No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 21. október kl. 09:00 var haldinn sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs (85. fundur) og umhverfis- og heilbrigðisráðs (41. fundur) Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Geir Finnsson, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir, Sabine Leskopf, Kristín Soffía Jónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Daníel Örn Arnarsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Árný Sigurðardóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Ámundi Brynjólfsson, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun 2021 Mál nr. US190303
Lögð fram drög að starfs og fjárhagsáætlun umhverfis og skipulagssviðs fyrir árið 2021.
Þar á meðal eru drög að:
- rekstraryfirliti Umhverfis- og skipulagssviði í aðalsjóði fyrir árið 2021
- rekstraryfirliti Umhverfis- og skipulagssviði í eignasjóði fyrir árið 2021
- gjaldskrám Umhverfis- og skipulagssviði fyrir árið 2021
- greinargerð Umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun 2021Kynnt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram bókun sem færð verður í trúnaðarbók.
-
Uppgjör USK janúar - ágúst 2021, trúnaður Mál nr. US200380
Lagt fram uppgjör USK janúar - ágúst 2021.
Fundi slitið klukkan 10:07
Líf Magneudóttir Alexandra Briem
Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir
Sabine Leskopf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
sks_2110.pdf