No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2021, miðvikudaginn 10. mars kl. 09:05, var haldinn 97. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Hofi. Viðstödd var Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík, tillaga - USK2021020020 Mál nr. US210025
Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. mars 2021, um uppfærðar reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík og minnisblað Eflu, samantekt um útfærslu íbúakorta erlendis, dags. 6. mars 2019.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Með þessari endurskoðun er lögð til talsverð einföldun á reglunum um íbúakort. Tengsl íbúakorta og bílastæðagjalds húsbyggjenda eru rofin og miðað er við að sækja megi um eitt íbúakort fyrir hverja íbúð sem ekki fylgir bílastæði að uppfylltum öðrum skilyrðum. Þá taka reglurnar mið af því að af fjölbreyttari eignarformum og umráðum yfir ökutækjum. Ljóst er að þeim aðilum sem hafi rétt á íbúakortum mun fjölga. Það er okkar það okkar skoðun að rétt sé að hækka gjald íbúakorta og bjóða upp á fjölbreyttari greiðslumöguleika til að stýra aðgengi að þessum takmörkuðu gæðum enn betur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Breyttar reglur um bílastæðakort innihalda engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla og gildir sama gjald fyrir alla óháð eldsneytisnotkunar. Þetta er þvert á þá stefnu stjórnvalda á Íslandi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum, en engin þjóð er í betri færum en Íslendingar að nýta sér hreina raforku í samgöngum. Rétt væri að hafa lægra gjald fyrir rafbíla líkt og gert er í Noregi og í Danmörku.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að breyta reglum um bílastæðakort í miðbænum. Rótin að þessu vandamáli eru gjörðir meirihlutans að fækka bílastæðum á svæðinu. Horfir sú fækkun til mikilla vandræða fyrir íbúa í miðbænum sem eiga rétt á a.m.k. einu bílastæði með hverri íbúð gegn vægu gjaldi. Þetta er mjög ósanngjörn þróun og má lýsa yfir fullkomnum forsendubresti að hálfu borgarinnar gagnvart íbúum. Yfirsvífandi í þessari tillögu er mikil gjaldskrárhækkun bílastæðakorta. Er það klárt brot á stöðuleikasáttmálanum um að hið opinbera hækki ekki gjaldskrár sínar. Að mati meirihlutans virðast gilda aðrar reglur og önnur lög um íbúa miðborgarinnar – en í öðrum hverfum borgarinnar. Sífellt er verið að þrengja að miðborginni með valdbeitingu sem á sér rót í andúð á fjölskyldubílnum. Það á m.ö.o. að verðleggja búsetu venjulegs fólk úr miðbænum og einungis gefa þeim efnameiri kost á að búa þar. Þetta er einn liður í því.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða að íbúar (í miðbænum) fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Skorið er á milli íbúðar og bílastæðis. Þetta kann að falla í misgóðan farveg þar sem fólk hefur öllu jafna geta lagt bíl sínum fyrir utan heimili sitt án gjalds. Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólk í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Í raun stefnir sennilega í það að þeir sem ætla að búa í miðbænum muni einfaldlega þurfa að hugsa sig tvisvar um hvort þeir geti leyft sér að eiga bíl og gestir verða helst bara að koma hjólandi. Þeir sem eru almennt sáttir við þessa þróun finnst þetta líklega til bóta frekar en að hvergi verði hægt að finna bíl sínum stað í miðbænum. Þessum kann að finnast það eðlilegt að erfiðara sé að vera með bíl í miðbænum en í úthverfum. Fyrir fjölskyldur er ekki ósennilegt að þetta hafi mikinn fælingarmátt að kaupa fasteign eða leigja á þessu svæði og mun fólk kannski í æ meira mæli berjast um hverja einustu eign í úthverfum.
Fylgigögn
-
Hjólreiðaáætlun: Nánari útfærsla hjólabrauta, tillaga - USK2021020125 Mál nr. US190256
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. febrúar 2021, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að útfæra og greina nánar hugmyndir um hjólabrautir við Gufunesbæ og á Klambratúni og meta kostnað við uppbyggingu þeirra, rekstur og viðhald. Einnig er lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins, dags. 14. ágúst 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. desember 2020.
Samþykkt.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 26. febrúar 2021 og 5. mars 2021.
Fylgigögn
-
Austurheiðar, rammaskipulag
(04.4) Mál nr. SN170877
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags., 20. apríl 2020, f.h. umhverfis- og skipulagssviðs að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar. Megin markmið skipulagsins felst í því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands dags. 8. júlí 2020 þar sem óskað er eftir auknum fresti til að skila inn umsögn. Tillagan var kynnt til og með 5. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Mosfellsbær dags. 19. júní 2020, Karl Bernburg dags. 22. júní 2020, Gylfi Sigurðsson dags. 23. júní 2020, Kristín Harðardóttir dags. 24. júní 2020, Reiðveganefnd Fáks dags. 25. júní 2020, Vegagerðin dags. 25. júní 2020, Umhverfisstofnun dags. 22. júní 2020, Brynja Margrét Kjærnested dags. 5. júlí 2020, Úlfur Ómarsson dags. 5. júlí 2020, Félag ábyrgra hundaeigenda dags. 6. júlí 2020, Grímur Enard dags. 6. júlí 2020, Mosfellsbær dags. 6. júlí 2020, Guðmundur S Johnsen f.h. stjórnar Græðis dags. 6. júlí 2020, Helena Bergsdóttir dags. 7. júlí 2020, Bjarki Pálsson dags. 7. júlí 2020, Sveinn Atli Gunnarsson dags. 7. júlí 2020, Dagný Bjarnadóttir f.h. hestamannafélagsins Fáks dags. 7. júlí 2020, Bergljót Rist dags. 7. júlí 2020, Ingi Erlingsson dags. 7. júlí 2020, Þórdís Gísladóttir og Snæbjörn Pálsson dags. 7. júlí 2020, Landsamband hestamannafélaga dags. 7. júlí 2020, Skipulagsstofnun dags. 10. júlí 2020, Veitur dags. 10. júlí 2020, Minjastofnun Íslands dags. 23. júlí 2020, Karl Bernburg dags. 31. júlí 2020, Þórir J. Einarsson dags. 3. ágúst 2020, Harpa Sigmarsdóttir dags. 10. ágúst 2020, Ásgeir Sæmundsson dags. 10. ágúst 2020, Þórður Heimir Sveinsson lögmaður f.h. Græðis félags landeigenda við Langavatn, Almannadal og Vegafélagsins dags. 24. ágúst 2020 og Hope Millington dags. 26. ágúst 2020. Einnig er lagður fram rammaskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 24. febrúar 2021, uppdrættir Landmótunar dags. 24. febrúar 2021 og Greinargerð; forsendur, landgreining, hugmyndir og skilmálar Landmótunar dags. 20. nóvember 2020, br. 24. febrúar 2021. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. febrúar 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2021.Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2021.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í athugasemdum koma fram rök um að reiðstígar og almennir göngu- og hjólastígar fari illa saman. Gæta þarf því að skýrri aðgreiningu. Það ætti almennt ekki að vera vandamál. Rýmið er mikið. Göngu- og hjólastígar eiga að vera með eins litlum brekkum eins og hægt er. Hestastígar geta verið með brekkum. Margar athugasemdir sem borist hafa virðast eiga rétt á sér. Aðrar snúast um einkahagsmuni sem hafa vonandi líka verið skoðaðar með sanngjörnum og eðlilegum hætti.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Laugavegur sem göngugata,
nýtt deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN200577Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 2. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs og Vatnsstígs verða gerðar að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, hellur, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 21. september 2020, br. 1. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 30. október 2020 til og með 11. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Félag atvinnurekenda dags. 16. nóvember 2020, Lárus Þór Jónsson og Lilja Björk Jónsdóttir dags. 9. desember 2020, Lárus Þór Jónsson og Lilja Björk Jónsdóttir f.h. Lali ehf. dags. 9. desember 2020, Miðbæjarfélagið í Reykjavík dags. 10. desember 2020, Veitur dags. 10. desember 2020 og Björn Jón Bragason f.h. Ásgeirs Bolla Kristinssonar dags. 11. desember 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. janúar 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2021.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2021, með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gegn atkvæði fulltrús Sjálfstæðisflokksins; Eyþórs Laxdals Arnalds. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan er í samræmi við samþykkta stefnu borgarstjórnar frá september 2018 um að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu allt árið. Hér er verið að samþykkja annan áfanga sem nær yfir Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg auk Vatnsstígs. Tillagan gerir ráð fyrir auknum gróðri og mun stuðla að bættu umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendur sem fara um svæðið. Algild hönnun verður höfð að leiðarljósi við hönnun svæðisins sem mun hafa í för með sér bætt aðgengi fyrir öll. Við fögnum þessum áfanga og samþykkjum tillöguna að lokinni auglýsingu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn á ný er lokun Laugavegarins og gatna í miðbænum til umræðu. Í tillögunni felst að hlutar Laugavegar og Vatnsstígs verða gerðir að varanlegum göngugötum. Miðbæjarfélagið í Reykjavík hefur farið þess á leit við borgaryfirvöld að falla frá öllum áformum um lokun gatna í miðbæ Reykjavíkur. Undir erindið rita tæplega 30 rekstraraðilar ýmissa fyrirtækja sem þar starfa og hafa þeir 1.689 ára rekstrarsögu. Telja þessir aðilar að með ákvörðun borgarstjóra og meirihlutans að meðalhófsregla stjórnsýsluréttar sé brotin á þeim grunni að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði sem að var stefnt verði ekki náð með öðru og vægara móti. Þeir hagsmunir sem hér um ræðir eru atvinnuréttindi manna og eignarréttindi og mannréttindi sem njóta verndar 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig benda samtökin á að rannsóknarregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin á þeim grunni að því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun er, þeim mun strangari kröfur verður almennt að gera til stjórnvalds um að það gangi úr skugga um að upplýsingar, sem búa að baki ákvörðun, séu sannar og réttar. Umrædd ákvörðun er verulega íþyngjandi fyrir rekstraraðila sem hafa mátt þola mikið tap vegna götulokana. Þrátt fyrir þessi sterku lögfræðirök heldur borgin áfram að böðlast á rekstraraðilum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að allt þetta mál sé ein harmsaga. Það fjallar ekki um hvort göngugötur séu skemmtilegar eða ekki. Þetta fjallar um að meirihlutinn átti sig á mikilvægi tímasetninga, geti lesið í aðstæður, geti sett sig í spor og síðast en ekki síst noti sanngjarna aðferðarfræði. Í þessar breytingar hefði mátt fara hægar og hefði átt að bjóða hagaðilum að ákvörðunarborðinu á fyrstu stigum. Margir sakna Laugavegarins eins og hann var. Það sem fór fyrir brjóstið á mörgum var að meirihlutinn hafði bókað að götur yrðu opnaðar aftur eftir sumarið 2019 en stóðu síðan ekki við þá ákvörðun. Margir hagaðilar höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun þetta haust því verslun hafði dalað í kjölfar lokunar umferðar. Of mikil óbilgirni, harka hefur einkennt aðgerðir skipulagsyfirvalda þegar kemur að þessu máli. Eftir sitja rjúkandi rústir á sviðinni jörð, svekkelsi og djúpstæð reiði. Það er vissulega rétt að flestar göngugötur eru að mestu ,,stétt“ með viðeigandi skreytingum. En nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði 2. áfangi,
deiliskipulag athafnasvæðis Mál nr. SN210147Lögð fram skipulags- og matslýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag að athafnasvæði sem markast af Fjárborg til vesturs og Suðurlandsvegi til suðurs og fjarsvæðis vatnsverndar til austurs.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun Íslands, Veðurstofunni, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Vegagerðinni, Hestamannafélaginu Fáki, Íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts, Íbúðaráði Grafarholts- og Úlfarsárdals, OR/Veitum, Hafrannsóknarstofnun, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Framkvæmdanefndar Vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og einnig skal kynna hana fyrir almenningi.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér eru drög að skipulagi hluta Hólmsheiðar. Eftir er mikil vinna. Um fáein atriði í drögunum má segja sitthvað strax. Úrkomumagn skiptir litlu máli fyrir lífsgæði á svæðinu. Úrkomutímarnir skipta meira máli. Litlu skiptir hvort það rignir 5 eða 10 mm á klst. Tíminn er sá sami. Einnig er álitamál hvort mikilvægt sé að halda í núverandi gróður. Uppstaða ríkjandi gróðurs er útplöntun trjáa á síðustu áratugum. Gróðurfar er ekki stöðugt og vel getur verið að allt annað gróðurfar sé betra en það sem nú er á svæðinu. Vel má því skipuleggja án tillits til núverandi gróðurs.
Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10:24 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
- Kl. 10:24 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Kjalarnes, Leiruvegur 2 og 4,
skipting lands (00.026) Mál nr. SN200553
Kristinn Hannesson, Leiruvegur 4, 162Lögð fram umsókn Kristins Hannessonar dags. 8. september 2020 um skiptingu landsins Leiruvegur 2 og 4 á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Volfram ehf. dags. 29. maí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Rofabær 32, Árbæjarkirkja,
breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN210144
420169-4429 Árbæjarkirkja, Rofabæ safnaðarheim, 110 Reykjavík
660609-1050 BASALT arkitektar ehf., Grandagarði 14, 101 ReykjavíkLögð fram umsókn Sigríðar S. Sigþórsdóttur dags. 19. febrúar 2021 varðandi breytingu á hverfisskipulagi fyrir Árbæ, skilmálaeining 7.2.9, vegna lóðarinnar nr. 32 við Rofabæ. Í breytingunni felst að aðalbyggingarreitur fyrir nýbyggingu er stækkaður til austurs, samkvæmt uppdr. BASALT arkitekta ehf. dags. 19. febrúar 2021.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Fylgigögn
-
Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.138.2) Mál nr. SN210166
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
U22 ehf., Katrínartúni 2, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77. Í breytingunni felst færsla á innkeyrslu í bílakjallara og minniháttar breytingar tengdar því, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. mars 2021.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag, kynning Mál nr. SN170833
Kynnt eru helstu efnisatriði innsendra athugasemda vegna deiliskipulagstillögunnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanlega ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið. Áformaðar landfyllingar eru komnar í umhverfismat sem er ólokið og því algerlega óvissa um stærð skipulagssvæðisins og þar með fjölda íbúða og íbúa. Þá er Náttúrufræðistofnun með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð í samræmi við samþykkt Alþingis frá 2004. Loks hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari heildrænt samgöngumat en því er enn ólokið, en gert er ráð fyrir þreföldun íbúa í hverfinu með tilheyrandi álagi á umferð.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að breyta aðalskipulagi í hinum svokallaða „Nýja Skerjafirði“. Málið er keyrt áfram af fullum þunga þrátt fyrir fjöldamargar vel rökstuddar og grafalvarlegar athugasemdir. Margt er enn á huldu um þetta svæði s.s. lögmætt gildi landfyllingar sem nú er í umhverfismati, olíumengun á svæðinu, ekkert tillit er tekið til öryggishlutverks Flugvallarins í Vatnsmýrinni en ljóst er að hann er ekki á förum miðað við umbrot á Reykjanesi undanfarnar vikur. Hvað þarf til – til að borgarstjóri og meirihlutinn opni augun og viðurkenni staðreyndir. Hollenska loft- og geimferðarstofnunin hefur gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina og lagði til að áhættumat yrði gert. Alþingi samþykkti árið 2004 að stefnt skuli að friðlýsingu fjöru og grunnsævis Skerjafjarðar og hefur Náttúrufræðistofnun áréttað þær hugmyndir. Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa allar í umsögnum til Reykjavíkurborgar undirstrikað verndargildi fjörunnar. Það er alveg ljóst að ef farið verður í þessar framkvæmdir eiga þær eftir að hafa mikinn umferðarþunga á framkvæmdatíma í för með sér sem hlýst af stórum vörubílum og steypubílum, bæði keyrslu í landfyllingu og ekki síður á uppbyggingartíma. Að auki er nú þegar búið að gefa vilyrði fyrir lóðum á reitnum og er það algjörlega fáheyrt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta mál virðist engan veginn tilbúið að færast á næsta stig þar sem svo margt er óljóst og á eftir að koma í ljós. Svör skipulagsyfirvalda eru svolítið á þann veg að segja „þetta á eftir að koma í ljós“ Fermetrum hefur jú verið fækkað, dregið er úr byggingarmagni og landfyllingum. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til þess að gerð verði óafturkræf mistök svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu með fram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd, er sú strönd þá ekki orðin manngerð, ekki náttúruleg lengur? Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins og víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði. Flugvöllurinn er því ekki að fara neitt, alla vega ekki í langri framtíð. Áhyggjuefnin eru mörg varðandi þetta framtíðarsvæði eins og því er stillt upp. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Sú viðbót, 1100 íbúðir mun væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 11:33 víkur Katrín Atladóttir af fundi.
- Kl. 11:34 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum. -
Sæmundargata 15-19, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða (01.631.3) Mál nr. SN210068
Pálmar Kristmundsson, Aðalstræti 25, 470 Þingeyri
Fasteignafélagið Eyjólfur ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
PK Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 25. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst að samsíðastæðum í Ingunnargötu er breytt í stæði hornrétt á akstursstefnu, samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2021.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. febrúar 2021.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1104 frá 23. febrúar og nr. 1105 frá 2. mars 2021.
Fylgigögn
-
Vatnsstígur 4 og Laugavegur 22A, niðurrif Mál nr. US210055
Sótt er um niðurrif húsanna að Vatnsstíg 4 og Laugavegi 33A.
Kynnt.
Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Búland 1-31 2-40, kæra 126/2020, umsögn, úrskurður (01.850.3) Mál nr. SN200743
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. desember 2020 ásamt kæru dags. 27. nóvember 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að ætla ekki að framfylgja þá þegar tekinni ákvörðun sinni um beitingu þvingunarúrræða gagnvart eigendum eignarinnar að Búlandi 36. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 6. janúar 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. febrúar 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 1. október 2020 um að afturkalla ákvörðun um beitingu þvingunarúrræða vegna framkvæmda á baklóð Búlands 36. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. október 2020 um að aðhafast ekki vegna framkvæmda á baklóð Búlands 36.
-
Gissurargata 4, kæra 101/2020, umsögn, úrskurður (05.113.8) Mál nr. SN200655
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. október 2020 ásamt kæru dags. 15. október 2020 þar sem kærðar eru framkvæmdir við byggingu húss að Gissurargötu 4 sem byggingarfulltrúi hefur samþykkt og varðar m.a. þakglugga, skorsteina o.fl. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. nóvember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. febrúar 2021. Úrskurðarorð: felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. október 2020 um að hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræða vegna skorsteins og þakglugga á húsinu nr. 4 við Gissurargötu.
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 3/2021, umsögn Mál nr. SN210028
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. janúar 2021 ásamt kæru dags. 12. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Birt með auglýsingu nr. 1268/2020 þann 17. desember 2020 í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2021.
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 7/2021 Mál nr. SN210042
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2021 ásamt kæru dags. 15. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2021.
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 8/2021 Mál nr. SN210049
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Til vara er jafnframt farið fram á stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. janúar 2021 um stöðvunarkröfu og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2021.
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 9/2021 Mál nr. SN210050
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2021.
-
Frakkastígur - Skúlagata, kæra 20/2021 (01.15) Mál nr. SN210160
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. febrúar 2021 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2021 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 10. desember 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg - Skúlagötu vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Frakkastíg 1.
-
Brekknaás, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN210101
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknaás og Vindás.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN190323
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi stefnu um íbúðabyggð og tengsl húsnæðisuppbyggingar og fyrirhugaðrar borgarlínu.
Fylgigögn
-
Hraunbær 133, breyting á deiliskipulagi (04.341.1) Mál nr. SN210046
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Vegmúla 2, 108 Reykjavík
Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ.
Fylgigögn
-
Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi (01.193) Mál nr. SN200593
Arkþing - Nordic ehf., Hallarmúla 4, 108 Reykjavík
Reir verk ehf., Laugavegi 7, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskiplagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur, deiliskipulag (04.2) Mál nr. SN190373
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. desember 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar dags. 15. desember 2020 á tillögu að deiliskipulagi fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal.
Fylgigögn
-
Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi (01.804.1) Mál nr. SN190296
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla, Stóragerði 11A.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innkaup umhverfis- og skipulagssviðs, umsögn - USK2021010064 Mál nr. US200440
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. febrúar 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Af svari að dæma mætti lesa það út að allir þessir sérfræðingar sem eru ráðnir hjá borginni séu helst að sinna verkefnastjórastarfi. Þeir leita að öðrum góðum sérfræðingum og ráða þá í verktakavinnu. Með þessu er verið að vanmeta og vannýta færni og þekkingu fastráðinna sérfræðinga borgarinnar. Þess utan er þetta óhemju dýrt. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Öll þessi verk þarf að vinna svo mikið er víst, en í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Sú leið sem er farin að ráða hámenntaða sérfræðinga sem síðan eru látnir vera umsjónarmenn yfir aðkeyptri vinnu, verkefnum sem hefur verið útvistað til einkafyrirtækja. Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara. Er það í alvörunni skoðun ráðamanna að það borgi sig að kaupa vinnu af verkfræðistofum frekar en að byggja upp þekkingu hjá borginni. Er ekki hægt að hagræða og byggja upp færni, jafnvel þótt það kosti mannaráðningar?
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna sameiningar grunnskóla í norðanverðum Grafarvog, umsögn - USK2021010144 Mál nr. US210006
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2021.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Loksins er frágangi á gangbrautum lokið fimm mánuðum eftir að skólahald hófst. Allt er þetta mál búið að vera hið erfiðasta. Farið var gegn vilja fólks með þessar breytingar án lítils eða nokkurs samráðs við það.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210043
Hver er meðalafgreiðslutími eignaskiptayfirlýsinga hjá embætti byggingarfulltrúa?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210044
Hvenær stendur til að malbika vegtengingu frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210045
Íbúi í Úlfarsárdal hefur reynt að fá spurningum svarað af byggingafulltrúa og skipulagssviði Reykjavíkurborgar en ekki tekist. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið að sér að leggja eftirfarandi spurningar fram í skipulags- og samgönguráði til að freista þess að fá svör. Spurt er: 1. Hvenær stendur til að hefja eftirfylgni á þeim 35 - 40 sérbýlis lóðum sem ekki er hafin bygging á, að 15 árum liðnum frá því að byggingarframkvæmdir hófust í Úlfarsárdal? 2. Hvað fá lóðarhafar 45 sérbýlislóða við Leirtjörn langan frest til að hefja byggingaframkvæmdir ? 3. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar. Hvenær verður lokið við að merkja allar gangbrautir í hverfinu, (sebra) með lýsingu og gangbrautarmerkjum? 4. Hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla? 5. Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga? 6. Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum? 7. Hvenær verður lokið við að hreinsa rusl utan lóða sem eru í byggingu og fylla í moldarflag eftir háspennustrengslögn Landsnets sem veldur moldroki? 8. Hvenær munu lóðarhafar við Leirtjörn geta hafið byggingu húsa sinna en lóðir hafa verið tilbúnar í 2 ár? 9. Hvenær lýkur byggingu par- og raðhúsa við Leirtjörn ? 10. Er komið á áætlun hvenær lokið verði við að gera varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um fyrirhugaða fækkun bílastæða og heildarfjölda þeirra - R21010216, USK2021030023 Mál nr. US210052
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi borgarráðs 18. febrúar 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:
Hvað eru mörg bílastæði í borgarlandinu? Í aðgerðaáætlun borgarinnar í loftslagsmálum er gert ráð fyrir 2% fækkun bílastæða í borgarlandinu. Hér er átt við bílastæði í eigu borgarinnar fyrir utan bílastæðahús og því mikilvægt að fá upplýsingar um fjölda bílastæða.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar á göngugötum vegna P-merktra bíla - R190070069, USK2021030026 Mál nr. US210054
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram á fundi borgarráðs 4. mars 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:
Í bréfi við fyrirspurnum ÖBI við merkingum á göngugötum í Reykjavík vantar upplýsingar um hvenær áætlað er að viðeigandi merkingar verði settar upp við göngugötur: Fulltrúi Flokks fólksins spyr: hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210056
Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla” 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er. Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi: Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu? Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar. Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasvæði?
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210057
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210059
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að Reykjavíkurborg geri lagfæringar sem fyrst á gönguleiðum sem eru í landi Reykjavíkur upp á Úlfarsfell. Mikið er gengið á fellið og eins og tíðarfarið er núna þá er töluverð aurbleyta á þeim slóðum sem liggja á fellið Reykjavíkurmegin sem veldur því að fólk fer að ganga út fyrir stíga og þar sem stækkar það svæði sem verður fyrir miklum ágangi. Mikilvægt er að stígar séu bættir þannig að ekki myndist á þeim aurbleyta.
Frestað.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210060
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að skúr sem stendur við Strandveg í Grafarvogi og nýttur hefur verið af þeim sem hafa verið með matjurtagarða á svæðinu verði lagfærður eða fjarlægður ef ekki á að reka matjurtagarða á þessu svæði sumarið 2021.
Tillögunni fylgir mynd.
Frestað. -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, Mál nr. US210062
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að lagfæringar verði gerðar á malarstíg sem liggur með fram strandlengjunni á milli Fossvogsdals og Kópavogs. Stígurinn er mikið nýttur og er orðinn mjög illa farinn, fulltrúarnir óska eftir því að meiri möl verði bætt í stíginn.
Tillögunni fylgir mynd.
Frestað. -
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, Mál nr. US210063
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipulags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 um aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð. Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003. Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 12:25
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_1003.pdf