Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 79

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 26. ágúst kl. 09:27, var haldinn 79. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ólöf Örvarsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

    Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 13. ágúst sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 11. ágúst 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 780/2020 og auglýsing um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Fegrunarviðurkenningar 2020, tilnefningar trúnaðarmál         Mál nr. SN200308

    Kynntar tillögur til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2020 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum. Skráð í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs. 

    Leiðrétt bókun frá fundi dags. 12. ágúst 2020 er: 
    Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
    Vísað til borgarráðs.

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 14. og 21. ágúst 2020.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190323

    Kynnt drög að tillögu Umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er varðar íbúðarbyggð og blandaða byggð. (Trúnaður)

    Kynnt og fært í trúnaðarbók.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, breyting á deiliskipulagi vegna lóðar G     (04.0)    Mál nr. SN200442
    560611-0210 Sedrus ehf., Hlíðasmára 6, 201 Kópavogur
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta dags. 9. júlí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4, vegna lóðar nr. G. Í breytingunni felst að heimila aukinn fjölda íbúða og aukinn fjölda bílastæða í kjallara lóðar G, ásamt því að dýpt byggingarreits úr 15 m. í 16,5 m., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 8. júlí 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Vesturgata 67, breyting á deiliskipulagi     (01.133.1)    Mál nr. SN200102
    510497-2799 Félagsbústaðir hf., Þönglabakka 4, 109 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Félagsbústaða dags. 23. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanausta vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 20 cm. til suðurs að garði, heimilt verði að byggja 4 hæðir í stað 2,5 hæðir, svalir megi ná 1,7 metra út fyrir byggingarreit að garði, götuhlið hússins skal taka tillit til aðliggjandi húsa eins og kostur er, lyftuhús má ná 0,8 metra upp fyrir hámarkskvóta vegghæðar, lóð er stækkuð að framanverðu og þar heimilt að setja bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sorpgerði og gróður, byggingarmagn eykst og fjöldi íbúða verður 6 ásamt sameiginlegum rýmum á jarðhæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 3. apríl 2020. Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til og með 1. júlí 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Halldóra Haraldsdóttir dags. 30. júní 2020, Stefanía Helga Skúladóttir dags. 30. júní 2020 og 8 eigendur íbúða að Vesturgötu 65A og 65 dags. 30. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2020.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2020, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Súðarvogur 9-11, breyting á deiliskipulagi     (01.145.3)    Mál nr. SN200470
    290166-5439 Bjarki Andrew Brynjarsson, Haukanes 23, 210 Garðabær
    470610-0930 Súðarvogur 9 ehf., Grensásvegi 50, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Súðarvogar 9 ehf. dags. 18. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar 2 vegna lóðarinnar nr. 9-11 við Súðarvog. Í breytingunni felst að heimila uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ásamt bílageymslum á lóð 2-12-2, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Tröð dags. 17. júlí 2020.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Veðurstofuhæð, nýr mælireitur, framkvæmdaleyfi     (01.73)    Mál nr. SN200510
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. ágúst 2020 um framkvæmdaleyfi vegna fullnaðarfrágangs á nýjum mælireit á Veðurstofuhæð sem felst m.a. í uppsetningu grindargirðingu með göngu- og aksturshliði, lagningu á akfærðum upphituðum aðkomustíg að mælireitnum sunnan megin við mælireit með styrktri þverun yfir núverandi hitaveitustokk, lagningu nýrra lagna að og innan mælireits og lýsingu gönguleiðar að mælireit og innan mælireits o.fl., samkvæmt teikningahefti VSÓ ráðgjafar dags. í júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2020, 3. mgr. 43. gr. og 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

    Fylgigögn

  9. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN200472
    090364-6939 Þorkell Magnússon, Laxatunga 1, 270 Mosfellsbær
    600169-2039 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102

    Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 22. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Eirbergi (nr. 16), húsi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Annars vegar að gerður nýr byggingarreitur fyrir lyftuhúsi ásamt anddyri í suðvesturkverk ásamt því að koma fyrir útitröppum og hins vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir pallalyftu í norðausturkverk, samkvæmt uppdr. Spital dags. 22. júlí 2020.

    Samþykkt með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  10. Ármúli 3, breyting á deiliskipulagi     (01.261.2)    Mál nr. SN200468    
    220573-3899 Hallur Kristmundsson, Mávatjörn 5, 260 Njarðvík
    691206-4750 LF2 ehf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn LF2 ehf. dags. 17. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Lágmúla, Háaleitisbrautar, Ármúla og Hallarmúla, vegna lóðarinnar nr. 3 við Ármúla. Í breytingunni að heimilt verður að staðsetja stiga á tilgreindum byggingarreitum stiga. Byggingarreitirnir liggja við bygginguna á lóðinni sem liggur við Hallarmúla. Einn reitur vestan megin og annar austan megin, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 20. ágúst 2020.

    Samþykkt með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Fylgigögn

  11. Brautarholt 4-4A, skipting lóðar     (01.241.2)    Mál nr. SN200313
    670716-0900 V Tólf Fasteignir ehf., Hófgerði 2, 200 Kópavogur

    Lögð fram umsókn V Tólf Fasteigna ehf. dags. 20. maí 2020 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 4 og 4a við Brautarholt. Einnig lagt fram bréf V Tólf Fasteigna ehf. og PKdM Arkitekta dags. 28. apríl 2020 ásamt tillögu dags. 22. nóvember 2019. 

    Samþykkt með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1079 frá 18. ágúst 2020.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  13. Gangbrautir, Hverfið mitt 2020, tillaga         Mál nr. US200269

    Lagt til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirtaldar gönguþveranir verði merktar sem gangbrautir:
    - Yfir Skipholt vestan Stúfholts
    - Yfir Árvað austan Þingtorgs
    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  14. Norðurstígur og Nýlendugata austan Ægisgötu verði vistgötur, tillaga         Mál nr. US200271

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að eftirfarandi götur verði vistgötur:
    - Norðurstígur
    - Nýlendugata, austan Ægisgötu
    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja til og hafa hafið framkvæmdir á að gera Norðurstíg og Nýlendugötu austan Ægisgötu að vistgötum sem þýðir að bílar eru aftast í forgangi. Hraði hjóla, hjólaskauta eða hjólabretta miðast við gönguhraða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kemur og hvort þetta sé gert að ósk íbúa og vegfarenda eða er þetta einungis persónulegar ákvarðanir skipulagsfulltrúa? Hér er enn og aftur spurt um samráð við fólkið í borginni en ekki stafkrókur um slíkt er að finna í framlagningu gagna um málið sem er í formi tilkynningar fremur en tillögu enda eru framkvæmdir hafnar.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  15. Vesturás 19-23, málskot     (04.385.6)    Mál nr. SN200429
    170769-5119 Guðmundur Júlíus Ólafsson, Vesturás 19, 110 Reykjavík

    Lagt fram málskot Guðmundar Júlíusar Ólafssonar dags. 30. júní 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 26. júní 2020 um stækkun lóðarinnar nr. 19-23 við Vesturás sem felst í að færa lóðarmörk við enda raðhúsið nr. 19, samkvæmt skissu ódags. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. 

    Frestað.

  16. Hagasel 23, kæra 65/2020, umsögn     (04.937)    Mál nr. SN200489
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júlí 2020 ásamt kæru dags, 18. júlí 2020 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 24. mars 2020 á umsókn um leyfi til að byggja fjölbýlishús undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. ágúst 2020.

  17. Hverfisgata 100B og 102, kæra 51/2020, umsögn     (01.174.1)    Mál nr. SN200400
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. júní 2020 ásamt kæru dags. 27. apríl 2020 þar sem kærð er afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2019 vegna breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu sem felst í að heimila rekstur gististaðar í flokki II í fasteignunum. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. júlí 2020.

  18. Grensásvegur 1, kæra 60/2020, umsögn, bráðabirgðaúrskurður     (01.460.0)    Mál nr. SN200454
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. júlí 2020 ásamt kæru dags. 13. júlí 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 16. júní 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir byggingu 5 hæða fjölbýlishúss, hús A, með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum, geymslu- og bílakjallara, það fyrsta af fjórum nýbyggingum á lóð nr. 1 við Grensásveg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. júlí 2020. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 10. ágúst 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.

  19. Koparslétta 6-8, kæra 56/2020, umsögn, úrskurður     (34.533)    Mál nr. SN200422
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní 2020 ásamt kæru dags. 26. júní 2020 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 2. apríl 2020 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. júní 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. ágúst 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  20. Sjómannaskólareitur, kæra 21/2020, umsögn, úrskurður     (01.254)    Mál nr. SN200184
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2020 ásamt kæru dags. 13. mars 2020 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 13. febrúar 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. maí 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. ágúst 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 13. febrúar 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Sjómannaskólareits.

  21. Rökkvatjörn 1, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN200107
    100576-3099 Ævar Rafn Björnsson, Dimmuhvarf 15, 203 Kópavogur
    550812-0100 Landris ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn.

    Fylgigögn

  22. Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, skilti í lögsögu Reykjavíkur         Mál nr. SN170096

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. maí 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979, umsögn - USK2019110087         Mál nr. US200217

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst borgarráði 7. maí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem fyrirspurninni var vísað til skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 1. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst.

    Frestað.

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stæði við leik- og grunnskóla, umsögn - USK2020060053         Mál nr. US200151

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stæði við leik- og grunnskóla sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 10. júní 2020 . Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Ástæða fyrirspurnarinnar eru ábendingar frá foreldrum um að stæði fyrir framan suma leikskóla eru of fá og stundum myndist vandræðaástand á álagstíma. Sama má segja um grunnskóla, en þar er ástandið stundum þannig í eðlilegu árferði (ekki í COVID aðstæðum) að hætta skapast þegar verið er að aka börnum í skólann. Í ljósi þeirrar aflmiklu herferðar skipulagsyfirvalda borgarinnar að fækka bílum með aðferðum eins og að fækka bílastæðum hafa áhyggjur margra aukist enn frekar. Í svari skipulagsstjóra er vísað í reglur um fjölda stæða við skóla en eftir situr stærsta spurningin og hún er sú hvort skipulagsyfirvöld eru að fylgja þessum reglum sem samþykktar voru 19. desember 2018 til hins ítrasta? Stendur það til hjá skipulags- og samgönguyfirvöldum að breyta þessum reglum næsta árið í þá átt að fækkað verði enn frekar bílastæðum við leik-, grunnskóla og frístundaheimili? Fulltrúi Flokks fólksins mun senda þessar fyrirspurnir og eina aðra til inn í skipulagsráð með formlegum hætti.

    Fylgigögn

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um stóla fyrir veitingamenn í borginni, umsögn - USK2020050052         Mál nr. US200214

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst borgarráði 7. maí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem fyrirspurninni var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 1. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst. 

    Fylgigögn

  26. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins úr borgarráði, um forgang strætó, lögreglu og slökkviliðs í umferð, umsögn - USK2020060012         Mál nr. US200216

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst borgarráði 14. maí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem fyrirspurninni var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og
    borgarhönnunar 1 .júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Frestað.

  27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðaröryggi í Hamrahverfi, umsögn - USK2020020040         Mál nr. US190022

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði, 30. janúar 2019, og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra. Einnig er lögð fram umsögn Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. ágúst 2020.

    Tillagan er samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um vegtengingar Bryggjuhverfis, umsögn - USK2019040014         Mál nr. US190088

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra 13. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Fylgigögn

  29. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um lagfæringar á gatnamótum Strandvegar og Borgarvegar - USK2020020042, US200048         Mál nr. US190112

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra 3. apríl 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Frestað.
     

  30. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, hjólreiðahraðareglur, umsögn - US2019050003         Mál nr. US190147

    Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem barst borgarráði 2. maí 2019 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem tillögunni var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra 29. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og kemur fram í umsögn sviðsins ber hjólreiðamönnum á gangstéttum og göngustígum skv. 43. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 að víkja fyrir gangandi. Ekki fæst séð að algengur hraði hjólreiðamanna sé 60 km/klst. Unnið er að aðskilnaði hjóla- og göngustíga í hjólreiðaáætlun og með áframhaldandi uppbyggingu öflugs hjólastíganets í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um að gera hjólareiða-hraðareglur og einstaka hraðahindranir í öryggisskyni þar sem það á við hefur verið felld. Einnig var lagt til að aðskilja hjólreiðar og gangandi vegfarendur eins og kostur er. Í svari frá samgöngustjóra kemur fram að yfirvöld telja það vænlegra til árangurs að nota yfirborðsmerkingar, til áminningar um gagnkvæma tillitssemi vegfarenda og þar sem breytingar verða á eðli umferðar, auk leiðbeinandi merkinga á stigamót, heldur en að setja sérstakan hámarkshraða á stíga eða með uppsetningu hraðahindrana. Eins og skipulagsyfirvöld vita þá hefur hjólreiðaslysum fjölgað samhliða fjölgun hjólreiðafólks svo þörfin fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir er mikil. Við hjólaflóruna hafa bæst rafskútur og rafhlaupahjól. Nú þegar hafa verið skráð nokkur slys. Sums staðar nægir ekki að setja aðeins upp merkingar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þróuninni í ljósi reynslu annarra þjóða. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um að víða skortir á að innviðir séu tilbúnir að taka við öllum þessum hjólanýjungum og fjölgun þeirra sem nota hjól sem ferðamáta. Ávallt ætti að skipuleggja hjóla- og göngustíga í öruggri fjarlægð frá umferðarþungum vegum og öruggt bil þarf einnig að vera á milli hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda.

    Fylgigögn

  31. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um bætt aðgengi að göngustíg við Breiðholtsbraut, umsögn - USK2019120015         Mál nr. US200013

    Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem barst borgarráði 28. nóvember 2019 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs þar sem tillögunni var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020. 

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um að ljúka við stíg og stígatengingu við nyrðri enda göngubrúar yfir Breiðholtsbraut þar sem eðlileg gönguleið er frá Mjódd upp Arnarbakkann var lögð fram 28. nóvember 2019. Nú hartnær ári síðar berst umsögn og er tillagan felld á grundvelli umsagnar skipulagsstjóra sem segir að tenging við brúna sé nú í samræmi við samþykkt deiliskipulags. Á þeim 9 mánuðum sem tillagan hefur legið á borði skipulagsyfirvalda og beðið afgreiðslu hefur tekist að fullklára verkefnið. Því ber að fagna

    Fylgigögn

  32. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um stæði fyrir stór ökutæki, umsögn - USK2019070055         Mál nr. US190180

    Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og
    borgarhönnunar 26. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki nóg með það að borgarstjóri og meirihlutinn er að flæma burt fyrirtæki úr borginni, verslunar og veitingamenn úr 101, þá á að flæma einyrkja og atvinnubílstjóra úr landmiklum hverfum borgarinnar. Stórbílastæðum skal nú úthýst í iðnarðarhverfi. Hvað gengur meirihlutanum til? Hverjum er til ama að atvinnubílstjórar leggi bílum sínum á bílastæðum í útjaðri hverfanna? Megnið af atvinnubílstjórum eru einyrkjar sem stunda sína vinnu frá heimilum sínum. Nú skulu boð og bönn ríkja og atvinnubílstjórar skulu hraktir inn í iðnaðarhverfin. Hvað er átt við með þessu – á að fylla Höfðann með ökutækjum og vinnuvélum. Nei það er ekki hægt því hann er fullsetinn. Þá hlýtur sjónum verið beint til Esjumela sem ekki eru enn fullsetnir. Til þess að komast þangað þarf að keyra í gegnum heilt sveitarfélag og keyra fleiri, fleiri kílómetra. Seint verður slíkur óþarfa akstur talinn umhverfisvænn í stefnu meirihlutans. En það skiptir ekki máli – bara ef það hentar þeim. Þeim stórbílastæðum sem borgin hefur lokað með hindrunum er enn haldið lokuðum og eru engum til gagns. Nú stendur til að loka átta stórbílastæðum í Breiðholti samkvæm nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt og Seljahverfi. Sú ákvörðun er hrein aðför að einyrkjum og öðrum þeim sem hafa hindrunar- og andmælalaust notað stæðin í gegnum árin.

    Fylgigögn

  33. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um innkaup hjá Smith & Norland hf., umsögn - USK2020070024         Mál nr. US200184

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar 1. júlí 2020. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020.

    Frestað.

  34. Tillögur áheyrnarfulltrúa sósíalistaflokksins, um umferðaröryggi við Múla, umsögn - USK2018120008         Mál nr. US180374

    Lagðar eru fram tillögur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins sem bárust skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra 14. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020. 

    Samþykkt með vísun til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra dags. 20. ágúst 2020.

    Fylgigögn

  35. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, um aðstöðu við Strætó stoppiðstöð á Suðurlandsbraut, umsögn - USK2019040008         Mál nr. US190079

    Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra 6. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 20. ágúst 2020. 

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrú Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að tillagan hefur verið samþykkt enda eru aðstæður óviðunandi við strætóskýli á Suðurlandsbraut ofan Laugardalshallar. Farið verður af stað í að rýna verkefnið, kostnaðarmeta það og setja það í áætlun. Umbætur þarf að gera hið fyrsta. Eins og aðstæður eru nú á fatlað fólk þess engan kost að komast leiðar sinnar ætli það sér úr Strætó á þessari stoppistöð. Hugsanlega kæmist fötluð manneskja niður í Laugardalinn, með herkjum, en alls ekki ef viðkomandi ætlar sér yfir Suðurlandsbraut að gangbrautarljósum og t.d. upp í Ármúla. Þá tekur ekki betra við í Vegmúla, engin gangstétt nema að hluta til og mjög ruglingslegt hvernig gangandi vegfarandi kemst leiðar sinnar. Verkefnið þolir ekki mikla bið og væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að hafist verði handa hið fyrsta.

    Fylgigögn

  36. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um bréf varðandi Náðhúsið, umsögn         Mál nr. US200163

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem barst skipulags- og samgönguráði og var vísað til umsagnar embættis byggingarfulltrúa 10. júní 2020. Einnig er lagt fram bréf frá Arkís, dags. 14. apríl 2020.

    Fylgigögn

  37. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um átak gegn hættulegu húsnæði í borginni - USK2020080048, R20080089         Mál nr. US200234

    Á fundi skipulags- og samgönguráð 1. júlí 2020 var neðangreindri tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um átak gegn hættulegu húsnæði í borginni vísað til meðferðar borgarráðs. Tillagan var endursend til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

    Lagt er til að Reykjavíkurborg ráðist í átak gegn hættulegu húsnæði í borginni með áherslu á að efla brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og aukið eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Lagt er til að slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi skipuleggi og sjái um framkvæmd aðgerða. Harmleikurinn sem átti sér stað þegar kviknaði í illa búnu húsnæði á Bræðraborgarstíg átti sér aðdraganda. Aðbúnaður í húsinu hafði áður komið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þessu tilviki var um að ræða húsnæði sem nýtt var til útleigu umfram það sem eðlilegt getur talist þrátt fyrir að aðeins væri einn brunaútgangur á húsinu. Þá höfðu verið gerðar breytingar á húsinu án tilskilinna leyfa. Í slíkum tilvikum fer ekki fram skoðun eftirlitsmanna á fyrirhuguðum teikningum og öryggismat. Það skiptir máli að eftirlit með aðbúnaði og brunavörnum sé ekki aðeins virkt á framkvæmdarstiginu. Það þarf að efla frumkvæðiseftirlit slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa. Lagt er jafnframt til að fagaðilar greini hvað þarf að efla í eftirliti með brunavörnum og aðbúnaði mannvirkja og hvort þörf sé á frekari eftirlitsheimildum eða auknum mannafla eða fjármagni í verkefnið. Flokkur fólksins leggur einnig til að áhersla verði lögð á vitundarvakningu meðal almennings, og þá sérstaklega fólks á leigumarkaði, um brunavarnir og aðbúnað. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og fjölmenningarráðs.

