No translated content text
Skipulags- og samgönguráð
Ár 2020, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 9:05 var haldinn 62. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Sara Björg Sigurðardóttir, Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Daníel Örn Arnarsson og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. janúar 2020.
Fylgigögn
-
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða Mál nr. SN180292
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða á svæðinu. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 10. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. október 2019, Marcos Zotes dags. 11. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019, Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019 og Vinir Vatnshólsins dags. 1. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi stofnunum: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Kópavogsbær dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Ölfus dags. 7. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019, Vegagerðin dags. 14. október 2019 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 30. desember 2019. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. janúar 2020.
Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 23. janúar 2020.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Með staðfestingu á þessari aðalskipulagsbreytingu er tryggt að til frambúðar verði grænt svæði umhverfis stakkstæðin í Saltfiskmóanum. Það sama á við um Vatnshólinn og næsta nágrenni hans. Það var ekki í eldra aðalskipulagi, þá var svæðið allt skilgreint sem þróunarsvæði og engin vernd var á grænum svæðum innan reitsins. Til að undirstrika þessi afmörkuðu grænu svæði mun skilgreining hverfisverndar verða látin gilda um bæði þessi svæði í aðalskipulagi. Einnig eru skilgreind til viðbótar grænt svæði fyrir framan Sjómannaskólann og annað minna norðan hans. Aðalskipulagsbreyting þessi er því bæði að heimila aukna íbúðauppbygging fyrir fólk á sama tíma og hún verndar græn svæði á reitnum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fjölmargar athugasemdir eru enn í málinu (Sjómannaskólareitur – Veðurstofuhæð) og mikil óánægja hjá umsagnaraðilum. Eru flest allar umsagnirnar á einn veg að skorað er á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum á Sjómannaskólareit. Talið er að fyrirliggjandi skipulagstillögur veiti Sjómannaskólanum ekki það umhverfislega andrými sem skólanum ber sem friðlýstri byggingu. Gríðarlegt byggingarmagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Samkvæmt úttekt Reykjavíkur er gróðurþekja Háteigshverfis of lítil og með þessum framkvæmdum ef af verða er gengið enn frekar á hana. Fórna á mikilvægu grænu útivistarsvæði, byggja fyrir sjónlínur friðlýstrar byggingar og tefla einstökum menningarminjum í hættu. Umferðarmál eru einnig óleyst og ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þeim. Ekki hafa komið fram tillögur hvernig bregðast eigi við fjölgun barna í hverfinu hvað varðar leikskóla og grunnskóla því þeir sinna ekki þörfum hverfisins með góðu móti í dag. Innviðirnir eru ekki tilbúnir til að taka á móti þessum áformum. Mikil óvissa er á Veðurstofureit bæði hvað varðar innviði og fjölda íbúða. Þar er allt í lausu lofti og engin haldbær svör að fá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Íbúar Háteigshverfis hafa unnið mjög ítarlega skýrslu varðandi áform meirihlutans um að auka byggingarmagn og er strax ljóst við lestur skýrslunnar að lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við íbúa hverfisins þar segir m.a.: Þrátt fyrir að 6. kafli aðalskipulagsbreytingarinnar beri yfirskriftina ,,Samráð og kynningar‘‘ er augljós á öllu skipulagsferlinu sem hófs vorið 2018 að samráð við íbúa hverfisins er í reynd ekkert heldur aðeins sýndarmennska, enda hafa málefnalegar ábendingar íbúa algerlega verið hunsaðar fram til þessa. Hér eins og í nánast öllum öðrum framkvæmdum borgarinnar lokar hver einasti borgarfulltrúi meirihlutans eyrunum og veður áfram í blindum ásetningi sínum í að þétta borgina. Þeim þykir í lagi þó troðið sé á rétti fólks sem er á annarri skoðun. Framkvæmdirnar þrengja að börnum hverfisins og engin lausn í sjónmáli hvað varðar stækkun Háteigsskóla sem þegar er sprunginn. Hvernig á að leysa þann aukna umferðarþunga þegar þessi byggð rís? Sjómannaskólinn er ein fallegasta bygging borgarinnar og trónir hátt á holtinu, nú stefnir meirihlutinn enn einu sinn í að kæfa og króa af byggingar sem ættu að vera stolt borgarinnar. Í ljóðinu stendur: Húsameistari ríkisins ekki meir, ekki meir. Hvernig væri að ljóðelskir borgarfulltrúar meirihlutans reyndu einu sinna að skilja orð annarra en sinna viðhlæjenda.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Það vekur furðu að hér sé samþykkt aðalskipulagsbreyting á tveimur óaðskildum reitum samtímis þ.e. annars vegar Sjómannaskólareitnum og hins vegar Veðurstofureitnum. Málið virðist afgreitt í óþarfa flýti enda liggja ekki enn fyrir drög að deiliskipulagi fyrir Veðurstofureitinn. Það verður aftur á móti að teljast jákvætt hvað Sjómannaskólareitinn varðar, að tekið hefur verið tillit að einhverju leyti til framkominna athugasemda um skipulagið. Þannig hefur íbúðum verið fækkað og lagt til að Saltfiskmóinn verði skilgreindur til frambúðar sem opið svæði með verndarskilgreiningu í deiliskipulagi vegna menningarlegs gildis. Sömuleiðis er jákvætt að Vatnshóllinn, vatnsgeymarnir og nærliggjandi svæði, sem hafa menningarsögulegt gildi og eru vitnisburður um sögu vatnsveitu í Reykjavík, verði skilgreindir sem hverfisverndarsvæði.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN170694
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019, br. 30. janúar 2020. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019, Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og uppfært samgöngumat Eflu dags. 5. desember 2019. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafur Þór Gunnarsson dags. 2. október 2019, Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Agnar Hansson dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 11. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. október 2019, Marcos Zotes dags. 11. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019, Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019 og Vinir Vatnshólsins dags. 11. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. október 2019, bréf Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 16. október 2019 og minnisblað um ofanvatnslausnir á Sjómannaskólareit dags. 10. apríl 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020.
Samþykkt með atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, sbr. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010., með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020. Sjálfstæðisflokkurinn situr hjá.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Komið hefur verið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og dregið verulega úr byggingarmagni og íbúðum fækkað. Við breytingar stækkuðu útvistarsvæðin á reitnum verulega. Dýpt byggingarreita við Stakkstæðin er minnkuð til að draga byggingarnar fjær Stakkstæðunum. Sérafnotafletir mega nú ekki vera innan 15 metra helgunarsvæðis við Stakkstæðin. Byggingarreitir við Saltfiskmóann hafa verið einnig verið minnkaðir og verður nú stærri hluti hans grænt svæði fyrir leiki og útivist. Innan sjónlína frá Sjómannaskólanum að Háteigsvegi er nú ekki heimilt að reisa byggingar og fellur við það út byggingarreitur H1 með 50 íbúðum. Svæðið við Vatnshólinn stækkar og er skilgreint sem grænt svæði fyrir almenning. Það verður útfært sem útivistar- og leiksvæði fyrir börn og fullorðna. Heildaryfirbragð reitsins alls verður grænna, mikilvægur gróður og menningarminjar fá að halda sér og skapast með því vonandi meiri sátt um mikilvæga húsnæðisuppbyggingu í borginni.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Fjölmargar athugasemdir eru enn í málinu (Sjómannaskólareitur – Veðurstofuhæð) og mikil óánægja hjá umsagnaraðilum. Eru flest allar umsagnirnar á einn veg að skorað er á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum byggingaráformum á Sjómannaskólareit. Talið er að fyrirliggjandi skipulagstillögur veiti Sjómannaskólanum ekki það umhverfislega andrými sem skólanum ber sem friðlýstri byggingu. Gríðarlegt byggingarmagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Samkvæmt úttekt Reykjavíkur er gróðurþekja Háteigshverfis of lítil og með þessum framkvæmdum ef af verða er gengið enn frekar á hana. Fórna á mikilvægu grænu útivistarsvæði, byggja fyrir sjónlínur friðlýstrar byggingar og tefla einstökum menningarminjum í hættu. Umferðarmál eru einnig óleyst og ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þeim. Ekki hafa komið fram tillögur hvernig bregðast eigi við fjölgun barna í hverfinu hvað varðar leikskóla og grunnskóla því þeir sinna ekki þörfum hverfisins með góðu móti í dag. Innviðirnir eru ekki tilbúnir til að taka á móti þessum áformum. Mikil óvissa er á Veðurstofureit bæði hvað varðar innviði og fjölda íbúða. Þar er allt í lausu lofti og engin haldbær svör að fá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Íbúar Háteigshverfis hafa unnið mjög ítarlega skýrslu varðandi áform meirihlutans um að auka byggingarmagn og er strax ljóst við lestur skýrslunnar að lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við íbúa hverfisins þar segir m.a.: Þrátt fyrir að 6. kafli aðalskipulagsbreytingarinnar beri yfirskriftina ,,Samráð og kynningar‘‘ er augljós á öllu skipulagsferlinu sem hófs vorið 2018 að samráð við íbúa hverfisins er í reynd ekkert heldur aðeins sýndarmennska, enda hafa málefnalegar ábendingar íbúa algerlega verið hunsaðar fram til þessa. Hér eins og í nánast öllum öðrum framkvæmdum borgarinnar lokar hver einasti borgarfulltrúi meirihlutans eyrunum og veður áfram í blindum ásetningi sínum í að þétta borgina. Þeim þykir í lagi þó troðið sé á rétti fólks sem er á annarri skoðun. Framkvæmdirnar þrengja að börnum hverfisins og engin lausn í sjónmáli hvað varðar stækkun Háteigsskóla sem þegar er sprunginn. Hvernig á að leysa þann aukna umferðarþunga þegar þessi byggð rís? Sjómannaskólinn er ein fallegasta bygging borgarinnar og trjónir hátt á holtinu, nú stefnir meirihlutinn enn einu sinn í að kæfa og króa af byggingar sem ættu að vera stolt borgarinnar. Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins spyr hvort ekki sé hægt að minka byggingarmagnið í kringum Saltfiskmóann, t.d. með því að fella út byggingu sem er vestan við Stýrimannaskólann?
Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Laugavegur, í skrefum Mál nr. US200034
Kynning á verklýsingu fyrir Laugaveg.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Stóra verkefni þessa árs er að vinna að jákvæðum og farsælum endurbótum á Laugavegi. Endurbótum sem styðja við og styrkja staðaranda götunnar. Ekki verður farið í allsherjar endurbætur með tilheyrandi raski og stórum vinnuvélum. Þess í stað verða framkvæmdir smærri í sniðum og unnar í mörgum litlum áföngum. Rask við framkvæmdir verður sem allra minnst og einblínt verður á eitt rými í einu. Götugögn og allskyns undirbúningur verður unnin annarsstaðar en á verksvæðinu sjálfu. Þannig eiga framkvæmdirnar að valda sem minnstu raski og vera í fullri samvinnu við rekstrar- og fasteignaeigendur
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Smáskammtalækningar og plástrar. Nú er boðað að skipta eigi áður áætluðum 600 milljóna framkvæmdum við Laugaveginn niður í 9 áfanga „eftir karakter, þjónustu og ásýnd“. Hvað sem svo það þýðir. Nú hefur komið í ljós að fallið hefur verið frá þeim dýru áformum og verkefnið „skalað“ niður og þær 100 milljónir sem fóru í verkefnið samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 verði notað í þessa niðurskölun. Vitleysan á sér engin takmörk. Meirihlutinn er líklega smám saman að átta sig á að engin eftirspurn er eftir þeim né þeim stórkarlalegu breytingum sem unnið hefur verið að ár eftir ár t.d. á Hverfisgötunni með þeim afleiðingum að íbúar, atvinnurekendur og eigendur húsnæðis í grennd við framkvæmdirnar voru allir orðnir brjálaðir. Minnt er á að nýbúið er að taka Laugaveginn allan í gegn með tilheyrandi kostnaði, svo er boðað núna að fara í smáskammtalækingar og rætt er um allsherjar upptaka/endurbætur á Laugaveginum eftir 10 ár. Í upphafi var einnig talað um að Laugavegurinn ætti að vera á „einni hæð“ eða eins og kallað er að „jafna yfirborð“ Laugavegarins. Kosturinn við að skipta þessu verki í 9 áfanga er sá að auðvelt er að ryðja breytingunum í burtu þegar Laugavegurinn verður opnaður á ný fyrir umferð að afloknum næstu borgarstjórnarkosningum undir stjórn nýs meirihluta.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Í greinargerð í nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn kemur berlega í ljós að athugasemdir ýmissa aðila er málið varðar hafa verið hunsaðar og gott betur. Ber helst að nefna hagsmunaaðila er halda Laugavegi og Skólavörðustíg gangandi með rekstri verslunar og þjónustu. Það er ljóst að ekkert samráð hefur verið við þessa aðila, nema í örmynd og greinilega ekkert á þá hlustað: ,,Aldrei hefur undirritaður verið spurður um eitt, eða neitt um fyrirhugaða lokun götunnar, eða t.d. hvort lokanir götunnar á sumrin hafi haft einhver áhrif á rekstur í húsnæðinu.‘‘ Flestir rekstraraðilar hafa sömu sögu að segja, samanber undirskriftarlisti afhentur borgarstjóra 2 apríl 2019 þar sem um 90% þeirra skrifuðu undir áskorun að breyta áætluninni. Bent er á að nú er verið að innleiða samþykktir Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Reykjavíkurborg mun brjóta þessa samþykkt illilega og jafnframt nýsett lög á Alþingi ef ekki verður tekið tillit til fatlaðs fólks og eldri borgara sem eiga erfitt um hreyfingu. Menntað stjórnvald nútímans ætti að sýna ábyrgari vinnubrögð og byggja sínar niðurstöður á haldgóðum rannsóknum, heldur en skoðanakönnunum sem geta sveiflast ótrúlega. Hvernig er þá hægt að réttlæta framkvæmdir sem kosta hundruð milljóna og klárlega fari fram úr áætlun?
