a. í Vestmannaeyjum. Það þarf hins vegar að koma mun meiri reynsla á verkefnið áður en allir skólar Reykjavíkurborgar gætu tekið slíkt verklag inn í faglega starfið sitt.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Flokks fólksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 24. maí 2022 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 19. október 2022: 

    Flokkur fólksins leggur til að skóla- og frístundasvið horfi af alvöru á verkefnið Kveikjum neistann með það að markmiði að innleiða það. Þetta verkefni er að sýna góðan árangur þó ungt sé. Kjarninn er sá í Kveikjum neistann að lagt er upp með í 1. bekk að leggja áherslu á bókstafi og hljóð. Kennt er eftir hljóðaaðferðinni. Inn á milli er staldrað við til að fullvissa sig um að helst allir nemendur séu búnir að ná öllum bókstöfum og hljóðum. Í upphafi vetrar er lögð fyrir bókstafa- og hljóðakönnun til að sjá hvaða bókstafi og hljóð nemendur kunna við upphaf skólagöngu. Aftur er gerð könnun í janúar og loks í maí á fyrsta skólaárinu. Árangur er teiknaður upp með myndrænum hætti þar sem litir eru notaðir til að merkja þá bókstafi og hljóð sem börnin þekkja. Mörg börn eru farin að lesa orð á þessum tíma og stuttar setningar. Það eru mörg stolt börnin sem fara út í sumarið eftir að hafa stundað nám með árangri sem þessum. Miðja máls og læsis er að gera frábæra hluti en þarna er verkefni sem vert er að horfa til því það er alltaf hægt að gera betur.

    Greinargerð fylgir. 

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata gegn tveimur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá. SFS22050159
        
    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn fagnar umræðu um skólastarf og stefnumótun. Kveikjum neistann er gott verkefni sem er í mótun og virðist skila árangri m.a. í Vestmannaeyjum. Það þarf hins vegar að koma mun meiri reynsla á verkefnið áður en allir skólar Reykjavíkurborgar gætu tekið slíkt verklag inn í faglega starfið sitt.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram fundadagatal skóla- og frístundaráðs 2023, dags. 31. október 2022. SFS22060158

    Fylgigögn

  12. Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 milljón króna tímabilið október-desember 2021 auk yfirlits yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 milljón króna tímabilið janúar-júní 2022. SFS22100120 

    Fylgigögn

  13. Lagt fram yfirlit yfir ferðir skóla- og frístundasviðs tímabilið október-desember 2021 auk yfirlits yfir ferðir skóla- og frístundasviðs tímabilið janúar-júní 2022. SFS2210012

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir og viðhald við leikskóla sumarið 2021, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 24. ágúst 2021. SFS22030072

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja það ekki bera vitni um vandaða stjórnsýslu að það taki rúmt ár að svara fyrirspurnum sem snúa að jafn mikilvægum málum sem viðhaldsmál skólanna eru.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 1. nóvember 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi frístundaakstur, sbr. 17. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 22. ágúst 2022. SFS22080192

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 18. október 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ástæður þess að staða dagforeldrakerfisins var ekki á dagskrá skóla- og frístundaráðs, sbr. 21. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 3. október 2022. SFS22100010

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 31. október 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í borgarráði um yfirlit um fjárframlag til leik- og grunnskóla sl. 3 ár, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. nóvember 2021. SFS22020244

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 26. október 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands varðandi sérkennslustjóra í leik- og grunnskólum, sbr. 16. lið fundargerðar skóla- og frístundaráðs frá 27. júní 2022. SFS22060268

    Fylgigögn

  19. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík. SFS22050155

    -    Kl. 15.52 víkja Atli Steinn Árnason og Soffía Pálsdóttir af fundinum. 
    -    Kl. 16.00 víkur Guðrún Jóna Thorarensen af fundinum. 

  20. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Sósíalista í skóla- og frístundaráði leggur til að óheimilt verði fyrir sjálfstætt rekna leikskóla sem sækja fé í opinbera sjóði Reykjavíkurborgar að greiða sér út arð. Einnig eigi þessar takmarkanir við ef hinn sjálfstætt rekni leikskóli er seldur. Rekstrarafgangur verði ávallt nýttur í starfsemi leikskóla.

    Greinargerð fylgir. 

    Frestað. SFS22110032

    Fylgigögn

  21. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hversu mörg börn nýttu sér sumaropnun leikskóla í Reykjavík síðasta sumar (2022)?

    SFS22110031

  22. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er kostnaður hvers skóla við það að fá útvistaðan mat í hádeginu á ársgrundvelli? Hver er kostnaður hvers skóla sem lætur elda mat í mötuneytinu sínu á ársgrundvelli? Jafnframt er óskað eftir meðalkostnaði á hádegismat fyrir hvern nemanda í grunnskóla eftir því hvort hann er frá útvistuðu fyrirtæki eða eldaður í skólanum.

    SFS22110033

  23. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvert er hlutfall barna í mataráskrift eftir grunnskólum? Sundurliðað eftir mánuðum á árinu 2022 þar til í nóvember.

    SFS22110034

  24. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í svarbréfi við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um matarþjónustu í grunnskólum dagsett 22. febrúar 2022 kom fram yfirlit yfir fyrirkomulag í matarþjónustu í grunnskólum borgarinnar. Hefur eitthvað breyst frá þeim tíma? Og ef svo er, hvað? Fulltrúi Sósíalista óskar sem sagt eftir uppfærðum upplýsingum fyrir þetta skólaár. 

    SFS22110035

  25. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er fjöldi þeirra barna sem hafa byrjað á leikskólum borgarinnar 12 mánaða gömul? Hvert er hlutfall þeirra miðað við allar umsóknir um pláss fyrir 12 mánaða börn? Sundurliðað það sem af er ári.

    SFS22110036

  26. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Þann 7. september 2021 var lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórn um eins árs tilraunaverkefni þar sem börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar komi að mótun matseðla í skólum sínum. Ýmislegt fleira var í þessari tillögu sem miðar að því að raddir barna komi að skipulagningu matmálstímans. Málinu var vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Ráðið tók þetta fyrir á fundi sínum 28. september 2021 og vísaði tillögunni í starfshóp um innleiðingu á matarstefnu borgarinnar. Hver er staðan á málinu? Er starfshópurinn byrjaður að vinna í tillögunni og hvenær má búast við því að meðferð þess klárist?

    SFS22110037

Fundi slitið kl. 16:03

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Sabine Leskopf Sara Björg Sigurðardóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon Helgi Áss Grétarsson

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
240. Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. nóvember 2022.pdf