    Fylgigögn

  38. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins úr borgarráði, um endurnýjun svæðis umhverfis Mjódd - USK2020070091         Mál nr. US200246

    Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurnýjun svæðis umhverfis Mjódd. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs. R20070142 

    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld horfi til endurnýjunar á svæðinu umhverfis Mjódd og að það verði fært í nútímalegra horf sem henta hagsmunum borgarbúa í dag. Til dæmis með því að endurgera og snyrta þau grænu svæði sem þarna eru með það að leiðarljósi að laða að þeim fólk. Einnig að hlutast til um uppsetningu hjólastæða fyrir rafhjól og hefðbundin hjól, setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla og koma því húsnæði sem er í eigu borgarinnar á svæðinu í notkun.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs.

  39. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stöðu framkvæmda vegna bættra samgangna (USK2020080043)         Mál nr. US200266

    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu framkvæmda vegna bættra samgangna fyrir börn sem áður voru í Korpuskóla. Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs - R20080057 

    Fyrirspurn frá Flokki fólksins vegna loforðs um bættar samgöngur. Nú eru nokkrir mánuðir liðnir síðan Korpuskóla var lokað. Lofað var bættum samgöngum fyrir börnin þegar þau gengju til skóla í nærliggjandi hverfi borgarinnar. Nú er skólahald að hefjast að nýju. Hver er staðan á framkvæmdum fyrir undirgöngum eða öðrum úrræðum til öruggari samgangna fyrir börnin í hverfinu á leið til skóla?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  40. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins úr borgarráði, um öryggi gangandi vegfarenda í Hamrahverfi - USK2020020040         Mál nr. US200268

    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögu í skipulags- og samgönguráði um öryggi gangandi vegfarenda í Hamrahverfi - R20080113 

    Lagt er til að borgarráð samþykki að leitað verði umsagnar Íbúaráðs Grafarvogs og foreldrafélags Hamraskóla um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í skipulags- og samgönguráði 23. janúar 2019 um umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi. Jafnframt er ítrekuð ósk um að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra verði lögð fram.

    Tillagan er dregin til baka.

  41. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, sem varðar hús á lóð Vesturbæjarskóla         Mál nr. US200239

    Lagt er til að látið verði á það reyna hvort einhver aðili eða önnur sveitarfélög hafi áhuga á að fá hús sem stendur á lóð Vesturbæjarskóla án endurgjalds en taki á sig kostnað vegna flutnings. Þannig myndi varðveitast byggingarsögulegt gildi hússins og borgin komast hjá óþarfa kostnaði við niðurrif þess. 

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er fallist á að byggingingarsögulegt gildi hússins varðveitist eftir að það er flutt enda verður húsið þá ekki lengur hluti af því samhengi sem skapar sögulegt gildi þess. Rýni á ástandi og burði hússins hefur leitt í ljós að verulegur fjárhagslegur kostnaður felst í að flytja það sé það nokkuð mögulegt. Húsið stendur í vegi fyrir mikilvægum úrbætum á skólalóð fyrir börn í Vesturbæjarskóla.

  42. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, rafrænar undirskriftir         Mál nr. US200261

    Lagt er til að teknar verði upp rafrænar undirskriftir í Skipulags- og samgönguráði. 

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Tillagan er dregin til baka.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tillaga Sjálfstæðisflokksins um rafrænar undirskriftir í nefndum og ráðum var flutt í borgarráði 13. ágúst sl. og er hún í meðferð hjá skrifstofu borgarstjórnar: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/18_tillaga_d_um_rafraenar_undirskriftir.pdf Þar sem sú tilaga gengur lengra og varðar fleiri ráð drögum við þessa tillögu til baka.

    Fylgigögn

  43. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi battavöll         Mál nr. US200260

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 1. júlí sl. var beiðni um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli hafnað. Í breytingunni fólst að skilgreina byggingarreit fyrir battavöll á lóð sem er 20 x 13 metrar ásamt því að hækka núverandi girðingu á auðausturhorni lóðar. Nú einum og hálfum mánuði síðar hefur battvöllurinn ekki enn verið fjarlægður. 1. Hvers vegna er ekki búið að fjarlægja völlinn í samræmi við höfnun/synjun skipulags- og samgönguráðs? 2. Hvaða stofnun/eining innan borgarinnar á að fjarlægja völlinn? 3. Hvað hefur gerst í málinu síðan synjunin gekk í gegn?

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  44. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, til Strætó bs.         Mál nr. US200259

    Fyrirspurn til Strætó bs. 1. Hvað hafa margir farþegar ferðast með Strætó bs. það sem af er þessu ári? 2. Hver var farþegafjöldinn á árunum 2019, 2018, 2017 og 2016? 3. Hvenær var reglan um talningu innstiga í vagna tekin upp í stað ferða sem greitt var fyrir pr. farþega? 4. Hverjar er tekjur Strætó bs. af farþegum það sem af er þessu ári? 5. Hverjar voru tekjur Strætó bs. af farþegum á árunum 2019, 2018, 2017 og 2016? 6. Í hverju felst viðauki við ráðningarsamning framkvæmdastjóra Strætó bs. sem stjórn Strætó bs. samþykkti á fundi sínum þann 19. júní sl.?

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  45. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi gerð kirkjugarðs við Úlfarsfell.         Mál nr. US200258

    Í Reykjavík hafa borgar- og skipulags yfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind og eyru og þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  46. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi rafmagns- og metan bíla         Mál nr. US200257

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld borgarinnar setji rafmagns- og metan bíla á lista yfir það sem þau kalla vistvænan ferðamáta. Í nýju hverfisskipulagi Breiðholts er farið mörgum orðum um vistvænan ferðamáta en ekki minnst á vistvæna bíla. Áhersla er lögð á að gera vistvænum ferðamátum hátt undir höfði og að aðgengi allra sé tryggt, óháð hreyfigetu. Ekki einu orði er minnst á rafmagns- eða metanbíla heldur einungis hjól og síðan væntanlega borgarlínu. Telja skipulagsyfirvöld þar með að hreyfihamlaðir sem dæmi notist frekar við hjól en bíl? Nú eru aðeins 10 ár þar til bannað verður að flytja inn bensín- og díselbíla. Skipulagsyfirvöld verða að fara að sætta sig við að þau koma ekki öllum á hjól og þurfa því að viðurkenna að einkabíllinn mun áfram verða einn helsti ferðamáti borgarbúa. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að nú ætti að leggja alla áherslu á að styðja og hvetja til orkuskipta og taka rafmagns og metanbílinn inn í flokkinn "vistvænn ferðamáti". 
     
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  47. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólkins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi vatnsflæðisvandamál við Leirubakka í Breiðholti         Mál nr. US200256

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að lagfæra vatnsflæðisvandamál við Leirubakka í Breiðholti. Í fjölda ára hefur verið kvartað yfir vatnsflæði sem kemur í leysingum (hláku). Það kemur úr holtinu ofan við Stöng. Stöng liggur frá Arnarbakka og upp að Breiðholtsbraut og er með hita til snjóbræðslu sem eykur enn vatnsflæðið. Vatnið rennur inn Leirubakkann og hefur í gegnum árin valdið tjóni á malbiki. Þegar frystir og þiðnar að þá veldur þetta vatn tjóni á malbikinu sem liggur inn Leirubakkann. Stundum rennur vatnið inn allan Leirubakkann og endar í niðurfalli innst sem hefur ekki undan og stíflast. Þegar frystir er erfitt að hreinsa frá niðurfallinu, sem lendir oft á íbúum að gera. Vandamál sem þessi eiga ekki að vera viðvarandi. Þetta er hægt að laga og hefði átt að laga um leið og vandinn kom í ljós. Lagt er til að niðurföllin neðan við Stöng í Arnarbakkanum verði lagfærð þannig að þau taki við vatninu sem kemur úr brekkunni og úr holtinu. Jafnframt er lagt til að Reykjavíkurborg lagfæri malbikið í Leirubakkanum. Íbúar eiga ekki að þurfa að laga skemmdir sem vatn hefur valdið sem kemur langt að vegna galla í hönnun niðurfalla við Stöng í Arnarbakka.

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna mistaka í útboðsmálum vegna Fossvogsbrúarúrbætur Reykjavík hyggst gera í ljósi úrskurðarins?         Mál nr. US200255

    Nú hefur úrskurðarnefnd kærunefndar útboðsmála fellt úr gildi hönnunarsamkeppni sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær stóðu fyrir um hönnun brúar yfir Fossvog. Fimm hönnunar- og arkitektastofur af þeim ellefu sem ekki voru valdir í forvalið kærðu valið til kærunefndar útboðsmála sem hefur stöðvað keppnina tímabundið. Alls sendu sautján hönnunar- og arkitektastofur inn tillögur. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar í úrskurðinum við vinnubrögð Vegagerðarinnar og eru hún, Reykjavíkurborg og Kópavogur gert að greiða skaðabætur samkvæmt úrskurðarorði. Fram kemur í úrskurðinum að "Efla hf. hafi fengið óeðlilegt forskot á aðra þátttakendur. Jafnframt hafi einn dómnefndarmenn verið starfsmaður Eflu hf. og tiltekinn starfsmaður Vegagerðarinnar, sem hafi staðfest ákvörðun dómnefndar um val þátttakenda, verið eigandi, stjórnarmaður og starfsmaður Eflu hf. þar til fyrir skömmu. Dómnefndin hafi því verið vanhæf til ákvarðanatöku í forvalinu". Í þessu máli er alla vega víst að Reykjavíkurborg ber ákvarðanaábyrgð og skaðabætur greiðast úr vasa útsvarsgreiðenda. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvað þessi mistök í útboðsmálum munu kosta borgarbúa og hvaða úrbætur Reykjavík hyggst gera á verklagi í ljósi úrskurðarins?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  49. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um stefnu Strætó hvað viðkemur lausagangi strætisvagna á biðtíma         Mál nr. US200254

    Bílar sem brenna bensín eða dísel eyða og menga mest á litlum hraða í fyrsta gír, svo ekki sé talað um kyrrstöðu. Þá brenna þeir og menga til einskis. Flestir nýir einkabílar af öllum gerðum eru í dag með hugbúnað sem lokar fyrir eldsneyti til vélarinnar þegar verið er að hægja á ferðinni og stöðvar síðan vélina þegar menn stoppa, t.d. á ljósum, en ræsir síðan sjálfvirkt vélina aftur þegar bremsunni er sleppt. Þetta á ekki við um þá vagna sem Strætó notar. Þeir eru alltaf í gangi í akstri, sem og þegar stoppað er á ljósum eða á stoppistöðvum í lengri og skemmri tíma. Það er alltaf bílstjórans á þessum vögnum því að ákveða hvenær drepið er á vélinni og hvenær ekki. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir: Hver er stefna Strætó. bs hvað þetta varðar? Hvað er bílstjórum Strætó. bs kennt og uppálagt í þessum efnum? Óskað er eftir að fá yfirlit yfir þá þjálfun og fyrirmæli sem strætisvagnabílstjórar fá hvað þetta varðar og þá er átt einnig við hvort bílstjórar fái ekki þau fyrirmæli að hafa vagna aldrei í lausagangi á biðstöð s.s. á Hlemmi eða í Mjódd?

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  50. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, endurskoðun á hverfisskipulagi Breiðholts         Mál nr. US200253

    Flokkur fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld endurskoði, áður en lengra er haldið með nýtt hverfisskipulag í Breiðholti, þær ábendingar sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum sérstaklega hvað varða áhyggjur íbúa á frekari skorti á bílastæðum í hverfinu. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag Breiðholts gera ráð fyrir að íbúðum fjölgi um 3000 í hverfinu án þess að þeim fylgi bílastæði í sambærilegu hlutfalli. Endurskoða þarf hugmyndir sem lúta að mögulegum bílastæðum sem ættu að fylgja þeim aukaíbúðum sem eigendur sérbýlishúsa mega byggja/innrétta á lóðum sínum. Í hugmyndunum er ekki gert ráð fyrir að þessar aukaíbúðir fái bílastæði. Verði það raunin mun það rýra gildi eignarinnar enda fólk almennt síður tilbúið að leiga eða kaupa eign þar sem það eða gestir þeirra geti ekki lagt bíl sínum nálægt. Eldri borgarar og hreyfihamlaðir nota frekar bíl en hjól til að ferðast um sem dæmi. Einnig þarf að endurskoða það blokkarbyggingarmagn sem áætlað er að byggja í Breiðholti. Byggja á mikið af blokkum í hverfi sem hefur hvað flestar blokkirnar í borginni. Gengið er á græn svæði og leikvelli sem ekki er boðlegt. Byggja á litlar íbúðir en ekki er séð að skortur verði á litlum íbúðum ef horft er til yfirstandandi framkvæmda í borginni og íbúðir sem ekki hafa selst.

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vítt og opið samráðsferli á sér stað þessa dagana við íbúa og hagsmunaaðila í Breiðholti. Þar er mikið lagt upp úr að hlusta á allar raddir samfélagsins, unga sem aldna. Ekki er um að ræða kvaðir á íbúa um t.a.m. fækkun bílastæða, heldur felur skipulagið í sér auknar heimildir íbúa til þess að breyta og bæta eignir sínar. Unnið verður úr öllum ábendingum íbúa sem koma fram áður en Hverfisskipulagið verður sett í lögformlegt auglýsingarferli. Tillagan er því felld.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld endurskoði strax þær ábendingar sem íbúar Breiðholts hafa tjáð sig um m.a. á samfélagsmiðlum hefur verið felld. Flestir virðast hafa áhyggjur af hvert stefnir í bílastæðismálum en víða er nú þegar skortur á þeim. Opnað er fyrir möguleika á að byggja 3000 íbúðir án þess að þeim fylgi bílastæði í sambærilegu hlutfalli. Íbúaeign án bílastæðis er ekki eins söluvæn og fylgdi henni bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að með því að fella þessa tillögu séu það merki um að skipulagsyfirvöld ætli ekki að taka þessar ábendingar alvarlega. Jafnvel þótt heilu fjölskyldurnar muni fara um á hjólum þá fá flestir stundum til sín gesti. Stefnir í þrengsl í sumum hverfum sem þröngt er fyrir. Í stað þess að sýna slíka stífni þegar kemur að einkabílnum væri nær að skipulagsyfirvöld styddu fólk með ýmsum hætti til að skipta yfir í raf- eða metanbíl. Enda þótt borgarlína sé fyrirhuguð í Mjódd mun fólk nota bíl áfram. Koma þarf börnum í leik-, og grunnskóla ásamt að sinna öðrum erindum. Sumir verða að fara á bíl í vinnu og margir verða að nota bílinn til að komast á borgarlínustöð. Enn liggur ekki fyrir hvernig bílastæðamálum verður háttað í kringum borgarlínustöðina í Mjódd.

  51. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna grjótmana sem settar var á Eiðsgranda.         Mál nr. US200251

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hver er kostnaður af þessum grjótmönum sem settar voru á Eiðsgranda og hver mun viðbótarkostnaður verða við lagfæringu þeirra? Í svari við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um málið segir: "Að nú hafi verið tekin ákvörðun um að laga manirnar, lækka þær og laga betur að landinu. Síðan verður sáð og gróðursettur strandgróður í svæðið. Manirnar séu ekki grjóthrúgur heldur er sé þetta uppgröftur úr stígnum og lag af möl yfir en ekki hafi unnist tími til að huga nægilega vel að frágangi. En fremur að ákvörðun um mölina var ekki mikið ígrunduð og manirnar höfðu ekki verið hannaðar heldur unnar beint í landið. Manirnar urðu óþarflega háar og sérstaklega ein mönin sem er of há og of brött og lokar sýn úr Rekagranda og að alltaf hafi staðið til að græða upp manirnar með gróðri sem ekki væri hægt að hefja fyrr en að vori." Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um kostnað alls verkefnisins og sundurliðun eftir verkþáttum. 

    Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  52. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um gæðaeftirlit með strætisvögnum         Mál nr. US200250

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hvort og hvernig gæðaeftirlit með strætisvögnum er háttað? Dæmi eru um að vagnar séu ekki með ljósin í lagi svo fátt sé nefnt sem fólk hefur tekið eftir. Er virkt eftirlit haft með vögnunum? Spurt er hvort einhver gangi t.d. reglulega um vagnanna og skoðar þá innan og utan til að kanna hvort allt sé í lagi með þá?

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  53. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að fresta samþykktarferli hverfisskipulags í Breiðholti þar til Covid leyfir íbúaráðsfundi         Mál nr. US200249

    Tillaga Flokks fólksins um að fresta/frysta samþykktarferli hverfisskipulags Breiðholts vegna COVID aðstæðna þar til hægt verði að hafa íbúaráðsfundi í Breiðholti. Eins og sakir standa er ekki hægt að bjóða upp á mannmarga viðburði til að ræða hugmyndir um nýtt hverfisskipulag í Breiðholti svo vel sé. Um er að ræða stórfelldar breytingar sem íbúar þess verða að fá fulla aðkomu að til að geta sett sig inn í það, mótað skoðanir og komið þeim á framfæri. Á með staðan er svona vegna COVID er það ábyrgðarhluti ef borgaryfirvöld ætla að kalla saman fólk á fundi til að ræða skipulag eða annað ef því er að skipta. Skipulagsyfirvöld geta nýtt tímann til að yfirfara þær ábendingar sem þegar hafa borist og aðlagað hverfisskipulagið að þeim. Nú hafa sem dæmi margir stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir stefnu skipulagsyfirvalda að þrengja að bíleigendum með þeim hætti að erfitt er að finna bílastæði. Bílastæðaskortur er nú þegar víða í Breiðholti sem dæmi í Seljahverfi og Austurberginu. Það er skortur á bílastæðum hjá FB þegar dagskólinn er. En ekkert skal gert nema í samráði við íbúana og séu íbúar ósammála innbyrðis eða ósammála skipulagsyfirvöldum er mikilvægt að kosið verði um þau atriði. Einfaldur meirihluti muni þá ráða. 

    Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í byrjun sumars var ákveðið að setja ekki Hverfisskipulag Breiðholts í lögbundið samþykktar- og samráðsferli líkt og til stóð heldur bæta við ferlið auknu samráði. Það hefur falist í kynningum á heimasíðum verkefnisins, samfélagsmiðlum og dagblöðum. Einnig hefur hverfisskipulagið verið kynnt í Gerðubergi þar sem öllum hefur boðist að mæta. Þar var hægt að rýna allar tillögur, greiningarvinnu og helstu forsendur skipulagsins. Þar voru til svara starfsfólk skipulagsfulltrúa sem unnið hefur við hverfisskipulagið síðustu ár. Einnig verður skipulagið kynnt með sambærilegum hætti í Mjódd. Þrír göngutúrar hafa verið skipulagið með íbúum um hverfið til að fara yfir tillögurnar, hitta faglega ráðgjafa skipulagsins, ræða og koma með ábendingar. Allt er þetta viðbótarsamráð við það samráð sem nú þegar hefur verið haft við gerð Hverfisskipulags Breiðholts sem fólst í því að virkja alla aldurshópa, með þátttöku grunnskóla, rýnihópa og opnum íbúafundum. Að lokum er rétt að benda á að lögbundið samráð með lögformlegri auglýsingu mun einnig eiga sér stað og gefst þá öllum tækifæri á að koma sínum athugasemdum á framfæri.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um að fresta samþykktarferli hverfisskipulags Breiðholts vegna COVID aðstæðna þar til hægt verði að hafa íbúaráðsfundi í Breiðholti hefur verið felld. Skipulags- og samgönguráð er með því að axla ábyrgð á að fólk sem ekki kemst út vegna COVID aðstæðna komist ekki til skrafs og ráðagerðar vegna nýs hverfisskipulags. Nú er ekki hægt, vegna COVID að hafa hefðbundna íbúafundi. Svo virðist sem skipulagsyfirvöld ætli ekki að aðlaga sig að aðstæðum og tryggja samráðsvettvang fyrir þá sem eru í einangrun/sóttkví/sjálfskipaðri sóttkví. Slíkt er aðeins ávísun á seinni tíma vandamál ef fólk kemst ekki til að koma skoðunum sínum á framfæri .Allt þarf að gera til að ná til fólks sem lokað er inni vegna COVID. Koma mætti t.d. upp sérstökum ábendingarhnappi á vefsíðu Reykjavíkur og auglýsa sérstakt símanúmer hafi viðkomandi áhuga á að ræða hverfisskipulagið við skipulagsfrömuði borgarinnar. Heiðarlegast gagnvart íbúum Breiðholts er að beðið verði eftir að COVID aðstæður verði öruggari og þá verði haldnir íbúaráðsfundi í hverju hverfi og fyrir hverfið í heild. Gæta þarf jafnræðis og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti.

  54. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum         Mál nr. US200248

    Spurt er hvort leiðbeiningum sé ávallt fylgt og af hverju ekki séu til íslenskar leiðbeiningar/reglur? Við hönnun hraðahindrana í Reykjavík er erlendum leiðbeiningum fylgt, oftast norskum eða dönskum. Þar er lýst mismunandi gerðum og formi eftir aðstæðum. Sérstakar leiðbeiningar eru um útfærslu 30 km/klst "hliða" í Reykjavík á þeim stöðum þar sem 30km/klst hverfi eru afmörkuð. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita af hverju ekki eru til íslenskar leiðbeiningar eða reglur um gerð hraðahindrana í ólíkum aðstæðum sem taki mið af reynslu við notkun hraðahindrana hér á landi? Einnig er spurt hvort þessum norsku og dönsku leiðbeiningum hafi ávallt verið fylgt til hins ýtrasta? Ef ekki, í hvaða tilfellum var þeim ekki fylgt og hverjar voru ástæður þess að gerðar voru undantekningar?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  55. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögur,          Mál nr. US200272

    Nú er verið að kynna nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt. Í gangi er viðvera skipulagsyfirvalda sem hefur bæði verið í Mjódd og í Gerðubergi

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að:

    1. Viðverudögum verði fjölgað og framhaldið í a.m.k. mánuð í viðbót eða eins lengi og þörf þykir og óskir eru um 2. Að komið verði upp sérstökum ábendingarhnappi á vefsíðu Reykjavíkur þar sem hægt er að senda inn ábendingar um hverfisskipulagið 3. Að auglýst verði sérstakt símanúmer sem hægt er að hringja í hafi viðkomandi ábendingu eða athugasemd við hverfisskipulagið 4. Að beðið verði eftir að COVID aðstæður verði öruggari og þá verði haldnir íbúaráðsfundi í hverju hverfi og fyrir hverfið í heild. Í því COVID ástandi sem nú ríkir treysta sumir sér ekki út úr húsi af ótta við smit. Hér þarf að gæta að jafnræði og sjá til þess að aðstæður séu með þeim hætti að allir hafi jöfn tækifæri til að kynna sér hugmyndirnar og koma skoðunum sínum á framfæri með beinum hætti. 5. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þeir sem standa vaktina í viðveru vegna hverfisskipulags Breiðholts verði einnig þeir aðilar sem eru höfundar hugmyndinna hvort sem það eru arkitektar eða aðrir skipulagsfrömuðir Reykjavíkur 

    Frestað.

  56. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200273

    Tillaga Flokks fólksins að skipulagsyfirvöld taki alvarlega ábendingar fólks sem lúta að bílastæðamálum í hinu nýja hverfisskipulagi Breiðholts .

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur orðið var við á m.a. á samfélagsmiðlum að það sem liggur hvað mest á fólki varðandi nýtt hverfisskipulag í Breiðholti er fyrirsjáanlegur skortur á bílastæðum. Flokkur fólksins leggur því til að skipulagsyfirvöld taki alvarlega ábendingar fólks sem lúta að bílastæðamálum í hinu nýja hverfisskipulagi Breiðholts. Víða er nú þegar skortur á bílastæðum. Horfast þarf einnig í augu við þá staðreynt að það rýrir sölugildi eignar ef ekki fylgir bílastæði. Ávallt verður einnig að muna að hreyfihamlaðir aka frekar bíl en hjóla. Sjálfsagt er að þétta byggð upp að vissu marki en þó ekki á kostnað bílastæða eða grænna svæða. Skipulagsyfirvöld ættu að hvetja til aksturs á vistvænum bílum svo sem raf- og metanbílum. Enda þótt borgarlína sé fyrirhuguð í Mjódd mun það ekki breyta miklu um bílanotkun fólks sem áfram þarf að nota bíl til að koma börnum sínum í leik-, og grunnskóla sem og frístund. Einnig til að komast í vinnu og til að komast í borgarlínu hyggist það nota hana. Enn liggur ekki fyrir hvernig bílastæðamálum verður háttað í kringum borgarlínustöðina í Mjódd. 

    Frestað.

  57. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögur,          Mál nr. US200274

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að eftirfarandi hugmyndir verði skoðaðar í tengslum við nýtt hverfisskipulag í Breiðholti: 1. Að skoða möguleikann á því að fá fleiri skóla í hverfið t.d. Listaháskólann fluttan í Breiðholtið í stað þess að hrúga öllum háskólum á sama blettinn í Vatnsmýrinni. 2. Að skoða nánar hugmyndir um skrúð- eða lystigarði í efra Breiðholti. 3. Að skoða flutning opinberra stofnana í hverfið. 

    Frestað.

  58. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200275

    Nú er verið að kynna nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt. Í gangi er viðvera skipulagsyfirvalda sem hefur bæði verið í Mjódd og í Gerðubergi og göngutúrar um hverfið. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um aðsókn á viðverufundina og fjölda þeirra sem fóru í göngutúra um hverfið með skipulagsyfirvöldum. Óskað er einnig upplýsinga um fjölda ábendinga sem hafa borist og að þær verði flokkaðar eftir innihaldi. Loks er spurt um aldursskiptingu þeirra sem komu á viðverufundina og í göngutúrana.

    Frestað.

  59. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um viðhald gatna í Þingholtsstræti og nágrenni         Mál nr. US200276

    Í gangi hafa verið framkvæmdir í Þingholtsstræti og nágrenni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um verkefnastöðu á málningu gatna/bílastæða í miðbænum t.d. við Þingholtssræti, og að minnsta kosti hluta Bókhlöðustígs og Skálholtsstígs. Hvenær hófst verkið og hvenær voru áætluð verklok? Hver er staða viðhalds, vatnsræsingar og viðgerðar í Þingholtsstrætinu og næsta nágrennis ?

    Frestað.

  60. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um afgreiðslu erinda hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar         Mál nr. US200277

    Það hefur nokkuð borið á því að fólk er ekki að ná sambandi við skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborg þegar það vill koma áleiðis sem dæmi ábendingum, er með fyrirspurnir eða önnur erindi. Þá hefur borið á því stundum að hver vísar á annan, skeytum ekki svarað fyrr en seint um síðir og enn síður nær fólk í gegn með símtali. Skipulagskerfi borgarinnar er orðið nokkuð stórt bákn og virkar stundum eins og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki standi til að gera á þessu bragarbót?

    Frestað.

  61. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200278

    Í ljósi þess að nokkuð hefur borið á kvörtunum yfir að illa gangi að ná sambandi við skipulagsyfirvöld leggur fulltrúi Flokks fólksins til að starfs- og embættismenn sem og kjörnir fulltrúar meirihlutans í skipulagsráði geri það að vinnureglu sinni að ljúka ekki vinnudegi sínum fyrr en búið er að bregðast með einum eða öðrum hætti við innkomnum skeytum/skilaboðum sem borist hafa. Vissulega gætu komið dagar sem þetta er ekki hægt en í það minnsta muni starfsmenn leitast við að svara samdægurs. Hér er ekki átt við að öll erindi fái fullnaðarafgreiðslur strax enda slíkt ekki raunhæft heldur að þeim sem sent hafa skeyti eða skilaboð verði svarað sem dæmi: "erindið er móttekið/málið er í skoðun/ haft verður samband hið fyrsta", eða eitthvað á þessa leið. 

    Frestað.

  62. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US200279

    Í ljósi þess að illa gengur oft að komast í samband við starfsmenn og embættismenn borgarinnar leggur fulltrúi Flokks fólksins til að öll netföng og vinnusímar starfs- og embættismanna skipulagssviða borgarinnar séu aðgengileg á netinu. Eins og staðan er nú er borgarbúum boðið upp á að hringja í eitt miðlægt símanúmer til að ná í starfsmenn. Þetta hefur ekki alltaf gengið vel. Leggja þarf áherslu á að borgarbúar hafi greiðan aðgang að embættis- og starfsmönnum allra sviða borgarinnar. Fyrsta skrefið er að hafa netföng og símanúmer sýnileg og aðgengileg.

    Frestað.

  63. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200280

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá það sundurliðað hvaða hugmyndir sem birtar eru í vinnutillögum nýs hverfisskipulags Breiðholts komu frá íbúum sjálfum og hvaða tillögur komu frá borgar- og skipulagsyfirvöldum eða öðrum? Var það t.d. ósk íbúa Breiðholts að svo mikil þétting byggðar yrði?

    Frestað.

  64. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200281

    Fyrirspurnir framhaldi af svari skipulagsyfirvalda við fyrirspurn Flokks fólksins um stæði- og sleppistæði við leik- og grunnskóla. Í svari var vísað í reglur sem skipulag- og samgönguráð samþykkti 19. desember 2018. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík er fylgt til hins ítrasta. Einnig er spurt hvort það standi til hjá skipulags- og samgönguyfirvöldum að breyta þessum reglum næsta árið í þá átt að fækkað verði enn frekar bílastæðum og sleppistæðum við einhverja leik-, grunnskóla og frístundarheimili? Stendur það til hjá skipulagsyfirvöldum að setja gjaldskyldu á þau stæði önnur en sleppistæði sem nú eru til staðar fyrir framan leik- og grunnskóla og frístundaheimili?

    Frestað.

  65. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US200282

    Skipulagsyfirvöld leggja til og hafa hafið framkvæmdir á að gera Norðurstíg og Nýlendugötu austan Ægisgötu að vistgötum sem þýðir að bílar eru aftast í forgangi. Hraði hjóla, hjólaskauta eða hjólabretta miðast við gönguhraða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kemur. Er þetta gert að ósk íbúa og vegfarenda eða er þetta einungis persónulegar ákvarðanir skipulagsfulltrúa? Hvernig var samráði háttað? Hér er enn og aftur spurt um samráð við fólkið í borginni en ekki stafkrókur um slíkt er að finna í framlagningu gagna sem er í formi tilkynningar fremur en tillögu. 

    Frestað.

    -    Kl. 11:45 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
    -    Kl. 12:00 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

Fundi slitið klukkan 12:18

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
sks_2608.pdf