Rebekka Guðmundsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN190399
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því verði unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019 br. 6. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaugur Ö. Þorsteinsson f.h. Laugaverks ehf. dags. 17. nóvember 2019 og Björn Jón Bragason f.h. Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. október 2019 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags . 17. janúar 2020, sbr. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Hér er verið að samþykkja 1. áfanga af varanlegri göngugötu á Laugaveginum, áfanga sem nær meðal annars frá Ingólfsstræti að Klapparstíg. Aukin áhersla á göngusvæði er hluti af þróun sem á sér stað víða um heim, í mörgum borgum á ólíkum lengdar og breiddargráðum. Þegar sífellt fleiri keppa um sama svæðið verður mikilvægara að við gefum gangandi og hjólandi aukið pláss. Með göngugötum erum við að styðja við umhverfisvænni ferðamáta og að skapa líflegri borg til framtíðar fyrir fólk og umhverfi. Við fögnum þessum áfanga.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir bóka:
Borgarfulltrúarnir hafa frá upphafi lagt áherslu á að útfærsla göngugatna verði unnin í góðu samráði við notendur, rekstraraðila og hagsmunasamtök. Samráðsleysi vegna umfangsmikilla framkvæmda, síhækkandi fasteignaskattar, launahækkanir og aukin netverslun eru meðal þátta sem hafa valdið erfiðleikum í verslun í miðborg Reykjavíkur. Nú hefur verið kynnt ný verklýsing fyrir göngugötusvæðið, sem verður skipt niður í níu áfanga. Fulltrúarnir fagna nýrri útfærslu enda tekur hún tillit til framkominna athugasemda um skipulagið. Útfærslan dregur bæði úr kostnaði og umfangi framkvæmdanna, tryggir aukið samráð og minnkar rask á verslunarsvæðinu.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, bókar:
Vilji meirihluta rekstraraðila á Laugaveginum og nágrenni er skýr; þeir leggjast gegn heilsárslokun. Rekstur verslana og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur hefur verið afar þungur undanfarið og tugir rekstraraðila hafa hætt rekstri. Hærri gjöld, launakostnaður, slæmt aðgengi vegna framkvæmda og aðrir þættir hafa dregið þróttinn úr mörgum rekstraraðilum. Sú einhliða og einstrengingslega ákvörðun að loka Laugaveginum fyrir allri bílaumferð allan ársins hring kallar á enn meiri flótta þeirra rekstraraðila sem hafa byggt upp rekstur sinn þar. Hætt er við að eftir muni standa einhæfur rekstur með veitingahúsum og minjagripaverslunum fyrir ferðamenn í stað þeirrar fjölbreytni sem verið hefur í rekstri við götuna hingað til. Ef sá sjarmi og sú fjölbreytni í rekstri hverfur sem hefur verið við götu er því miður viðbúið, að ekki bara heimamenn heldur ferðamennirnir hverfi líka. Án fjölbreytts framboðs verslana á Laugaveginum hefur gatan ekkert gildi og mun innan tíðar verða hráslagalegur minnisvarði um enn ein skipulagsmistök þessa meirihluta. Vinnubrögð borgaryfirvalda hafa verið ámælisverð þar sem ekkert hefur verið hlustað á sjónarmið hagsmunaaðila og mótmæli heldur var þeim boðið upp á eftirásamráð þegar búið var að taka ákvörðun um varanlega lokun Laugavegarins. Það er ekki það samráð, sem meirihlutinn lofaði og borgarbúar óska, að haft yrði við þá í öllum lykilákvörðunum sem snúa m.a. að skipulagsmálum. Það kallast svikasamráð en ekki raunverulegt samráð.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gagnbóka:
Athyglisvert að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er nú þverklofinn í málinu. Þann 4 september 2018 samþykkti borgarstjórn tillögu sem hófst á orðunum: “Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur.” Sú ákvörðun var samþykkt með 21 atkvæði, meðal annars með atkvæði borgarfulltrúans Mörtu Guðjónsdóttur sem nú lýsir því yfir að hún sé á móti þeirri ákvörðun.
Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, gagnbókar:
Tillagan sem samþykkt var í borgarstjórn 4. september 2018 fól í sér að umhverfis- og skipulagssviði yrði falið að móta tillögur sem yrði síðan skilað til ráðsins. Þannig er ekki hægt að fullyrða að búið hafi verið að taka endanlega ákvörðun í málinu í borgarstjórn 4. september 2018.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bóka:
Svik, lygar og prettir lýsa best vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli. Að engu voru höfð fyrirheit borgaryfirvalda til rekstraraðila og eiganda atvinnuhúsnæðis á svæðinu að göturnar yrðu opnaðar á nýjan leik hinn 1. október s.l. Farið var þess í stað í varanlega skyndilokun. Það mætti halda að fulltrúar meirihlutans séu bæði blindir og heyrnarlausir. Í það minnsta hefur gegndarlaus gagnrýni á að loka hluta Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fyrir bílaumferð og gera þær götur að varanlegum göngugötum ekki farið framhjá almenningi. Boðað er að unnið verði að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið og gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu m.m. Útsvarsgreiðendur eru hér með upplýstir að samkvæmt fyrstu kostnaðaráætlun átti það verk að kosta 600 milljónir. Frá því hefur nú verið fallið og boðið upp á smáskammtalækningar með minni kostnaði. Kjarkurinn er að bresta. Með Tryggvagötu, Óðinstorgi og Hverfisgötu eru lagfæringar í 101 komnar langt yfir 2 milljarða. 2.000 milljónir í vita gagnslaus gæluverkefni á meðan grunnstoðir svelta. Minnt er á að nýbúið er að taka Laugaveginn allan í gegn með tilheyrandi kostnaði fyrir útsvarsgreiðendur. Þetta er nokkurskonar hreinræktuð þráhyggja gagnvart þessu svæði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka:
Í greinargerð í nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn kemur berlega í ljós að athugasemdir ýmissa aðila er málið varðar hafa verið hunsaðar og gott betur. Ber helst að nefna hagsmunaaðila er halda Laugavegi og Skólavörðustíg gangandi með rekstri verslunar og þjónustu. Það er ljóst að ekkert samráð hefur verið við þessa aðila, nema í örmynd og greinilega ekkert á þá hlustað: ,,Aldrei hefur undirritaður verið spurður um eitt, eða neitt um fyrirhugaða lokun götunnar, eða t.d. hvort lokanir götunnar á sumrin hafi haft einhver áhrif á rekstur í húsnæðinu.‘‘ Flestir rekstraraðilar hafa sömu sögu að segja, samanber undirskriftarlisti afhendur borgarstjóra 2 apríl 2019 þar sem um 90% þeirra skrifuðu undir áskorun að breyta áætluninni. Ekkert hlustað á hreyfihamlaða sem ítrekað hafa beðið um bílastæði í göngugötunni sjálfri því ill mögulegt er að leggja í hallandi þvergötur. Í greinargerð er það staðfest ,,Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað í hliðargötum við göngugötuna.“ Sama gildir um aldraða. Meirihlutinn styðst við skoðanakannanir sem má lesa úr á marga vegu. Menntað stjórnvald nútímans ætti að sýna ábyrgari vinnubrögð og byggja sínar niðurstöður á haldgóðum rannsóknum, heldur en skoðanakönnunum sem geta sveiflast ótrúlega. Hvernig er þá hægt að réttlæta framkvæmdir sem kosta hundruð milljóna og klárlega fara fram úr áætlun?
Fylgigögn
-
Korngarðar 2 og Sundabakki 2-4, breyting á deiliskipulagi (01.331.4) Mál nr. SN200061
421104-3520 Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík
681272-0979 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 ReykjavíkLögð fram umsókn Gríms Más Jónassonar dags. 24. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðanna nr. 2 við Korngarða og 2-4 við Sundabakka. Í breytingunni felst að færa lóðarmörk milli lóðanna ásamt því að lóðastærð er lagfærð til samræmis við fasteignaskrá, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2020. Einnig er lagt fram umboð stjórnar Eimskipa Íslands ehf. til að sækja um breytingu á skipulagi lóðanna, dags. 9. janúar 2020.
Samþykkt án auglýsingar eða kynningar sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.Fylgigögn
-
Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.39) Mál nr. SN200070
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Tryggvagata 13, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.117.4) Mál nr. SN190715
580814-0690 T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
080654-4219 Hildigunnur Haraldsdóttir, Tryggvagata 13, 101 ReykjavíkLögð er fram umsókn Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 29. nóvember 2019 ásamt bréfi Hildigunnar Haraldsdóttur og Þóris Gunnarssonar dags. 28. nóvember 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Tryggvagötu 13. Í breytingunni felst að heimilt er að nota allt að 1048,8 fm. íbúðarhúsnæðis eða allt að 23% af heimilu byggingarmagni ofan jarðar á lóð tímabundið sem hótelíbúðir, samkvæmt tillögu ódags. Einnig eru lögð fram bréf Hildigunnar Haraldsdóttur og Þóris Gunnarssonar dags. 31. júlí 2018, 1. nóvember 2018 og 20. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.
Tillögunni er synjað með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, greiða atkvæði með tillögunni.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Þrengingarstefna meirihlutans er gjaldþrota. Neyðarástand ríkir í miðbænum. Uppbyggingaáform ódýrra íbúða á svæðinu hafa mistekist. Ekki er eftirspurn eftir þeim íbúðum sem búið er að byggja enda var vitað að fermetraverð yrði hátt. Langtum langtum dýrara er að byggja á þrengingarreitum en í nýbyggingarhverfum. Bjartsýniskastið sem greip meirihlutann virðist vera á enda. Mikil harka ríkir hjá borginni að gefa ekki undanþágur frá skilmálum deiliskipulags um hlutfall skrifstofurýma, íbúða- eða verslunarhúsnæðis og hótel/gistirýma. Í erindi þessu eru færð fram mjög sterk rök fyrir því að nauðsynlegt sé fyrir eigendur að fá nýtingu á hið nýbyggða fjölbýlishús í formi leigutekna í stað þess að láta húsnæðið standa tómt. Einungis er hér um tímabundna ráðstöfun að ræða. Í annað sinn er þessari beiðni hafnað og er það í engum takti við áform um lifandi miðbæ. Ófrávíkjanlegar reglur og ósveigjanlegt kerfi er að kæfa alla starfsemi í borginni þegar einkaframtakið sýnir frumkvæði að einföldum lausnum til sjálfsbjargar.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 18, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.184.0) Mál nr. SN190744
450400-3510 VA arkitektar ehf., Borgartúni 6, 105 ReykjavíkLögð er fram umsókn Richards Ólafs Briem dags. 18. desember 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 18 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst að breytt er texta þannig að ekki verði einungis heimilt að koma fyrir aðfluttu húsi á lóðinni heldur einnig heimilt að byggja þar staðbyggt hús, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 18. desember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2020.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi (01.826.1) Mál nr. SN200074
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst m.a. að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein/aðrein akandi umferðar við gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs breikkar og hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar/aðreinar milli Miklubrautar og Reykjanesbrautar vegna háspennurafstrengs sem liggur í jörðu undir núverandi stíg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 23. janúar 2020. Einnig eru felldar burt tvær settjarnir (settjörn 1 og settjörn 2) vegna óhentugrar hæðarlegu lands og skerpt á skilmálum vegna blágrænna ofanvatnslausna innan lóða í formi regnbeða.
Jafnframt er lagt fram fylgiskjal með þremur sneiðmyndum í hljóðvegg og lóðir Ásenda nr. 1, 3 og 5 dags. 29. janúar 2020, hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og samgönguráð samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Lagt fram fylgiskjal með fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1053 frá 28. janúar 2020.
(E) Samgöngumál
Fylgigögn
-
Bústaðavegur, hjólastígur frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð (USK2019010036) Mál nr. US190012
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. janúar 2020 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir göngu- og hjólastíg samsíða Bústaðavegi frá Veðurstofuvegi að Skógarhlíð í samræmi við meðfylgjandi kynningu.
Samþykkt.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Lagt er til að erindið verði kynnt í íbúaráði Miðborgar og Hlíða.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn Seltjarnarnesbæjar um samgöngur um vesturhluta Reykjavíkur, svör við fyrirspurnum (USK2020010080) Mál nr. US200033
Lagt er fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. janúar 2020 þar sem fyrirspurnum byggingarfulltrúa Seltjarnarness er svarað.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka:
Tekið er undir svör samgöngustjóra. Breyttar ferðavenjur og öruggara umhverfi fyrir alla ferðamáta eru sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna beggja. Reykjavíkurborg er ávallt reiðubúin að bæta gott samtal og samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, íbúum og framtíð svæðisins til heilla.
Fulltrúi Miðflokksins, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka:
Seltjarnarnesbær hefur miklar áhyggjur af umferðarmálum og umferðarflæði út úr sveitarfélaginu. Enda í fordæmalausri landfræðilegri stöðu gagnvart Reykjavík. Ekki er hægt að komast frá Seltjarnarnesi nema í gegnum Reykjavík eða á sjó. Hér er vísað í samkomulag frá 12. desember 2013 um skuldbindingar borgarinnar um að fækka ekki akreinum á stofnbrautum og að bregðast við þéttingu byggðar með betri samgönguæðum. Það er skoðun Seltjarnarnesbæjar að þrengingar á Birkimel og þrengingar á Hagatorgi gangi gegn samkomulaginu. Nú þegar eru risin ný fjölbýlishús við Eiðsgranda sem munu auka umferðarþunga og hið sama má segja um hótelbyggingu sem er að fara af stað á Héðinsreit. Tekið er undir áhyggjur Seltjarnarnesbæjar af þróun samgöngumála í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins til framtíðar litið. Það stenst enga skoðun að Reykjavíkurborg þrengi að Seltjarnarnesbæ með þessum hætti og einboði er að Vegagerðin verður að hafa frumkvæði að því að stíga inn í málið strax vegna stofnvega/þjóðvega í þéttbýli. Hvaða sveitarfélag myndi láta bjóða sér það eins og Seltirningar mega þola að hafa 40 km. hámarksakstur út úr sveitarfélaginu á stofnbraut í stað þess að Reykjavíkurborg greiði fyrir Vegagerðinni með þverun gatna fyrir gangandi og hjólandi með göngubrúm eða undirgöngum. Þetta er óviðunandi ástand – Seltjarnarnes er fangi Reykjavíkur í umferðarmálum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gagnbóka:
Í pólitík takast oft á ólík sjónarmið. Til dæmis hvort eigi að vega þyngra: öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda eða réttur akandi vegfarenda til að aka um hratt og hindrunarlaust. Við stöndum með því fyrrnefnda.
Fulltrúi Miðflokksins, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins gagnbóka:
Það var meirihlutanum líkt að fara niður á þetta plan og saka okkur um að hafa ekki öryggi barna og annarra gangandi vegfaranda í fyrirrúmi. Það er mjög ómálefnalegur málflutningur. Í bókuninni er einmitt þung áhersla lögð á öryggi þessara hópa með þverun gatna í formi göngubrúa eða undirgangna. Það er eitthvað sem meirihlutinn vill ekki heyra á minnst og hæglega má því snúna gangbókun meirihlutans upp á þau sjálf. Þegar umferðarmál eru rædd verður umræðan að vera málefnaleg, byggð á rökum og lögum en ekki hræðsluáróðri og tilfinningum.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna framlagningu lista yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Mál nr. US200010
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. janúar 2020 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framlagningu lista yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 34. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 8. janúar sl.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Eins og oft áður eru svör við fyrirspurnum ótæmandi og almennar. Hvernig á almenningur að átta sig á hvort eitt tilboð er betra en annað ef litlar sem engar upplýsingar fylgja tilboðum fyrirtækja, eða ásett verð þeirra á tiltekna framkvæmd sem ekki þarf að fara í útboð? Hvort er afsláttur eða ekki og hvaða listaverð miðar eitt fyrir tæki við og hvað hitt fyrirtækið? Það vaknar sú spurning þegar skoðaðar eru framkvæmdir á vegum borgarinnar þá eru oftast sömu fyrirtækin sem hljóta verkefnin. Hvernig má það þá vera að önnur fyrirtæki geti nokkur tímann öðlist þá reynslu, þekkingu og hæfni sem „viðkomandi“ fyrirtæki þurfa að búa yfir ef þau hljóta ekki náð hjá skipulagsyfirvöldum? Ergo, öðlast aldrei það sem krafist er af þeim af hálfu borgarinnar.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um endurnýjun Laugavegs Mál nr. US200030
Spurning um endurnýjun Laugavegs 1. Hvað kostaði tæmandi talið að gera Laugaveginn upp, sem farið var í fyrir örfáum árum? 2. Hvenær byrjuðu framkvæmdir þá og hvenær lauk þeim? 3. Hvað er áætlað að endurnýjun Laugavegarins kosti nú í boðuðum tillögum? 4. Hvenær er áætluð verkbyrjun og hvenær eru áætluð verklok?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um leigubílastarfsemi Mál nr. US200031
1. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 25. september s.l. var samþykkt að öllum aðilum í leigubílastarfsemi yrði heimilt að leggja á bílastæðum í borgarlandinu sem merkt eru fyrir leigubíla en hafa hingað til haft ákveðnar leigubílastöðvar haft þau til afnota. Hvers vegna er þess krafist að sérmerkingar á umræddum stæðum verði fjarlægðar fyrir 17. febrúar n.k. þegar í gildi er leyfi til 24. júní 2020? 2. Hvers vegna er aðilum ekki veittur eðlilegur andmælaréttur sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993? 3. Hvers vegna stendur Reykjavíkurborg í bréfaskriftum við aðila og krefur þá um gögn sem sýna fram á rétt aðila eða heimildir þeirra til atvinnureksturs í stað þess að afla þessara gagna í sínu gagnasafni? 4. Er ekki verið að snúa sönnunarbyrði við í þessu máli? 5. Boðuð er ný gjaldtaka ef og þegar borgin yfirtaki umrædd stæði og skal hún taka mið af skráðri losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi leigubíls. Hvar má finna í lögum heimild fyrir þessari gjaldtöku? 6. Viðurkennir Reykjavíkurborg að leigubílar eru hluti af almenningssamgöngum? 7. Býður Reykjavíkurborg leigubílaakstur til eigin nota út? 8. Skiptir Reykjavíkurborg við allar leigubílastöðvar sem starfræktar eru í borginni? 9. Er Reykjavíkurborg í reikningsviðskiptum við leigubílastöðvar?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Óðinstorg og nágrenni
Mál nr. US200032
1. Hvað var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 1 við endurgerð Óðinstorgs? 2. Hver var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 2 við endurgerð Óðinstorgs? 3. Hvenær er áætlað að verklok verði við Óðinstorg en þeim átti að ljúka í september 2019? 4. Upphafleg tillaga sem samþykkt var í borgarráði 21. mars 2019 hljóðaði svo: „Óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu.“ Hver tók ákvörðun að taka allt nærsvæði Óðistorgs inn í verkið m.a. gera upp götur og leggja snjóbræðslukerfi í þær? 5. Hver er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020? 6. Á hvaða fjárheimild voru þær ákvarðanir teknar að taka allt nærsvæðið inn í verkið? 7. Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við Óðinstorgið sjálft? 8. Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við nærumhverfið allt? 9. Hvað er útistandandi kostnaður við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020?Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
-
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði
Mál nr. US190398
Lagt er fram svar skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins dags. 30. janúar 2020 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem var lögð fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 15. janúar 2020 vegna rykbindingar í Reykjavík.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Það er ljóst að öðru hvor koma dagar í Reykjavík þar sem mikið ryk fyllir andrúmsloftið og reynist íbúum borgarinnar hættulegt. Samkvæmt því svari sem nú liggur fyrir þá lýsir áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins efasemdum um að það fyrirkomulag sem nú er viðhaft skili tilteknum árangri og stuðli að betri heilsu borgarbúa. Ýmislegt annað væri hægt að gera eins og að takmarka notkun nagladekkja sem spæna upp götur borgarinnar og sést glögglega um þessar mundir. Það eru til annars konar vistvæn dekk sem jafnvel eru enn öruggari. Jafnframt eru til ýmsar leiðir til rykbindingar sem vert er að athuga. Þá má einnig athuga takmörkun á umferð þungaflutningsbíla t.d. á háannatímum. Ljóst er að eitthvað þarf til bragðs að taka og einblína ekki endalaust útrýmingu bílsins úr miðborginni og þar með út á umferðargötur borgarinnar sem er ill viðhaldið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Hér er farið einu skrefinu of langt. Rykbinding gatna í borginni er algjörlega óþörf og spara má mikið fjármagn ef því verður hætt. Reykjavíkurborg þvær/hreinsar ekki götur borgarinnar og eru þær mjög skítugar allt árið um kring. Það skapar mikla loftmengun og eykur svifryk í borginni svo nálgast hættumörk. Mengunin er alfarið á ábyrgð meirihlutans af þessum sökum. Sífellt er unnið að björgunarstörfum í stað þess að ráðast að rót vandans.
Fylgigögn
-
Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eftirlitsmyndavélar Mál nr. US190202
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið birti ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið.
Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borgarlandinu undir því yfirskyni að fylgjast með færð vega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2020.
Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir og fulltrúi Miðflokksins bóka:
Vegaeftirlitið er framkvæmt í öryggisskyni og er haldið úti á 8 stöðum í borginni á snjóþyngstu svæðunum og því haldið úti með rafrænum hætti með myndavélum sem taka mynd á 5- 10 mínútna fresti þar sem einstaklingar og bílnúmer eru ekki greinanleg. Þessi vöktun auðveldar íbúum að fylgjast með færð og ýtir undir umferðaröryggi. Með ofangreindar staðreyndir í huga að ekki sé hægt að greina persónur og bílnúmer er ekki séð að það bitni á friðhelgi einkalífsins.
Fylgigögn
-
Hólmasel 2, kæra 131/2019, umsögn (04.937.7) Mál nr. SN190753
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála adgs. 23. desember 2019 ásamt kæru dags. 20. desember 2019 þar sem kærð er afgreiðsla Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 30. janúar 2020.
