No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 15. apríl kl. 09:12 var haldinn 68. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 27. mars og 3. apríl 2020.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun við lið nr. 19 á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020:
Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur þegar lagt fram tillögu um að fundin verði lausn á framtíðarlausn fyrir Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn á Álfsnesi í sátt við íbúa Kjalarness og Kollafjarðar. Sú tillaga var felld. Tekið er undir áhyggjur sem fram koma í bókun íbúaráðs Kjalarness um mikla mengun á þessu svæði bæði hvað varðar hljóðmengun og ekki síður þungmálmsmengun af blýi. Hér er lagt til að framlengja þessu leyfi í eitt ár og þess freistað að finna þessari íþróttagrein framtíðar svæði. Því er fagnað og bundnar eru vonir við að þær viðræður/vinna skili ásættanlegri lausn fyrir íbúa, náttúru og þá sem íþróttina stunda. Það er óhjákvæmilegt annað en að æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríkir um þessa starfsemi.
Fylgigögn
-
Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, skipulagslýsing Mál nr. SN200207
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst að festa í sessi leiksvæði á borgarlandi og hverfisvernd á byggð Hjarðarhaga og Tómasarhaga með minniháttar heimildum til breytinga þ.á.m. bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, niðurrifi bílskúra og uppbyggingu á lóð nr. 18-20 við Dunhaga samkvæmt skipulagslýsingu THG Arkitekta ehf. dags. apríl 2020.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, íbúaráði Vesturbæjar, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, OR/Veitum, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skrifstofu umhverfisgæða og kynna fyrir almenningi.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Vesturgata 67, breyting á deiliskipulagi (01.133.1) Mál nr. SN200102
510497-2799 Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 ReykjavíkLögð er fram umsókn Félagsbústaða dags. 23. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanausta vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lítillega til suðurs að garði, heimilt verði að byggja 4 hæðir í stað 2,5 hæðir, svalir megi ná 1,7 metra út fyrir byggingarreit að garði, götuhlið hússins skal taka tillit til aðliggjandi húsa eins og kostur er, lyftuhús má ná 0,8 metra upp fyrir hámarkskvóta vegghæðar, lóð er stækkuð að framanverðu og þar heimilt að setja bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sorpgerði og gróður, byggingarmagn eykst og fjöldi íbúða verður 6 ásamt sameiginlegum rýmum á jarðhæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 3. apríl 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Iðunnarbrunnur 11, breyting á deiliskipulagi (02.693.4) Mál nr. SN200206
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 11 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst að taflan er leiðrétt þannig að í stað einbýlishúss stendur tvíbýlishús/einbýlishús til samræmis við deiliskipulag Úlfarsárdals, sem tók gildi 19.2.2018, samkvæmt uppdr. Trípólí Arkitekta dags. 21. nóvember 2019 lagf. 2. apríl 2020.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Nesvík, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN190734
660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
511202-3450 Íslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 ReykjavíkLögð er fram tillaga +Arkitekta að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, sem felst í uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Áformin eru að reisa hótel og heilsulind með allt að 100 herbergjum auk 12 stakstæðra húsa sem verða leigð út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Hönnun og frágangur miðar að því að halda í staðaranda Nesvíkur og falla sem best að landi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. +Arkitekta ehf. dags. 26. mars 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019 og Húsakönnun Fornleifastofnunar Íslands dags. 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Rauðhólar, lýsing (08.1) Mál nr. SN200198
Lögð er fram lýsing skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla, dags. 30. mars 2020. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið fyrir deiliskipulagið koma fram í lýsingunni, en m.a. er lagt til að skilgreina aðalleiðir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda um svæðið o.fl.
Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Framkvæmdastjórn um Vatnsvernd Höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðinni, Hestamannafélagi Fáks, Íbúðaráði Árbæjar og Norðlingaholts, OR/Veitum, Skóræktarfélagi Reykjavíkur og einnig kynna hana fyrir almenningi.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í tengslum við skipulagningu Rauðhólasvæðisins tekur Flokkur fólksins undir það mat og álit skipulagsfulltrúa að Rauðhólar eigi að tilheyra Reykjavíkurborg en ekki Orkuveitunni. Þar sem borgin er nú að skipuleggja svæðið um Rauðhóla þá ætti svæðið að heyra undir borgina en ekki Orkuveituna. Þegar Hólarnir voru friðaðir sem fólkvangur árið 1974 átti Reykjavíkurborg jörðina Elliðavatn og þar með Rauðhóla, en þegar Orkuveitan var stofnuð þá rann jörðin Elliðavatn inn í eignasamsteypu þess og sá hluti Heiðmerkur sem tilheyrði Elliðavatni ásamt Rauðhólum var því ekki lengur eign borgarinnar. Auðvitað eiga Rauðhólar frekar að vera eign borgarinnar en Orkuveitunnar. Borgin ber allan kostnað af rekstri og umsjón og því ekki eðlilegt að svæðið sé eign Orkuveitunnar. Flokkur fólksins styður jafnframt það samkomulag sem er á milli borgainnar og Skóræktarfélags Reykjavíkur vegna reglulegs eftirlits með Rauðhólasvæðinu.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1062 frá 31. mars 2020 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1063 frá 7. apríl 2020.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Hjólastæði við biðstöðvar strætó, fyrsti áfangi Mál nr. US200084
Lagt fram bréf skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er heimildar til að ljúka undirbúningi og koma í framkvæmd uppsetningu á hjólastæðum við valdar biðstöðvar almenningssamgangna í samræmi við Hjólreiðaáætlun 2015-2020.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugalækur, Hrísateigur, endurgerð gatnamóta og grenndarstöðvar Mál nr. US200081
Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir.
(D) Ýmis mál
-
Heiðargerði 29, kæra 53/2019, umsögn (01.801.1) Mál nr. SN190438
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2019 ásamt kæru dags. 5. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 26. júní 2019 um að gefa út byggingarleyfi sem felst í að heimilt er að byggja yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 29 við Heiðargerði og klæða húsið með litaðri stál- eða álklæðningu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. júlí 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu hins kærða byggingarleyfis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. júní 2018 vegna hússins nr. 29 við Heiðargerði.
-
Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, kæra 13/2020, umsögn Mál nr. SN200130
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 20. febrúar 2020 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og samgönguráðs frá 29. janúar 2020 um framkvæmdaleyfi til breikkunar og færslu Bústaðavegar að íbúðabyggð við Beikihlíð og Birkihlíð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 29. mars 2020.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt niðurstöðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá mun framkvæmdum við frárein af Bústaðavegi inn á Kringlumýrarbraut haldið áfram. Ekki hefur verið tekið tillit til kæru íbúa með þeim rökum að í borgarsamfélagi megi búast við breytingum og að umferðarþungi á tilteknum stöðum sé það mikill að þörf sé á lagfæringu umferðarmannvirkja. Ef rannsóknarniðurstöður eru réttar þá mun þessi tilfærsla til suðurs á frárein hafa lítil sem engin áhrif á mengun af útblæstri né hljóðmengun. Flokkur fólksins vill þó ítreka að farið verði ávallt eftir verklagsreglum og framkvæmdir ekki hafnar á þetta stórum breytingum fyrr en grenndarkynningu er lokið og að allir íbúar í nærliggjandi byggð sé ljóst í hvað er stefnt. Einnig ber að taka tillit til óska íbúa sem næst búa um að allur frágangur á og við slík mannvirki verði til að bæta ásýnd og stuðli að minni mengun ef unnt er. Jafnframt veltir áheyrnarfulltrúi fyrir sér hversu mikill aukakostnaður hlaust af þessum einkennilegu vinnubrögðum að hefja framkvæmdir og síðan að kynna þær fyrir íbúum. Þau vinnubrögðum urðu til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar með ófyrirséðum aukakostnaði.
-
Héðinsgata 8, kæra 79/2019, umsögn, úrskurður Mál nr. SN190534
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. apríl 2020: Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 18. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Reykjavíkurhöfn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Staðarval fyrir smáhýsi við Köllunarklett var óheppilegt. Rétt er að falla alfarið frá ákvörðun um þessa staðsetningu þessa úrræðis. Ljóst er af úrskurðinum að skýra þarf heimildir í aðalskipulagi til að auka sveigjanleika á miðsvæði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins harmar hversu erfitt það er að koma smáhýsum borgarinnar fyrir og þeirri andstöðu sem þetta úrræði fyrir heimilislausa hefur mætt. Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld að líta til annarra úrræða svo finna megi lausn á þessum húsnæðisvanda heimilislausra í borginni.
-
Álftamýri 7-9, kæra 88/2019, umsögn, úrskurður (01.280.1) Mál nr. SN190553
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 13. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs 29. maí 2019 og borgarráðs 6. júní 2019 á breyting á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 7-9. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. apríl 2020: Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 6. júní 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Safamýrar - Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri.
-
Laugavegur, Bolholt, Skipholt, nýtt deiliskipulag (01.251.1) Mál nr. SN190527
560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholti 31 til Vesturs.
Fylgigögn
-
Hlemmur, reitur 1.240.0, nýtt deiliskipulag (01.2) Mál nr. SN190145
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. mars 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemm.
Fylgigögn
-
Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.39) Mál nr. SN200070
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals.
Fylgigögn
-
Koparslétta 6-8, breyting á deiliskipulagi (04.533.8) Mál nr. SN190708
681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík
700402-7890 Malbikstöðin ehf., Flugumýri 26, 270 MosfellsbærLagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu.
Fylgigögn
-
Kringlan, skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags (01.721) Mál nr. SN200181
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Kringlusvæðisins.
Fylgigögn
-
Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi (04.302.4) Mál nr. SN190598
590902-3730 Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls.
Fylgigögn
-
Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN190397
621097-2109 Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
710806-1360 Leiguíbúðir ehf., Pósthólf 8814, 128 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg.
Fylgigögn
-
Breiðholt 1, breyting á deiliskipulagi (04.6) Mál nr. SN190641
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1.
Fylgigögn
-
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, breytt vaxtamörk á Álfsnesi - breytinga á svæðisskipulagi Mál nr. SN170934
681077-0819 Samtök sveitarfélaga á höfuðbsv, Hamraborg 9, 200 KópavogurLagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 vegna breyttra vaxtamarka á Álfsnesi.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN170737
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Fylgigögn
-
Álfsnesvík, nýtt deiliskipulag (36.2) Mál nr. SN190324
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN190246
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Korpulínu.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, borgarlína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborg Mál nr. SN200153
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. apríl 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á verk- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu borgarlínu.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi helgunarsvæði Stakkstæðis USK2019050010) Mál nr. US190114
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem vísað var til skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020 þar sem óskað er eftir því að fá gögn frá Borgarsögusafni þar sem heimilt er að staðsetja byggingar innan 15 metra helgunarsvæðis Stakkstæðis. Stakkstæðið hefur verið afmarkað af Borgarsögusafni og 15 metra helgunarsvæði umhverfis það eins og lög um menningarminjar nr. 80/2012 gera ráð fyrir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2020.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, framtíðar hugmyndir um landsvæðið á Hólmsheiði Mál nr. US200016
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins þar sem óskað er eftir svörum við því hvaða framtíðar hugmyndir séu hjá Reykjavíkurborg um landsvæðið á Hólmsheiði? Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2020.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Stekkjabakki deiliskipulag. (USK2019110063)
Mál nr. US190259
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins sem vísað var til skipulagsfulltrúa dags. 14. sept. 2019 þar sem óskað er eftir að fá send/afhent öll gögn, skýrslur og hvað það sem nafni má nefna vegna vinnslu og framlagningu nýs deiliskipulags Stekkjabakka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2020.Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósialista, um skerðingu á þjónustu Mál nr. US200080
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalista dags. 1. apríl 2020 varðandi það hverjar heimildir strætó bs sem byggðarsamlags til að skerða þjónustu við farþega? Þarf ekki að bera slíkt undir eigendur? Nú á tímum covid-19 hefur strætóferðum verið fækkað og skilur áheyrnarfulltrúinn fullkomlega að verja þurfi vagnstjórana eins vel og hægt er en þar sem fulltrúinn notar strætó daglega hefur hann tekið eftir því að erfitt er að virða regluna um að hafa tvo metra á milli einstaklinga þegar ferðir eru færri.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins dregur fyrirspurnina til baka.
-
Fyrirspurn Flokks fólksins vegna Sundabrautar Mál nr. US200088
Fyrirspurn Flokks fólksins um hvenær verði lokið við að skipuleggja legu Sundabrautar með þeirri nákvæmni að unnt verði að styðjast við það skipulag þegar fjallað er um næstu verklegar framkvæmdir með fram Sundum. Hér er um samvinnuverkefni borgar og ríkis að ræða. Í tengslum við skipulagsmál við Sundin hefur verið erfiðleikum bundið að sjá hvernig svæðið muni þróast. Þetta á t.d. við þegar flutningur Björgunar á strönd Þerneyjarsunds var ákveðinn. Strandsvæðið við innanverð sund er framtíðarauðlind. Til að geta lagt mat á galla og kosti einstakra skipulagshugmynda þarf nákvæm lega Sundabrautar að liggja fyrir allt frá Sundahöfn að Kjalarnesi þannig að verklegar framkvæmdir á svæðinu taki mið af því. Álfsnesi er álitlegt svæði fyrir íbúabyggð. Þarna má einnig gera byggingarsögunni hátt undir höfði með því að varðveita fornar minjar um verslunarstað og einnig er svæðið gott fyrir hafnsækna starfsemi. Lega brautarinnar og áhrif hennar á svæðið er enn ekki nægilega skýr. Mörg álitamál er enn til staðar sem verður að greiða úr. Það kostar lítið að skipuleggja miðað við það sem á eftir kemur. Þess vegna er nú spurt um hversu langt sé í að útlit og lega Sundabrautar liggi fyrir áður en frekari framkvæmdir t.d. á Álfsnesi verði að veruleika.
Frestað.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Mál nr. US200089
vegna stöðvunar á framkvæmdum við BústaðarvegFlokkur fólksins leggur fram þá fyrirspurn hvað stöðvun á framkvæmdum fráreinar af Bústaðarvegi inn á Kringlumýrarbraut til suðurs hafi kostað borgina.
Frestað.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Mál nr. US200090
vegna nýs deiliskipulags við HlemmSamkvæmt nýju deiliskipulagi á Hlemm bendir Flokkur fólksins á að aðgengi fatlaðra og eldri borgara er verulega skert og stenst ekki ný sett lög frá Alþingi. Erfiðara verðu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga að njóta þess sem í boði er og verður á Hlemmtorgi þar sem einnig stendur til að fjarlægja nær aldar gamlan leigubílastandinn af torginu og koma fyrir í talsverðri fjarlægð frá torginu. Því er spurt hvort borgarmeirihlutinn ætli ekki að fara að settum lögum á Alþingi og jafnframt að standa við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um frjálst aðgengi fatlaðra jafnt við aðra þegna samfélagsins. Ísland hefur staðfest þessa samþykkt og mun verða að lögum í lok ársins ef að líkum lætur.
Frestað.
Fundi slitið klukkan 11:09
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Hildur Björnsdóttir