Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 50

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 2. október kl. 10:06 var haldinn 50. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Geir Finnsson, Aron Leví Beck, Sara Björg Sigurðardóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Gréta Mar Jósepsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, fulltrúi 
             Mál nr. US190158

    Lagt fram bréf forstætisnefndar dags. 19. september 2019 þar sem tilkynnt er að Aron Leví Beck taki sæti sem fulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Rögnu Sigurðardóttur. Einnig er tilkynnt að Sara Björg Sigurðardóttir og Ásmundur Jóhannsson taka sæti sem varamenn í ráðinu í stað Arons Leví Beck og Ellenar Jacqueline Calmon.
    Lagt fram.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  2. Borgarlína, kynning         Mál nr. US190287

    Kynning á stöðu undirbúnings Borgarlínu.

    Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins bókar: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja einsýnt að komið sé á daginn að byrjað hafi verið á öfugum enda og fjölmörgum spurningum ósvarað og verkefnið Borgarlína því raun á byrjunarstigi. Mikil greiningarvinna er eftir þar sem ekkert umferðarmódel liggur fyrir eða nauðsynleg umferðargreining farið fram. Þá er greining vegna skiptistöðva fyrir Borgarlínu eftir og nauðsynleg deiliskipulagsvinna . Ennfremur hefur umhverfismat ekki farið fram vegna Fossvogsbrúar. Síðast en ekki síst hefur ekki verið gert arðsemismat sem er grundvallarforsenda við ákvarðanatöku framkvæmda. Staðreyndin er sú að vinna við samgöngur undanfarin ár hefur einkennst af því að ráðamenn henda upp hugmyndum á hlaupum. Það er gert án þess að gera arðsemismat og forgangsraða. Ljóst er að 60 milljarðar verða innheimtir af íbúum höfuðborgarsvæðisins án þess að útfærsla gjaldtöku slíks höfuðborgarskatts liggi fyrir. Sú fjárhæð sem fyrirhugað er að taka úr vösum skattgreiðenda nemur. sem samsvarar næstum því nýjum Landspítala. Mikilvægt er að komið verði í veg fyrir tvísköttun á íbúa, auknar álögur í formi veggjalda og að jafnræðis verði gætt í gjaldtöku meðal landsmanna. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar: 

    Flokkur fólksins setur sig ekki upp á móti borgarlínu. Meðal markmiða borgarstjóra og skipulagsyfirvalda með þessari risaframkvæmd er að minnka hlutdeilt einkabílsins niður í 58 prósent. Það á að gera með því að skatta þá enn meira sem aka bíl sínum. Að grípa til veggjalda eða flýtigjalda er að frumkvæði borgarmeirihlutans. Skatturinn á að greiða 60 millj. og verða gjöldin álögð allan gildistíma samkomulagsins. Hin áþreifanlega andúð meirihlutans í borgarstjórn gegn einkabílnum hefur ekki farið fram hjá neinum. Nú sér meirihlutinn sér fært að refsa þeim sem aka bíl sínum inn í borgina með áþreifanlegum hætti. Mörg ár eru í borgarlínu. Byrja á að skattleggja bíla sem fyrst og nota til þess eftirlitsmyndavélar sem bæði er óhemju kostnaðarsamt og samræmast auk þess ekki persónuverndarlögum. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af enn einu samkrullsfélagi Reykjavíkur við önnur sveitarfélög. Enn eitt byggðasamlagið er að verða til þar sem fjárhagsleg ábyrgð borgarinnar óljós. Ókostir byggðasamlaga komu skýrt í ljós í nýlegu tilfelli Sorpu. Reykjavík ber hitann og þungan af þeim bakreikningi og öðrum sem kunna að koma í framtíðinni vegna borgarlínu. Smærri sveitarfélögin borga minnst en ráða hlutfallega mest. Mikilvægt er að breyta þessu fyrirkomulagi áður en lengra er haldið með svokallað „sameiginlegt félag“ í tengslum við borgarlínu. Tryggja þarf ákvarðana- og stjórnunarvægi borgarinnar í samræmi við íbúatölu og tryggja að minnihlutar í sveitarstjórnum sé boðið að borðinu. Öðruvísi virkar ekki lýðræðið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: 

    Borgarfulltrúi Miðflokksins gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd borgarlínu. Engin svör fengust á fundinum um þær spurningar sem brenna á kjörnum fulltrúum og almenningi. Verkefnið er allt í þoku, draumórum og óvissu. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að binda hendur kjörinna fulltrúa í Reykjavík og fjárstjórnarvald þeirra næstu fjögur kjörtímabil með þeim fjárhagsskuldbindingum sem gert er ráð fyrir. Áður en samkomulagið er farið af stað þá er búið að búa til nýja stofnun – Verkefnastofu Borgarlínu og nú þegar hafa verið ráðnir þrír einstaklingar til starfa. Í drögunum er fjallað um að stofna eigi nýtt félag á báðum stjórnsýslustigum, þ.e. ríkis og sveitarfélaganna. Það er fordæmalaust en er alveg sama uppskrift og ohf-un ríkisins og bs. félög sveitarfélaga, algjört svarthol sem tekur til sín mikið fjármagn sem enginn veit hvert fer. Aðkoma og eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa verður ekkert þar sem verið er að fara grísku leiðina. Þetta samkomulag er mjög vanhugsað og vantar allar útfærslur. Í stuttu máli þá er borgarlína fjárhagsleg martröð fyrir skattgreiðendur.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnbóka: 

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þakka fyrir greinagóða kynningu á stöðu undirbúnings Borgarlínu. Borgarlína er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa. Allar bæjarstjórnir í nágrenni Reykjavíkur eru einhuga um málið, enda um tímamóta samkomulag að ræða milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir langt samráðsferli. Öll gögn málsins draga fram þá staðreynd að Borgarlína sé besta leiðin til að draga úr tafatíma í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Afkastamikið almenningssamgöngukerfi eða svokallað „Mass Transit System“ mun veita borgarbúum nýjan og góðan valkost þegar kemur að samgöngum, alveg óháð framtíð bílasamgangna. Borgir um allan heim eru að setja fjármagn í afkastamiklar hágæða almenningssamgöngur og það mun höfuðborgarsvæðið líka gera í samvinnu við ríkið.

    Fulltrúar Verkefnastofu Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé, Bryndís Friðriksdóttir og Lilja Karlsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (A) Skipulagsmál

  3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2019.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Að lokinni kynningu á verklýsingu eru lögð fram drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Kynning verklýsingar stóð til og með 29. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Garðabær dags. 13. maí 2019, Skipulagsstofnun dags. 22. maí 2019, Umhverfisstofnun dags. 31. maí 2019, Mosfellsbæjar dags. 27. maí 2019, Landsnet dags. 28. maí 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 29. maí 2019, Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2019, skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 5. júní 2019 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 5. júlí 2019.
    Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. september 2019. 
    Samþykkt að kynna drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 36. gr. sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Skólavörðustígur 16, breyting á deiliskipulagi     (01.181.0)    Mál nr. SN190211
    671006-0540 Skólavörðustígur 16,húsfélag, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 26. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að porti suðvestan til í húsinu er lokað að hluta og komið fyrir flóttastiga. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 2. febrúar 2019 br. 20. apríl 2019. Einnig er lagt fram samþykki hluta meðlóðarhafa dags. 28. desember 2017. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur dags. 24. júlí 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. júní 2019 til og með 2. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafdís Perla Hafsteinsdóttir dags. 25. júlí 2019, Haraldur Hauksson og Sigrún Kristjánsdóttir dags. 25. júlí 2019, Reinhold Þorvaldur Kristjánsson og Sólveig Pétursdóttir dags. 25. júlí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi     (01.193)    Mál nr. SN190129
    681116-1920 Snorrabragur ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 25. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að rampur niður í bílakjallara er færður frá suðvesturhorni nýbyggingar að Bergþórugötu (norðurhlið), tengibyggingu milli nýbyggingar og Mjólkurstöðvar bætt við og 100 fermetrum bætt við nýbyggingu. Einnig er bætt við að færsla á lögnum Veitna vegna framkvæmda er á kostnað lóðarhafa ásamt ákvæði um hornsneiðingu við bílrampa, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 28. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 28. júní 2019 til og með 9. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bergþór Þórisson dags. 2. júlí 2019, Katrín Guðmundsdóttir, Sveinn Helgi Kjartansson, Kristinn Viggósson, Stefán Árni Auðólfsson, Bjartur Thorlacius, Ásta Teitsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir, Hrafnkell Sigríðarson, Ellen Harpa Kristinsdóttir, Björk Ásgrímsdóttir, Björn Hrannar Björnsson, Karin Schmitz, Andri Ívarsson, Unnur Sól Ingimarsdóttir og Ewa Koprowska ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019.
    Samþykkt samkvæmt 43. gr. sbr. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Gufuneshöfði, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN190516
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 2. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Gufuneshöfða. Í breytingunni felst að fjarlægja innsiglingarmerki við Gufuneshöfða og koma fyrir nýju innsiglingarmerki um 105 metra til norðausturs, vestan Leiðhamra/Krosshamra. Við þessa breytingu er deiliskipulagssvæðið stækkað og mörk þess færð til norðvesturs yfir hverfisverndarsvæði Gufuneshöfða að strandsvæði, samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta ehf. dags. 2. september 2019. Einnig lagt fram umboð Faxaflóahafna sf. dags. 2. september 2019, drög að fornleifaskráningu dags. 2019 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 24. september 2019. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Fylgigögn

  8. Reitur 1.171.0, breyting á deiliskipulagi     (01.171.0)    Mál nr. SN190566

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1. áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.171.1)    Mál nr. SN190567

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1.áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Reitur 1.171.2, breyting á deiliskipulagi     (01.171.2)    Mál nr. SN190568

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.1, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1.áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.171.3)    Mál nr. SN190569

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1. áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Reitur 1.171.4, breyting á deiliskipulagi     (01.171.4)    Mál nr. SN190570

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1.áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Reitur 1.171.5, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN190571

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitur 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Grettisgötu og Vegamótastíg. Í tillögunni felst að afmörkun skipulagsins er færð til í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg sem göngugötu, 1.áfanga samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 23. september 2019.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Stekkjarbakki Þ73, breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals, Stekkjarbakki     (04.6)    Mál nr. SN160907
    010147-3959 Guðrún Ágústsdóttir, Mávahlíð 30, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. september 2019 þar sem bent er á að áður en gengið verður frá auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þurfi að gera betur grein fyrir eftirfarandi: Skilmálum um heimilað ljósmagn, leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði sbr. bréf stofnunarinnar. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 14. desember 2018, síðast breytt 27. september 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. sept. 2019.
    Frestað.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 12:05 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er 
    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1036 frá 10. september 2019,
    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1037 frá 17. september 2019 og
    fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1038 frá 24. september 2019.

    Fylgigögn

  16. Bergstaðastræti 27, Flytja hús og nýbygging     (01.184.414)    Mál nr. BN055857
    440915-1320 Bergstaðastræti 27 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað timburhús um lengd sína til suðurs á nýjan steinsteyptan kjallara, endurgera og innrétta tvær íbúðir og til að rífa, endurbyggja og stækka steinhús sem fyrir er á lóð og innrétta átta íbúðir á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 26. febrúar 2019. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir Glámu-Kím dags. 14. mars 2019.
    Jafnframt eru lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir ásamt uppfærðum skuggavarpsuppdráttum Glámu-Kím dags. 10. september 2019, viðbótargögn (framhliðar/götumyndir) dags. 25. september 2019 og uppfærðar götumyndir ódags. 
    Erindi var grenndarkynnt frá 15. apríl 2019 til og með 13. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn Sveinbjarnardóttir, Helga Völundardóttir, Mímir Völundarson og Lind Völundardóttir dags. 4. maí 2019, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir og Hildur Heimisdóttir dags. 5. maí 2019, Ásdís Thoroddsen dags. 11. maí 2019, Sigríður Halldórsdóttir dags. 11. maí 2019, Steinunn Stefánsdóttir dags. 12. maí 2019, Anna Lára Lárusdóttir dags. 13. maí 2019, Katrín Rós Gýmisdóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 28 dags. 13. maí 2019, Katrín Rós Gýmisdóttir f.h. Ránarhóls ehf. dags. 13. maí 2019, Baldur Héðinsson og Anna Helga Jónsdóttir dags. 13. maí 2019 og Húseigendafélagið f.h. Telmu Huld Jóhannesdóttur dags. 13. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2019.
    Staðfest með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar er niðurstaða skipulagsfulltrúa sbr. umsögn dags. 30. september 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  17. Hverfisgata við Smiðjustíg, vörulosunarstæði         Mál nr. US190317

    Lagt er fram bréf frá Umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngurstjóra og borgarhönnunar dags. 26. september 2019 þar sem lagt er til að núverandi safnstæði hópbifreiða á Hverfisgötu við Smiðjustíg verði skilgreint sem stæði til vörulosunar án tímatakmarkana og þar verði ekki heimil lagning ökutækja. Merking verði með umferðarskilti B24.11 og undirmerki vörulosun ásamt gildislengd 20 metrar.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  18. Háteigsvegur, gönguþverun austan Hjálmholts merkt með gangbrautarmerkingu         Mál nr. US190319

    Lagt er fram bréf fá Umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 30. september 2019 þar sem lagt er til að gönguþverun yfir Háteigsveg austan við Hjálmholt sé merkt sem gangbraut með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  19. Njálsgata 70, Stæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190320

    Lagt er fram bréf frá Umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 27. september 2019 þar sem lagt er til að eitt stæði við Njálsgötu 70 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Stæðið sé merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  20. Kjalarnes, Varmidalur, Ósk um heimild til lóðaafmörkunar         Mál nr. US190199

    Lagt er fram bréf frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 28. maí 2019 þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og samgönguráðs til lóðaafmörkunar fyrir sumarhúsalóðir í Varmadal. Með bréfinu er einnig er lagt fram skýringarkort af Varmadal ásamt bréfi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar til borgarráðs dags. 14. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir heimild til að gefa út lóðauppdrætti í tengslum við endurnýjun ótímabundinna lóðarleigusamninga fyrir frístundahús. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 30. sept. 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2019 .

    Fylgigögn

  21. Tré lífsins - minningagarðar, frumkvöðlaverkefni         Mál nr. US190316

    Lagt er fram erindi frá frumkvöðlaverkefninu Tré lífsins dags. 20. september 2019 til Skipulags- og samgönguráðs þar sem beðið er um afstöðu til og áhuga á að opna minningagarð í borgarlandinu.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra og Skrifstofu umhverfisgæða.

    Fylgigögn

  22. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Tillaga         Mál nr. US190312

    Lagt er til að Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður ráðist í kynningarátak á bílhúsum miðborgar og frekari þróun á viðeigandi snjallforritum með það fyrir augum að gera miðborgina aðgengilegri. 

    Greinargerð
    Bílastæðum hefur fjölgað í miðborg síðustu ár með tilkomu nýrra bílhúsa. Borgarbúar upplifa hins vegar skort á bílastæðum í miðborginni og því æskilegt að bregðast við þeirri upplifun. Betur má gera við kynningu nýrra bílastæða í bílhúsum og því mikilvægt að ráðast í kynningarátak svo borgarbúar séu upplýstir um þróunina. Áður hefur Sjálfstæðisflokkur lagt til frekari þróun snjallforritsins leggja.is með það fyrir augum að gera bílhúsin aðgengilegri. Þannig yrði unnt að greiða fyrir aðgang að bílhúsum með forritinu eða öðrum sambærilegum forritum. Tillagan hefur ekki enn fengið afgreiðslu. Eins mætti þróa snjallforritin áfram með það fyrir augum að gestir miðborgar geti aflað upplýsinga í rauntíma um fjölda lausra bílastæða í hverju bílhúsi ásamt ráðleggingum um viðeigandi bílhús eftir því hvert sækja skal verslun eða þjónustu í miðborg.
    Frestað.

  23. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Tillaga um rafknúin farartæki í miðborg         Mál nr. US190313

    Nýleg könnun meðal íbúa sýnir að borgarbúar myndu helst nýta sér þjónustu miðborgar oftar ef þar væri aðgengilegur einhvers konar miðborgarvagn. Með umbreytingu og endurhönnun Laugavegs er yfirlýst markmiðið borgarinnar að glæða götuna enn meira lífi með það fyrir augum að veita gangandi og hjólandi vegfarendum aukið rými. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið bjóði út rekstur smárra rafknúinna farartækja sem gætu ferjað viðskiptavini frá bílhúsum að verslun og þjónustu í miðborg. Eins er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið hlutist til um gott aðgengi að reiðhjólum, rafskútum og öðrum sambærilegum farartækjum nærri bílhúsunum. Þannig megi gera verslun og þjónustu enn aðgengilegri fyrir gesti miðborgar og skapa sátt um útfærslu göngugatna.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  24. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins, gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar         Mál nr. US190297

    Lögð er fram tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins sem vísað var til skipulags- og samgönguráði frá borgarráði dags. 5. september 2019 þar sem Flokkur fólksins leggur til að gjaldfrjálst verði að leggja í bílastæðahús á næturnar - R19090068 
    Bílastæðaskortur er vaxandi vandamál í miðborg Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar finna fyrir þeim skorti en lítið bólar á úrræðum til úrlausnar á vandanum. Á sama tíma rekur Reykjavíkurborg 6 bílastæðahús með yfir þúsund bílastæðum. Bílastæðahúsin eru alls ekki nógu vel nýtt yfir daginn og notkun þeirra er enn minni á nótinni. Gjaldskylda í bílastæði fellur niður á kvöldin en gjaldskylda er allan sólarhringinn í bílastæðahúsum. Til að stemma stigu við bílastæðavanda miðborgarinnar er því lagt til að það verði gjaldfrjálst að leggja í bílastæðahús á nóttinni, nánar tiltekið milli kl. 22:00 og kl. 8:00. Þannig er hægt að koma til móts við bílastæðavanda miðborgarinnar og auka notkun bílastæðahúsa. Þá er það einnig íbúum til góðs að leggja bílum sínum þar sem þeir njóta skjóls frá veðri og vindum.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  25. Fyrirspurn frá fulltrúa Viðreisnar, Fyrirspurn         Mál nr. US190314

    Hverjar hafa verið tekjur vegna leyfa fyrir torgsölu, leigu á dagsölusvæðum o.þ.h. á árinu 2018 og það sem af er árinu 2019. Hver hefur nýting svæðanna verið, skipt eftir svæðum.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu reksturs og umhirðu.

  26. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrirspurn         Mál nr. US190315

    Fjölgun stofnana og fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur.
    1. Hefur Borgin í hyggju að setja mannfrekar stofnanir og fyrirtæki í póstnúmer 101, 102, 103, 104 og 108.
    2. Ef svo er, hvaða stofnanir og fyrirtæki er um að ræða.
    3. Hvaða póstnúmer eru á áætlun fyrir nýjar stofnanir og fyrirtæki? 
    4.Eru borgaryfirvöld tilbúin að beita sér fyrir fækkun stofnana og opinberra fyrirtækja í borginni og fjölga þeim í austur hluta borgarinnar.

    Eins og margoft hefur komið fram eru umferðarmálin í miklum ólestri og er ekki á það bætandi að fjölga fyrirtækjum og stofnunum í ofangreindum póstnúmerum. Flokkur fólksins ber kvíðboga ef um fjölganir stofnana og fyrirtækja í umræddum póstnúmerum verður að ræða.
    Vísað frá. Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Fyrirspurn þessi opinberar grundarvallar misskilning á hlutverki skipulags- og samgönguráðs þar sem ákvarðanir um fækkun stofnanna og opinberra fyrirtækja eru ekki teknar í því ráði. Reykjavíkurborg vinnur eftir Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem er lögbundið skipulag. Í því segir til um áætlaða landnotkun og stefnu um atvinnuþróun í Reykjavík á komandi árum. Færsla fyrirtækja er ekki handstýrð en bent er á að úthlutanir lóða fyrir bæði fyrirtæki af hinu opinbera og í einkaeigu eiga sér stað í borgarráði.

  27. Fyrirspurn frá Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Fyrirspurn         Mál nr. US190293

    1. Hversu margir djúpgámar eru í notkun í Reykjavík? 
    2. Hver er áætlun og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar við að fjölga djúpgámum innan  borgarmarkanna. 
    3. Nú er kostnaður við djúpgám um 20 milljónir. Hvernig hyggst borgin koma til móts við þá sem óska eftir slíkum gámum?
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða.

  28. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Fyrirspurn         Mál nr. US190294

    Hvenær er Reykjavíkurtjörn hreinsuð og hversu oft á ári?
    Gróður í Reykjavíkurtjörn er nauðsynlegur og hefur gróður aukist sýnilega. Í dag er tjörnin á köflum dökkgræn þegar horft er ofan í hana og ekki augnayndi að mati margra. Aukning á slíkum gróðri hefur jákvæð áhrif á vistkerfi tjarnarinnar og bætir meðal annars skilyrði fyrir smádýr sem eru mikilvæg fæða fyrir endur. Því er það Flokki fólksins hugleikið hversu oft þarf að hreinsa tjörnina árlega til að halda vistkerfi hennar í eðlilegu ástandi.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða.

  29. Fyrirspurn Flokks fólksins, Yfirlit ferðakostnaðar.         Mál nr. US190310

    Flokkur fólksins óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum?.
    1. Var nauðsynlegt að svo margir fulltrúar færu á ráðstefnuna í Osló í vor?
    2. Var kannað hvort boðið yrði upp á fjarfund.
    3. Ef boðið var upp á fjarfund hvers vegna var hann ekki nýttur.

    Flokkur fólksins vill gera athugasemdir við hversu margir frá Umhverfsis og skipulagssviði fóru á ráðstefnu til Osló í vor. Kostnaður er rúmar 4 milljónir. Hér má spyrja hvort allt þetta fólk hafi þurft að sækja sömu ráðstefnuna þótt mikilvæg væri. Hvað með fjarfundi, var kannað hvort það var í boði. Hvernig sem á málið litið er hér um gríðarháa upphæð að ræða og engan veginn verjandi enda hefði dugað að senda 2-3 sem hefðu getað uppfrætt þá sem heima sátu.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  30. Hagasel 23, kæra 96/2019     (04.937)    Mál nr. SN190576
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 21. ágúst 2019 og borgarráðs frá 29. ágúst 2019 og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. 
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  31. Skriðustekkur 17-23, kæra 93/2019     (04.616.2)    Mál nr. SN190575
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. september 2019 ásamt kæru dags. 19. september 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 2. september 2019 um að lóðarhafar að Skriðustekk 21 og 27 verði gert að fjarlægja skjólvegg á lóðamörkum innan 30 daga.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  32. Laugavegur 15, Kæra 100/2019     (01.171.1)    Mál nr. SN190580
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. september 2019 ásamt kæru dags. 24. september 2019 þar sem kærð er afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 13. september 2019 varðandi rekstur verslunar og veitingastaðar/take away á jarðhæð hússins á lóð nr. 15 við Laugaveg. Einnig er lagt fram svar skrifstofu sviðsstjóra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. september 2019.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  33. Búland 1-31 2-40, kæra 82/2019, umsögn         Mál nr. SN190508
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. ágúst 2019 ásamt kæru dags. 21. ágúst 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2019 þess efnis að framkvæmdir á lóðinni Búland 36, Búland 1-31 og 2-40, falli undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 í e. lið greinar 2.3.5 og því muni byggingarfulltrúi ekki aðhafast frekar í málinu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. september 2019.

  34. Furugerði 23, kæra 67/2019, úrskurður     (01.807.4)    Mál nr. SN190443
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júlí 2019 ásamt kæru dags. 18. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 4. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. september 2019. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  35.  

    Furugerði 23, kæra 69/2019, úrskurður     (01.807.4)    Mál nr. SN190444
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júlí 2019 ásamt kæru dags. 19. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 4. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23.
    Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. september 2019. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

     

  36. Lækjargata 8, breyting á deiliskipulagi     (01.140.5)    Mál nr. SN180334
    450269-3609 Lækur ehf., Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
    490597-3289 Studio Granda ehf., Smiðjustíg 11b, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu.

    Fylgigögn

  37. Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi     (01.221.1)    Mál nr. SN190382
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2019 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 17. september 2019, með 12 atkvæðum borgarfulltrúa samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlemm, Hampiðjureit.

    Fylgigögn

  38. Reitur 1.241.0 og 1, Hampiðjureitir, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.241.0)    Mál nr. SN190528

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Hlemm, Hampiðjureit.

    Fylgigögn

  39. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Vegna Stekkjarbakka Þ73         Mál nr. US190321
    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Egils Þórs Jónssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar vegna Stekkjarbakka Þ73:
    1.    Óskað er eftir upplýsingum um rekstramódel og fjármögnun á gróðurhvelfingu Aldin Biodome sem byggja á í Elliðaárdalnum á skipulagsreit Þ73 áður en einhver leyfi verða gefin til framkvæmda á þessu svæði. Jafnframt er þess krafist að umræddar upplýsingar verði rýndar af óháðum aðilum.

    2.    Er gert ráð fyrir því að húsnæði gróðurhvelfingarinnar verði leigt út til annarra aðila en framkvæmdaraðila, ef svo er, þá hverra?

    3.    Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað borgarinnar vegna gerðar deiliskipulags við Stekkjarbakka á reit Þ73. Einnig er óskað eftir rökstuðning fyrir því að deiliskipulagskostnaður sem upphaflega átti að skiptast milli borgar og framkvæmdaraðila til helminga hafi breyst í að borgin tæki á sig 80% kostnaðar en framkvæmdaraðili 20%?

    4.    Samkvæmt umsögn Minjastofnunar vegna skipulagsreits Þ73 er lagt til í varðveislumati húsakönnunar Borgarsögusafns að húsið Gilsbakki, Stekkjabakka 9 verði verndað. Hins vegar er talað um að húsið sé víkjandi í deiliskipulagi. Minjastofnun tekur undir með Borgarsögusafni um að vernda húsið vegna sögulegs gildi þess. Hvers vegna hefur verið ákveðið að húsið verði og á hvaða grundvelli er sú ákvörðun byggð?

    5.    Hvernig ætlar umhverfis- og skipulagssvið að bregðast við umsögn Skipulagsstofnunar frá 11. september, er varðar ljósmagn? Þar kemur fram að skýrt skuli koma fram hvaða mörk gilda um heimilað ljósmagn á svæðinu, sérstaklega vegna ljóss frá gróðurhvelfingum. Einnig telur stofnunin tilefni til þess að í deiliskipulaginu sé sett fram viðbragðsáætlun, reynist ljósmagn vera meira en skilmálar heimila, sbr. ákvæði í gr. 5.4 í skipulagsreglugerð. Hvernig ætlar umhverfis- og skipulagssvið að bregðast við því áður en haldið er áfram með verkefnið?

    6.    Í ljósaskýrslu Eflu, kemur fram að ljósmengun sé mæld samkvæmt staðal um utanhússlýsingu ILE (Institution of lighting engineers) E3 (Medium district brightness areas - Small town centres or urban locations). Nú hefur Skipulagsstofnun bent á að mæla eigi ljósmagn fyrir svæðið samkvæmt staðli E2 (Low district brightness areas - Rural or small village locations). Hyggst skipulags- og samgöngusvið vinna að nýrri ljósaskýrslu í samræmi við það?
    Frestað.

  40. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna P-merkt hleðslustæði         Mál nr. US190322

    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Egils Þórs Jónssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar vegna hleðslustæða í P-merktum bílastæðum:
    Óskað er eftir upplýsingum um hleðslustæði fyrir rafbíla í P-merktum bílastæðum bílastæðahúsa í eigu/umsjá Reykjavíkurborgar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig bregðast eigi við séu ekki hleðslutæki fyrir rafbíla í P-merktum stæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar.
    Frestað.