-
Týsgata við Lokastíg, kæra 119/2019, umsögn, úrskurður Mál nr. US190396
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 ReykjavíkLagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. nóvember 2019 ásamt kæru dags. 28. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 30. október 2019 um stæði fyrir vöruafgreiðslu að Týsgötu við Lokastíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. janúar 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. janúar 2020. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir, bókar:
Þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Óðinstorg var til umfjöllunar í borgarráði 8. mars 2018. Bentu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks á að deiliskipulagsbreytingin fæli í sér þrengingu gatna og að bílastæði á torginu og aðliggjandi götum myndi fækka. Þá var jafnframt bent á þá staðreynd að íbúar hafi þegar greitt fyrir stæði við heimili sín og ættu rétt á að þau væru í boði áfram. Ennfremur var bent á að taka þyrfti tillit til að um ferðamannasvæði væri að ræða og lagt til að úttekt yrði gerð á bílastæðamálum og þess gætt að ekki yrði gengið á rétt íbúa. Nú er komið á daginn að fækkun bílastæða í aðliggjandi götum kemur ekki bara niður á íbúum heldur líka þeim rekstraraðilum sem starfa á svæðinu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Flokkur fólksins getur ekki annað en mótmælt framferði borgaryfirvalda enn og aftur gagnvart íbúum og fyrirtækjum borgarinnar. Framferði meirihlutans á ekkert skylt við þá stefnu þeirra stjórnmálaflokka sem hann skipa. Jafnaðarmennska, lýðræði, gagnsæi svo mætti lengi telja sem finna má í yfirlýsingum allra þessara flokka stenst engan veginn í borgarpólitíkinni. Þetta eru í reynd ekkert nema orðin tóm og það gal tóm. Við Óðinstorg hefur verið starfrækt samnefnt hótel í áratugi, það er eðli slíkrar starfsemi að þangar sækja fjöldi gesta og jafnframt þarf að koma aðföngum að á sem hagstæðastan hátt. Vörumóttaka er við Týsgötu sem hefur þjónað sínum tilgangi í gegnum tíðina, en nú má ekki afhenda vörur þar samkvæmt nýju skipulagi svæðisins. Eins og um alla miðborgina þá á að taka öll bílastæði af þjónustuaðilum. Hér er enn og aftur verið að skerða hefðbundinn rétt og ekki síst rétt fatlaðra og eldriborgara sem erfitt eiga með hreyfingar. Aðkoma sjúkrabíla t.d. verður mjög erfið. Það er orðið deginum ljósara að maðurinn og ökutæki hans eiga ekki lengur upp á pallborðið í miðbænum. Það er umhugsunarefni hvort verið sé að búa til vígi sértrúarsafnaðar inni í miðri borg.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata gagnbóka:
Að frávísun kæru um færslu á vörulosunarstæði frá kærunefnd umhverfis- og auðlindamála kalli að mati áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á þessa stórfurðulega bókun þar sem mótherjum hans í pólitík er líkt við meðlimi í sértrúarsöfnuði dæmir sig sjálft.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:
Enn er þrengt að fjölskyldubílnum, umferð í miðbænum og fyrirtækjum í rekstri. Bent er á að á síðasta ári voru miklar framkvæmdir við Óðinstorg, Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu til mikils ónæðis fyrir þá sem lifa og starfa á þessu svæði. Þeim framkvæmdum er þar að auki ekki lokið og mjög lítið samráð var haft við útfærslu þeirra. Þessar breytingar urðu til þess að almenn gjaldskyld bílastæði voru fjarlægð og í staðinn kom stæði til vöruafgreiðslu. Þetta eru fráleit vinnubrögð og eru einungis til þess fallin að grafa undan atvinnurekstri í miðbænum – en til þess virðist leikurinn gerður. Bent er á að hinum megin við Óðinstorg var bætt við bílastæðum á einni lóðinni – en þar býr borgarstjórinn sjálfur. Það er ekki sama að vera Jón eða séra Jón.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN200017
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals útivistarsvæði vegna Korpulínu.
Fylgigögn
-
Úlfarsárdalur, hverfi 2, breyting á deiliskipulagi (02.6) Mál nr. SN200016
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 2 vegna Korpulínu.
Fylgigögn
-
Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, breyting á deiliskipulagi (05.8) Mál nr. SN200018
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna Korpulínu.
Fylgigögn
-
Vesturlandsvegur, Hallar, breyting á deiliskipulagi (04.301.2) Mál nr. SN200019
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna Korpulínu.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Esjumelar, breytingu á deiliskipulagi - R19070109 (34.2) Mál nr. SN190542
530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 ReykjavíkLagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins við Esjumela á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitur, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.241.0) Mál nr. SN190528
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reitsins Hlemmur + 1.241.0 og 1.241.1 Hampiðjureitir.
28. Tryggvagata, breyting á deiliskipulagi (01.118) Mál nr. SN200007Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóðar Tollhússins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri og lóðar Tollhússins.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 1, Kleppsmýrarvegur, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa (01.45) Mál nr. SN200010
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2020 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði I vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Kleppsmýrarveg.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 12:55
Pawel Bartoszek Sara Björg Sigurðardóttir
Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir