Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 42

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 3. júlí kl. 9:00, var haldinn 42. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Erna Hrönn Geirsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

  1. Skipulags- og samgönguráð, nýr fulltrúi          Mál nr. US190220

    Lagt er fram bréf, dags. 27. júní 2019, frá fundi borgarráðs þann 27. júní 2019 þar sem var samþykkt að Katrín Atladóttir taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Valgerðar Sigurðardóttur.

    (A)    Skipulagsmál

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2019.

    Fylgigögn

  3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb., breyting á aðalskipulagi - heimildir um íbúðarhúsnæði         Mál nr. SN170741

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2018 fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, er varðar kröfu um gerð deiliskipulags við breytingu húsnæðis á svæði M2e. Tillagan var auglýst frá 29. mars 2019 til og með 10. maí 2019. Engar athugasemdir bárust.
    Samþykkt með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað í borgarráð.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN180292

    Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2019 fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða á svæðinu. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu erindisins.
    Vísað í borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eins og segir á forsíðu Skipulagsstofnunar er mikilvægt að sjónarmið almennings komi fram þegar teknar eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings og geta haft í för með sér miklar breytingar á umhverfinu. Í þessu máli hafa komið óvenju mikið af alvarlegum athugasemdum frá fólki á öllum aldri og þar með börnum sem er annt um umhverfi sitt. Þetta svæði er afar mikilvægt í borgarlandinu enda einstakt. Flokkur fólksins vill hvetja meirihlutann til að staldra við og ana ekki að neinu sem ekki verður aftur tekið. Hér er auðvelt að gera alvarleg mistök svo stórslys verði. Meirihlutinn í borgarstjórn verður að fara rækilega ofan í saumana á umsögnum og athugasemdum og kynna sér vandlega þau málefni er varða sjálfsprottnu grænu svæðin á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík. Sérkenni þeirra og þýðingu fyrir Háteigshverfið og Reykjavíkurborg. Hefur meirihlutinn heimsótt Vatnshólinn sjálfan sem dæmi? sem er kennileiti hverfisins og griðarstaður íbúa. Umhverfi hans er uppspretta ævintýra, útivistar og samveru hverfisbúa. Útivist og leikur í náttúrunni er það sem hefur mótað Íslendinga frá örófi alda, á tímum tölvuleikja og nútímatækni er mikilvægt að börnin hafi eitthvað í sínu nær umhverfi sem hvetur þau til útiveru og ævintýrasköpunnar á þann hátt sem Sjómannakólareiturinn í heild sinni gerir.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Reykjavíkurborg og ríkið gerðu nýverið með sér samkomulag um endurskipulagningu svæða sem hafa verið á forsjá ríkisins með það að markmiði að fjölga íbúðum, þá sérstaklega fyrir ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og aldraða. Sjómannaskólareiturinn er eitt þessara svæða. Við vinnslu deiliskipulags fyrir reitinn hefur verið tekið mið af þeim athugasemdum sem borist hafa. Breytingar fela m.a. í sér að vatnsgeymar og stakkstæði eru fest í sessi sem græn svæði sem njóta hverfisverndar. Haft hefur verið að leiðarljósi að nýbyggingar falli vel að núverandi byggð og hefur byggingamagn verið minnkað frá fyrri tillögu í samræmi við athugasemdir nágranna. Hæð húsa verður enn fremur einungis um 2-4 hæðir og mun Sjómannaskólinn því áfram njóta sín sem hæsta bygging svæðisins. Nýtingarhlutfall (byggingarmagn á flatarmál lands) á reitnum verður áfram talsvert lægra en á nálægum reitum, svosem reitir með íbúabyggð við Vatnsholt, Háteigsveg, Skipholt og Rauðarárholt. Lega svæðisins er hagstæð hvað varðar virka ferðamáta. Borgarlína verður í göngufjarlægð auk deilibílaþjónustu og þétts nets hjólastíga.

    Fylgigögn

  5. Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN170694

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat EFLU dags. 3. júní 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill vekja athygli á óskum nemenda í Háteigsskóla og draga fram þeirra framtíðarsýn á svæðinu. Ungviðið í hverfinu vill ekki ný hús hjá Vatnshólnum. Vatnshóllinn er uppáhalds hóllinn og þeim finnst svo gott útsýni og gaman að leika sér á honum. Þau fara oft í leiki á hólnum með vinum sínum. Hóllinn er líka svo fallegur og skemmtilegur. Við ímyndum okkur stundum að hurðarnar á hólnum séu verndar risar. Vatnshóllinn er ævintýraheimur fyrir okkur. Hann er líka besta sleðabrekkan og við værum frekar til í að fá almennilegar tröppur til að komast upp á hólinn og rennibraut niður og útsýnisskífu til að kenna okkur hvað öll fjöllin heita sem við sjáum þegar við stöndum upp á hólnum. Á að hunsa óskir og skoðanir unga fólksins hér.

    Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger arkitektar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Rauðagerði 27, breyting á deiliskipulagi     (01.821.2)    Mál nr. SN180047
    530169-5539 Félag íslenskra hljómlistarm, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík
    450400-3510 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ólafs Óskars Axelssonar f.h. Félags íslenskra hljómlistarm. dags. 24. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Rauðagerði. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur norðaustanmegin við tónleikasal, við lóðarmörk, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Helgason dags. 4. september 2018. Einnig lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 27. júní 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2019.
    Vísað til borgarráðs

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Rauðagerði við Miklubraut, breyting á deiliskipulagi     (01.82)    Mál nr. SN180472

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2018 varðandi breytingu á mörkum deiliskipulags vegna nýrra lóðarmarka Tónlistarskóla FHÍ að Rauðagerði 27 samkv. uppdrætti Landmótunar dags. 19. júní 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. ágúst 2018 til og með 6. september 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Helgason dags. 4. september 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2018 og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. júní 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2019.
    Vísað til borgarráðs

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi     (02.695.4)    Mál nr. SN180649
    260662-6519 Jón Hrafn Hlöðversson, Holtsbúð 27, 210 Garðabær
    520515-1000 Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum úr fimm í átta og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu dags. 31. janúar 2019. Einnig er lagt fram bréf Mansard teiknistofu dags. dags. 18. september 2018 og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Mansard teiknistofu ehf. dags. 29. ágúst 2018 mótt. 23. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2019 til og með 8. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hildur Eyjólfsdóttir dags. 21. apríl 2019, Ástríður Elín Jónsdóttir og Jón Viggó Gunnarsson dags. 6. maí 2019, Jón Viggó Gunnarsson, Guðrún B. Ægisdóttir og Sandra Júlí Berndburg f.h. Húsfélagsins Freyjubrunni 25-27 dags. 8. maí 2019 og Hafliði Páll Guðjónsson, Ámunda Baldursdóttir, Pálmi Franklín Guðmundsson og Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir dags. 8. maí 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dag. 28. júní 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 219. 
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
     
    Miðflokkurinn hefur á fyrri stigum málsins bókað að afar óheppilegt sé, að téð umsókn um breytingu deiliskipulags og útgáfa nýs byggingaleyfis þar sem íbúðum er fjölgað úr 5 í 8 ofl. sé yfirhöfuð tekin til meðferðar meðan mál vegna áður útgefins byggingaleyfis er til meðferðar hjá Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Mögulega neikvæður úrskurður ÚUA yrði þannig marklaus. Ljóst er að mistök voru gerð við útgáfu byggingaleyfis á sínum tíma og á það var bent af íbúum. Mistök eru partur af lífinu, hvernig unnið er úr þeim skiptir öllu máli. Rétt viðbrögð hefðu verið að draga til baka áður útgefið byggingarleyfi,harma mistökin og láta gildandi deiliskipulag halda sér. Það var ekki gert. Þess í stað var farið í þá vegferð að breyta deiliskipulagi og athugasemdir íbúa þannig virtar að vettugi. Að teknu tilliti til forsögunnar leggst Miðflokkurinn alfarið gegn afgreiðslu málsins. Mistök borgarinnar eiga aldrei að vera á kostnað íbúa.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum á þessum lið.

  9. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi     (01.130.1)    Mál nr. SN170526
    421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júní 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. júní 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. apríl 2019,umsögn Vegagerðarinnar dags. 4. apríl 2019. Einnig lagður fram uppdráttur og greinargerð Teikn arkitektarþjónustu ehf. dags. 20. desember 2018, síðast breytt 28. júní 2019 og hönnunarbók og fylgigögn dags. 20. desember 2018. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019. 
    Skipulags- og samgönguráð samþykkir þau viðbrögð og breytingar skipulagsfulltrúa, sbr. umsögn dags. 28. júní 2019, við athugasemdum Skipulagsstofnunar sem komu fram í bréfi dags. 13. júní 2019.

    Vísað til borgarráðs.

    Jón Kjartan Ágústsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  10. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi     (01.751)    Mál nr. SN180684
    701211-1030 Grunnstoð ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst að afmarkaðir eru þrír byggingarreitir fyrir hjólaskýli á lóð, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. júní 2019. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  11. Gufunes, Jöfursbás 11, breyting á deiliskipulagi     (02.2)    Mál nr. SN190398
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags 27. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Gufunes vegna lóðarinnar nr. 11 við Jöfursbás. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 4771 m2 í 5641 m2. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði neðanjarðar, hámarks byggingarhæð verði lækkuð úr 7 hæðum í 5 hæðir, fallið verði frá kröfu um bílastæði á lóð, bílastæðaþörfin er reiknuð út sem 1 stæði per 120m2 íbúðarhúsnæðis, gert er ráð fyrir minni íbúðum en tilgreint er í almennum skilmálum, aðkoma neyðarbíla og lestunar/losunar bíla innan lóðar verði tryggð, gert verði ráð fyrir djúpgámum á lóðinni, gert verði ráð fyrir allt að 130 íbúðum á lóðinni, lóðarmörk verði færð 7m vestur og 15,8m til suðurs og fl. ásamt skilmálabreytingum samkvæmt uppdrætti Yrki arkitekta ehf. dags 27. júní 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Birkir Ingibjartsson, verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  12. Laugavegur sem göngugata, skipulagslýsing, skipulagslýsing         Mál nr. SN190399

    Lögð er fram lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 28. júní 2019, vegna nýs deiliskipulags fyrir Laugaveginn sem göngugötu sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur. Markmið og tilgangur er að skipuleggja varanlegar göngugötur á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg. Unnið er samhliða því að forhönnun og undirbúningi í samráði við hagsmunaaðila. Ákveðið verður í framhaldinu hvort unnið verði eitt heildstætt skipulag fyrir götukaflana, eða svæðið bútað niður í áfanga.
    Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lýsingu dags. 28. júní 2019 samþykkt.
    Samþykkt að kynna framlagða lýsingu fyrir eftirfarandi aðilum:
    Skipulagsstofnun, Samtökin Miðborgin Okkar, Miðbæjarfélagið , Minjastofnun Íslands Borgarsögusafn Reykjavíkur, OR/Veitur, Öryrkjabandalagið, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu og einnig fyrir þeim aðilum sem nefndir eru í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er alveg ljóst að verulegur meirihluti rekstraraðila er á móti lokunum samkv. könnun sem Zenter og Miðborgin okkar lét gera og Samtök verslunar og þjónustu fjármagnaði. Sú niðurstaða er áfall fyrir Miðborgina Okkar og meirihlutann í borgarstjórn. Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra. Ætlar Miðborgin Okkar að standa með rekstraraðilum og berjast gegn lokunum eða vera fjarðstýrð strengjabrúða sem er stjórnað frá Ráðhúsinu sem fjármagnar félagið að mestu leiti gegnum styrki? Þá liggja frammi undirskriftir 247 rekstraraðila á Laugavegi, Skólavörðustíg, Bankastræti og allra næsta nágrenni þar sem yfir 90% rekstraraðila mótmæla lokunum. Flokkur fólksins veit til þess að ekkert samráð hefur verið haft við einn einasta af þessum 247 andmælendum. Þannig að allar lokanir eru gerðar í mikilli andstöðu við rekstraraðila og á þá ekki hlustað enda eru engar rekstralegar forsendur fyrir lokunum. Lokanir hafa skaðað flesta samkvæmt því sem þessir aðilar segja. Samkvæmt könnun Zenter mun viðskiptavinum miðborgarinnar fækka um að minnsta kost 25% ef lokað verður allt árið. Verslunin má ekki við því að missa þá.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs verði kynnt þannig að umsagnaraðilar, rekstraraðilar og íbúar geti komið athugasemdum sínum á framfæri. Rétt væri að fleiri aðilar fengju að vera formlegir umsagnaraðilar en eru taldir upp. Má hér nefna Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur og Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra. Verslun og þjónusta á mjög undir högg að sækja í Reykjavík meðal annars vegna þess að fasteignaskattar hafa hækkað gríðarlega. Mikilvægt er að breytingar á rekstrarumhverfinu eins og þessi tillaga felur í sér fái ítarlega og sanngjarna skoðun og umsögn þeirra sem málið varðar áður en hún kemur til samþykktar.
    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miðflokkurinn harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. síðastliðin um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða. Því ber þó að fagna að hér er dregið í land með lokun Laugavegs frá Hlemm og að efsti punktur lokunar verði Barónstígur. En hversu lengi varir það? Hvar endar sú gerræðisför sem hér er haldið í? Sá misskilningur virðist hrjá borgarstjóra að í síðustu kosningum hafi hann fengið umboð kjósenda til að framfylgja vilja sínum.Svo er ekki, hann fékk umboð til að framfylgja vilja kjósenda. Fáum upp á borðið hver vilji þeirra er áður en lengra er haldið.Krafan er að raunverulegt samráð verði haft við hagsmunaaðila og íbúa. Það er farsæl leið, það er rétt leið.Miðflokkurinn hefur ekkert á móti göngugötum, en setur kröfu um að slíkt sé gert í sátt og samráði.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu allir þá stefnu að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu og umboð kjósenda því skýrt. Við undirbúning varanlegra göngugatna í Reykjavík er víðtækt samráð mikilvægt leiðarstef, þannig hefur það verið hingað til og verður áfram. Sem dæmi má nefna opið samráð í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 28. janúar til 3. febrúar og opinn samráðsfund með veitingafólki, verslunarrekendum, ferðaþjónustu- og vöruflutningaaðilum. Þá á borgin í reglulegu og góðu samtali við Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hagsmunafélög auk þess sem á vegum borgarinnar starfar öflug aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Einnig er vert að benda á að í maí var tilkynnt að aðgengisfulltrúar ÖBÍ muni á næstunni gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra á ýmsu stöðum í borginni, þar með talið á Laugavegi.

    -    Kl. 11:14 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
    -    Kl. 11:16 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum. Þá var búið að afgreiða erindi nr. 16.

    Fylgigögn

  13. Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi         Mál nr. SN180859

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts til að koma fyrir 1-5 ca. 30m2 smáhýsum fyrir skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkur /Félagsbústaða. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð Héðinsgata 8 fyrir smáhýsin, á núverandi bílastæði á borgarlandi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 12. desember 2018, breytt 23. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf. dags. 2. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 28. janúar 2019 til og með 11. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Örn Helgason f.h. Héðinsgötu 10 ehf. dags. 5. mars 2019, Kristján Sveinlaugsson f.h. Þingvangs dags. 11. mars 2019, Arnar Þór Ólafsson dags. 11. mars 2019, Stella Guðrún Arnarsdóttir mótt. 11. mars 2019, Ólafur H. Ólafsson f.h. Spörvar Líknarfélag Reykjavíkur mótt. 11. mars 2019, Aron Örn Jakobsson mótt. 11. mars 2019, Kristinn A. Kristinsson mótt. 11. mars 2019, Haraldur Guðnason mótt. 11. mars 2019, Karítas Ósk Þorsteinsdóttir f.h. Alanó Klúbbinn mótt. 11. mars 2019, Ólafur Þórir Guðjónsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Ólafsson mótt. 11. mars 2019, Sigurður Konráðsson mótt. 11. mars 2019, Hrefna Rán mótt. 11. mars 2019, Sigurður Þór Þórsson mótt. 11. mars 2019 og Ásta Björg Jörundar mótt. 11. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019.
    Tillagan er samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2019 með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu erindisins.
    Vísað til borgarráðs

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt áherslu á búsetuúrræði til lengri og skemmri tíma. Þessi úrræði eru mikilvæg, enda hefur fjöldi heimilslausra tvöfaldast á fáum árum. Hér hafa komið fram sterk andmæli frá aðilum sem eru að vinna í bataferli og er vert að virða sjónarmið þeirra. Þá er nauðsynlegt að heimildin sé til fyrirfram skilgreinds tíma þar sem búseta er óheimil samkvæmt aðalskipulagi.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins mótmælir harðlega samþykkt deiliskipulagsbreytingar vegna Héðinsgötu 8 í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við auglýsingu breytingar. Lítum nánar á tvær þeirra athugasemda sem bárust: Draumasetrið, nálægð,30metrar: Síðastliðin 6 ár hefur líknarfélag rekið áfangaheimilið Draumasetrið fyrir 42 sálir að Héðinsgötu 10 með samþykki borgarráðs og skipulagsyfirvalda Reykjavíkur og Faxaflóahafna. Íbúar hússins er undantekningalaust fólk sem er í bataferli eftir að hafa verið í neyslu áfengis og fíkniefna og koma flestir frá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti, Krísuvík og fangelsum. Allt er gert til að íbúum líði sem best, með miklu aðhaldi, ströngum reglum, fundum og hjálp til að komast aftur til betra lífs. Alanó, nálægð,10metrar: Alanó rekur líknarfélag við Héðinsgötu 1-3 þar sem starfræktar eru yfir 50 12spora deildir AA samtakanna. Varlega áætlað sækja 250-500 manns þessa þjónustu daglega og er stór hluti þeirra nýliðar sem eru að stíga fyrstu og erfiðustu skrefin að nýju lífi án áfengis og fíkniefna. Samantekt: Það frábæra starf sem Draumasetrið og Alanó hafa staðið fyrir í fjölda ára er sett í algjört uppnám þar sem ein stærsta forsenda bata alkahólista og fíkla er að slíta með öllu samgangi við neyslustaði og þá sem eru í neyslu. Að setja bata þúsunda í hættu fyrir úrræði fyrir 5 einstaklinga er glapræði.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sosíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sosíalistaflokks Íslands styðja eindregið uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa einstaklinga sem margir hverjir búa við fjölþættan vanda. Við tökum undir umsögn Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um mikilvægi tímabundins húsnæðis fyrir heimilislausa einstaklinga sem hafa þörf á virkri nærþjónustu og undirstrika að nálægð við úrræði geti skipt sköpum og aukið líkur á bata. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur þegar fundað með Draumasetrinu varðandi fyrirhuguð smáhýsi og mun áfram hafa samband við Alanó Klúbbinn eins og kemur fram í kynningu frá sviðinu.

    Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri öldrunar og húsnæðismála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 2026 frá 25. júní 2019.

    Fylgigögn

  15. Brekkustígur 6B, Hæð og ris ofan á þegar byggt hús     (01.134.114)    Mál nr. BN056004
    270261-5159 Ríkarð Oddsson, Brattatunga 6, 200 Kópavogur
    240959-5189 Stefán Ómar Oddsson, Lyngrimi 1, 112 Reykjavík
    030861-3539 Ragnar Sær Ragnarsson, Einholt 10, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris á hús nr. 6B við Brekkustíg auk svala og útistiga á bakhlið. Erindi var grenndarkynnt frá 30. apríl 2019 til og með 28. maí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún L. Baldvinsdóttir dags. 18. maí 2019 og Aðalsteinn Smárason, Anna Soffía Gunnarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir og Ólafur Kvaran dags. 27. maí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2019 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2019. 
    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2019 samþykkt.
    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  16. Réttarholtsvegur 21-25, Færanlegar kennslustofur og tengigangur
    Verkb.nr. 170694     (01.832.301)    Mál nr. BN056074
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp fjórar færanlegar kennslustofur og tengigang á lóð skólans nr. 21-25 við Réttarholtsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. maí 2019 til og með 25. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Ögmundsson og Heiðrún Aðalsteinsdóttir dags. 17. júní 2019, Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir dags. 20. júní 2019. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019.
    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2019 samþykkt.
    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæki á fundinum undir þessum lið.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

  17. Skýrsla stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólstæðamálum, tillögur stýrihóps um stýringu bílastæða.         Mál nr. US190217

    Lögð fram skýrsla stýrihóps um strefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum dags. í júní 2019. Einnig er lagt fram bréf stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum, dags. 1. júlí 2019. 
    Tillögur sem koma fram í bréfi stýrihóps um stýringu bílastæða, dags. 28. júní 2019, eru samþykktar með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu erindisins. Tillögunum er vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, samgöngustjóra.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins vill bóka um þessar niðurstöður stýrihópsins sem mikið ganga út á að stýra því hvaða samgöngumáta fólk velur. Reynt er með þessum aðgerður að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum inn á viss svæði. Á meðan ekki er boðið uppá strætó sem fýsinlegan kost er svona aðgerðir afar ósanngjarnar. Verklagsreglur varða ný gjaldsvæði og verðbreytingar gjaldsvæða. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla og hugsunin verður að vera sú að minnka tafir fyrir alla og finna öllum farartækjum stað í borginni með sanngjörnum hætti. Eins og þetta lítur út er sífellt verið að finna leiðir til að koma höggi á bílaeigendur og gera þeim æ erfiðara fyrir að koma á bíl sínu á ákveðið svæði. Nú á að stækka gjaldskyldusvæði, lengja tíma og bæta við gjaldskyldu á sunnudegi. Rökin fyrir þessu eru all sérstök þ.e. að með hækkun bílastæðagjalds þá skapist fleiri auð stæði. Hér á einn ökumaður að líða á kostnað hins? Bílastæðahúsin eru mjög erfið mörgum. Það þarf að huga að því að einfalda aðkomu og aðgengi að bílastæðahúsum. Margir eldri borgarar og ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, aðkoma virkar flókin og fólk óttast að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Margt jákvætt er að finna í niðurstöðum stýrihópsins og mikilvægt að stefna í þessum málaflokki liggi fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndu vilja sjá frekari hvata fyrir skammtímanotkun bílastæða. Mikið álag er á bílastæðum í götum vegna fjölgunar bílaleigubíla ferðamanna. Borið hefur á því að bílum hafi verið lagt um langa hríð í íbúða- og verslunargötum. Rétt væri að lækka gjald fyrir skammtímastæði s.s. fyrstu 60 mínútur á móts við hærra gjald fyrir langtímastöðu þannig að fleiri nýti stæðin. Þetta myndi til dæmis gagnast rekstraraðilum þar sem betri aðgangur væri að stæðum í grennd. Þá er rétt að ítreka samþykkta tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 5. febrúar síðastliðnum um rekstur bílastæðahúsa. Borgarstjórn samþykkti að fela "umhverfis- og skipulagssviði að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni." Rétt væri að sú vinna væri til lykta leidd í samhengi við þessar niðurstöður.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miðflokkurinn leggur til að fyrstu 15-20 mínútur verði gjaldfrjálsar. Þannig er sannarlega komið til móts við þá sem stoppa stutt við og eru að sækja þjónustu og þeim ekki refsað með allt að 80% verðhækkun á einu bretti eins og tillagan mun leiða til að óbreyttu. Að leggja fjölskyldubílnum í miðborginni á að vera á færi allra, ekki eingöngu þeirra efnuðustu.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna fram komnum tillögum stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum. Hér eru stigin mikilvæg skref sem m.a. auka gagnsæi og innsigla tengsl nýtingar og verðlagningar. Stýring og gjaldskylda bílastæða er öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum. Þá tekur ráðið undir þá niðurstöðu stýrihópsins að ástæða sé til að endurskoða tengsl bílastæðagjalds og íbúakorta. Æskilegt er að erindisbréf liggi fyrir á næsta fundi skipulags- og samgönguráðs svo nýr stýrihópur geti hafið störf sem fyrst.

    Lilja Sigurbjörg Harðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið, Einnig tekur Daði Baldur Ottósson, ráðgjafi hjá Eflu verkfræðistofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

    Fylgigögn

  18. Vesturlandsvegur - breikkun um Kjalarnes - ákvörðun matsskyldu, bréf Skipulagsstofnunnar         Mál nr. US190216

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunnar dags. 11. júní 2019 um ákvörðun um matskyldu vegna breikkunnar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins lítur það mjög jákvæðum augum allri framkvæmd við vegakerfið í Reykjavík með það að markmiði að auka og tryggja enn betur öryggi vegfarenda á svæðinu við Kjalarnes.

    Fylgigögn

  19. Verklagsreglur um starfsemi hjólaleiga sem nýta borgarlandið, Verklagsreglur vegna hjólaleiga í borgarlandi.         Mál nr. US190218

    Lagt fram verklagsreglur fyrir starfssemi stöðvalausa hjólaleiga á borgarlandi Reykjavíkur dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 1. júlí 2019.
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áherynarfulltrúi Flokks fólksins fagnar allri nýbreyttni hjá Reykjavíkurborg og hvernig verklagsreglur eru settar fram. En eitt vill Flokkur fólksins leggja áherslu á og það er að tryggja eftirfarndi: a. Tryggja þarf að rekstraraðilar útvegi fjárhagslegar tryggingar gagnvart borginni. ( engan skandal eftir á ). b. Að tryggja að kennitöluflakkarar séu ekki í hópi/ hópum meðal rekstraraðila.

    Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Kynning á fyrirhuguðum samningum um innheimtu gjalda fyrir bílastæði, kynning         Mál nr. US190219

    Kynntar fyrirhugaðar breytingar á samningum vegna innheimtu gjalda fyrir bílastæði.
    Kynnt.

    Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.

  21. Laugavegur 30, stæði fyrir hreyfihamlaða, Stæði fyrir hreyfihamlaða.         Mál nr. US190207

    Lagt er til að tvö stæði við Laugaveg 30 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Stæðin séu merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 30. júní 2019.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það vekur athygli að einungis á að bjóða upp á tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða að Laugavegi 30. Fyrir var eitt merkt stæði fyrir hreyfihamlaða en nú er lagt til að tvö stæði við Laugaveg 30 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Bæta á einu stæði við. Stæðin séu merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu. Um er að ræða tvö stæði. þetta eru allt of fá stæði ætluðum hreyfihömluðum að Laugavegi 30 að mati Flokki fólksins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða við Laugaveg 30. Það skal þó áréttað að stæðin tvö sem hér er fjallað um er aðeins örlítill hluti af þeim fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða sem finna má í miðborg Reykjavíkur, m.a. á gatnamótum Laugavegs og Klapparstígs, á Skólavörðustíg, í Ingólfsstræti, Lækjargötu, við Hafnarstræti, Kirkjutorg, Fríkirkjuveg og víðar. Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða hefur fjölgað jafnt og þétt og verður þeirri þróun haldið áfram með það að markmiði að tryggja aðgengi fyrir alla að miðborginni.

  22. Fiskislóð, nýjar gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkjum, Gönguþveranir við Fiskislóð.         Mál nr. US190208

    Að ósk Faxaflóahafna er lagt til að tvær gönguþveranir þvert á Fiskislóð sitt hvoru megin við gatnamótin við Grunnslóð séu merktar sem gangbrautir með D02.11 og tilheyrandi yfirborðsmerkingu, M13. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2019.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fagnað er lagfæringum á vegakerfi borgarinnar með öryggi íbúanna að leiðarljósi. Það er ánægjulegt að óskin komi frá Faxaflóahöfnum sem leggja til að tvær gönguþveranir þvert á Fiskislóð sitt hvoru megin við gatnamótin við Flokkur fólksins vill aftur vekja athygli á að fulltrúi hans lagði fram mál er varða umferðarmál á grandasvæðinu 7. nóvember 2018 og segir þar að komið hefur fram í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir Faxaflóahafnir og unnin af Árna Steini Viggóssyni að megn og vaxandi óánægja er með umferðaröryggi á svæðinu hjá þeim sem stunda þar atvinnurekstur, gangandi og hjólandi og akandi vegfarendur og hinum mikla fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Það kemur fram í síðustu könnun að einungis 15 manns eða 11.8% viðmælanda af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu þótti aðstæður vera í lagi. Sýna þessar niðurstöður hversu stór hluti viðmælenda er óánægður með umferðarmálin á umræddu svæði. Mikil slysahætta er á svæðinu vegna umferðar bifreiða sem bruna í gegnum svæðið þar á meðal olíubílar. Höfnin var einu sinni höfn , nú eru aðstæður allt aðrar. Viðmælendur telja hættulegt að keyra um svæðið. Það er verið að bíða eftir stóra slysinu að mati þeirra sem eiga erindi á svæðið.

    Fylgigögn

  23. Bríetartún 6, stæði fyrir pólska sendiráðið, Sérmerkt stæði fyrir pólska sendiráðið.         Mál nr. US190209

    Lagt er til að tvö bifreiðastæði við sunnanvert Bríetartún næst Rauðarárstíg verði merkt pólska sendiráðinu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 30. júní 2019.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  24. Einholt 6 stæði hreyfihamlaðra, stæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190210

    Lagt er til að eitt svæði við Einholt 6 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Stæðið verði merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 30. júní 2019.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar nýjum stæðum fyrir hreyfihamlaða en telur að fleiri stæði þurfi að koma til í Einholtinu.

  25. Vatnsstígur, bann við því að leggja, Stöðubann við Vatnsstíg         Mál nr. US190211

    Lagt er til að sett verði bann við því að stöðva og leggja við austurkant Vatnsstígs frá Laugavegi í 5m.
    Bannið sé táknað með B24.11. og tilheyrandi undirmerki.
    Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. júní 2019.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

  26. Grár dagur - viðbragðsáætlun við grunn- og leikskóla á Höfuðborgarsvæði, viðbragðsáætlun um aukin loftgæði í kring um leikskóla í borginni         Mál nr. US190204

    Lögð fram tillaga Bíllausa dagsins um gerð viðbragðsáætlunar um aukin loftgæði í kring um leikskóla í borginni, sbr. bréf Forsvarsmanna Bíllausa dagsins, dags. 26. júní 2019.
    Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagssviði, samgöngustjóra að vinna aðgerðaráætlun í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
    Vísað til borgarráðs.

    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu þessa erindis. Gunnlaugur Bragi Björnsson tekur sæti formanns undir afgreiðslu þessa liðs.

    Fylgigögn

  27. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, eftirlitsmyndavélar         Mál nr. US190202

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið birti ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið.
     
    Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borgarlandinu undir því yfirskyni að fylgjast með færð vega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.
    Vísað til umsagnar skrifstofu sviðstjóra á Umhverfis- og skipulagssviði.

  28. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Þjónusta við notendur bílastæðahúsa borgarinnar         Mál nr. US190078

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs 6. mars 2019 var lögð fram tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði

    Lagt er til að þjónusta við notendur bílhúsa borgarinnar verði bætt með þeim hætti að unnt verði að framkvæma greiðslu fyrir notkun stæðanna í gegnum snjallsímaforritið Leggja.is. Eins verði rauntímatölur um laus stæði í húsunum gerðar aðgengilegar í forritinu. Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar hjá hóp um bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

  29. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, samráð við hagsmunaaðila Laugaveg og Skólavörðustígs         Mál nr. US190185

    Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði Flokkur fólksins eftirfarandi fyrirspurn:

    Fyrirspurnir Flokks fólksins í tengslum við tillögu Flokks fólksins um að hafa samráð við hagsmunaaðila Laugavegs og Skólavörðustígs. 
    1. Hversu margir í meirihlutanum hafa rekið eigin fyrirtæki, staðið undir sköttum, skyldum og launagreiðslum til starfsmanna sinna eins og eigendur hinna mjölmörgu fyrirtækum sem starfa á umræddu svæði hafa gert í áraraðir.
    2. Gerir meirihlutinn sér grein fyrir því að rekstrargrundvelli er verið að kippa undan mörgum þeirra sem reka verslun og þjónustu á umræddu svæði?
    3. Hefur meirihlutinn gengið úr skugga um að Reykjavíkurborg beri skylda til að fara í grendarkynningu meðal íbúa og fyrirtækjarekendur vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunnar í miðborginni.

    Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt gildandi samþykkt skipulags- og samgönguráðs skal ráðið móta stefnu í skipulags- og samgöngumálum og taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri umhverfis- og skipulagssviðs og að samþykktum og stefnumörkun Reykjavíkurborgar á verksviði ráðsins sé fylgt. Öll meðferð skipulagsmála er í fullu samræmi við bindandi ákvæði skipulagslaga þ.m.t. varðandi grenndarkynningu eða annað lögbundið samráð. Að öðru leyti verður ekki séð að efni fyrirspurnarinnar snúi að verksviði skipulags- og samgönguráðs og verður því ekki svarað á þeim vettvangi. Bent er á að í gildi eru reglur borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar og má nálgast upplýsingar um þau atriði sem borgarfulltrúum er skylt að skrá opinberlega, á vef Reykjavíkurborgar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins þakkar hið staðlaða embættismannasvar.Í fyrirspurnunum var áhersla á að haft sé samráð við hagsmunaaðila þessa svæðis enda þarna um lífsstarf margra að ræða. Nú hefur það verið staðfest að ekkert samráð hefur verið haft við einn einasta rekstraraðila af þessum 247 sem hafa andmælt lokunum með undirskrift sinni. Það er óásættanlegt að borgarmeirihlutinn telji sig geta sópað öllum þessum fyrirtækjum í burtu með varanlegum breytingum á aðkomu og aðgengi að þessum fyrirtækjum án þess að ræða við kóng né prest. Minna má þennan meirihluta á að við búum í lýðræðisríki. Að bera fyrir sig í þessu máli samþykktir, lög og reglugerðir eru bara útúrsnúningar enda er það borgin sem semur samþykktirnar og setur reglur. Hvergi í lögum segir að hægt sé með aðgerð sem þessari án samráðs að valda slíku tjóni sem hér hefur verið gert. Á bak við eitt fyrirtæki er heil fjölskylda og af þessu svari að dæma virðist vera afar lítill skilningur á því hjá meirihlutanum. Nú liggur fyrir í glænýrri könnun að þessi aðgerð með varanlega lokun stríðir gegn meirihluta rekstraraðila og borgarbúa nema þeirra sem búa á svæðinu og yngra fólki sem sækja skemmtanalífið. Væri einhver skynsemi til, ætti meirihlutinn umsvifalaust að endurskoða stefnu sína er varðar þetta mál.

    Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Eins fram kemur í bókun fulltrúa meirihlutans verður ekki séð að fyrirspurninn eigi erindi á fund skipulags- og samgönguráðs. Vegna liða 1. og 2. í fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins má benda á að þegar ný borgarstjórn tók til starfa óskaði skrifstofa borgarstjórnar eftir ferilskrám allra borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa meiri- og minnihluta. Þær upplýsingar sem borgarfulltrúar hafa sent inn má nálgast á slóðinni reykjavik.is/borgarfulltruar.

  30. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi deiliskipulag fyrir nýjan Skerjafjörð         Mál nr. US190120

    Á fundi skipulags- og samgönguráðs 10. apríl 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sem spyr hvaða undirbúningsvinna og kannanir vegna fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði hafi kostað hingað til, þ.e. frá upphafi verksins til dagsins í dag. Jafnframt er beðið um upplýsingar um hvort samráð hafi verið haft við Umhverfisstofnun og önnur heilbrigðisyfirvöld varðandi eiturefni í jarðvegi frá tímum seinni heimsstyrjaldar og síðari framkvæmda ásamt starfsemi Skeljungs um árabil. Hefur verið gerð athugun varðandi mengun bæði af hávaða og útblæstri flugvéla vegna flugumferðar um Norður-suðurbrautina. Jafnframt hvort leitað var upplýsinga frá vísindamönnum sem skoða nú áhrif hlýnunar jarðar á m.a. yfirborð sjávar. hvaða vísindamenn hefur verið leitað upplýsinga hjá og við hvaða stofnanir starfa þeir. Bent er á skýrslu Sigurðar Sigurðarsonar, Lágsvæði - viðmiðunarreglur fyrir landhæð, apríl 2018, Vegagerðin. Að lokun er spurt hvort ekki sé hægt að minka byggingamagnið. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 30. júní 2019.
    Svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 30. júní 2019 lagt fram.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar eftirfarandi. Það er almennt afar hvimleitt að áfallt skuli vera ráðist á fjörurnar til að búa til land. Af hverju mega fjörur ekki fá að vera í friði? Á það skal minnst að það er óumdeilanlegt að sjávaryfirborð á eftir að hækka og varað hefur verið við að byggja á lágum svæðum. Ætlar borgin að hunsa álit sérfræðinga hér og fara gegn viðvörunum?. Af hverju hafa vísindamenn ekki verið spurðir en vitað er að margir eru uggandi. Flokkur fólksins álítur það mikið og alvarlegt ábyrgðarleysi hjá meirihlutanum í Reykjavík að hefja framkvæmdir á Skerjafjarðarsvæðinu án vitundar um hækkunnar sjávarmáls á svæðinu. Þeir sem taka í nútímanum ákvarðanir varðandi uppbyggingu á Skerjafjarðarsvæðinu munu ekki verða til staðar þegar og ef til hamfara komi á umræddu svæði. Þá liggur ekki ljóst fyrir atriði er varða mengun, hávaðamengun, byggingamagn og umferðaþungi. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af umferðarþunga ekki síst meðan á framkvæmdum stendur. Hafa skal í huga að borgarlína kemur ekki á næstunni enda mörgum spurningum enn ósvarað með hana og ekki er heldur fyrirsjáanlegt að flugvöllurinn fari næstu árin. Þá liggur ekki ljóst fyrir atriði er varða mengun, hávaðamengun, byggingamagn og umferðaþungi.

    Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skipulag mikilvægrar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis við Skerjafjörð er einstaklega vel undirbúið þar sem fagleg vinna og rannsóknir eru grundvöllur allrar ákvarðanatöku. Að þétta byggð er eitt stærsta umhverfsmál okkar tíma en með því takmörkum okkar eigin fótspor og sköpum grunn fyrir breyttar ferðavenjur sem er lykillinn að því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Öll atriði varðandi mengun, byggingarmagn og umferð liggja fyrir og verður því að teljast óvenjulegt að fulltrúi Flokks fólksins þekki skipulagið ekki betur en raun ber vitni.

    Fylgigögn

  31. Varanlegur regnbogi í Reykjavík, bréf frá borgarráði         Mál nr. US190200

    Lagt er fram bréf frá borgarráði dags. 12. júní 2019 vegna tillögu um varanlegan regnboga í Reykjavík. Einnig lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 1. júlí 2019.
    Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 1. júlí 2019 samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  32. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur         Mál nr. SN190323

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2019 vegna samþykktar borgarráðs frá 20. júní 2019 á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna íbúðarbyggðar og blandaðrar byggðar 2010-2020/2040. 

    Fylgigögn

  33. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, framfylgd lokun fyrir almennri bílaumferð Öskjuhlíðinni         Mál nr. US190221

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði leggja til að betur verði gengið eftir því að framfylgja lokunum fyrir almennri bílaumferð Öskjuhlíðinni
     
    Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Öskjuhlíð fjölsóttasta útivistarsvæði landsins. Hlið eru á þeim vegum sem liggja inn í hana sem takmarka eiga almenna bílaumferð en þau standa yfirleitt opin. Framfylgja þarf betur þessum lokunum, með betra eftirliti eða betri hliðum. Það eru ekki mörg svæði innan borgarinnar þar sem fólk getur stundað útiveru í ósnortinni náttúru án þess að komast í tæri við bílaumferð og því raski sem henni fylgir. Það er kominn tími til að gera Öskjuhlíðinni hátt undir höfði eins og hún á skilið.
    Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

  34. Tillögur frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190222

    Byrja á að auðvelda almenningssamgöngur og gera þær fýsilegan kost en ekki einblína á að hindra og tefja fyrir umferð. 
    Frestað.

  35. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190223

    Opna aftur fyrir að hægt sé að aka niður Laugaveginn og fjölga bílastæðum með því að fjarlægja eitthvað af þeim hindrunum sem settar hafa verið til að takmarka aðgengi þeirra sem koma í miðbæinn á bíl (fólk sem kemur oft langan veg, jafnvel úr öðrum bæjarfélögum eða utan af landi). Bílaumferð á Laugavegi hefur alltaf verið hæg og ekki valdið slysum. 
    Frestað.

  36. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190224

    Að hægt sé að aka upp Hverfisgötuna og til að auðvelda flæðið þarf að breyta Hafnarstræti úr einstefnugötu þannig að hægt sé að beygja út af Mýrargötu inn á Hafnarstræti og komast þannig annað hvort upp Hverfisgötuna eða suður Lækjargötuna. Við það myndi umferðarhnúturinn við Geirsgötu örugglega minnka mikið. Á háannatíma eru margir farnir að þræða sig í gegnum Þingholtin til að komast án vandræða til vinnu. Ef ein leið lokast þá reynir fólk að finna aðra. Kannski þróast mál nú þannig að aðalumferðaræðin verður í gegnum Þingholtin?
    Frestað.

  37. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190225

    Innleiða nýja hugsun sem gengur út á að minnka tafir fyrir alla. Að hugsa eða halda að það sé í lagi að tefja þá sem eru á bíl er röng hugsun og stríðir gegn jafnræðisreglunni.
    Frestað.

  38. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190226

    Láta af því sem stjórnvald að vilja velja samgöngumáta fyrir fólk.
    Frestað.

  39. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190227

    Nota tækni til að auka flæði. Skipta út stýrikerfi á umferðarljósum í borginni. Umferðarstýringakerfi á að vera þannig að það snýst um að lágmarka tafatíma hver og eins. Flæðistýring umferðarljósa er eitt aðaltækið til að bæta umferðina.
    Frestað.

  40. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190228

    Breyta hraðahindrunum þannig að á 50 km götu sé radar og myndavélar í staðin fyrir hraðahindrun nema fyrir framan skóla, þar sem börn fara yfir.
    Frestað.

  41. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190229

    Það er óþarfi að loka Lækjargötunni með þeim hætti sem nú er gert vegna framkvæmda, vinnusvæði þar gæti verið mun minna. Aðstæður þar núna skapa slysahættu.
    Frestað.

  42. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190230

    Skoða að leggja af stöðumæla og setja þess í stað bílastæðaklukkur. Í því myndi vera mikill sparnaður og hagræðing. Klukkur og nemar er það sem reynst hefur best annars staðar.
    Frestað.

  43. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, umferðarmál         Mál nr. US190231

    Einfalda aðkomu og aðgengi að bílastæðahúsum. Margir eldri borgarar og ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, aðkoma virkar flókin og fólk óttast að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu. 
    Frestað.

  44. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði leggja það til að lagfæring verði gerð á gatnamótum Hallsvegur/Víkurvegur þar þarf að fara fjórum sinnum yfir götu til að þvera veginn. Þarna eru engar sebrabrautir og engin gönguljós. Fulltrúarnir leggja það til að þarna verði setta sebrabrautir eða gönguljós til þess að auka öryggi þeirra sem eru gangandi og hjólandi líkt og er á öðrum sambærilegum gatnamótum í Grafarvogi.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

    (C) Fyrirspurnir

  45. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, settar verði upp öryggis og eftirlitsmyndavélar við aðkomu/innkeyrslugötur hverfa.         Mál nr. US190233

    1. Ljóst er að vilji er hjá íbúasamtökum sumra hverfa fyrir því að hverfa. Þetta er hugsað sem svar við tíðum innbrotum í heimahús og bifreiðar íbúa í vissum hverfum. Óskað er eftir leiðbeiningum um hvernig staðið skuli að umsókn um leyfi fyrir uppsetningu slíks búnaðar og hvaða reglur gilda um slíkt. 2. Hafa sambærilegar umsóknir verið lagðar fram áður af hálfu íbúasamtaka eða annara aðila? Ef svo er , hver var afgreiðsla þeirra umsókna/beiðna? 3. Hefur Reykjavíkurborg sett upp slíkan búnað? Ef svo er hvar?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.