Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 65

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2020, miðvikudaginn 4. mars kl. 09:02 var haldinn 65. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Rannveig Ernudóttir Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Þórdís Pálsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. 
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. febrúar 2020.

    Fylgigögn

  2. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, forsögn     (01.345.1)    Mál nr. SN180773
    040574-5229 Jónas Þór Jónasson, Krókamýri 72, 210 Garðabær

    Lögð fram skipulagslýsing ("Forsögn") Íslandssjóða dags. 13. febrúar 2020 vegna breytinga á lóð nr. 2 við Kirkjusand. Íslandssjóðir hafa óskað eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um ferli um deiliskipulagsbreytingu þar sem m.a. verður skoðað að breyta landnotkun og auka byggingarmagn á lóðinni m.v. gildandi deiliskipulag. Skipulagslýsingin er unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið og munu Íslandssjóðir kaupa hugmyndir af nokkrum arkitektastofum um hönnun lóðarinnar og tengsl hennar við nærliggjandi umhverfi og atvinnusögu svæðisins. 
    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með skipulagslýsingunni er stefnt að fjölgun íbúða á Kirkjusandsreitnum, sem tónar vel við skipulagsáherslur borgarinnar. Verkkaupi mun efna til samkeppni um endurskipulag reitsins þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð og að að gamla frystihúsið verði endurbyggt en þó miðað nútímakröfur með tilliti til notkunar, aðstöðu og staðsetningar. Stefnt er að því að stór hluti nýrra íbúða á reitnum verði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt að huga að skólamálum vegna fjölgunar íbúða í hverfinu.

    Bjargey Björgvinsdóttir og Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóði og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Hringbraut 116, Bykoreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN190401
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
    490617-1320 Kaldalón hf., Borgartúni 25, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Byko reitar á lóðinni nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Breytingin felst í hækkun hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðum í 84, inn- og útkeyrsla í bílakjallara heimiluð frá Hringbraut en engin útkeyrsla við Sólvallagötu, svalir megi ná út fyrir lóðarmörk byggingu sem stendur við Hringbraut, samkvæmt uppdráttum Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019, br. 26. febrúar 2020. Einnig er lögð fram hljóðsvistarskýrsla Eflu dags. 17. apríl 2019 og minnisblað EFLU dags. 7. ágúst 2019 um áhrif á samgöngur. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 31. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Hauksson dags. 22. september 2019, Sigríður Erla Jóhönnudóttir dags. 22. október 2019, Erla Björk Baldursdóttir dags. 22. október 2019, Margrét Einarsdóttir skólastjóri f.h. skólaráðs Vesturbæjarskóla dags. 29. október 2019 og Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 2. desember 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2020. 
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2020.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Breytingin felur í sér óverulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi. Uppbygging á reitnum fellur vel að stefnu Aðalskipulagsis Reykjavíkur um þéttingu byggðar. Heimild til hóteluppbyggingar er tekin út og í staðinn gert ráð fyrir fleiri íbúðum. Varðandi umræðu um umferðarflæði á hringtorginu sem liggur að reitnum þá er stefnt á að hefja greiningavinnu á svæðinu og hvaða rými þarf undir þær samgöngur. Er stefnt að því að sú greiningarvinna verði í samvinnu við Vegagerðina og fari fram strax á fyrri hluta þessa árs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fram kemur í kynningu að ekki sé verið að auka byggingarmagn og ekki eigi að hækka byggingar á Byko reitnum. Þær athugasemdir sem hafa borist eru margar mjög verðugar að skoða og snúa m.a. að öryggi og vindmælingum. Flokkur fólksins fagnar því að skoða á nánar áhrif af formi húsa við endurgerð þessa svæðis með tilliti til vindsveipa. Mikilvægt er að prófa mismunandi gerðir bygginga í líkantilraunum í vindgöngum enda skipta form húsa miklu máli þegar spurning er hversu mikinn vind þau draga niður að jörðu. Öll vitum við að ekki tókst nógu vel til með Höfðatorgið en þar eru vindsveipir stundum hættulega sterkir líklega vegna þess að lögun bygginga dregur vind niður að jörðu. Hvað varðar öryggisþáttinn þá hefur Hringbrautin mjög lengi verið ein af þeim götum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendum er hætta búinn. Flokkur fólksins vonar að öryggisþátturinn á þessu svæði verði skoðaður ofan í smæstu öreindir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lýst er yfir miklum áhyggjum að þessari uppbyggingu hvað varðar umferðarmál. Nú þegar er hættulegt ástand á Hringbraut hvað varðar þverun og nákvæmlega enginn vilji til að breyta því. Minnt er á að Hringbrautin er þjóðvegur fyrir íbúa Seltjarnarness út úr bæjarfélaginu. Á þessum reit var áætlað að byggja upp hótel en frá þeim áformum hefur nú verið fallið og þess í stað á að fjölga íbúðum á reitnum um 20% - úr 70 í 84. Það þýðir að bílum fjölgar mjög á þessu svæði og eykst þá umferðin á Hringbraut enn frekar. Andvaraleysi borgarinnar og Vegagerðarinnar vegna Hringbrautar er fordæmalaus en fram hefur komið viljaleysi borgarinnar til að bæta úr umferðarmálum á þessu svæði.

    Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Kjalarnes, Nesvík, skipulagslýsing         Mál nr. SN190734
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
    511202-3450 Íslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 11. desember 2019 ásamt skipulagslýsingu dags. 9. desember 2019 vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Nesvík á Kjalarnesi sem felst í uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels auk 12 stakstæðra húsa sem leigð verða út sem gistirými og þjónustuð af hótelinu. Einnig er lögð fram skýrsla Fornleifastofnunar Íslands dags. 2019. Tillagan var kynnt frá 29. janúar 2020 til og með 19. febrúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Vegagerðin dags. 3. febrúar 2020, Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 7. febrúar 2020, íbúaráð Kjalarness dags. 17. febrúar 2020, Skipulagsstofnun dags. 20. febrúar 2020, Veðurstofa Íslands dags. 20. febrúar 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 21. febrúar 2020 og Veitur dags. 25. febrúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020.
    Athugasemdir kynntar.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN190437
    520716-0920 Starmýri 2A ehf., Viðarrima 33, 112 Reykjavík
    680504-2880 PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn PKdM Arkitekta ehf. dags. 18. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýri/Álftamýri vegna lóðar nr. 2 við Starmýri. Í breytingunni felst að hækka hús nr. 2a um tvær hæðir frá núverandi ástandi og bæta við byggingarreit til vesturs fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi sem snýr að Álftamýri. Breytingin gerir ráð fyrir að á lóðinni verði heimild fyrir íbúðir, verslunar- og þjónustustarfsemi og aðra atvinnustarfsemi sem samræmast notkunarskilgreiningum í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á lóð og nýjum bílastæðaskilmálum í samræmi við áherslur Aðalskipulags, samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 12. september 2019, síðast br. 27. febrúar 2020. Einnig eru lagðir skýringar- og skuggavarpsuppdr. dags. 19. september 2019. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: 11 íbúar að Álftamýri 61, 63, 65, 67, 69, 71, 73 og 75 dags. 27. janúar 2020, Ragnheiður Bragadóttir f.h. íbúa í Starmýri 6 dags. 29. janúar 2020, Erla Hafrún Guðjónsdóttir dags. 29. janúar 2020 og Guðmundur B. Ólafsson f.h. eiganda og íbúa Starmýri 4 og 8 dags. 29. janúar 2020. Einnig er lagt fram skuggavarpsuppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2020.
    Samþykkt með þeim breytingum sem þar koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2020.
    Vísað til borgarráðs

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (04.071)    Mál nr. SN200134

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Ártúnshöfði - Eystri" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 21. febrúar 2020.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1056 frá 25. febrúar 2020.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  8. Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Óðinstorg og nágrenni
             Mál nr. US200032
    Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 26. febrúar 2020 vegna fyrirspurnar áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um Óðinstorg og nágrenni sem kom fram í skipulags- og samgönguráði dags. 29. janúar 2020.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ljóst er að framkvæmdir við Óðinstorg sem er við heimili borgarstjóra er komin fram úr áætlunum. Samkvæmt kosnaðaráætlunum átti framkvæmdin að kosta 300 milljónir. Viðurkennt er í svari þessu að verkið er komið langt fram úr áætlunum og endi samkvæmt fjárhagsáætlunum í 380 milljónum. Er það framúrkeyrsla upp á tæp 30%. Ekki er litið á þetta svar sem lokasvar því verkið hefur dregist úr hófi og fróðir menn sem skoðað hafa framkvæmdirnar segja að verkið hljóti að vera mun dýrara. Framkvæmdum átti að ljúka í lok september 2019 en ljóst er að þeim ljúki ekki fyrr en í byrjun sumars 2020. Borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist áfram með kostnaðarauka sem kemur til með að falla á endurgerð Óðinstorgs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Breytingar á nokkrum torgum í Þingholtunum svo sem Óðinstorgi, Freyjutorgi og Baldurstorgi eiga sér langa sögu. Sérstakur hópur sem skipaður var til að koma með tillögur um fegrun hverfisins lagði til fyrir hálfum öðrum áratug, að þessum torgum yrði breytt. Breytingin á Óðinstorgi sem nú stendur yfir á rætur sínar að rekja til metnaðarfullrar samkeppni sem haldin var árið 2015. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Framkvæmdir við Óðinstorg hafa tafist, en þeim átti að vera lokið á síðasta ári. Kostnaður mun enda vel yfir þrjúhundruð milljónum, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Rétt væri að fá skrifstofustjóra framkvæmda- og viðhalds til að fara yfir kostnað verkefnisins á fundi ráðsins. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari við fyrirspurn um Óðinstorg eru nokkur atriði sem fulltrúi Flokks fólksins rekur augun í. Það er kannski erfitt að gagnrýna verkferilinn og vel kann að vera að allt sé í góðu samræmi við samþykktir. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir er gríðarmikill, hér er verið að tala um alla vega 331 milljón, upphæð sem nær hátt í kostnað við endurgerð braggans. Flokkur fólksins vill setja stórt spurningarmerki við forgangsröðun hér og finnst hún mjög röng. Varla er það vel ígrundað að setja slíka upphæð í að snyrta eitt torg í bænum þegar hefði verð hægt að nota þetta fjármagn til að fjölga stöðugildum sálfræðinga sem dæmi en um 700 börn bíða eftir ýmis konar þjónustu sérfræðinga skóla. Vissulega eru þau mál ekki á borði skipulags- og samgönguráðs en hér finnst fulltrúa Flokks fólksins að meirihlutinn í borginni raði fólkinu sjálfu og börnunum ekki mjög ofarlega á forgagnslista heldur setja skreytingar gatna og torga í efstu sætin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr: Af hverju var svo nauðsynlegt að endurnýja þetta svæði umfram annað?

    Fylgigögn

  9. Svar við tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins, gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar         Mál nr. US190297

    Lögð er fram umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 17. febrúar 2020 vegna tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins sem barst úr borgarráði dags. 5. september 2019, um að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar.
    Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vel má skoða leiðir til að auka nýtingu bílastæðahúsa og jafnframt að auka tekjur af þeim og bæta þjónustuna. Þá væri æskilegt að leita leiða til að færa bílaleigubíla í auknu mæli af íbúðagötum og inn í bílastæðahús. Tillagan sem lögð er fram ein og sér myndi hins vegar leiða til tekjutaps sem við teljum ekki vera æskilegt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rétt er að leggja áherslu á að bílastæðahús séu opin allan sólarhringinn gegn sanngjörnu endurgjaldi. Aðkoma einkaaðila að rekstri bílastæðahúsa getur bætt þennan rekstur og aukið nýtingu eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins lagði til að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar þar sem bílastæðaskortur er vaxandi vandamál í miðborg Reykjavíkur en tillagan hefur verið felld í skipulags- og samgönguráði. Íbúar borgarinnar finna fyrir þeim skorti en lítið bólar á úrræðum til úrlausnar á vandanum. Á sama tíma rekur Reykjavíkurborg 6 bílastæðahús með yfir þúsund bílastæðum. Í svari er það staðfest að nýting á nóttinni er lítil og önnur rök eru að ef tillagan verði að veruleika þá muni bílastæðasjóður verða fyrir tekjutapi. Þetta eru sérkennileg rök, „nýting er lítil og óttast er að bílastæðasjóður verði fyrir tekjutapi“. Flokkur fólksins spyr hvernig þetta tvennt fari saman? Spyrja má í framhaldinu, hvað græðir bílastæðasjóður á að hafa nánast tóm bílastæðishús að nóttu til? Hér er verið að tala um að hafa frítt yfir nóttu og koma þannig á móts við bílastæðavanda. Mörgum íbúðum sem verið er að selja í borginni fylgja ekki bílastæði. Það hefur ákveðinn fælingarmátt. Að bjóða upp á gjaldfrjáls stæði að nóttu er hagur íbúa á svæðinu, það myndi einnig laða fólk frekar að skoða að fjárfesta í íbúðum á svæðinu og breyttir sennilega mjög litlu fyrir bílastæðasjóð. Í svari er tala um vaktþjónustu. Vaktþjónusta er óþarfi, bílastæðahúsunum þarf ekki að læsa yfir nóttu.

    Fylgigögn

  10. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði, Laugavegur sem göngugata         Mál nr. US200058

    Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs frá borgarráði Reykjavíkur dags. 20. febrúar 2020. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  11. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, vegna moldroks í Úlfarsárdal.         Mál nr. US200062

    Lögð er fram fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna moldroks í Úlfarsárdal sem kom fram í skipulags- og samgönguráði 26. febrúar 2020. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, bílatalningar í Skerjafirði         Mál nr. US200060

    Lögð er fram fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um bílatalningar í Skerjafirði sem barst skipulags- og samgönguráði dags. 26. febrúar 2020. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  13. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna endurskipulagningu á leiðakerfi Strætó bs.         Mál nr. US200061

    Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna leiðarkerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal sem kom til skipulags- og samgönguráðs dags. 26. febrúar 2020.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  14. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um vegabætur í Heiðmörk (USK2020020095)         Mál nr. US200063

    Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna vegabætur í Heiðmörk sem kom til skipulags- og samgönguráðs frá borgarráði Reykjavíkur dags. 27. febrúar 2020. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  15. Naustabryggja 31-33, kæra 15/2020     (04.023.2)    Mál nr. SN200136
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 21. febrúar 2020 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs um að hafna kröfu húsfélags að Naustabryggju 31-33 um aðkomu að Naustabryggju 31-33 og bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  16. Urðarstígur 9, kæra 17/2020, umsögn     (01.186.5)    Mál nr. SN200137
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 24. febrúar 2020 þar sem kærðar eru ákvarðanir byggingarfulltrúa dags. 24. og 31. janúar 2020 og 10. febrúar 2020 um byggingarleyfisskyldu og stöðvun framkvæmda að Urðarstíg 9. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. febrúar 2020. 

  17. Hólmasel 2, kæra 131/2019, umsögn, úrskurður     (04.937.7)    Mál nr. SN190753
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. desember 2019 ásamt kæru dags. 20. desember 2019 þar sem kærð er afgreiðsla Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Rétt er að byggingarfulltrúi taki fyrirliggjandi umsókn kæranda til afgreiðslu án ástæðulauss dráttar. 
    Að öðru leyti er kærumáli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni.

  18. Hagasel 23, kæra 85/2019, umsögn, úrskurður     (04.937)    Mál nr. SN190539
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. september 2019 ásamt kæru dags. 7. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi. Það er búið að kosta íbúa á þessu svæði blóð, svita og tár að berjast á móti þessum áformum borgarinnar. Lóðin er á stærð við frímerki í skilningi skipulags og er nokkurs konar miðja hverfisins sem tengir ýmsa starfsemi saman. Í úrskurðinum er afdráttalaus niðurstaða um að húsið sem áformað var að byggja á lóðinni reyndist of stórt. Búið var að skipuleggja byggingu fyrir Félagsbústaði sem úrskurðarnefndin segir að sé of stórt sem nemur 27m2. Það er áfellisdómur yfir borginni. Meirihlutinn ætlar ótrauður að halda áfram og troða um 600 m2 fjölbýlishúsi á þessa litlu lóð sem er hjarta svæðisins. Ákall hefur verið um að þetta græna svæði fái að halda sér eins og það er vegna þess ríka aðdráttarafls sem það hefur fyrir bæði börn og fullorðna árið um kring. Það er nýtt sem útivistarsvæði fyrir börn og þarna eru haldnar litlar hverfahátíðir. Hvers vegna á að úthluta Félagsbústöðum þetta frímerki til uppbyggingar? Borgin á nóg af lóðum til að byggja á.

  19. Hagasel 23, kæra 92/2019, umsögn, úrskurður     (04.937)    Mál nr. SN190564
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. september 2019 ásamt kæru dags. 15. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi. Það er búið að kosta íbúa á þessu svæði blóð, svita og tár að berjast á móti þessum áformum borgarinnar. Lóðin er á stærð við frímerki í skilningi skipulags og er nokkurs konar miðja hverfisins sem tengir ýmsa starfsemi saman. Í úrskurðinum er afdráttalaus niðurstaða um að húsið sem áformað var að byggja á lóðinni reyndist of stórt. Búið var að skipuleggja byggingu fyrir Félagsbústaði sem úrskurðarnefndin segir að sé of stórt sem nemur 27m2. Það er áfellisdómur yfir borginni. Meirihlutinn ætlar ótrauður að halda áfram og troða um 600 m2 fjölbýlishúsi á þessa litlu lóð sem er hjarta svæðisins. Ákall hefur verið um að þetta græna svæði fái að halda sér eins og það er vegna þess ríka aðdráttarafls sem það hefur fyrir bæði börn og fullorðna árið um kring. Það er nýtt sem útivistarsvæði fyrir börn og þarna eru haldnar litlar hverfahátíðir. Hvers vegna á að úthluta Félagsbústöðum þetta frímerki til uppbyggingar? Borgin á nóg af lóðum til að byggja á.

  20. Hagasel 23, kæra 96/2019, umsögn, úrskurður     (04.937)    Mál nr. SN190576
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi. Það er búið að kosta íbúa á þessu svæði blóð, svita og tár að berjast á móti þessum áformum borgarinnar. Lóðin er á stærð við frímerki í skilningi skipulags og er nokkurs konar miðja hverfisins sem tengir ýmsa starfsemi saman. Í úrskurðinum er afdráttalaus niðurstaða um að húsið sem áformað var að byggja á lóðinni reyndist of stórt. Búið var að skipuleggja byggingu fyrir Félagsbústaði sem úrskurðarnefndin segir að sé of stórt sem nemur 27m2. Það er áfellisdómur yfir borginni. Meirihlutinn ætlar ótrauður að halda áfram og troða um 600 m2 fjölbýlishúsi á þessa litlu lóð sem er hjarta svæðisins. Ákall hefur verið um að þetta græna svæði fái að halda sér eins og það er vegna þess ríka aðdráttarafls sem það hefur fyrir bæði börn og fullorðna árið um kring. Það er nýtt sem útivistarsvæði fyrir börn og þarna eru haldnar litlar hverfahátíðir. Hvers vegna á að úthluta Félagsbústöðum þetta frímerki til uppbyggingar? Borgin á nóg af lóðum til að byggja á.

  21. Hagasel 23, kæra 9/2020, umsögn, úrskurður     (04.937)    Mál nr. SN200111
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. febrúar 2020 ásamt kæru dags. 11. febrúar 2020 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 4 febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss undir búsetuúrræði Velferðasviðs og Félagsbústaða á tveimur hæðum með átta íbúðum að Hagasel 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 29. ágúst 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis að því er varðar lóðina Hagasel 23.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. febrúar 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi undir búsetuúrræði velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á lóðinni Hagasel 23, er felld úr gildi. Það er búið að kosta íbúa á þessu svæði blóð, svita og tár að berjast á móti þessum áformum borgarinnar. Lóðin er á stærð við frímerki í skilningi skipulags og er nokkurs konar miðja hverfisins sem tengir ýmsa starfsemi saman. Í úrskurðinum er afdráttalaus niðurstaða um að húsið sem áformað var að byggja á lóðinni reyndist of stórt. Búið var að skipuleggja byggingu fyrir Félagsbústaði sem úrskurðarnefndin segir að sé of stórt sem nemur 27m2. Það er áfellisdómur yfir borginni. Meirihlutinn ætlar ótrauður að halda áfram og troða um 600 m2 fjölbýlishúsi á þessa litlu lóð sem er hjarta svæðisins. Ákall hefur verið um að þetta græna svæði fái að halda sér eins og það er vegna þess ríka aðdráttarafls sem það hefur fyrir bæði börn og fullorðna árið um kring. Það er nýtt sem útivistarsvæði fyrir börn og þarna eru haldnar litlar hverfahátíðir. Hvers vegna á að úthluta Félagsbústöðum þetta frímerki til uppbyggingar? Borgin á nóg af lóðum til að byggja á.

  22. Tryggvagata 13, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.117.4)    Mál nr. SN190715
    580814-0690 T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
    080654-4219 Hildigunnur Haraldsdóttir, Tryggvagata 13, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2020 vegna staðfestingar borgarstjórnar frá 18. febrúar 2020 á synjun borgarráðs frá 13. febrúar 2020.

    Fylgigögn

  23. Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190399

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 18. febrúar 2020 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugaveg sem göngugötu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í sáttmála sínum ákvað meirihlutinn sem er með minnihlutaatkvæði að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið. Þessi ákvörðun hefur komið verulega illa við fjölda rekstraraðila og rekstur þeirra á Laugavegi og Skólavörðustíg. Að viðskipti svo fjölmargar ólíkra verslana skyldi hrynja eins og raun bar vitni þegar götum var lokað fyrir umferð var kannski ekki hægt að vita að gerðist með svo afgerandi hætti. Þegar í ljós kom hvert stefndi hefði meirihlutinn átt að staldra við, hlusta á þennan hóp og endurskoða ákvörðun sína í kjölfarið. En í stað þess að staldra við er haldið áfram nánast af þvermóðsku. Það hefði ekki sakað að fara hægar í sakirnar hér þegar í ljós koma hvaða áhrif þessar lokanir höfðu. Að fara á móti straumnum veitir ekki á gott. Það er engin ákvörðun svo heilög að ekki megi endurskoða hana, aðlaga eða breyta tímasetningu hennar. Þetta er spurning um tillitssemi og skilning. Það er barnalegt af meirihlutanum að sveifla rökum eins og „já en þetta stendur í sáttmálanum“ og loka þar með á alla möguleika á að ræða málið með það í huga að mæta betur þörfum og væntingum rekstraraðila.

    Fylgigögn

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í tengslum við endurnýjun Óðinstorgs         Mál nr. US200064

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju var svo nauðsynlegt að endurnýja þetta Óðinstorg umfram annað torg/svæði í Reykjavík en rúmlega 300 milljónum hefur verið varið í að endurgera Óðinstorg?Flokkur fólksins óskar eftir að fá yfirlit yfir svæði sem þarf að endurnýja á næstu árum.

    Frestað.

  25. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, ósk um gögn         Mál nr. US200066

    Óskað er eftir samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar um uppbyggingu og úthlutum lóða þar sem kveðið er á um að ef stækkun fer yfir 800 fermetra á hverri lóð þá beri lóðarhafa að greiða aukagjald til borgarinnar.

    Frestað.

  26. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Óðinstorgs         Mál nr. US200067

    1. Eru einhverjar minjar sem fundust þegar endurgerð Óðinstorgs stóð yfir? 2. Hefur Minjastofnun haft afskipti af reitnum? 3. Ef svo er hver er kostnaðarþátttaka borgarinnar vegna vinnu við minjar á verndarsvæðinu? 4. Var gerð krafa um að fornleifafræðingur fylgdist með framkvæmdum við torgið vegna hugsanlegra bæjartófta sem þar kynnu að finnast?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 11:25

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir