Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 52

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 30. október kl. 9:09 var haldinn 52. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.

 

Þetta gerðist:

  1. Stekkjarbakki Þ73, breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals, Stekkjarbakki     (04.6)    Mál nr. SN160907
    010147-3959 Guðrún Ágústsdóttir, Mávahlíð 30, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. september 2019 þar sem bent er á að áður en gengið verður frá auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þurfi að gera betur grein fyrir eftirfarandi: Skilmálum um heimilað ljósmagn, leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði sbr. bréfi stofnunarinnar. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 14. desember 2018, síðast breyttir 27. september 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. sept. 2019.
    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn umsögninni.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bóka: 

    Margar athugasemdir hafa komið fram varðandi uppbyggingu á atvinnustarfssemi í Elliðaárdal. Ein af þeim er ljósmengun, en Elliðaárdalurinn er skilgreindur sem það svæði sem hefur og á að hafa sem minnsta ljósmengun í skipulagi Reykjavíkurborgar. Í deiliskipulagi fyrir dalinn er gert ráð fyrir að ljósmengun sé ekki umfram E3 skilgreiningu sem þýðir að dalurinn á að vera með minni ljósmengun en önnur svæði í Reykjavík. Sú ákvörðun að setja á fót atvinnustarfssemi og þar að auki stórt gróðurhús gengur þvert gegn skilgreiningu í deiliskipulagi Elliðaárdals.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: 

    Hæpið er að halda því fram að hér sé verið að að ganga gegn skilgreiningum deiliskipulags dalsins. Hér er ákveðið er að fylgja flokki E2 en sá flokkur er viðmið fyrir utanhússlýsingu á dreifbýlissvæðum, og að auki er miðað við lægra gildi innan þess flokks sk. "post-curfew" viðmið. Í raun er verið að ganga lengra sem nemur raunverulegum myrkurgæðum í dalnum og stífari kröfur gerðar til myrkurverndunar en tíðkast hefur hér á landi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Það er vont til þess að vita að skipulagsráð sé búið að auglýsa og samþykkja þessar framkvæmdir áður en búið er að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar? Er meiningin kannski bara að hunsa þessar athugasemdir? Við lestur bréfs frá Skipulagsstofnun fer ekki milli mála að heilmiklar efasemdir eru í gangi sem dæmi er varðar ljósmagn frá væntanlegri gróðurhvelfingu. Hér eru áhyggjur af ljósmengun. Stofnunin mælir með að leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði. Svo margt annað er óljóst í þessu stóra verkefni og má þar nefna hina umdeildu gróðurhvelfingu Aldin Biodome sem byggja á í Elliðaárdalnum á skipulagsreit. Hverjar eru fyrirætlanir með hana er ekki vitað. Hér er óttast enn eina ferðina enn að borgin sé að taka á sig óheyrilegar skuldbindingar. Borgin ætlar að taka á sig 80% kostnaðar framkvæmdaraðili 20%? Eins vantar að fá staðfest hvað verður um Gilsbakka sem Minjastofnun leggur til að verði verndað en í deiliskipulag er talað um að sé víkjandi. Flokkur fólksins vill að haft verði raunverulegt samráð við íbúana en ekki látið duga að hafa 1-2 gerfisamráðsfundi. Það verður aldrei sátt um nýtt þróunarsvæði á Stekkjarbakka nema það fari í íbúakosningu. 

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: 

    Það er hluti af eðlilegu lögformlegu ferli að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar sem berast eftir að auglýsingartíma er lokið, athugasemdum hefur verið svarað og skipulagið samþykkt. Eftir það ferli er sveitarfélögum skylt að senda skipulagið til Skipulagstofnunar sem hefur þá 4 vikur til að koma með athugasemdir. Hér er verið að bregðast við þeim athugasemdum. Ekki hefur neitt verið ákveðið um framkvæmdir eða kostnaðarskiptingu á færslu hitaveitulagnar á svæðinu.

    Fulltrúi Liska Kristján Kristjánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Funafold 42, breyting á deiliskipulagi     (02.860.5)    Mál nr. SN190581
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Funafold. Í breytingunni felst að stækka núverandi leikskóla í Funafold og gera þar 6 deilda leikskóla auk einnar leikskóladeildar, stækka lóð leikskólans, fjölga bílastæðum, færa aðkomu að leikskólanum og færa til norðurs hjólastíg fyrir ofan núverandi lóðamörk, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. október2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  3. Brautarholt 8, (fsp) hækkun húss     (01.241.2)    Mál nr. SN180823
    570215-0350 Urban arkitektar ehf., Túngötu 45, 101 Reykjavík
    181066-4079 Snorri Waage, Hlíðarbyggð 19, 210 Garðabær

    Lögð fram fyrirspurn Urban arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 27. nóvember 2018 um hækkun hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt úr þremur hæðum í fimm hæðir, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2018, breytt 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2018. Lagt fram að nýju ásamt breyttum gögnum/tillögu 26. ágúst /11. október 2019, greinargerð dags. 21. október 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags 25. október 2019. 
    Frestað.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1041 frá 22. október 2019.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  5. Týsgata við Lokastíg, stæði fyrir vöruafgreiðslu         Mál nr. US190344

    Lagt fram bréf dags. 24. október 2019 þar sem lagt er til að stæði í Týsgötu vestan Lokastígs verði skilgreint sem stæði til vöruafgreiðslu og þar verði ekki heimil lagning ökutækja. Bannið sé táknað með umferðarskilti B24.11 og undirmerki um að vöruafgreiðsla sé heimil ásamt gildislengd 15 metrar.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  6. Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, endurskoðun         Mál nr. US190346

    Lagt er fram bréf dags. 28. október 2019 þar sem lagðar eru til nýjar reglur um heimild til að leggja bifreiðum sem skilgreindar eru visthæfar gjaldfrjálst í 90 mínútur í
    gjaldskyld bílastæði. Gert er ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi 1. janúar 2020. Einnig er lögð fram skýrsla dags. október 2019 frá Parallel ráðgjöf. 
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:

    Eftir því sem visthæfari bílum fjölgar er óhjákvæmilegt að falla þurfi frá sérstökum bílastæðaívilnunum í þeirra garð. Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar. Um sinn var þó talið réttast að halda ívilnunum áfram en einskorða þær við þá bíla undir 5 m sem ganga að fullu fyrir rafmagni eða vetni."

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Flokkur fólksins fagnar allri rýmkun á reglum um heimild til að leggja bifreiðum sem skilgreindar eru visthæfar gjaldfrjáls í 90 mín. í gjaldskyld stæði. Flokkur fólksins lagði fram tillögu 6. júní 2019 að Reykjavíkurborg rýmki aftur reglur um hvaða bílar teljist vistvænir og þeir sem það teljast geti lagt frítt í gjaldskyld bílastæði í allt að 90 mín. Skipulagsyfirvöld hafa verið allt of lengi að taka við sér í þessum efnum. Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbilar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af. Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafi verið mistök. Hvetja átti fólk fyrir löngu að hugsa í þessa átt þ.e. fyrst að aka vistvænum, sparneytum bílum og nú visthæfur bílum (metan og rafmagn.)

    Fylgigögn

  7. Hleðslustöðvar í bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs, tillaga (USK2019100018)         Mál nr. US190324

    Lagt fram til kynningar bréf skrifstofu umhverfisgæða dags. 9. október 2019 þar sem lagt er til að settar verði upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Bílastæðahúsunum Kolaporti og Ráðhúsinu fyrir árslok 2019, sex hleðslustöðvar í hvoru húsi, og þar með verði komnar hleðslustöðvar í öll bílastæðahús Bílastæðasjóðs. Einnig er lögð fram útskrift úr gerðabók umhverfis- og heilbrigðisráðs þar sem málið var staðfest og vísað til meðferðar. 
    Kynnt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Flokkur fólksins fagnar því að fjölga eigi hleðslum fyrir rafbíla í bílastæðahúsum í Kolaporti og Ráðhúsi. Hér er verið að setja upp hleðslustöðvar á þessa staði í fyrsta sinn þrátt fyrir að margir eru fyrir löngu komnir á rafbíl. Flokki fólksins finnst allt of hægt ganga að setja upp hleðslustöðvar. Að hafa fáar stöðvar hefur mikinn fælingarmátt fyrir þá sem hyggjast eða langar að skipta yfir í rafbíl. Flokkur fólksins lagði til 12 september 2019 að hraðað yrði uppsetningu hleðslustöðva sem fyrirhugað er að setja upp. Málinu var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en við tillögunni hefur ekki komið neitt svar enn. Sá tími þarf að vera styttri sem áætlaður er í að setja upp þær stöðvar sem eftir er að setja upp eða um 90 til viðbótar. Setja þarf upp stöðvar við fjölbýlishús hið fyrsta. Ljóst er að ef fólk getur ekki hlaðið rafbíla sína heima hjá sér og þarf að setja í samband við almenningshleðslur fælir það fólk frá að kaupa rafbíl en það mun tefja orkuskiptin. Það vantar einnig hlöður í efri byggðir, t.d. Grafarvog og Breiðholt og reyndar miklu víðar. Þótt það séu hleðslustöðvar í hverfinu dugar það ekki ef aðeins er hægt að hlaða einn eða tvo rafbíla í einu. 

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  8. Erindi til Skipulags- og samgönguráðs, vegna Þjóðhildarstígs 2-6         Mál nr. US190342

    Lagður er fram tölvupóstur dags. 15. október 2019 ásamt viðhengjum vegna kvartana sem hafa borist frá íbúanda vegna ónæðis frá Gullhömrum að Þjóðhildarstíg 2-6. 
    Vísað til meðferðar byggingarfulltrúa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Flokkur fólksins hefur áður komi með tillögur er varða hávaðamengun og þá ekki síst að borgin virði reglur um hávaðamengun og að það sé alvöru og virkara eftirlit með reglugerð um hávaðamengun. Tryggja þarf eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og þurfa allar leyfisveitingar að fylgja reglugerð um hljóðvist og hávaðamörk: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008. 

    Fylgigögn

  9. Samgöngumiðstöð, tillaga um samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit - Niðurstöður starfshóps         Mál nr. SN180875
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu borgarstjóra dags. 8. október 2019 um að borgarráð feli skipulags- og samgönguráði að efna til hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag á Umferðarmiðstöðvarreit (U-reit). Skipaður verði stýrihópur, tveir fulltrúar verði skipaðir í hann úr skipulags- og samgönguráði. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps eftir umsagnarferli dags. október 2019, drög að keppnislýsingu dags. október 2019 og áfangaskýrsla Mannvits vegna umferðarhermunar dags. október 2019.
     Samþykkt er að skipa Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttir í stýrihópinn.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Áhyggjur eru af umferðarmálum á þessu svæði enda umferðaröngþveiti mikið. Skipulagsyfirvöld hafa ekkert reynt að leysa þær umferðarteppur sem þarna hafa skapast. Nú eru sem dæmi 2 gönguljós í nágrenninu, annað á Miklubraut á móts við Kjarvalstaði og hitt á móts við HÍ. Þarna vantar snjallljós, flæðiljós því gangandi vegfarendur sem þvera Hringbraut og Miklubraut eru löngu komnir yfir götuna þegar logar ennþá rautt á bílaumferð. Þetta er ólíðandi aðstæður fyrir alla svo ekki sé minnst á mengun meðan bílar bíða staðnaðir eða í hægagangi. Rísi samgöngumiðstöð við miðbæinn þarf að taka á umferðarvandanum og mætti sem dæmi létta á umferðinni með því að bæta ljósastýringarnar. Erfitt er að taka afstöðu til fjölmargra hluta tengt þessu máli, samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar enda liggur engin útfærsla fyrir á þessu stigi. Umferðaröngþveiti er djúpstæður vandi í Reykjavík og enda þótt hann sé mestur og verstur á háannatíma þá má segja að umferðin sé mikil allan daginn. Með samgöngumiðstöð sem þessari er orðið ljóst að flugvöllurinn mun vera í Vatnsmýrinni um langan aldur enda enginn annar staður fundinn fyrir hann sem hentar. Flokkur fólksins setur sig ekki upp á móti því. 

    Fylgigögn

  10. Samkvæmt umsögn Minjastofnunar vegna skipulagsreits Þ73 er lagt til í varðveislumati húsakönnunar Borgarsögusafns að húsið Gilsbakki, Stekkjabakka 9 verði verndað. Hins vegar er talað um að húsið sé víkjandi í deiliskipulagi. Minjastofnun tekur undir með Borgarsögusafni um að vernda húsið vegna sögulegs gildi þess. Hvers vegna hefur verið ákveðið að húsið verði og á hvaða grundvelli er sú ákvörðun byggð?

  11. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna P-merkt hleðslustæði         Mál nr. US190322

    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Egils Þórs Jónssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar vegna hleðslustæða í P-merktum bílastæðum:

    Óskað er eftir upplýsingum um hleðslustæði fyrir rafbíla í P-merktum bílastæðum bílastæðahúsa í eigu/umsjá Reykjavíkurborgar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig bregðast eigi við séu ekki hleðslutæki fyrir rafbíla í P-merktum stæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. 

  12. Skólavörðustígur 8, kæra 104/2019     (01.171.2)    Mál nr. SN190624
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarð stofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
    Vísað til umsagnar, umhverfis og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra. 

    Fylgigögn

  13. Skólavörðustígur 8, kæra 105/2019     (01.171.2)    Mál nr. SN190622
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2019 ásamt kæru dags. 9. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
    Vísað til umsagnar, umhverfis og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  14. Skólavörðustígur 8, kæra 106/2019     (01.171.2)    Mál nr. SN190621
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. október 2019 ásamt kæru dags. 13. október 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa Reykjavík frá 10. september 2019 um leyfi fyrir billjarðstofukrá með vínveitingaleyfi fyrir 30 gesti, veitingastað í flokki II tegund F, í rými 03-0201 í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
    Vísað til umsagnar, umhverfis og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  15. Skriðustekkur 17-23, kæra 93/2019, umsögn     (04.616.2)    Mál nr. SN190575
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 2. september 2019 um að lóðarhafar að Skriðustekk 21 og 27 verði gert að fjarlægja skjólvegg á lóðarmörkum innan 30 daga. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2019.

    Fylgigögn

  16. Freyjubrunnur 23, kæra 102/2019, bráðabirgðaúrskurður     (02.695.4)    Mál nr. SN190586
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 28. september 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 18. júlí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða úr fimm í átta og aukning á byggingarmagni. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. október 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun.

    Fylgigögn

  17. Bústaðavegur/Kringlumýrarbraut, kæra 101/2019, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN190585
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2019 ásamt kæru dags. 26. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2019 um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna m.a. gerðs fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. október 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. október 2019. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 22. ágúst 2019 að veita framkvæmdaleyfi til gerðar "fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann".

    Fylgigögn

  18. Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi     (01.193)    Mál nr. SN190129
    681116-1920 Snorrabragur ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut 54, Heilsuverndarreits.

    Fylgigögn

  19. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, leiðbeiningar         Mál nr. SN180716

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. október 2019 á leiðbeiningum vegna hverfisskipulags.

    Fylgigögn

  20. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga     (07.1)    Mál nr. SN150143

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. október 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt.

    Fylgigögn

  21. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga     (07.2)    Mál nr. SN150144

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. október 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær.

    Fylgigögn

  22. Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga     (07.3)    Mál nr. SN150145

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. október 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás.

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn         Mál nr. US190352

    Óskað er eftir að skipulagsráð fái þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið varðandi "Biodome" og Elliðaárdal.

  24. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn         Mál nr. US190353

    Hvernig samræmist rúmlega 800 m2 svæði fyrir verslunar- og veitingarekstur sem gert er ráð fyrir í húsnæði "Biodome" í drögum að deiliskipulagi ákvæðum Aðalskipulags Reykjavík

  25. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna tafa á framkvæmdum við Hverfisgötu.         Mál nr. US190354

    Verulegar tafir hafa orðið á framkvæmdum við Hverfisgötu en þeim átti upphaflega að vera lokið í ágústmánuði síðastliðnum. Þessar tafir hafa leitt til þess að rekstraraðilar hafa séð sig knúna til að hætta rekstri. Óskað er skýringa á þessum töfum og hvenær er áætlað að framkvæmdum ljúki? 

  26. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna framkvæmda við Bústaðaveg         Mál nr. US190355

    Óskað er upplýsinga um hvers vegna framkvæmdaleyfi var veitt vegna framkvæmda við aðrein og ramp við Bústaðaveg án þess að grenndarkynning hafi farið fram? Þá er óskað upplýsinga um hvernig Reykjavíkurborg muni bregðast við niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.

  27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks,          Mál nr. US190356

    Í þeim tilgangi að auka sjálfbærni Staðahverfis og tryggja skólahald í Korpuskóla til framtíðar er skipulagsfulltrúa falið að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hverfisins sem miða að því að fjölga íbúum og þétta byggð. Gert verði ráð fyrir því að önnur þjónusta og verslun fái einnig tækifæri til að þróast innan hins nýja skipulags. Sérstök áhersla verði lögð á að nýjar íbúðir henti vel ungum barnafjölskyldum og fyrstu kaupendum. Áform meirihluta borgarstjórnar um að loka Korpuskóla munu draga úr lífsgæðum fjölskyldna sem búa í Staðahverfi og hafa áhrif á áhuga fólks á að flytja í hverfið. Það er því mikilvægt að flýta skipulagsgerðinni sem kostur er og leggja drög að skipulagsbreytingum fyrir ráðið og íbúa hverfisins hið allra fyrsta.

    Greinargerð fylgir tillögunni
    Frestað. 

Fundi slitið klukkan 10:50

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir