Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 43

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 14. ágúst kl. 9:14, var haldinn 43. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, fulltrúi Viðreisnar         Mál nr. US190248

    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 19. júlí 2019 þar sem tilkynnt er að Diljá Ámundadóttir tekur sæti sem fulltrúi í skipulags- og samgönguráði í stað Gunnlaugs Braga Björnssonar. Jafnframt er tilkynnt að Gunnlaugur taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Vilborgar Guðrúnar Sigurðardóttur.
    Lagt fram

    Kl. 9.15 tekur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Skipulags- og samgönguráð, breyting á fundardagatali         Mál nr. US190249

    Lagt er til að halda sameiginlegan vinnufund skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs 28. ágúst 2019 frá kl. 12.30 - 17 vegna vinnu við  fjármálaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2020. Einnig er lagt til að þann  18. september 2019 verði haldinn sameiginlegur beggja ráða og að þann 2. Október, sem skv. fundardagatali á að vera sameiginlegur fundur beggja ráða, verði í stað þess fundur skipulags- og samgönguráðs.
    Samþykkt

  3. Skipulags- og samgönguráð, samþykktir         Mál nr. US190007

    Lagðar  fram nýjar samþykktir fyrir skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 18. júní 2019.
    Lagt fram 

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. og 12. júlí 2019.

    Fylgigögn

  5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Miðborg M1a, M1c, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190339

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2019 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir svæði M1a og M1c innan miðborgarinnar vegna túlkunar á sérákvæðum vegna hlutfalls gististaða í nýrri uppbyggingu/enduruppbyggingu samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi.
    Samþykkt með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað í borgarráð.

    Leiðrétt bókun frá fundi, dags, 3. júlí 2019:
    Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað í borgarráð.

    Fylgigögn

  6. Hringbraut 116, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN190401
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Byko reitar á lóðinni nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Breytingin felst í hækkun hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðum í 84, inn- og útkeyrsla í bílakjallara heimiluð frá Hringbraut en engin útkeyrsla við Sólvallagötu, svalir megi ná út fyrir lóðarmörk byggingu sem stendur við Hringbraut samkvæmt greinagerð Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdr. Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Ennfremur lagðar fram skýringamyndir og skuggavarp, dags. 27.júní 2019., breytt 3. júlí 2019 ásamt greinargerð, Hljóðvistarskýrsla EFLU dags. 17.apríl 2019 og minnisblað EFLU dags. 7.ágsúst 2019 um áhrif á samgöngur.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Gufunes, Skemmtigarður, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN190311
    650602-4470 Fjörefli ehf., Pósthólf 10230, 130 Reykjavík
    581298-2269 Landark ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. maí 2019 ásamt greinargerð verkfræðistofunnar Eflu dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst m.a. að byggingareitir eru stækkaðir umtalsvert innan afnotasvæðis, gólfkóti bygginga hækkaður um 2 m, úr 19 í 21 m. Byggingarmagn aukið um 1650 fm. og bráðabirgðareitur sameinaður nýjum byggingareit og heimilt er að vera með allt að 25 smáhýsi á afnotasvæðinu, hámarksstærð að grunnfleti 45 fm hvert hús, hámarkshæð í mæni húss 5,5 m frá gólfkóta o.fl. Sjá nánar uppdrætti verkfræðistofunnar Eflu dags. 20. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar dags. 4. júní 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. maí 2019 þar sem stofnunin óskaði frekari gagna. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018, umsögn Hafrannsóknarstofnunar dags. 13. júní 2019 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 26. júní 2019. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018 síðast breytt 26. júní 2019 og greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 18. október 2018 síðast breytt 26. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Brautarholt 18 og 20, lóðabreyting     (01.242.2)    Mál nr. SN190441

    Lagður fram lóðauppdráttur fyrir Brautarholt 18 og 20 dags. 19. júlí 2019. Lóðaruppdráttur þessi byggir á mæliblaði sem var síðast útgefið þann 09.06.1986 og séruppdráttum frá 27.10.2007 vegna sameiningar lóðanna Skipholts 15 og 17a.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Lóðauppdráttur þessi öðlast gildi þegar byggingarfulltrúi hefur samþykkt hann og þegar honum hefur verið þinglýst fyrir lóðirnar Brautarholt 18 og 20.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912
    450406-0230 VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík
    470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta ehf. mótt. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. janúar 2018. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags., umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 28. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2017. Tillagan var auglýst frá 26. mars 2018 til og með 7. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Úrsúla dags. 26. mars 2018, undirskriftarlisti 12 aðila dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 7. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf Karim Askari forstjóra stofnunar múslima á Íslandi dags. 6. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2018.  Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2019 þar sem stofnunin áréttar að þar sem ekki er möguleiki á að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins innan árs frá því að skipulagsfresti lauk (sbr. 2. mgr. 42. gr. Skipulagslaga) þarf það að fara aftur í gegnum samþykktir og auglýsingu sbr. 41. gr. Tillagan var auglýst að nýju frá 31. maí 2019 til og með 12. júlí 2019. Eftirtaldir sendu athugasemd/umsögn: Veitur ohf. dags. 12. júlí 2019. Einnig er lögð fram umsögn dags. 9. ágúst 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2019 samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins furðar sig á að ekki sé haft samráð við nærumhverfi við gerð framlagðrar deiliskipulagsbreytingar. Glórulaust er að leyfa 18 íbúðir og slíkt byggingarmagn á jafn lítilli lóð og þarna um ræðir, sérstaklega með tilliti til afar þröngrar aðstöðu sem þarna er fyrir. Fyrirliggjandi er að ekki er hægt að uppfylla lágmarks bílastæða kröfur sem mun enn auka á þann vanda sem íbúar í nágrenninu búa við í dag.Sú leið að hægt sé að kaupa sig frá kröfunni gerir örugglega mikið fyrir peningaskúffu borgarstjórnar, en ekkert fyrir íbúa hverfisins. Fulltrúi Miðflokksins harmar þessa afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokkur fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins deilir áhyggjum íbúa að Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir er varðar skort á bílastæðum á svæðinu.

    Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Umrætt deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030. Það byggir á vandaðri vinnu og góðum arkitektúr. Fjölgun íbúða á þessum stað í jaðri miðborgarinnar er fagnaðarefni og liggur vel við vistvænum fararmátum.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut         Mál nr. SN190115
    471107-0180 Andrúm arkitektar ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Andrúms arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austan Suðurgötu, vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut. Í breytingunni felst að fjölga stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu með stækkun á Gamla Garði með viðbyggingu og hugsanlegri nýtingu Stapa sem stúdentaíbúða, samkvæmt uppdr. Andrúms arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar íslands dags. 15. apríl 2019 og hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofunnar Eflu dags. 15. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2019 til og með 24. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðfinna Guðmundsdóttir dags. 19. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar og áheyrnarfulltrúar skipulags- og samgönguráðs fagna þeirri uppbyggingu stúdentaíbúða sem samþykkt deiliskipulagsbreyting felur í sér. Fjölgun stúdentaíbúða er mikilvæg fyrir bæði stúdenta og hlutverk háskólans á alþjóðlegum grundvelli. Uppbyggingin fellur vel að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur um þétta og fjölbreytta byggð í nálægð við almenningssamgöngur og aðra vistvæna ferðamáta. Mikilvægt er að sátt hafði náðst um nýtt deiliskipulag..

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi     (01.714.1)    Mál nr. SN190406
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 1. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíð á lóðinni nr 17 við Hamrahlíð. Breytingin felst í því að byggja inndregna hæð ofan á húsið. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Laugavegur 76, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.174.2)    Mál nr. SN190452
    210289-3999 Maria Maximciuc, Grettisgata 73, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Mariu Maximciuc dags. 23. júlí 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.2 vegna lóðarinnar nr. 76 við Laugaveg. Í breytingunni felst að breytt er texta í skilmálum varðandi nýtingu húsnæðis á jarðhæð, heimilt verði að hafa verslun/þjónustu á rými 102 á jarðhæð, samkvæmt tillögu Sei ehf. dags. 23. júlí 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2026 frá 25. júní 2019.
    Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1027 frá 2. júlí 2019
    Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1028 frá 9. júlí 2019
    Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1029 frá 16. júlí 2019
    Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1030 frá 23. júlí 2019
    Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1031 frá 30. júlí 2019

