Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 35

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 17. apríl, var haldinn 35. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 15:53. Viðstödd voru Hjálmar Sveinsson, Geir Finnsson, Alexandra Briem, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Glóey Helgudóttir Finnsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2019. 

    Fylgigögn

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN180292

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða. Kynning stóð til og með 28. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Íbúafélagið Vinir Saltfismóans dags. 7. maí 2017, Guðjón Friðriksson dags. 22. maí 2018, Veðurstofa Íslands dags. 23. maí 2018, Hildur Friðriksdóttir dags. 23. maí 2018, Adeline Tracz dags. 23. maí 2018, Hrafnhildur Margrét Bridde dags. 23. maí 2018, Guðbjörg Pálsdóttir dags. 23. maí 2018, Þórdís Sigurðardóttir dags. 23. maí 2018, Arnar Erlingsson, dags. 24. maí 2018, Kristján Ari Arason dags. 24. maí 2018, Gerður Bjarnadóttir dags. 24. maí 2018, Guðný Helga Gunnarsdóttir dags. 24. maí 2018, Kristín Norðdahl dags. 24. maí 2018, Barði Jóhannsson dags. 24. maí 2018, Ólafur Þór Gunnarsson dags. 24. maí 2018, Dóra S. Gunnarsdóttir dags. 25. maí 2018, Kári G. Schram dags. 25. maí 2018,  Sigríður Guðmundsdóttir f.h. sóknarnefndar Háteigssóknar dags. 25. maí 2018, Sara Ósk Ársælsdóttir, dags. 26. maí 2018, Helga Soffía Konráðsdóttir dags. 26. maí 2018, María Dóra Björnsdóttir f.h. íbúa í Skipholti 42 dags. 26. maí 2018, Bjarni Bjarnason dags. 26. maí 2018, Guðmundur Fannar Guðjónsson dags. 27. maí 2018, Hugrún Magnúsdóttir dags. 27. maí 2018, Guðrún Helga Teitsdóttir dags. 27. maí 2018, Inga Birgitta Spur dags. 27. maí 2018, Kolbrún S. Ásgeirsdóttir og Sunna Dögg Ásgeirsdóttir f.h. Vina Vatnshólsins, nafnalisti 55 íbúa í nágrenni Sjómannaskólareitsins, dags. 27. maí 2018, Birgir Þórisson, 
    Magdalena M. Hermannsdóttir og Silja Björk Huldudóttir f.h. húsfélagsins að Nóatúni 31 dags. 27. maí 2018, Lóa Margrét Hauksdóttir dags. 27. maí 2018, Hrafnhildur Ragnarsdóttir f.h. íbúa í Skipholti 36 dags. 27. maí 2018, Jóhannes Ingi Bjarnason dags. 27. maí 2018, Eiríkur Sigurðsson dags. 27. maí 2018, Petra Bragadóttir f.h. íbúa í Stigahlíð, undirskriftalisti 58 íbúa, dags. 27. maí 2018, Ath. Tryggvi Sch. Thorsteinsson f.h. Íbúasamtaka 3. hverfis, Hlíða, Holta og Norðurmýrar dags. 27. maí 2018, Gerður Sveinsdóttir f.h. húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 27. maí 2018,  Daníel Gunnarsson f.h. íbúa Nóatúni 29 dags. 27. maí 2018, Marcos Zotes dags. 27. maí 2017, Þröstur Ingólfur Víðisson f.h. Húsfélagsins Nóatúni 27 dags. 28. maí 2018, Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir f.h. leikskólans Klambra dags. 28. maí 2018, Gísli Baldur Róbertsson dags. 28. maí 2018, Málflutningsstofa Reykjavíkur f.h. Eggerts Árna Gíslasonar og Petru Bragadóttur dags. 28. maí 2018 og Sveinn Skúlason, Erna Valsdóttir, 
    Arna Sveinsdóttir, Brynjar Sveinsson dags. 28. maí 2018, Skipulagsstofnun dags. 30. maí 2018, Minjastofnun Íslands dags. 1. júní 2018, hverfisráð Hlíða dags. 4. júní 2018, Mosfellsbær dags. 22. maí 2018, Garðabær dags. 3. júlí 2018 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. ágúst 2018.
    Einnig er lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2019 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða.

    Kl. 9:26 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum. 

    Samþykkt að kynna drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Áheyrnarfulltrúinn Þór Elís Pálsson bókar:
    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bendir á áhyggjur íbúa í nágrenni svæðisins vegan uppbyggingar á reitnum muni auka talsvert umferðarþunga á svæðinu og leggur því til að íbúðamagnið verði minnkað í þeim tilgangi að mæta þeim ábendingum. Íbúar á svæðinu hafa einnig áhyggjur af minnkun grænna svæða og þá aðallega því sögulega svæði, Saltfisksmóar. Með því að taka tillit til ábendinga íbúa og þannig virkja íbúalýðræðið í borginni, þá leggur Flokkur fólksins til að fyrirhugaðar byggingar norðan og vestan við Stýrimannaskólann verði teknar út úr skipulaginu og ekki byggðar heldur verði svæðið opnað og þannig varðveitist betur Saltfiskmóarnir. Einnig verður ásýnd Stýrimannaskólans opnari og útsýni úr sjálfri byggingunni helst til norð-vesturs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190246

    Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2019 vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Breytingin nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg.
    Verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt til kynningar og umsagnar skv. 1. mgr 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lambhagavegur 7, breyting á deiliskipulagi     (02.647.5)    Mál nr. SN190079
    660917-1600 Lambhagavegur 7 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
    581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar-Halla, atvinnusvæði, vegna lóðarinnar nr. 7 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að stækka byggingareit á 1. hæð/jarðhæð um 10 metra til austurs allt að lóðarmörkum og stækkun um 10 metra á norður- og suðurhlið. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. KRark dags. 12. júní 2018 br. 10. apríl 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendur athugasemdir: Veitur ohf. dags. 27. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019. 
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019 og lagfærðum uppdr. KRark dags. 12. júní 2018 br. 10. apríl 2019. 

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna Gefjunarbrunnur 10, 11 og 12 og Iðunnarbrunnur 10 og 12     (02.6)    Mál nr. SN190094

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 10, 11 og 12 við Gefjunarbrunn og 10 og 12 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst lítilsháttar stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. febrúar 2019 til og með 22. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásdís Lúðvíksdóttir dags. 17. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. apríl 2019. 
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagfulltrúa dags. 12. apríl 2019. 

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut         Mál nr. SN190115
    471107-0180 Andrúm arkitektar ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Andrúms arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austan Suðurgötu, vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut. Í breytingunni felst að fjölga stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu með stækkun á Gamla Garði með viðbyggingu og hugsanlegri nýtingu Stapa sem stúdentaíbúða, samkvæmt uppdr. Andrúms arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar íslands dags. 15. apríl 2019 og hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofunnar Eflu dags. 15. febrúar 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN190205
    470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
    431005-0690 P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 22. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreita, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, að reisa einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið hússins með þaksvölum og gera inndregna þakhæð, tengibyggingu á millibyggingu milli hornhúss og risshúss, með kvisti til suðurs úr mænisþaki sem veitir aðgang að þaksvölum sem verða yfir endahúsinu, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 22. mars 2019. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 12. nóvember 2018 og 25. mars 2019 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi     (01.862.3)    Mál nr. SN190241
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt og hann stækkaður, byggingarmagn er aukið, lóðinni er skipt upp og afmörkuð er sér lóð fyrir spennistöð og almennur göngustígur sem liggur gegnum lóðina að norðanverðu flyst til norðurs vegna viðbyggingar norðan við núverandi hús, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. apríl 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  9. Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.780.4)    Mál nr. SN190243
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 11. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir fjórar færanlegar kennslustofur austan við skólann ásamt tengibyggingu, samkvæmt uppdr. arkitektastofunnar OG ehf. dags. 11. apríl 2019, byggingarmagn eykst sem því nemur.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Anna María Benediktsdóttir verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2 og 4, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180798
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
    490916-0670 Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags. 14. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar einingu G vegna lóðanna nr. 3-5 við Spöngina og 2 og 4 við Móaveg. Í breytingunni felst að koma fyrir djúpgámum á lóð í stað sorpskýla og hækka hámarkshæð hjólaskýla úr 3,0 m. í 4,5 m., samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 13. nóvember 2018, síðast breytt 2. apríl 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgigögn

  11. Elliðabraut 4-22, breyting á deiliskipulagi     (04.772.3)    Mál nr. SN190121
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
    530214-0870 Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 28. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-22 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka afmörkun deiliskipulags að Breiðholtsbrautinni að núverandi göngustíg frá undirgöngum úr Víðidal að Björnslundi og að hringtorgi við Þingtorg, gera hljóðmön og göngu- og hjólastíg milli Breiðholtsbrautar og Elliðabrautar 4-22, fjölga íbúðum við Elliðabraut 12-22, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 14. febrúar  2019, síðast breytt 12. apríl 2019.  Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 19. mars 2019. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1016 frá 9. apríl 2019.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  13. Miðbakkinn 2019, afþreyingarsvæði         Mál nr. US190123

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 þar sem óskað er heimildar til áframhaldandi vinnu við undirbúning á lifandi afþreyingarsvæði í sumar á Miðbakka á grundvelli kynntrar tillögu. Til stendur að gera Miðbakkann að torgi, sem er liður í því að endurheimta almenningssvæði sem hafa farið undir bílastæði, nú þegar bílakjallarinn undir Austurhöfn opnar í vor. Í sumar verða ýmis tímabundin verkefni sett upp á svæðinu með fjölbreyttri notkun sem henta fjölskyldunni allri.
    Samþykkt.

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka.
    Meirihluti skipulags- og samgönguráðs fagnar því að Miðbakkinn verði gerður að lifandi afþreyingarsvæði strax í sumar í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 5. mars um endurheimt almenningssvæða á Miðbakka.

    Fylgigögn

  14. Steinbryggja, Heimild til endanlegrar verkhönnunar         Mál nr. US190124

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 þar sem óskað er heimildar til að ljúka verkhönnun á Steinbryggju á grundvelli kynntrar tillögu.
    Samþykkt.

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka.
    Það er sannkallað ánægjuefni að sjá hversu vel miðar að útfæra verkhönnun á varðveislu gömlu steinbryggjunnar. Hér skapast einstakt tækifæri til að flétta saman merkar minjar úr atvinnusögu borgarinnar við uppbyggingu nýs hafnarhverfis.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar varðandi hönnun og framkvæmd á umgerð um Steinbryggjuna
    Flokkur fólksins áréttar að við hönnun á umgjörð um Steinbryggjuna að gerð verði raunhæf kostnaðaráætlun og samið fyrirfram við verktakann sem nú er með verkframkvæmdir. Sérstaklega í ljósi sögunnar varðandi framkvæmdir á vegum borgarinnar síðustu ára.

    Fylgigögn

  15. Elliðaárdalur við Reykjanesbraut, göngu- hjólastígur verkhönnun         Mál nr. US190122

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 með ósk um heimild til verkhönnunar á aðskildum göngu- og hjólastíg samsíða Reykjanesbraut frá Fagrahvammi í Elliðaárdal að undirgöngum undir Stekkjarbakka. 
    Samþykkt.

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka:
    Stígagerðin er hluti af hjólreiðaáætlun og aðgerðaáætlun Græna netsins og mikilvægt að hönnunin og framkvæmdin taki mið af því. 

    Fylgigögn

  16. Eiðsgrandi,          Mál nr. US190121

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 með ósk um heimild til verkhönnunar á aðskildum göngu- og hjólastíg samsíða Eiðsgranda frá Hringbraut að sveitarfélagsmörkum Seltjarnarness. 
    Samþykkt.

    Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka. 
    Stígagerðin er hluti af hjólreiðaáætlun og aðgerðaáætlun Græna netsins og mikilvægt að hönnunin og framkvæmdin taki mið af því.

    Fylgigögn

  17. Laufásvegur 71, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190128

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 2. apríl 2019 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Laufásveg 71  bílnúmer SXL 39 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. apríl 2019. 
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  18. Ljósheimar 2, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190127

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 2. apríl 2019 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Ljósheima 2 bílnúmer ARP 97 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. apríl 2019. 
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  19. Ægisgata 10, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US190126

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 2. apríl 2019 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Ægisgötu 10, Nýlendugötumeginn bílnúmer BLA 34  sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. apríl 2019. 
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  20. Dugguvogur 8-10, kæra 76/2018, umsögn, úrskurður     (01.454.0)    Mál nr. SN180402
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. maí 2018 ásamt kæru dags. 22. maí 2018 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 27. apríl 2018 á umsókn um byggingarleyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 14. september 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. apríl 2019. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. maí 2018 um að synja umsókn um leyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

    Fylgigögn

  21. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, samráð vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna.
             Mál nr. US190132
    Lögð fram tillaga Flokks fólksins gerir skýlausa kröfu um samráð vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna.
    Flokkur fólksins leggur til að komið verði á markvissu samráði við rekstrar- og hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunar verslunargatna í miðborginni. Meirihluti borgarinnar er með þessari ákvörðun sinni að valta yfir á þriðja hundrað rekstraraðila við Laugaveg sem hafa með undirskrift sinni mótmælt þessari ákvörðun og óttast um afkomu sína. Með því að keyra þessa ákvörðun í gegn í óþökk og í andstöðu svo margra sem eiga hagsmuna að gæta er yfirvofandi stór ágreiningur og hugsanleg kostnaðarsöm málaferli gagnvart Reykjavíkurborg. Flokkur fólksins fer fram á að tekið verði tillit til þeirra undirskrifta sem afhentar voru borgarstjóra fyrir borgarstjórnarfund 2. apríl s.l. þar sem um 90% rekstraraðila sýndu andstöðu sína í verki varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir? Jafnframt hafa samtök eldri borgara og öryrkja lýst stórum áhyggjum sínum um aðgengi þeirra að þessum rótgrónu verslunargötum. Í drögum meirihlutans að Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar segir: Borgarbúar eiga að hafa skýran og skilgreindan rétt til að fara fram á að grípa inn í ákvarðanir. Miklar líkur eru á að hér sé verið að brjóta sveitarstjórnarlög. Flokkur fólksins trúir því að setjist aðilar niður verði hægt að sætta sjónarmið og aðlaga verslunargötur miðborgarinnar að þörfum borgarbúa bæði í nútíð og framtíð. 
    Tillögunni fylgir greinargerð. 
    Frestað. 

Fundi slitið klukkan 11:55

Hjálmar Sveinsson Alexandra Briem

Marta Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir