Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 56

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 4 desember kl. 10:08 var haldinn 56. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Þorkell Heiðarsson, Aron Leví Beck, Katrín Atladóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 22. og 29. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN180292

    Að lokinni auglýsingu eru lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2019 uppf. 22. ágúst 2019 fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð.Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða á svæðinu. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Vinir Vatnshólsins dags. 1. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila, Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 10. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. og 22. október 2019, Marcos Zotes dags. 11. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019 og Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi stofnunum: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Kópavogsbær dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Ölfus dags. 7. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019 og Vegagerðin dags. 14. október 2019.
    Kynnt 

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins harmar að meirihlutinn beiti enn og aftur fyrir sig sýndarsamráði og virði að vettugi innsendar réttmæta, vel unnar athugasemdir íbúa borgarinnar og hagsmunaaðila. Meirihluti Vg-S-C-P heldur áfram stríðsrekstri gegn íbúum,hagsmunaaðilum og náttúru borgarinnar. Þvert á yfirlýsingar og fyrirheit, er ráðist gegn hverjum græna blettinum á fætur öðrum. Allt í nafni ,,samráðs´´. Þetta mál er í raun með ólíkindum, því samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar er gróðurþekja Háteigshverfis of lítil nú þegar. Í stað þess að hlúa að þessu síðasta vígi hverfisins skal því eytt í nafni góðmennsku og fyrirheita um hagkvæmt húsnæði. Við nánari skoðun kemur í ljós eftirfarandi í lið 5.2. samnings um ,,hagkvæmt´´ húsnæði: „Seljist íbúð ekki til framangreinds forgangshóps innan þriggja vikna frá auglýsingu í fjölmiðlum (þ.m.t. vefmiðlar) er heimilt að selja hana á almennum markaði.“ Þetta heitir á fagmáli að hafa frjálsar hendur. Við þekkjum þessi vinnubrögð frá Rúv-reit, þar eru nú auglýstar ,,hagkvæmar´´ íbúðir upp á 27 fermetra á 30 milljónir, eða kr.1.111,000,- pr.fm! Því miður sannast hér orð sem féllu í öðru umdeildu máli: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.‘‘ Guð blessi Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Í málefni Sjómannaskólareitsins hafa komið óvenju mikið af alvarlegum athugasemdum frá fólki á öllum aldri og þar með börnum sem er annt um umhverfi sitt. Þetta svæði er afar mikilvægt í borgarlandinu enda einstakt. Flokkur fólksins vill hvetja meirihlutann til að staldra við og ana ekki að neinu sem ekki verður aftur tekið. Hér er auðvelt að gera alvarleg mistök svo stórslys verði. Meirihlutinn í borgarstjórn verður að fara rækilega ofan í saumana á umsögnum og athugasemdum og kynna sér vandlega þau málefni er varða sjálfsprottnu grænu svæðin á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík. Þegar slíkur mótbyr er, er varla þess virði að keyra áfram af offorsi og öfgum. Flokkur fólksins vill vekja athygli á óskum nemenda í Háteigsskóla og draga fram þeirra framtíðarsýn á svæðinu. Flokkur fólksins vill taka undir með Vinum Saltfiskmóans að gengið er um of á gróðurþekju Háteigshverfis sem er nú þegar of lítil samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar. Gríðarlegt byggingarmagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Ástæða er til að hafa áhyggjur af umferðaröryggi. Vandi Háteigsskóla vegna þéttingar í Háteigshverfi er enn óleystur. Fyrirliggjandi byggingaráform fela í sér skipulagsslys sem varað er eindregið við.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar: 

    Á fundinum voru kynntar fjölmargar athugasemdir frá íbúum og fagaðilum. Það er hluti af samráðsferli. Málið hefur ekki verið afgreitt. Það eru undarleg vinnubrögð að ítreka ásakanir um sýndarsamráð í öllum stigum alls samráðs allra mála þar sem fólki kann ekki að líka við það sem til stendur að gera. Mikil verslun og þjónusta er í nágrenni við svæðið og myndi þessi uppbygging styrkja hana.

    Fylgigögn

  3. Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN170694

    Að lokinni auglýsingu eru lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2.Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat EFLU dags. 3. júní 2019. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Vinir Vatnshólsins dags. 1. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila, Ólafur Þór Gunnarsson dags. 2. október 2019, Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Agnar Hansson dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 11. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. og 22. október 2019, Marcos Zotes dags. 1. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019 og Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 16. október 2019 og ábending frá Guðna Magnúsi Eiríkssyni dags. 8. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. október 2019. 
    Kynnt.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl 10:25 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins harmar að meirihlutinn beiti enn og aftur fyrir sig sýndarsamráði og virði að vettugi innsendar réttmæta, vel unnar athugasemdir íbúa borgarinnar og hagsmunaaðila. Meirihluti Vg-S-C-P heldur áfram stríðsrekstri gegn íbúum,hagsmunaaðilum og náttúru borgarinnar. Þvert á yfirlýsingar og fyrirheit, er ráðist gegn hverjum græna blettinum á fætur öðrum. Allt í nafni ,,samráðs´´. Þetta mál er í raun með ólíkindum, því samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar er gróðurþekja Háteigshverfis of lítil nú þegar. Í stað þess að hlúa að þessu síðasta vígi hverfisins skal því eytt í nafni góðmennsku og fyrirheita um hagkvæmt húsnæði. Við nánari skoðun kemur í ljós eftirfarandi í lið 5.2. samnings um ,,hagkvæmt´´ húsnæði:  „Seljist íbúð ekki til framangreinds forgangshóps innan þriggja vikna frá auglýsingu í fjölmiðlum (þ.m.t. vefmiðlar) er heimilt að selja hana á almennum markaði.“ Þetta heitir á fagmáli að hafa frjálsar hendur. Við þekkjum þessi vinnubrögð frá Rúv-reit, þar eru nú auglýstar ,,hagkvæmar´´ íbúðir upp á 27 fermetra á 30 milljónir, eða kr.1.111,000,- pr.fm! Því miður sannast hér orð sem féllu í öðru umdeildu máli:
    ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.´´ Guð blessi Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Í málefni Sjómannaskólareitsins hafa komið óvenju mikið af alvarlegum athugasemdum frá fólki á öllum aldri og þar með börnum sem er annt um umhverfi sitt. Þetta svæði er afar mikilvægt í borgarlandinu enda einstakt. Flokkur fólksins vill hvetja meirihlutann til að staldra við og ana ekki að neinu sem ekki verður aftur tekið. Hér er auðvelt að gera alvarleg mistök svo stórslys verði. Meirihlutinn í borgarstjórn verður að fara rækilega ofan í saumana á umsögnum og athugasemdum og kynna sér vandlega þau málefni er varða sjálfsprottnu grænu svæðin á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík. Þegar slíkur mótbyr er, er varla þess virði að keyra áfram af offorsi og öfgum. Flokkur fólksins vill vekja athygli á óskum nemenda í Háteigsskóla og draga fram þeirra framtíðarsýn á svæðinu. Flokkur fólksins vill taka undir með Vinum Saltfiskmóans að gengið er um of á gróðurþekju Háteigshverfis sem er nú þegar of lítil samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar. Gríðarlegt byggingarmagn með tilheyrandi skuggavarpi mun ekki aðeins rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru heldur einnig rýra gildi stakkstæðisins í Saltfiskmóanum og Vatnshólsins sem útivistarsvæðis. Ástæða er til að hafa áhyggjur af umferðaröryggi. Vandi Háteigsskóla vegna þéttingar í Háteigshverfi er enn óleystur. Fyrirliggjandi byggingaráform fela í sér skipulagsslys sem varað er eindregið við.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar:

    Á fundinum voru kynntar fjölmargar athugasemdir frá íbúum og fagaðilum. Það er hluti af samráðsferli. Málið hefur ekki verið afgreitt. Það eru undarleg vinnubrögð að ítreka ásakanir um sýndarsamráð í öllum stigum alls samráðs allra mála þar sem fólki kann ekki að líka við það sem til stendur að gera. Mikil verslun og þjónusta er í nágrenni við svæðið og myndi þessi uppbygging styrkja hana.

  4. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi     (01.6)    Mál nr. SN190682

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulagsmörkum og færslu á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík, vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta dags. 13. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn öllum breytingum skipulags sem þrengja að svæði Reykjavíkurflugvallar.  Slíkt er með öllu ótímabært , að ekki sé talað um að hér á að ráðast í skipulagsbreytingar gagngert vegna framkvæmdar við brú yfir Fossvog, en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fulltrúa Miðflokksins hefur það verk ekki enn verið arðsemismetið eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Vegagerðin kemur að þessari framkvæmd og fjármagnar stærstan hlut hennar. Nú er það svo, að um Vegagerðina gilda lög rétt eins og aðrar stofnanir og þar segir í II.kafla, grein 4. :,,Vegagerðin tekur þátt í gerð samgönguáætlunar. Stofnunin mótar almenna stefnu og viðmið um byggingu, viðhald og þjónustu samgöngumannvirkja, annast forsendugreiningu og frumrannsóknir vegna þeirra, greinir og ber saman ólíka valkosti, gerir tillögu að forgangsröðun verkefna, frumhannar mannvirki og metur kostnað, ARÐSEMI og umhverfisáhrif þeirra.´´Að ofangreindu er ljóst að arðsemismat er ekkert smámál, það er einn mikilvægasti liður frumstigs hverrar framkvæmdar, þar sem framkvæmdir með slakt arðsemismat eru vinsaðar úr á því stigi, ÁÐUR en lagt er í frekari kostnað við hönnun o.s.frv. o.s.frv. Tillaga þessi er því ekki hæf til afgreiðslu.

    Fylgigögn

  5. Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi     (01.68)    Mál nr. SN180788

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Nauhólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 m kafla nýrrar tveggja akreinar akbrautar fyrir almenningssamgöngur sem fellur innan deiliskipulagsins. Kaflinn er hluti af stærri framkvæmd sem er brú yfir Fossvog fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða breytingunni eru gerðar nokkrar fleiri breytingar á skipulaginu og það uppfært miðað við núverandi ástand. Lagðir eru fram uppdr. Landmótunar dags. 11. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 11, nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn öllum breytingum skipulags sem þrengja að svæði Reykjavíkurflugvallar. Slíkt er með öllu ótímabært , að ekki sé talað um að hér á að ráðast í skipulagsbreytingar gagngert vegna framkvæmdar við brú yfir Fossvog, en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fulltrúa Miðflokksins hefur það verk ekki enn verið arðsemismetið eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Vegagerðin kemur að þessari framkvæmd og fjármagnar stærstan hlut hennar. Nú er það svo, að um Vegagerðina gilda lög rétt eins og aðrar stofnanir og þar segir í II.kafla, grein 4. :,,Vegagerðin tekur þátt í gerð samgönguáætlunar. Stofnunin mótar almenna stefnu og viðmið um byggingu, viðhald og þjónustu samgöngumannvirkja, annast forsendugreiningu og frumrannsóknir vegna þeirra, greinir og ber saman ólíka valkosti, gerir tillögu að forgangsröðun verkefna, frumhannar mannvirki og metur kostnað, arðsemi og umhverfisáhrif þeirra.´´. Að ofangreindu er ljóst að arðsemismat er ekkert smámál, það er einn mikilvægasti liður frumstigs hverrar framkvæmdar, þar sem framkvæmdir með slakt arðsemismat eru vinsaðar úr á því stigi, ÁÐUR en lagt er í frekari kostnað við hönnun o.s.frv. o.s.frv. Tillaga þessi er því ekki hæf til afgreiðslu.

    Fylgigögn

  6. Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi     (01.714.1)    Mál nr. SN190406
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
    470169-2149 Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 1. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíð á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð. Í breytingunni felst að byggja inndregna hæð ofan á húsið, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. 1. júlí 2019. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 22. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lovísa Fjeldsted, Anna Agnarsdóttir, Gunnar Hansson og Guðrún Þura Kristjánsdóttir íbúar og eigendur Blönduhlíðar 35 dags. 11. október 2019, stjórn húsfélagsins Bogahlíð 20-22 f.h. íbúa og eigenda Bogahlíðar 20-22 dags. 14. október 2019, Lárus Þór Jónsson, Ólafur Már Lárusson, Sigríður María Lárusdóttir, Lilja Björk Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir dags. 16. október 2019, Vilborg St. Sigurjónsdóttir f.h. íbúa og eigenda að Drápuhlíð 48 dags. 21. október 2019, Selma Dögg Víglundsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigríður K Yngvadóttir, Birna Halldórsdóttir, Geirmundur Hauksson og Elín Jónsdóttir fh. Stjórnar húsfélagsins Bogahlíð 12-18 dags. 21. október 2019, Lovísa Fjeldsted dags. 22. október 2019 og Lilja Margrét Olsen f.h. Sigrúnar Hermannsdóttur dags. 23. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
    Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Ingólfsstræti 1, breyting á deiliskipulagi     (01.150.3)    Mál nr. SN190235
    560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
    490518-2070 Framkvæmdafélagið Skjald. ehf., Þverholti 14, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkit. f.h. Framkvæmdafélagsins Skjald ehf. dags. 9. apríl 2019 ásamt bréfi dags. 9. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Ingólfsstræti. Í breytingunni felst að heimila stækkun á inndreginni efstu hæð hússins og nýjan inngang frá Skúlagötu, samkvæmt uppdrætti Arkitekta Laugavegi 164 ehf./Glámu-Kím dags. 20. nóvember 2019. Einnig er lögð fram skýringarmynd dags. 20. nóvember 2019 og aðaluppdr. dags. 13. september 2019 sem sýnir stækkun efstu hæðar. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Vesturbæjarsundlaug - Hofsvallagata 54, breyting á deiliskipulagi     (01.526.1)    Mál nr. SN190383
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni felst að komið er fyrir hundagerði á lóðinni, núverandi grenndargámastöð er fest í sessi og bílastæðum fækkað lítillega, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 29. nóvember 2019. 
    Frestað.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Gufunesvegur 4, Smáhýsi - 4a, 4b, 4c, 4d     (02.216.004)    Mál nr. BN056810
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir fjórum 30 ferm. smáhýsum úr krosslímdum timbureiningum (CLT), sem koma tilbúin og verða sett á bita sem felldir eru ofan í úrtak á reitum 4a, 4b, 4c og 4d á lóð nr. 4 við Gufunesveg. 
    Erindi fylgir mæliblað nr. 2.216.0 síðast breytt 20. janúar 1981. Stærðir: 4a: 33,1 ferm., 101,6 rúmm. 4b: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. 4c: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. 4d: 30,1 ferm., 94,5 rúmm. Samtals: 123,4 ferm., 385,1 rúmm. Gjald kr. 11.200.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 

    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og lóðarhafa með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Hlemmur, reitur 1.240.0, nýtt deiliskipulag     (01.2)    Mál nr. SN190145
    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur. Skipulagið felur í sér endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreitar fyrir flutningshúsið Norðurpól og ný létt mannvirki fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019. Einnig er lögð fram greinargerð Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019 og umferðarskýrsla Eflu dags. 29. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Dagný Bjarnadóttir og Elísa Sarasso frá DLD, Martin Arfalk frá Mandaworks, Gunnar Ágústsson frá Yrki, Rebekka Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Edda Ívarsdóttir verkefnastjóri, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl 11:30 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

    -    Kl 11:30 víkur Þorkell Heiðarsson af fundi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað, að þær raddir séu virtar að vettugi. Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar. Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi: ,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt..´´ Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar:

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Fylgigögn

  11. Reitur 1.240.2, Bankareitur, breyting á deiliskipulagi     (01.240.2)    Mál nr. SN190713
    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareitur. Í breytingunni felst að minnka afmörkun gildandi deiliskipulags svo að það nái eingöngu utan um lóðina við Laugaveg nr. 120, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Dagný Bjarnadóttir og Elísa Sarasso frá DLD, Martin Arfalk frá Mandaworks, Gunnar Ágústsson frá Yrki, Rebekka Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Edda Ívarsdóttir verkefnastjóri, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað, að þær raddir séu virtar að vettugi. Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar. Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi: ,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt´´.Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar: 

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Fylgigögn

  12. Reitur 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190714
    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Snorrabraut - Hlemmur. Götureiturinn afmarkast af Hverfisgötu, Hlemm, Laugavegi og Snorrabraut. Vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni - umferðarskipulag og stækkun, er gerð tillaga að afmörkun nýs deiliskipulagi fyrir Snorrabraut - Hlemm, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Dagný Bjarnadóttir og Elísa Sarasso frá DLD, Martin Arfalk frá Mandaworks, Gunnar Ágústsson frá Yrki, Rebekka Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Edda Ívarsdóttir verkefnastjóri, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar:

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað, að þær raddir séu virtar að vettugi Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar .Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi:,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt.´´ Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar:

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Fylgigögn

  13. Laugavegur, Bolholt, Skipholt, nýtt deiliskipulag     (01.251.1)    Mál nr. SN190527
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
    Lögð fram tillaga Yrki arkitekta ehf. að nýju deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 174 og Skipholti 31 til vesturs. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 176 vegna fyrirhugaðs hótels, en aðrar lóðir á skipulagsreitnum verða skilgreindar sem óbreyttar lóðir þar sem núverandi ástand er óbreytt samkvæmt uppdráttum Yrki arkitekta ehf. dags. 6. september 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    -    Kl 13:00 víkur Aron Leví Beck af fundinum.
    -    Kl. 13:00 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.

    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1045 frá 19. nóvember 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1046 frá 26. nóvember 2019. 

     (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  15. Götu- og torgsala, tillaga (USK2015050004)         Mál nr. US140238

    Lögð fram endurskoðuð samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík. 
    Frestað.

    Fylgigögn

  16. Barónsstígur við Sundhöll, stæði fyrir skólarútur (USK2019110076)         Mál nr. US190393

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 22. nóvember 2019 þar sem lagt er til að merkt verði stæði fyrir skólarútur á Barónsstíg við Sundhöllina. Stæðið verði einungis ætlað skólarútum. Stæðið verði merkt með skilti D09.21 og tilheyrandi undirmerkjum.

    -    Kl 13:14 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.

    Samþykkt með fyrirvara um samþykki Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

    Fylgigögn

  17. Biðstöð strætó á Hagatorgi við Hótel Sögu, umferðarmerking (USK2019110094)         Mál nr. US190397

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 29. nóvember 2019 þar sem lagt er til að biðstöð fyrir strætisvagna á Hagatorgi við Hótel Sögu verði staðfest í samræmi við a-lið 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Biðstöðin verði merkt með viðeigandi umferðarmerki í samræmi við reglugerð 289/1995.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar með fyrirvara um samþykki Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Fulltrúi Miðflokksins undrast tillögu um biðstöð Strætó í hringtorgi Hagatorgi. Biðstöðin braut gegn lögum , skapaði hættu og var því lokað. Ekkert hefur breyst, enn gilda landslög, líka í Reykjavík. Nú er vitnað er í 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987., ekki er staf að finna um hringtorg þar. Í frétt Morgunblaðsins 14.nóvember síðastliðinn kemur eftirfarandi fram: „Þetta er merkt hring¬torg og þarna má nú finna strætó-stoppistöð, en sam¬kvæmt um¬ferðarlög¬um er óheim¬ilt að stöðva öku¬tæki á hring¬torgi. Við höf¬um þegar komið okk¬ar ábend¬ing¬um á fram¬færi við Reykja¬vík¬ur¬borg og er bolt¬inn hjá þeim´´. Þetta seg¬ir Árni Friðleifs¬son, aðal¬varðstjóri í um¬ferðardeild lög¬regl¬unn¬ar á höfuðborg¬ar¬svæðinu, og vís¬ar í máli sínu til Haga¬torgs í Vest¬ur¬bæ Reykja¬vík¬ur.´´ Ennfremur segir Árni : „Við mun¬um fylgj¬ast með þessu svæði sem öðrum.   Laga¬grein¬in er al¬veg skýr og eng¬in undanþága heim¬il,“ seg¬ir hann og bæt¬ir við að þeir öku¬menn sem lenda í því að þurfa að stoppa öku¬tæki sín vegna þess að strætó stopp-ar við strætó¬skýlið gætu einnig átt von á sekt´´. Hringtorg er hringtorg og biðlar fulltrúi Miðflokksins því til meirihlutans að vera ekki svona ferkantaður í málinu. Förum að lögum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Hagatorg hefur aldrei verið slysasvæði, síst af öllu fyrir gangandi vegfarendur. Engin slys á fólki undanfarin 10 ár. Einungis smávegis eignatjón á bílum. Það þarf því ekki að auka öryggi þess vegna. Það að þrengja torgið í eina akrein, banna akstur að utanverðu, setja strætóstöðina allveg við innri hringinn og láta strætó stoppa í akstursleiðinni á vinstri akrein gerir ekkert annað en að auka á hættu, auka tafir vegfarenda, með tilheyrandi mengun. Rétt er að stoppistöð hefur verið þarna til margra ára, en hún var utar og því hægt að aka framhjá strætó sem stoppaði þá án þess að hefta allan annan akstur. Fólk hefur verið að ganga yfir torgið þvers og kruss, þó svo að það sé alls ekki til fyrirmyndar og reyndar fáheyrt að slíkt sé leyft. Það minnkar öryggi til muna, þar sem ökumenn eiga ekki von á fólki úr öllum áttum á torginu. Verði þetta leyft þarna, þá eykur það jafnfram hættu á að slík hegðun verði viðhöfð á öðrum hringtorgum. Nær væri að taka fyrir þetta og fólk haldi sig við almennar gönguleiðir og þá að sjálfsögðu með löglegum merkingum um gangbrautir, sem ekki er við Hagatorg. Með þessu varða 2 þrengingar með upphækkunum og gangbrautum þvert yfir torgið, en ekkert kringum það, sem er mjög einkennilegt.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbókar:

    Tillagan er unnin í samráði við lögreglu. Tillagan er í samræmi við 2.mgr 81. greinar í gildandi umferðarlögum. Farið er að lögum í málinu og biðstöðin merkt á viðeigandi hátt í samræmi við reglugerð.

    Fylgigögn

  18. Göngugötur á aðventunni, tillaga         Mál nr. US160263

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 27. nóvember 2019 þar sem lagt er til að frá 13. desember verði opnað fyrir vörulosun á milli kl. 8:00 til 11:00 á laugardögum ásamt því að á Þorláksmessu þann 23. desember munu göngugötur vera á Laugaveg frá Barónsstíg niður Lækjartorgi ásamt Pósthússtræti og Austurstræti frá kl. 14:00.
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2019.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  20. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um uppsetningu hundagerða (USK2019110078)         Mál nr. US190391
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. nóvember 2019 þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá fundi borgarráðs 21. nóvember 2019 um uppsetningu hundagerða er send skipulags- og samgönguráði til meðferðar.
    Samþykkt

    Fylgigögn

  21. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um ljósaskilti við Strandveg í Grafarvogi (USK2019110079)         Mál nr. US190392

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. nóvember 2019 þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá fundi borgarráðs 21. nóvember 2019 um ljósaskilti við Strandveg í Grafarvogi er send skipulags- og samgönguráði til meðferðar.
    Vísað frá.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:

    Skiltið hefur nú þegar verið fjarlægt.

    Fylgigögn

  22. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eftirlitsmyndavélar         Mál nr. US190202

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið birti ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið. Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borgarlandinu undir því yfirskyni að fylgjast með færð vega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.
    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. nóvember 2019.
    Frestað.

    Fylgigögn

  23. Týsgata við Lokastíg, kæra 119/2019         Mál nr. US190396
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. nóvember 2019 ásamt kæru dags. 28. nóvember 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 30. október 2019 um stæði fyrir vöruafgreiðslu að Týsgötu við Lokastíg.
    Vísað til meðferðar umhverfis og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  24. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 89/2019, umsögn     (01.130.1)    Mál nr. SN190551
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 14. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 15. ágúst 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  25. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 90/2019, umsögn     (01.130.1)    Mál nr. SN190552
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 13. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 15. ágúst 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  26. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, kæra 91/2019, umsögn     (01.130.1)    Mál nr. SN190550
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. september 2019 ásamt kæru dags. 15. september 2019 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Héðinsreits, reitur 1.130.1, sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda 15. ágúst 2019. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. nóvember 2019.

    Fylgigögn

  27. Hallarmúli 2, kæra 5/2019, umsögn, úrskurður     (01.261.1)    Mál nr. SN190035
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 13. september 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.

    Fylgigögn

  28. Hallarmúli 2, kæra 6/2019, umsögn, úrskurður     (01.261.1)    Mál nr. SN190036
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 29. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 13. september 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.

    Fylgigögn

  29. Skriðustekkur 17-23, kæra 93/2019, umsögn, úrskurður     (04.616.2)    Mál nr. SN190575
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 2. september 2019 um að lóðarhafar að Skriðustekk 21 og 27 verði gert að fjarlægja skjólvegg á lóðamörkum innan 30 daga. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2019. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. nóvember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 2. september 2019 um að kærendum verði gert að fjarlægja skjólvegg á lóðamörkum lóðanna Skriðustekks 21 og 27 innan 30 daga.

    Fylgigögn

  30. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 21. nóvember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Korpulínu.
    Lagt fram.

  31. Blesugróf 34, breyting á deiliskipulagi     (01.885.5)    Mál nr. SN180814
    650505-1580 Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík
    701294-8909 Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf, Garðastræti 17, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  32. Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa         Mál nr. SN190657

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Guðrúnartún.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  33. Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa         Mál nr. SN190658

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Skógarhlíð.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  34. Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN190618
    090982-3549 Jóhann Einar Jónsson, Laugarnesvegur 60, 105 Reykjavík
    590110-0190 Esjustofa ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  35. Veðurstofuhæð, Bústaðavegur, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa         Mál nr. SN190659

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Bústaðarveg.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  36. Vesturgata 6-10A, breyting á deiliskipulagi     (01.132.1)    Mál nr. SN190333
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
    630785-0309 Kirkjuhvoll sf, Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6-10A við Vesturgötu.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  37. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði         Mál nr. US190398

    Fyrirspurn frá Flokki fólksins um rykbindingu gatna í borginni í skipulags og samgönguráði

    Hvernig má það vera að Reykjavíkurborg rykbindur götur borgarinnar aðeins 2 til 4 á ári en nú berast þær fregnir af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum eins t.d. svíum sem rykbinda götur Stokkhólmsborgar 50 sinnum á ári. Hver er skýringin á þessum mikla mun?
    Frestað.

  38. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna Bjarkargötu og Tjarnargötu         Mál nr. US190399

    Fyrirspurn frá fulltrúa Flokks fólksins 4. des 2019 skipulags og samgöngráði.

    Bjarkargata og Tjarnargata 101 Reykjavík. Það vekur athygli að tvær götur í 101 Reykjavík, Bjarkargata og Tjarnargata eru báðar tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs. Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um götun aka er þær koma úr sitt hvorri áttinni. 
     Fyrirspurnin er þessi. Flokki fólksins telur skynsamlegt að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnu akstursgötur, annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Er eitthvað sem stendur í veginum fyrir slíkum breytingum.
    Frestað.

Fundi slitið klukkan 14:00

Pawel Bartoszek Hildur Björnsdóttir