No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2021, miðvikudaginn 7. apríl kl. 09:03, var haldinn 99. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Hofi. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Aron Leví Beck. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Katrín Atladóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Áhrif hraða á mengun vegna umferðar, kynning Mál nr. US210070
Lögð fram skýrsla Háskóla Íslands til Vegagerðarinnar um niðurstöður rannsókna á áhrifum hraða á mengun vegna umferðar, dags. 2021.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum skýrslu sem Háskóli Íslands vann fyrir Vegagerðina um áhrif hraða á mengun. Þar kemur enn og aftur fram að nagladekkin eru langstærsti áhrifavaldurinn við myndun svifryks. Niðurstöður skýrslunnar sýna að með því að draga úr umferðarhraða mætti draga töluvert úr myndun svifryks og minnka um leið slit á götum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Full ástæða er til að leita leiða til að minnka svifryksmengun í borginni, bæði lágmarkamyndun svifryks, en jafnframt að auka og bæta þrif í borginni.
Þungaflutningar og notkun nagladekkja hafa veruleg áhrif á uppruna svifryks. Rétt væri að nota þau úrræði sem borgin hefur yfir að ráða til að hvetja til minni notkunar nagladekkja.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins fagnar öllum þeim sem nema umhverfis- og auðlindafræði. Það fag er framtíðarundirstaða í þróun mála í heiminum auk umhverfis- og auðlindaréttar. Á fundinum var kynnt skýrsla um: „Áhrif hraða á mengun vegna umferðar. Skýrsla til Vegagerðarinnar 2021.“ Fram kemur að höfundar skýrslunnar bera ábyrgð á innihaldi hennar og að niðurstöður hennar beri ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar. Þess vegna er skrýtið að þessi skýrsla er til umfjöllunar í skipulags- og samgönguráði. Þessi gagnrýni beinist ekki að höfundi skýrslunnar. Inni á skipulagssviði er ósvöruð fyrirspurn frá borgarfulltrúa Miðflokksins sem var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 16. desember 2020 sem hljóðar svo: "Hvað hafa göturnar í Reykjavík verið þrifnar/þvegnar oft á árinu 2020 tæmandi talið eftir hverfum?" Hvers vegna er þeirri fyrirspurn ekki svarað. Þess í stað er dregin skýrsla upp úr hattinum. Innihald þessarar skýrslu er einhliða áróður sem felst í því að mengun minnki við lækkunar umferðarhraða. Stóru breytuna vantar. Áhrif lægri umferðarhraða og þar með tafa í umferð sem veldur því að útblástur verður langtum, langtum meiri af þeim völdum. Einnig vantar mengunina sem hlýst af galtómum strætódrekum sem í flestum tilfellum eru díselknúnir inn í skýrsluna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur að svifryksmengun frá umferð hverfa ekki með aukinni rafbílavæðingu. Í sjálfu sér hefur kannski engin haldið því fram. En bílar sem knúnir eru á vistvænni orku hljóta nú engu að síður að vera framtíðin þótt það komi ekki mikið fram í þessari skýrslu. Varast skal að tala niður raf- vetni- og metanbíla. Sjálfsagt er að horfa hvað mest til nagladekkjanna en ekki síður til þess að malbik sé gott og götur séu hreinsaðar. Nagladekk hafa bjargað mörgum lífum. Lélegt malbik hefur kostað líf. Söltun og skolun hefur mikil áhrif til bóta. Umferðarteppur eru ekki til að hjálpa, bílar aka í hægagangi í langri röð eða eru sífellt að stoppa á ljósum þar sem jafnvel rautt ljós logar löngu eftir að búið er að þvera gangbraut. Stýring umferðarljósa þ.m.t. gangbrautarljósa er þekkt vandamál víða í borginni. Athyglisvert er hversu ökuhraði hefur mikil áhrif á svifryksmyndun ef marka má niðurstöður. Mestu skiptir að í venjulegum húsagötum sé ökuhraði lítill. Annar áhrifavaldur á svifryksmengun eru skítur og óhreinindi gatna. Götur í Reykjavík eru almennt séð taldar illa þrifnar. Ekki einu orði er minnst á hreinsun gatna í skýrslunni.
Þröstur Þorsteinsson prófessor við Háskóla Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 26. mars 2021.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Búið er að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga landfyllingar í Elliðaárvogi. Upplýst var á fundinum að verið væri að uppfylla gamlar samþykktir skipulagsráðs. Í framhaldi af þessum fullyrðingum óskaði borgarfulltrúi Miðflokksins eftir að skipulags- og samgönguráð fengi kynningu sem fyrst á 1., 2. og 3ja áfanga landfyllinga í Elliðaárvogi. Er það afar mikilvægt sér í lagi eftir skýrslu Hafrannsóknarstofnunar dags. í mars 2021 um rannsóknir á laxfiskum í ósi Elliðaáa og Leirvogsár sem lögð var fyrir skipulagsfulltrúa og kynnt á fundi embættisins á fundi 19. mars sl. Við því var orðið og er þakkað fyrir það.
Fylgigögn
-
Borgartún 8-16A, breyting á deiliskipulagi (01.220.1) Mál nr. SN210199
Pálmar Kristmundsson, Aðalstræti 25, 470 Þingeyri
Höfðatorg ehf., Lynghálsi 4, 110 ReykjavíkLögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 11. mars 2021 ásamt bréfi dags. 10. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 8-16A við Borgartún. Einnig lögð fram tillaga PK arkitekta dags 25. mars 2021 að skilmálabreytingu. Í breytingunni felst uppfærsla á skilmálatöflu og aukning á byggingarmagni ofanjarðar á byggingarreit H3.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Jöfursbás 9, breyting á deiliskipulagi (02.220.6) Mál nr. SN210066
Júlíus Þór Júlíusson, Þrúðsalir 3, 201 Kópavogur
Hoffell ehf., Þrúðsölum 3, 201 KópavogurLögð fram umsókn Júlíusar Þórs Júlíussonar dags. 25. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfanga 1, vegna lóðarinnar nr. 9 við Jöfursbás. Í breytingunni felst að svalir megi ganga 160 cm út fyrir byggingarlínu á götuhlið, fallið verði frá kröfu um aukna salarhæð á jarðhæðum, svalagangar að götum mega vera 50% að heildarlengd byggingarreits, leyfilegt verði að fækka bílastæðum með samkomulagi um deilibíla, stærðarviðmiðum íbúða breytt, aðalinngangur verður úr sameiginlegum miðgarði, heimilt verði að hafa opin stigahús ef brunahönnun leyfir og fallið verður frá kröfu um inndregna efstu hæð, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 3. febrúar 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 2, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.45) Mál nr. SN210149
710817-0810 ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 ReykjavíkLögð fram umsókn ÞG húss dags. 24. febrúar 2021 ásamt bréfi ÞG íbúða ehf. dags. 17. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2. Í breytingunni felst að krafa um gróðurþekjur og berjarunna innan sérafnotareita íbúða að Kuggavogi 2-14, Akravogi 2-15 og Skektuvogi 2 verði felld niður. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2021.
Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2021 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn synjun.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Rétt er að leyfa fólki að ráða þeim litlu reitum sem eru til sérafnota. Heimilin hafa samkvæmt skipulagi litla reiti til sérafnota sem þau ættu að hafa án íþyngjandi kvaða borgarinnar.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Þverholt 13, breyting á deiliskipulagi (01.244.1) Mál nr. SN210151
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 KópavogurLögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa sex hæða íbúðarhús á lóðinni, með að hámarki 38 íbúðum, þar sem 5. og 6. hæð eru inndregnar. Í bílageymslu verða 25 bílastæði, en ekið verður í bílageymslu nyrst á lóðinni. Lóð austan við hús verður í samræmi við lóð á reit E og innan lóðar verður tenging frá lóð að Þverholti ásamt því að tenging milli baklóða reits E og Þverholts 13 verður tekin upp á ný á lóð Þverholts 13, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 24. febrúar 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fiskislóð 11-13, breyting á deiliskipulagi (01.089.1) Mál nr. SN210009
Guðjón Þórir Sigfússon, Álftarimi 36, 800 SelfossLögð fram umsókn Guðjóns Þóris Sigfússonar dags. 6. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðarinnar nr. 11-13 við Fiskislóð. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í tvær lóðir, samkvæmt uppdr. VGS verkfræðistofu dags. 10. mars 2020. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna ohf. dags. 29. júní 2016 til Lýsi hf.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Eiðsgrandi til móts við Keilugranda, framkvæmdaleyfi (01.5) Mál nr. SN210217
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. mars 2021 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu á listaverki við Eiðsgranda til móts við Keilugranda, vestan megin við dælustöð. Einnig er lögð fram greinargerð og tillaga ódags.
Samþykkt.
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Skúlagata 4, breyting á deiliskipulagi (01.150.3) Mál nr. SN210005
Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skúlagötu. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Sölvhólsgötu 7-9 er breytt auk þess að koma fyrir byggingarreit flóttaleiða fyrir Skúlagötu 4 á lóð Sölvhólsgötu 7-9, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 23. mars 2021. Einnig er lögð fram yfirlýsing Ríkissjóðs Íslands dags. 3. febrúar 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Urðarbrunnur 16, breyting á deiliskipulagi (05.056.2) Mál nr. SN200779
VG Verk og bygg ehf., Gerðarbrunni 14, 113 ReykjavíkLögð fram umsókn VG verk og bygg ehf. dags. 15. desember 2020 ásamt bréfi dags. 22. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 16 við Urðarbrunn. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera tvíbýlishús í stað einbýlishúss á lóð ásamt því að fjölga bílastæðum úr tveimur stæðum í fjögur stæði. Einnig er lagður fram uppdráttur Belkod ehf. ódags. og stjórnsýslukæra dags. 13. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2021.
Frestað.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1108 frá 23. mars 2021 og nr. 1109 frá 30. mars 2021.
(C) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Úlfarsbraut 112, málskot (02.698.5) Mál nr. SN210056
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Atli Bragason, Jónsgeisli 81, 113 ReykjavíkLagt fram málskot Þórðar Steingrímssonar f.h. Atla Bragasonar dags. 21. janúar 2021 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 112 við Úlfarsbraut sem felst í að gera tvær íbúðir á lóð í stað einbýlishús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Frestað.
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 81, málskot (01.196.4) Mál nr. SN210130
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 KópavogurLagt fram málskot ALARK arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2021 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2020 um að byggja bílageymslu á austurhluta lóðarinnar nr. 81 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2021.
Frestað.
Fylgigögn
-
Blesugróf 30 og 32, kæra 33/2021 (01.885.3) Mál nr. SN210231
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. mars 2021 ásamt kæru dags. 19. mars 2021 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Blesugróf 30 og 32 sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 25. febrúar 2021.
-
Álagrandi 2A, kæra 38/2021, umsögn (01.521.6) Mál nr. SN210236
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. mars 2021 ásamt kæru dags. 24. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um endurútgefið byggingarleyfi vegna byggingarstjóraskipta að Álagranda 2A.
-
Naustabryggja 31-33, kæra 39/2021 (04.023.2) Mál nr. SN210247
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. mars 2021 ásamt kæru dags. 22. mars 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að hafna kröfu húsfélags Naustabryggju 31-33 um að tryggja aðgengi hreyfihamlaða að húsinu.
-
Kjalarnes, Nesvík, beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna laugar Mál nr. SN210169
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Skuggasundi 1, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á jákvæðri afgreiðslu skipulagsfulltrúa á undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar vegna laugar í Nesvík á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Sæmundargata 15-19, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða (01.631.3) Mál nr. SN210068
Pálmar Kristmundsson, Aðalstræti 25, 470 Þingeyri
Fasteignafélagið Eyjólfur ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
PK Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. mars 2021 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 10. mars 2021 á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis Mál nr. SN210147
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði.
Fylgigögn
-
Austurheiðar, rammaskipulag
(04.4) Mál nr. SN170877
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar.Fylgigögn
-
Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN170017
Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugaveg 168-176.
Fylgigögn
-
Arnarnesvegur, skipulagslýsing (04.9) Mál nr. SN210221
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi Arnarnesvegar.
Fylgigögn
-
Gufunes, samgöngutengingar, skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag (02.2) Mál nr. SN210218
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. mars 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir Gufunes.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
um Sjómannaskólareitinn Mál nr. US210077Fram hefur komið í miðlum að leggja átti fram gögn á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um þessi gögn og hvenær eigi að opinbera þau? Ekki er seinna vænna að öll gögn komi upp á borð nú þegar búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Í þessu máli hafa verið mikil átök og því afar mikilvægt að gegnsæi ríki í málinu á öllum stigum þess.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar við göngugötur Mál nr. US210078
Nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti. Eftir því sem næst er komist stendur ekki til að merkja göturnar í samræmi við lagaheimildina t.d. með því að setja upp skilti eða aðrar merkingar sem gefa til kynna að eigendur P merktra bíla hafi þessa heimild. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að tryggja að hreyfihamlað fólk verði ekki fyrir aðkasti aki þeir göngugötu þegar merkingar eru ekki nákvæmari en raun ber vitni?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafbíla og bílastæðakort Mál nr. US210079
Nú vill meirihlutinn að íbúar í miðbænum fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Í Osló þurfa eigendur rafbílar, vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun ekki að kaupa kort. Í Drammen þarf að skrá rafbíla en ekkert að borga.Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sama fyrirkomulag verði í Reykjavík og er í Osló og Drammen þegar kemur að raf-, vetni og metan bíla. Þessi tillaga ætti að falla skipulags- og samgönguyfirvöldum vel í geð enda hafa þau tekið nánast flest allt upp eftir yfirvöldum í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Með því að taka upp þann hátt sem Osló og Drammen hafa gætu fleiri viljað skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er felld en hún gekk út á að fylgt yrði fordæmi sem finna má í Osló og Drammen um að íbúar miðbæjarins sem eru eigendur rafbíla og vetnisbíla og fólk með hreyfihömlun séu ekki tilneydd að kaupa bílastæðakort til að leggja í nálægt eða í göngufjarlægð frá heimili sínu. Lengi vel var talið sjálfsagt að a.m.k. eitt stæði fylgdi húsnæði en undir stjórn þessa meirihluta er nú að verða æ algengara að engin bílastæði fylgi íbúð/húsi. Á óvart kemur að skipulagsyfirvöldum hugnist ekki þessa tillaga fulltrúa Flokks fólksins þar sem að öllu jöfnu hafa þau viljað gera allt eins og gert er í Osló þegar kemur að skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Miðbærinn er orðið svæði sem verður dýrt að búa á. Ekki allir eigendur fasteigna svæðisins eru ríkt fólk. Útgjöld munu aukast og dýrt verður að koma sem gestur. Öll viljum við flýta orkuskiptum enda munar um hvern bíl sem ekki mengar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að skipulagsyfirvöld eigi að endurskoða þessa ákvörðun sína um að fella tillögu Flokks fólksins. Með því að taka upp þennan hátt sem Osló og Drammen hafa, gætu fleiri íbúar miðbæjarins viljað skoða að skipta yfir í raf, vetni eða metan bíla sem ekki hafa nú þegar gert það.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgin á að leggja sitt af mörkum til að stuðla enn frekar að grænum orkuskiptum. Ekkert er ókeypis en ný gjaldskrá vegna bílastæða á að taka mið af grænum þáttum eins og orkuskiptum og myndun svifryks.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210081
Lagt er til að samgöngu- og skiplagssviðs/ráð beiti sér fyrir því að gerðar verði tillögur að úrbótum sem fyrst til að tryggja betur umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Álmgerði sem er gönguleið barna í skóla sem búa við Furugerði, Hlyngerði, Seljugerði og Viðjugerði. Mikill umferðarhraði er við götuna og samkvæmt mælingum lögreglu er brotahlutfall þar hátt. Ekki er forsvaranlegt að hvetja börn til að ganga eða hjóla í skóla ef umferðaröryggi þeirra verður ekki tryggt eins og best verður á kosið.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210082
Verkið Pálmatré bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð. Voru úrslit samkeppninnar kynntar í upphafi árs 2019. Hvenær er áætlað að útilistaverkinu verði komið fyrir fullbúnu?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210083
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 16. desember 2020 lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hvað hafa göturnar í Reykjavík verið þrifnar/þvegnar oft á árinu 2020 tæmandi talið eftir hverfum?" Tími til svars er löngu liðinn og óskað er eftir að fyrirspurninni verði svarað á næsta fundi skipulags- og samgönguráðs. Hvers vegna hefur fyrirspurninni ekki verið svarað?
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210084
Lagt er til að auka tíðni á þrifum og þvotti á helstu stofn- og tengibrautum í borgarlandinu til að draga úr svifryksmengun. Götur hér eru þvegnar mun sjaldnar en viðgekkst áður fyrr. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við eru þær þvegnar mun oftar en hér í því sambandi má t.d. nefna að víða í Evrópu eru þær þvegnar tvisvar í mánuði. Aukin tíðni þrifa gatna gæti orðið mikilvægur liður í að draga úr svifryksmengun.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210085
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði leggja til að nemendum í 8.-10 bekk grunnskóla gefist kostur á að geta valið um lengra vinnutímabil en þrjár vikur í Vinnuskóla Reykjavíkur. Um yrði að ræða allt að sex vikur sem nemendur hefðu kost á að sækja um sem er til samræmis við það sem boðið er upp á í minni sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu s.s. Seltjarnarnesi og Kópavogi. Í ljósi erfiðra aðstæðna sem börn á þessum aldri hafa staðið frammi fyrir vegna Covid -19 sem komið hefur niður á félagslegri þátttöku þeirra s.s. íþróttaæfingum, tómstundastarfi og skertu skólastarfi er enn mikilvægara að þeim bjóðist auknir möguleikar á fjölbreyttum sumarstörfum og lengra vinnutímabili til að njóta starfsnáms, útiveru og efla félagsþroska sinn.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210086
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir því að kynning fari fram á næsta fundi ráðsins á Vinnuskóla Reykjavíkur og fái jafnframt upplýsingar um fjölda þeirra sem sótt hafa um sumarvinnu í skólanum sundurgreindar eftir aldri.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210087
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska upplýsinga um hvort samráð hefur verið haft við rekstraraðila og íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg. Hefur verið rætt við þessa aðila hvernig verði að þeim staðið , hvenær framkvæmdir eigi sér stað og hversu langur framkvæmdatíminn verður.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210088
Lagt er til að við Freyjubrunn/Lofnarbrunn verði komið upp gangbraut en þar er engin göngutenging til staðar við biðstöð Strætó. Mikilvægt er að tryggja umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og því brýnt að úr þessu verði bætt sem fyrst.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:33
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0704.pdf