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  15. Starfshópur um bílastæðagjald, íbúakort         Mál nr. US190237

    Lagt fram tillaga að erindisbréfi samgöngustjóra Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2019 vegna skipunar starfshóps til  að vinna að tillögu að endurskoðuðum reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. 
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokkur fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hvert er hlutverk verktaka hér? Spurning hvernig er þróunin að verða, er þetta orðið þannig að enginn getur haft frían aðgang að bílastæði fyrir utan heimili án þess að borga fyrir það sérstaklega nema um sé að ræða einbýlishús?  Óánægja virðist skapast þegar kaupendur eru fluttir inn og þá veltur maður því fyrir sér hvort kynning verktaka til kaupenda sé fullnægjandi.

    Fylgigögn

  16. Auðarstræti og Bollagata, Stöðubann         Mál nr. US190238

    Lagt er til að sett verði bann við því að leggja við austurkant Auðarstrætis og við norðurkant Bollagötu frá Auðarstræti að Gunnarsbraut. Bannið sé táknað með B21.11.Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 1. júlí 2019
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  17. Fiskislóð, gangbraut móts við Sorpu/Bónus         Mál nr. US190239

    Lagt er til að gönguþverun yfir Fiskislóð norðan við hringtorgið við Ánanaust sé merkt sem gangbraut með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  18. Háteigsvegur 6, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190240

    Lagt er til að eitt stæði við Háteigsveg 6 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Stæðið sé merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu. Einnig er lagt fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 9. ágúst 2019
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Það vekur athygli að einungis er um að ræða eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða og er spurning hvort fleiri stæði fyrir hreyfihamlaða er á þessari götu. Þar sem Háteigsvegur er nálægt Rauðárstíg og Hlemmi gæti verið gott að hafa fleiri stæði fyrir hreyfihamlaða á Háteigsvegi.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  19. Fegrunarviðurkenningar 2019, tilnefningar trúnaðarmál         Mál nr. SN190371

    Kynntar tillögur til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2019 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.  Skráð í trúnaðarmálabók skipulags- og samgönguráðs. 
    Samþykkt og fært í trúnaðarbók.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  20. Umhverfis- og skipulagssvið, Fimm mánaða uppgjör         Mál nr. US190254

    Lagt fram fimm mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til maí 2019.

  21. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)         Mál nr. US130045

    Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í júní 2019.

    -    Kl. 10.34 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum
    -    Kl. 10.34 víkur Aron Leví Beck af fundi

    (D) Ýmis mál

  22. Betri Reykjavík/Þín rödd, Minna ryk og sandur á götum borgarinnar         Mál nr. US190243

    Lagt fram erindið "Minna ryk og sandur á götum borgarinnar" sem  tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. ágúst 2019. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum í málaflokknum "Umhverfismál". 
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  23. Betri Reykjavík/ Þín rödd, Húkka sér far biðstöð í útjaðri borgarinnar         Mál nr. US190244

    Lagt er fram erindið "Húkka sér far biðstöð í útjaðri borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. ágúst 2019. Erindið var fimmta efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum 
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  24. Betri Reykjavík/ Þín rödd, Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut milli Bólstaðarhlíð – Álftamýri         Mál nr. US190245

    Lagt er fram til meðferðar erindið "Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut milli Bólstaðarhlíð - Álftamýri" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. ágúst 2019. Erindið var fjórða efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum 
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  25. Betri Reykjavík/ Þín rödd, Bætt flæði gangandi gegnum Kringlureit að og frá Kringlu         Mál nr. US190247

    Lagt er til meðferðar erindið "Bætt flæði gangandi gegnum Kringlureit að og frá Kringlu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. ágúst 2019. Erindið var þriðja efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  26. Betri Reykjavík/Þín rödd, Göngu og hjólabrú yfir Grafarvog         Mál nr. US190252

    Lagt fram erindið "Göngu og hjólabrú yfir Grafarvog" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. ágúst 2019. Erindið var efsta hugmynd júlímánaðar á samráðsvefnum.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu Samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  27. Tangabryggja 13, kæra 54/2019     (04.023.1)    Mál nr. SN190439
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júlí 2019 ásamt kæru dags. 1. júlí 2019 þar sem kærð er útgáfa byggingarfulltrúa Reykjavíkur á lokaúttekt vegna Tangabryggju 13 og 15, útgefin þann 21. júní 2019.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðstjóra.

    Fylgigögn

  28. Brautarholtsvegur milli Hofsgrundar og Arnarholtsvegar, kæra 56/2019         Mál nr. SN190440
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2019 ásamt kæru dags. 9. júlí 2019 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis á gerð Brautarholtsstíg á Kjalarnesi, útgefið 30. apríl 2019.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðstjóra.

  29. Furugerði 23, kæra 67/2019     (01.807.4)    Mál nr. SN190443
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júlí 2019 ásamt kæru dags. 18. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 4. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. 
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðstjóra.

  30. Furugerði 23, kæra 69/2019     (01.807.4)    Mál nr. SN190444
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júlí 2019 ásamt kæru dags. 19. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 4. júlí 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðstjóra.

  31. Skógarsel 41-43, Alaskareitur, kæra 71/2019     (04.931.2)    Mál nr. SN190453
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. júlí 2019 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærandi fer fram á að úrskurðað verði um deiliskipulagsskilmála frá 2002 er varðar einkaafnotafleti til suðurs með öllum neðstu hæðum Skógarsels 41-43.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  32. Laugavegur 35, kæra 73/2019     (01.172.1)    Mál nr. SN190457
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. júlí 2019 ásamt kæru dags. 25. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2019 að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu veitingastaðar í fl. I teg. D á 1. hæð í húsi á lóð nr. 35 við Laugaveg.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins hefur áður bókað um hvernig miðbærinn er að verða. Þróunin er sú að ekkert nema veitingahús, hótel og minjagripaverslanir verða eftir á svæðinu ef ekki er staldrað við. Nú hafa tugir verslana flúið þetta svæði eftir að götum var lokað gegn vilja rekstraraðila sem fullyrða að verslun þeirra hafi hrunið í kjölfar lokunar. Nú er eitt enn veitingahúsið að rísa við Laugaveginn á meðan margar gamlar og gróna verslanir hafa flutt sig. Niðurstöður Zenter rannsókna hafa sýnt skýrt að bærinn er að verða einsleitur. Ferðamenn og búendur miðborgarinnar njóta hans og aðrir sem leggja leið sína í bæinn eru að sækja skemmtanalífið frekar en að versla enda tugir verslana farnir af svæðinu. Verði haldið áfram að keyra þessa stefnu verður ekkert eftir í bænum nema veitingastaðir, barir og minjagripabúðir.

  33. Grandagarður 1A, kæra 74/2019     (01.115.2)    Mál nr. SN190459
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 um að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu neyðarskýlis fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur o.fl. á lóð nr. 1A við Grandagarð.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  34. Álakvísl 1-7, nr. 7B - kæra 75/2019     (04.233.0)    Mál nr. SN190461
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 28. júní 2019, varðandi breytingar utanhúss á fjöleignarhúsinu að Álakvísl 7, íbúð 7B.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu sviðsstjóra.

  35. Döllugata 4, kæra 50/2019, umsögn     (05.113.7)    Mál nr. SN190442
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2019 ásamt kæru dags. 29. júní 2019 þar sem kærð er umsögn/afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 3. maí 2019 á umsókn BN055846 varðandi Döllugötu 4. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 10. júlí 2019.

  36. Heiðargerði 29, kæra 53/2019, umsögn     (01.801.1)    Mál nr. SN190438
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2019 ásamt kæru dags. 5. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 26. júní 2019 um að gefa út byggingarleyfi sem felst í að heimilt er að byggja yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 29 við Heiðargerði og klæða húsið með litaðri stál- eða álklæðningu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. júlí 2019.

  37. Frakkastígur - Skúlagata, kæra 95/2018, umsögn, úrskurður     (01.15)    Mál nr. SN180525
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. júlí 2018 ásamt kæru dags. 10. júlí 2018 þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis, auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júlí 2019. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar frá 7. júní 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis, að því er varðar fyrirhugaða byggingu að Frakkastíg 1.

    Fylgigögn

  38. Borgartún 24, kæra 96/2018, umsögn, úrskurður     (01.221.1)    Mál nr. SN180526
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. júlí 2018 ásamt kæru dags. 13. júlí 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi á lóð nr. 24 við Borgartún, auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. janúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júlí 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.221, vegna lóðarinnar nr. 24 við Borgartún í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólkins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar  Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins harma að ekki hafi verið farin leið samráðs og sáttar í máli þessu. Borgartún 24 er hluti  3ja hæða stakstæðra húsa þessa götuhluta, sem nær milli Katrínartúns og Nóatúns. Því er ekki að furða að íbúa Mánatúns 7-17 reki í rogastans vegna þeirra breytinga sem hér um ræðir. Allar forsendur íbúa  við kaup sinna eigna verða að engu.  Ekki er gerð nein tilraun til að koma til móts við íbúana, heldur ekki rekstaraðila í nærumhverfinu sem einnig sendu inn athugasemdir. Sú aðferðafræði sem meirihluti Vg-Sf-P-C beitir hér er reyndar kunnugleg: 1. Deiliskipulagsbreyting unnin án nokkurs samráðs við nærumhverfi. 2. Deiliskipulag sett í auglýsingu undir formerkjum samráðs. 3. Allar athugasemdir sem berast virtar að vettugi. Kjörnir fulltrúar virðast ekki skilja að þeir eru kosnir til að framfylgja vilja borgaranna og bera hag þeirra fyrir brjósti í sínum störfum. Góður stjórnandi velur leið samráðs og sátta, ekki stríð. Það að þrettán kærumál séu á dagskrá þessa fundar segir sína sögu.

    Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Úrskurðarnefnd hefur hafnað kærunni og staðfestir að Reykjavíkurborg hefur staðið rétt á málum. Óháð öðrum athugasemdum er það miður að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins láti í veðri vaka að það sé hluti af einhverri almennri aðferðarfræði fulltrúa meirihlutans að stunda sýndarsamráð og virða allar athugasemdir að vettugi. Þótt eðlilegt sé að við höfum ólíkar skoðanir er leitt að þurfa sitja undir ásökunum um illan ásetning.

  39. Borgartún 24, kæra 97/2018, umsögn, úrskurður     (01.221.1)    Mál nr. SN180531
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2018 ásamt kæru dags. 13. júlí 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi á lóð nr. 24 við Borgartún, auglýst í B-deild Sjórnartíðinda 15. júní 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. janúar 2019.
    Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júlí 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.221, vegna lóðarinnar nr. 24 við Borgartún í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólkins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar  Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins harma að ekki hafi verið farin leið samráðs og sáttar í máli þessu. Borgartún 24 er hluti  3ja hæða stakstæðra húsa þessa götuhluta, sem nær milli Katrínartúns og Nóatúns. Því er ekki að furða að íbúa Mánatúns 7-17 reki í rogastans vegna þeirra breytinga sem hér um ræðir. Allar forsendur íbúa  við kaup sinna eigna verða að engu.  Ekki er gerð nein tilraun til að koma til móts við íbúana, heldur ekki rekstaraðila í nærumhverfinu sem einnig sendu inn athugasemdir. Sú aðferðafræði sem meirihluti Vg-Sf-P-C beitir hér er reyndar kunnugleg:1. Deiliskipulagsbreyting unnin án nokkurs samráðs við nærumhverfi. 2. Deiliskipulag sett í auglýsingu undir formerkjum samráðs.
    3. Allar athugasemdir sem berast virtar að vettugi. Kjörnir fulltrúar virðast ekki skilja að þeir eru kosnir til að framfylgja vilja borgaranna og bera hag þeirra fyrir brjósti í sínum störfum. Góður stjórnandi velur leið samráðs og sátta, ekki stríð. Það að þrettán kærumál séu á dagskrá þessa fundar segir sína sögu.

    Fulltrúar Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Úrskurðarnefnd hefur hafnað kærunni og staðfestir að Reykjavíkurborg hefur staðið rétt á málum. Óháð öðrum athugasemdum er það miður að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins láti í veðri vaka að það sé hluti af einhverri almennri aðferðarfræði fulltrúa meirihlutans að stunda sýndarsamráð og virða allar athugasemdir að vettugi. Þótt eðlilegt sé að við höfum ólíkar skoðanir er leitt að þurfa sitja undir ásökunum um illan ásetning.

  40. Ályktunartillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, vegna áfengisverslunar         Mál nr. US190253

    Lögð er fram ályktunartillaga  borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 12. júní 2019 sem vísað var til skipulags- og samgönguráðs af Borgarstjórnarfundi dags. 4. júní 2019 til umsagnar vegna áfengisverslunar.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  41. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði, um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni         Mál nr. US190096

    Lögð er fram umsögn frá skipulagsfulltrúa og deildarstjóra umhverfisgæða dags. 18. júní 2019 vegna tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni þar sem Skipulags- og samgönguráð samþykkti að fela Umhverfis- og skipulagssviði að skipuleggja fjallahjólaleið frá Gunnlaugsskarði í Esju að Mógilsá í Kollafirði. 
    Umsögn skipulagsfulltrúa og deildarstjóra umhverfisgæða dags. 18. júní 2019 samþykkt og umhverfis- og skipulagssviði falið að ræða við Skógræktarfélagið til að vinna verkefninu brautargengi.

    Fylgigögn

  42. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Skutla         Mál nr. US190251

    Lögð fram ályktunartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins dags. 6. júní 2019:
    Flokkur fólksins leggur til að borgin reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu.  Spurning er að prófa þetta í tilraunaskyni, tímabundið. Skutla taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað að svæðinu bæði vegna lokunar gatna en einnig vegna framkvæmda. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli og eiga erfitt um gang ama. Ekki  hefur verið haft viðhlítandi samráð við fólkið í borginni, hagsmunaaðila og öryrkja hvort þeim yfirleitt hugnast þessar lokanir hvað þá varanlegar lokanir. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði og fara um það á skömmum tíma.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til umsagnar.

  43. Tillögur Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190222

    Byrja á að auðvelda almenningssamgöngur og gera þær fýsilegan kost en ekki einblína á að hindra og tefja fyrir umferð. 
    Frestað.

  44. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190223

    Opna aftur fyrir að hægt sé að aka niður Laugaveginn og fjölga bílastæðum með því að fjarlægja eitthvað af þeim hindrunum sem settar hafa verið til að takmarka aðgengi þeirra sem koma í miðbæinn á bíl (fólk sem kemur oft langan veg, jafnvel úr öðrum bæjarfélögum eða utan af landi). Bílaumferð á Laugavegi hefur alltaf verið hæg og ekki valdið slysum. 
    Frestað.

  45. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190224

    Að hægt sé að aka upp Hverfisgötuna og til að auðvelda flæðið þarf að breyta Hafnarstræti úr einstefnugötu þannig að hægt sé að beygja út af Mýrargötu inn á Hafnarstræti og komast þannig annað hvort upp Hverfisgötuna eða suður Lækjargötuna. Við það myndi umferðarhnúturinn við Geirsgötu örugglega minnka mikið. Á háannatíma eru margir farnir að þræða sig í gegnum Þingholtin til að komast án vandræða til vinnu. Ef ein leið lokast þá reynir fólk að finna aðra. Kannski þróast mál nú þannig að aðalumferðaræðin verður í gegnum Þingholtin?
    Frestað.

  46. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190225

    Innleiða nýja hugsun sem gengur út á að minnka tafir fyrir alla. Að hugsa eða halda að það sé í lagi að tefja þá sem eru á bíl er röng hugsun og stríðir gegn jafnræðisreglunni
    Frestað.

  47. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190226

    Láta af því sem stjórnvald að vilja velja samgöngumáta fyrir fólk.
    Frestað.

  48. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190227

    Nota tækni til að auka flæði. Skipta út stýrikerfi á umferðarljósum í borginni. Umferðarstýringakerfi á að vera þannig að það snýst um að lágmarka tafatíma hver og eins. Flæðistýring umferðarljósa er eitt aðaltækið til að bæta umferðina
    Frestað.

  49. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190228

    Breyta hraðahindrunum þannig að á 50 km götu sé radar og myndavélar í staðin fyrir hraðahindrun nema fyrir framan skóla, þar sem börn fara yfir.
    Frestað.

  50. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190229

    Það er óþarfi að loka Lækjargötunni með þeim hætti sem nú er gert vegna framkvæmda, vinnusvæði þar gæti verið mun minna. Aðstæður þar núna skapa slysahættu.
    Frestað.

  51. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190230

    Skoða að leggja af stöðumæla og setja þess í stað bílastæðaklukkur. Í því myndi vera mikill sparnaður og hagræðing. Klukkur og nemar er það sem reynst hefur best annars staðar.
    Frestað.

  52. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190231

    Einfalda aðkomu og aðgengi að bílastæðahúsum. Margir eldri borgarar og ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, aðkoma virkar flókin og fólk óttast að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu. 
    Frestað.

  53. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180088

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 varðandi iðnað og aðra landfreka starfssemi.

    Fylgigögn

  54. Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi     (02.695.4)    Mál nr. SN180649
    260662-6519 Jón Hrafn Hlöðversson, Holtsbúð 27, 210 Garðabær
    520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjubrunn 23.

    Fylgigögn

  55. Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi         Mál nr. SN180859

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts vegna lóðar að Héðinsgötu 8.

    Fylgigögn

  56. Laugavegur sem göngugata, skipulagslýsing, skipulagslýsing         Mál nr. SN190399

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að lýsingu fyrir deiliskipulag Laugavegar sem göngugötu.

    Fylgigögn

  57. Grundarstígur 7, breyting á deiliskipulagi     (01.184.0)    Mál nr. SN190048
    260388-2319 Árni Guðjónsson, Grundarstígur 7, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi að Grundarstígur 7.

    Fylgigögn

  58. Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN190104

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Esjumelar.

    Fylgigögn

  59. Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi     (01.193)    Mál nr. SN190129
    681116-1920 Snorrabragur ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
    660504-2060 Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2019 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi að Snorrabraut 54.

    Fylgigögn

  60. Stekkjarbakki Þ73, breyting á deiliskipulagi Elliðaárdals ,Stekkjarbakki     (04.6)    Mál nr. SN160907
    010147-3959 Guðrún Ágústsdóttir, Mávahlíð 30, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. með fjórum atvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á tillögu að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73.

    Fylgigögn

  61. Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN170694

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2.

    Fylgigögn

  62. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
    640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 23 við Furugerði.

    Fylgigögn

  63. Höfðabakki 5, breyting á deiliskipulagi     (04.070.0)    Mál nr. SN190369

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 5 við Höfðabakka.

    Fylgigögn

  64. Gufunes, Jöfursbás 11, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN190398
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gufunes vegna lóðarinnar nr. 11 við Jöfursbás.

    Fylgigögn

  65. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi     (01.130.1)    Mál nr. SN170526
    421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svari skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, við athugasemdum Skipulagsstofnunarinnar við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Héðinsreits.

    Fylgigögn

  66. Varanlegur regnbogi í Reykjavík, bréf frá borgarráði         Mál nr. US190200

    Lagt er fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2019 vegna samþykktar tillögu um varanlegan regnboga í Reykjavík. 

    (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  67. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Laugarásvegur         Mál nr. US190255

    Samkvæmt ábendingu er undirrituðum barst er sá hluti Laugarásvegs er liggur að húsum nr. 39,41,43 og 45 ómalbikaður, holóttur og slæmur yfirferðar.

    1.    Er í bígerð að bæta úr þessu?
    2.    Með hvaða hætti á endurbæta götuhlutann?
    3.    Hvenær mega íbúar reikna með að endurbætur götuhlutans                 hefjist?
    4.    Hvenær mega íbúar reikna með að endurbótum götuhlutans                  ljúki?
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds til umsagnar.

  68. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, varanleg hjólabraut        Mál nr. US190256    

    Tillaga um að finna stað í borgarlandinu fyrir varanlega hjólabraut (pump track)
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið finni stað í borgarlandinu fyrir varanlega hjólabraut.
     
    Greinargerð
    Árið 2012 var búin til varanleg hjólabraut við rætur Öskjuhlíðar í samstarfi Reykjavíkur og hjólareiðafélagsins Tinds. Síðar var lögð yfir hana nýi hjólastígurinn við Öskjuhlíð. Síðan þá hefur ekki verið slík varanleg hjólabraut en nokkrar færanlegar verið keyptar og settar á hina ýmsu staði. Þó þær séu góðar og gildar, getur varanleg hjólabraut verið prýði í borgarlandinu og nýst til hreyfingar og skemmtunar fyrir almenning. Þó íslenskun á orðinu pump track sé hjólabraut þá nýtist slík braut fyrir fleiri, til dæmis hjólabretti og hlaupahjól. 
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar.

  69. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, vegna Sæbrautar         Mál nr. US190257

    Áður óséð ófremdar ástand hefur ríkt stóran part dags síðustu mánuði  á Sæbraut í austur, allt frá Hörpu að Höfða vegna framkvæmda við gatnamót Sæbrautar/Snorrabrautar.
    Undirritaður hefur á liðnum vikum fylgst með framgangi framkvæmda og getur því staðfest að í rúman mánuð hið minnsta hefur þrenging Sæbrautar í eina rein vegna þessa, verið algjörlega óþörf.
    Hverfisgata og þvergötur hafa fyrir vikið verið yfirfylltar svo afleiðinga gætir víða.
    1.    Hvernig má það vera að eitt vörubretti valdi lokun Sæbrautar                 niður í eina rein svo vikum skiptir?
    2.    Hvaða tímarammi var settur fyrir verkið?
    3.    Hvaða tímarammi var settur fyrir heimildir lokunar reina og þar með ófremdar ástands?
    4.    Hvenær lýkur þessu verki?

    Undirritaður er ekki einn um áhyggjur af slíku verklagi og hér hefur verið beitt og leggur þessa fyrispurn fram fyrir hönd fjölda borgarbúa sem til undirrritaðs hafa leitað vegna málsins.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds til umsagnar.

  70. Athugasemd við undirbúnings skipulags- og samgönguráðs, frá áheyrnarfulltrúum Miðflokksins og Flokki fólksins         Mál nr. US190258

    Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins gera eftirfarandi athugasemd:
    Ótækt er að  fundardagskrá og fundargögn boðaðra funda Skipulags og samgönguráðs séu að berast í bútum langt fram yfir tilskilinn tímamörk.
    Það er því krafa okkar að fundardagskrá liggi fyrir fullunnin, endanleg og með öllum fylgigögnum þegar fundarboð er sent. 
    Sá tími sem fulltrúum gefst til að yfirfara gögn er af skornum skammti  og því óásættanlegt að hann sé styttur enn frekar með þessum hætti.

  71. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Stekkjabakki deiliskipulag.         Mál nr. US190259

    Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir að fá send/afhent öll gögn, skýrslur og hvað það sem nafni má nefna vegna vinnslu og framlagningu nýs deiliskipulags Stekkjabakka.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.

  72. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, vegna vegalagningar yfir Hólmsheiði         Mál nr. US190261

    Flokkur fólksins vill spyrja um framkvæmdir við vegalagningu yfir Hólmsheiði frá gilinu við Reynisvatn að Geithálsi. 
    Af einhverjum ástæðum hefur ekki verið hægt að ljúka vegalagningu þarna yfir og hefur leiðin verið næstum ófær í mörg ár, algjört þvottabretti. Nú er búið að malbika smá búta í einu frá gilinu og áleiðis upp á heiðina. 
    Af hverju er ekki hægt að ljúka verkinu?
    Hvenær verður næsti bútur lagfærður ef ekki á að ganga í verkið og ljúka því?
    Bútavinna sem þessi hlýtur að vera óhemju dýr og óhagkvæm fyrir bíleigendur sem forðast að fara yfir heiðina vegna ástandsins á veginum. Ef verkið yrði klárað gæti Hólmsheiði dreift umferð og jafnað álag á aðrar stofnleiðir. Verklok verða óhemju gagnleg fyrir fjölmarga og ekki síst þá sem búa í Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ, sem leið eiga austur fyrir fjall.
    Horfa þarf á þessa hluti í samhengi. Það kostar ekki mikið að klára verkið þegar haft er í huga manngerðar umferðatafir hér og þar með öllum þeim óþægindum og óöryggi sem þær skapa.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs.

  73. Fyrirspurn frá áhreyrnafulltrúa Flokks fólksins:, Landssvæðið á Hólmsheiði         Mál nr. US190262

    Hvaða framtíðar hugmyndir eru  hjá Reykjavíkurborg um landsvæðið á Hólmheiði?
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa til umsagnar.

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 12:04