Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 30

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 6. mars, var haldinn 30. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09.06. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Daníel Örn Arnarson, Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 22.  febrúar og 1. mars 2019.

    Fylgigögn

  2. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.141.1)    Mál nr. SN190034
    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Lögð fram umsókn Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að tengigangur á 2. hæð milli Skála (Kirkjustræti 12) og nýbyggingar á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu er breytt þannig að brot kemur á hann á móts við tengibyggingu í Kirkjustræti 8B og gengur hann þaðan á ská yfir reitinn að Nýbyggingu, skarð í nýbygginguna að Vonarstræti sem gengur inn að inngarði er stækkað og lóðarmörk vestan Vonarstrætis 10 eru færð um 60 cm. þannig að lóðin minnkar um 15 fm., samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 8. janúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda að Vonarstræti 10 dags. 30. janúar 2019.
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgigögn

  3. Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN190104

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst í að rýmka heimildir iðnaðartarfsemi á tiltekinni lóð í samræmi við aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið sem verður auglýst samhliða o.fl. Jafnframt er gert ráð fyrir lóð undir veitumannvirki við norðvesturenda svæðisins, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 13. febrúar 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag     (32.45)    Mál nr. SN180266
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. janúar 2019 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulagið sem felast í að stofnunin telur deiliskipulagið ekki samræmast Aðalskipulagsi Reykjavíkur 2010-2030, ekki liggi fyrir hvernig veitum verði háttað fyrir lóðina og ekki liggi fyrir umsögn heilbrigðiseftirlits varðandi mögulegar lausnir ef ekki verður hægt að tengjast fyrirliggjandi veitum. Einnig bendir stofnunin á mikilvægi þess að samningar liggi fyrir um aðkomu og sama á við um veitur eftir atvikum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. febrúar 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjvíkur dags. 18. febrúar 2019, lagf. uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 11. september 2018 breytt 18. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2019.
    Samþykkt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190084
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir nýtt lokahús norðan við Breiðholtbraut neðan við þingás, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 8. febrúar 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag     (01.45)    Mál nr. SN180390
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2019 þar sem stofnunin ítrekar að hún telur að áform um stækkun smábátahafnarinnar séu í ósamræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019.
    Samþykkt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: Skipulagsstofnun taldi þörf á ítarlegum rannsóknum vegna áformaðra landfyllinga. Þeim hefur ekki verið lokið. Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif þessar framkvæmdir og stórfelldar landfyllingar hafa á lífríki Elliðaáa. Þá segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar að nauðsyn sé að skoða vatnasvið Elliðaáa í heild. Það hefur ekki verið gert. Á meðan svo er rétt að bíða með frekari samþykktir. Þess er óskað að fá kynningu á þeim rannsóknum sem kunna að vera í gangi. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata taka undir að ítarlegri rannsókna sé þörf og að lenging hafnargarðsins geti verið á viðkvæmu svæði með tilliti til lífríkis Elliðaáa. Einmitt þess vegna er verið að falla frá stækkun hafnargarðsins. Ekki stendur til að fara í auknar landfyllingar við ósa Elliðaá fyrr en allar rannsóknir um möguleg áhrif þeirra liggja fyrir.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Úlfarsárdalur - breyting vegna reits A, breyting á deiliskipulagi vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, Gæfutjarnar 20-24 og 26-28 og Silfratjarnar 2-4     (02.6)    Mál nr. SN190118
    490916-0670 Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags hses. dags. 21. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna Skyggnisbrautar 25-27 og 29-31, Gæfutjarnar 20-24 og 26-28 og Silfratjarnar 2-4. Í breytingunni felst að bæta við 10 bílastæðum, þar af eru 7 bílastæði staðsett ómerkt í göturými Silfratjarnar, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2019.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi     (01.193.4)    Mál nr. SN180076
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    440417-1240 Snorrahús ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018 uppf. 30. ágúst 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018. Erindi er lagt fram að nýju ásamt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrætti dags. 4. október 2018. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snorrabúð ehf og Feld verkstæði ehf. dags. 3. janúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram samþykki Snorrabúðar ehf og Feld verkst. dags. 24. janúar 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
    640517-0850 EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
    531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 23. október 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, afrit af bréfi Láru Áslaugar Sverrisdóttur dags. 4. febrúar 2018 og 16. mars 2018 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 23. nóvember 2018 til og með 7. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Nína Petersen dags. 31. desember 2018, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 2. janúar 2019, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 3. janúar 2019, Guðrún S. Gröndal og Þuríður Vigfúsdóttir f.h. aðgerðarhóps íbúa við Furugerði og Espigerði dags. 3. janúar 2019, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 4. janúar 2019, Ingibjörg Halldórsdóttir f.h. íbúa að Furugerði 10 og 12, dags. 4. janúar 2019, Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir dags. 6. janúar 2019, Viðar Hjartarson og Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, dags. 6. janúar 2019 og Garðar Friðrik Harðarson dags. 7. janúar 2019. 
    Athugasemdir kynntar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn tekur heilshugar undir athugasemdir íbúa hvað varðar fjölda íbúða í fyrirhuguðu breyttu deiliskipulagi við Furugerði, með tilheyrandi vandamálum sem ljóst er að fylgja.
    Að fjölga íbúðum úr 4 – 6 í 32 er ekki ásættanlegt.
    Miðflokkurinn leggur til að fundin verði lausn í sátt við íbúa, td. með fækkun íbúða, lækkun bygginga ofl. 

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Veltusund 3B, breyting á deiliskipulagi     (01.140.2)    Mál nr. SN190068
    610313-0190 Lögmenn Sundagörðum ehf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni  um endurupptöku frá 22. mars 2018. Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins. Einnig er lagt fram minnisblað Daða Björnssonar ódags., úttekt á hlutfalli húsrýmis í notkun til gistiþjónustu Kvosinni dags. 15. apríl 2018 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019.
    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar sjálfstæðisflokksins sitja hjá og bóka: Miklar breytingar hafa verið á heimildum vegna gististarfssemi í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum. Fjölmargir aðilar hafa unnið að gerð gistiíbúða og fengið samþykktar teikningar hjá borginni. Ástæða er til að endurskoða þær reglur sem í gildi eru með tilliti til þeirrar stöðu sem er í miðborginni. Hætta er á að fjölmargar einingar nýtist illa sem íbúðir og sé bannað að nýta í gistingu. Slíkt gagnast engum. Rétt væri að skoða aðlögun að breyttum veruleika með heildstæðri endurskoðun. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn telur að teknu tilliti til bæði forsögu málsins samkvæmt bréfi lögmanns og sanngirnissjónarmiða að rétt sé að samþykkja umsókn Lögmanna Sundagörðum dags. 22. mars 2018, f.h. lóðarhafa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3B við Veltusund, samkvæmt beiðni um endurupptöku frá 22. mars 2018. 
    Í breytingunni felst að heimilt er að vera með gististarfsemi á efri hæðum hússins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Flokkur fólksins leggur til að hlustað verði að athugasemdir íbúa í við Furugrund og tekið tillit til þeirrar umræðu er fram fór í Skipulags- og samgönguráði á fundi 30 6. mars 2019. Jafnframt er bent á að byggingamagnið sé of mikið og að nægjanlegt sé að húsin verði aðeins tveggja hæða. Ef um slétt þak á húsunum er að ræða þá er lagt til að hannaður verði garður ofan á húsunum, íbúum þeirra til yndisauka, þar sem lítill möguleiki er á að hafa suðurgarða fyrir framan húsin við Bústaðaveg.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka: „Umhverfis og skipulagsráð samþykkti í byrjun árs 2015 ákvæði um að há¬mark hót¬el- og gist¬i¬rým¬is í Kvos¬inni mætti ekki vera meira en 23% af fer¬metra¬fjölda hús¬anna á svæðinu. Það stuðlar að nauðsynlegum fyrirsjáanleika fyrir íbúa, uppbyggingaraðila og atvinnulíf. Mikilvægt er að borgaryfirvöld haldi þeirri stefnu sem þarna var tekin. Við teljum mikilvægara að standa vörð um íbúðir fyrir þá sem hér búa og starfa en að fjölga hótel og gistirýmum.“

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Hlemmur, reitur 1.240.0, lýsing     (01.2)    Mál nr. SN190145

    Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. mars 2019, vegna nýs deiliskipulags reits 1.240.0 Hlemmur í kjölfar hugmyndasamkeppni um svæðið, sem felst í endurskipulagningu svæðisins fyrir forgangsakreinar hágæða almenningssamgangna, ný gatnamót við Snorrabraut/Bríetartún, nýtt torg og göngugötur, afmörkun byggingarreitar fyrir flutningshúsið Norðurpóll og nýrra léttra mannvirkja fyrir verslun og þjónustu og ný afmörkun deiliskipulagsreita á svæðinu.   
    Samþykkt með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Vísað til borgarráðs.

    Jón Kjartan Ágústsson og Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu     (01.63)    Mál nr. SN180864
    420104-2350 Vísindagarðar Háskóla Ísl ehf., Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Ask Arkitekta ehf. dags. 14. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðanna nr. 15-19 og 21 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst breyting á kröfum um fjölda bílastæða á lóðunum og samnýtingu bílageymslu á lóð nr. 21 við Sæmundargötu, felld er niður krafa um ramp í bílakjallara á lóð nr. 19 við Sæmundargötu og felldur er niður dálkur í nýrri skilmálatöflu um heildarfjölda bílastæða á lóðunum auk þess sem dálkur með C-rýmum er felldur niður, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 14. desember 2018.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  13. Hjólreiðaáætlun 2015-2020, Stöðumat         Mál nr. US190064

    Hjólreiðaáætlun 2015-2020 
    Kynning á stöðu helstu mælikvarða Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar 2015-2020.
    Kynnt.

    Ólöf Kristjánsdóttir og Bjarni Rúnar Ingvarsson frá mannviti taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (B) Byggingarmál

  14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 1009 frá 19. febrúar 2019 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1010 frá 26. febrúar 2019.

     (C) Fyrirspurnir

    Fylgigögn

  15. Elliðabraut 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN190039
    500310-0490 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

    Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 16. janúar 2019 ásamt greinargerð dags. 16. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar sr. 2 við Elliðabraut sem felst stækkun lóðarinnar og breyting á nýtingarhlutfalli og notkun, reisa verslunarhús á lóðinni og flytja til, innan lóðar, fjölorkustöð sem fyrir er á lóðinni, samkvæmt tillögu DAP ehf. dags. í janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2019.
    Vísað til borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  16. Brautarholtsstígur, breikkun stígs         Mál nr. US190067

    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgöngustjóra dags. 21. febrúar 2019 þar sem lagt er til að stígur sem fyrirhugað er að gera meðfram Brautarholtsvegi verði 2 m breiður en áður var gert ráð fyrir að hann yrði 1,5m breiður. 
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Katrínartún/Guðrúnartún, Bann við vinstribeygjum         Mál nr. US190068

    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra dags. 21. febrúar 2019 að sett verði bann við því að taka vinstribeygju frá Katrínartúni á gatnamótum við Guðrúnartún og að einungis verði heimilt að beygja til hægri frá Guðrúnartúni á gatnamótum við Katrínartún.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  18. Skeiðarvogur 109, málskot     (01.436.1)    Mál nr. SN190140
    140472-5309 Steinunn Rósa Einarsdóttir, Skeiðarvogur 109, 104 Reykjavík

    Lagt fram málskot Steinunnar Rósu Einarsdóttur og Kristjáns Sturlaugar Ingólfssonar dags. 27. febrúar 2019 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 109 við Skeiðarvog sem felst í að gera byggingarreit fyrir 40 fm. smáhýsi á lóð. Einnig eru lögð fram kynningargögn ódags. 
    Neikvæð afgreiðsla skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019 staðfest.

    Fylgigögn

  19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

    Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í desember 2018.

    Fylgigögn

  20. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US190071

    Lagt er fram yfirlit ferðakostnaðar á umhverfis- og skipulagssviði frá október til desember 2018.

    Fylgigögn

  21. Minningarreitur, fórnarlömb umferðarslysa         Mál nr. SN190096
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
    580417-0780 Samgöngu- og sveitarstjórnarrá, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 22. nóvember 2018 á eftirfarandi tillögu borgarstjóra: Lagt er til að erindi samgönguráðherra um minningarreit um þá sem hafa látist í umferðarslysum verði vísað til umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs til jákvæðrar meðferðar þar sem m.a. verði horft til heppilegrar staðsetnigar til framtíðar litið. 
    Vísað til  umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa til meðferðar.

    Fylgigögn

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, lagastoð eða reglur um innviða og byggingarréttargjaldgjald í Reykjavík:         Mál nr. US180285

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins Ásgerðar Jónu Flosadóttur um lagastoð eða reglur um innviða og byggingarréttargjaldgjald í Reykjavík Innviðagjald er eitt gjalda sem Reykjavíkurborg innheimtir. Þetta gjald á mér vitanlega sér ekki stoð í lögum eða reglum og óljóst er hver tilgangur þess er.  
    1. Hver er tilgangur gjalda eins og Innviðagjalds, þ.e. til hvaða verkefna á gjaldið að fara.
    2.  Hvers vegna ætti að rukka oftar en einu sinni fyrir slíka innviði?
    3.  Hvað gerist ef aðili í svokölluðum frjálsum einkaréttarlegum samningum við Reykjavíkurborg neita að greiða gjald sem ekki á sér stoð í lögum og á sér ekki skýran tilgang, neitar greiðslu.  Er raunin þá sú að málin eru ekki tekin fyrir, eða ekki afgreidd, eða hvort tveggja?
    4. Eru líkur á því að aðilar hafi litið svo á að mál þeirra hefðu ekki fengið brautargengi nema með því að fallast á þessi gjöld?
    5. Er gert virðismat á verkefnum við ákvörðunartöku verkefna í borginni, þ.e. að verkefni sem eru stórkostlega hagkvæm borginni fái fókus og framgang og styrki þannig tekjustraum borgarinnar?
    6. Ef tafirnar sem eru að efnast í þessu máli vegna ýmiskonar æfinga í kring um innviðagjöld og aðra fjárhagslega þætti sem minna máli skipta, kosta borgina vel á þriðju milljón króna á hverjum vinnudegi ef tekið er tillit til tekjumöguleika borgarinnar með nýju skipulagi á Heklureit, eða 576 milljónir á ári hverju sem málin tefjast
    Einnig er lögð fram greinargerð. 
    Lögð fram umsögn skrifstofu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. febrúar 2019.
    Lagt fram. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Það er mjög dapurlegt að verið sé að afvegaleiða umræðu um innviðagjöld, sér í lagi þegar fyrir liggur lögfræðiálit frá LEX lögmannsstofu, dagsett 15. febrúar 2017. 

    Þar kemur fram að um innviðagjöld og byggingaréttargjöld gilda ekki sömu lögmál. 

    Vísað er í dóm Hæstaréttar er varðar byggingarétt, innviðagjöld og einkaréttarlega  gjörninga sveitafélaga.

    Það er ótrúleg blekking að nú tveimur árum eftir að lögfræðiálitið er birt skuli þessum tveimur málum, byggingarétti og innviðagjaldi,  enn verið blandað saman af Reykjavíkurborg og það í svari til kjörinna fulltrúa.

    Í svari borgarlögmanns frá 9. febrúar 2017 kemur fram að borgin teldi sig ekki þurfa lagaheimild til töku innviðagjaldanna og að þau væru hvorki skattur né gjöld og að innviðagjöldum væri ætlað að mæta kostnaði sem fælist í gerð nýrra gatna og lagnakerfa, færslu gatna og lagna, gerð stíga, torga, opinna svæða byggingu skóla og s.frv. 
    Þær lagaheimildir eru allar til staðar nú þegar. 

    Allt bendir til að innviðagjaldið sé ólögmætt, því ekki er lagastoð fyrir innheimtu þess. Innviðagjaldið er að stórum hluta, almennt tekjuöflunartæki Reykjavíkurborgar til viðbótar við þá tekjustofna sem ákvarðaðir eru samkvæmt lögum. Verði innviðagjaldið dæmt ólögmætt gætu lóðarhafar krafist endurgreiðslu eða skaðabóta. Rétt skal vera rétt.

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Innviðagjöld         Mál nr. US180347

    Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er  upplýsinga um þau innviðagjöld sem lögð hafa verið á lóðarhafa í Reykjavík frá árinu 2010, þ.e. umsamda þátttöku lóðarhafa í innviðagerð, umfram þá þátttöku sem felst í greiðslu byggingaréttargjalds. Hvaða viðmið eru notuð við útreikning gjaldsins á hverju svæði? Með hvaða hætti felur umsamið innviðagjald í sér kvaðir og önnur skilyrði á lóðarhafa, umfram innheimtu tiltekinna fjárhæða?

    Óskað er eftir sundurliðun á þeim fjárhæðum sem innheimtar hafa verið hjá hverjum einstökum lóðarhafa í kjölfar einkaréttarlegra samninga á tímabilinu. Eins er óskað sundurliðunar á öðrum umsömdum fjárhæðum innviðagjalds sem þó hafa ekki enn verið innheimtar. Loks er óskað upplýsingar um hugsanlega yfirstandandi samningsgerð við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds, án þess þó að samningar hafi verið undirritaðir. 

    Kallað er eftir afritum af öllum einkaréttarlegum samningum sem gerðir hafa verið við lóðarhafa á tímabilinu um innheimtu innviðagjalds. Auk þess er óskað rökstuðnings á því hvernig umhverfis- og skipulagssvið telur innheimtu innviðagjalds samræmast lögum.
    Einnig er lögð fram umsögn  skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. febrúar 2019.
    Frestað.

    Fylgigögn

  24. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, tillaga um hitakort á göngu- og hjólastíga í borginni.         Mál nr. US190042

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að svonefnd hitakort, sbr. t.d. Strava Global Heat Map, verði höfð til hliðsjónar við ákvörðun forgangsröðunar snjóruðnings göngu- og hjólastíga í borginni. Tillögunni fylgir greinargerð.
    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs dags. 19. febrúar 2019. 
    Lagt fram. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Tillaga borgarf. Samfylkingarinnar,Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, mat á vinningstillögu um almenningslistaverk í Vogabyggð         Mál nr. US190069
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2019 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. febrúar 2019 á tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um mat á vinningstillögu um almenningslistaverk í Vogabyggð.
    Vísað til  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  26. Ægisíða 44, kæra 11/2019, umsögn     (01.555)    Mál nr. SN190112
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. febrúar 2019 ásamt kæru dags. 19. febrúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2019 um að veita byggingarleyfi á lóð nr. 44 við Ægisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  27. Hallarmúli 2, kæra 5/2019, umsögn     (01.261.1)    Mál nr. SN190035
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  28. Hallarmúli 2, kæra 6/2019, umsögn     (01.261.1)    Mál nr. SN190036
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. febrúar 2019.

    Fylgigögn

  29. Blesugróf 12, kæra 13/2019     (01.885.5)    Mál nr. SN190132
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. febrúar 2019 ásamt kæru mótt. 25. febrúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2018 um að gefa út byggingarleyfi vegna byggingu parhúss með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf.

    Fylgigögn

  30. Fálkagötureitur vegna Þrastargötu 1 og 5, kæra 134/2017, umsögn     (01.55)    Mál nr. SN170856
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna Þrastargötu nr. 1 og 5. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. janúar 2018 og bráðabirgða úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. febrúar 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. febrúar 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. september 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðanna Þrastargötu 1 og 5.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss á lóð nr. 5 við Þrastargötu er felld úr gildi.

    Fylgigögn

  31. Sóleyjargata 13, kæra 147/2017, umsögn, úrskurður     (01.185.0)    Mál nr. SN180019
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindamála dags. 20. desember 2017 ásamt kæru dags. 20. desember 2017 þar sem kærð er synjun á umsókn um endurbyggingu á bílskúrsbyggingu við Sóleyjargötu 13. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. febrúar 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. nóvember 2017 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir endurgerð bílskúrs að Sóleyjargötu 13.

    Fylgigögn

  32. Þrastargata 1-11, nr. 5 - kæra 8/2019, umsögn, úrskurður     (01.553.1)    Mál nr. SN190052
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2019 ásamt kæru dags. 24. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2019 um útgáfu byggingarleyfis að Þrastargötu 1-11, hús nr. 5. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. febrúar 2019, viðbótar athugasemdir kæranda dags. 13. febrúar 2019 og viðbótar umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. febrúar 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. febrúar 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. september 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðanna Þrastargötu 1 og 5.
    Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á milli núverandi íbúðarhúss og geymsluhúss á lóð nr. 5 við Þrastargötu er felld úr gildi.

    Fylgigögn

  33. Langholtsvegur 43-45 og 47, breyting á deiliskipulagi     (01.357.0)    Mál nr. SN180840
    541105-0420 Ljósið styrktarfélag krabbmeins, Ægisíðu 78, 107 Reykjavík
    690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðanna nr. 43-45 og 47 við Langholtsveg.

    Fylgigögn

  34. Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi     (01.280.1)    Mál nr. SN180731
    490998-2179 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík
    691209-1480 Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri-Safamýri  lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri.

    Fylgigögn

  35. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN180683
    510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. um endurauglýsingu á nýju deiliskipulagi  fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46.

    Fylgigögn

  36. Veðurstofuhæð, nýr mælireitur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN190082

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. um auglýsingu á nýju deiliskipulagi  fyrir  Veðurstofuhæð vegna nýs mælireitar. Í tillögunni felst að skilgreind er ný afmörkuð lóð fyrir nýjan mælireit Veðurstofu Íslands.

    Fylgigögn

  37. Vesturhöfn, Línbergsreitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð     (01.087)    Mál nr. SN180654
    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. um synjun á breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna nr. 16-32 við Fiskislóð og 39-93 við Grandagarð.

    Fylgigögn

  38. Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476
    590269-5149 Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. á svari skipulagsfulltrúa við athugsemdum vegna 1. áfanga skipulags í Gufunesi.

    Fylgigögn

  39. Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi     (01.15)    Mál nr. SN140664

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs um heimild til að bóða út framkvæmdir við endunýjun Frakkatígs að hluta nýrra gatnamóta og gönguleiða við Sæbraut.

    Fylgigögn

  40. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180088

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2019 um samþykkti borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á aðalskipualgi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi iðnað og aðra landfreka starfsemi.

    Fylgigögn

  41. Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi     (01.332)    Mál nr. SN180743
    530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. febrúar 2019 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar.

    Fylgigögn

  42. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Heitir stígar         Mál nr. US190076

    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stórsókn í upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík
     Skipulags- og samgönguráð samþykkir að blása til stórsóknar í upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík. Stígar verði hitaðir með endurnýjanlegri íslenskri orku, þá fyrst og fremst fráfallsvatni sem öðrum kosti færi til spillis. Eins verði aðrar tæknilausnir til upphitunar skoðaðar. Við fyrstu skref verði forgangsraðað í þágu fjölfarinna stíga, útivistar og hreyfingar. Samhliða verði lögð áhersla á uppbyggingu samfelldra heitra hlaupa- og hjólaleiða svo borgin geti stutt við bætt aðgengi að hreyfingu og bættri lýðheilsu óháð veðráttu. 
     
    Umhverfis- og skipulagssviði verði falin nánari útfærsla og kostnaðargreining verkefnisins. Niðurstöður verði lagðar fyrir skipulags- og samgönguráð til samþykkis.

     Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  43. Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins, Björgun         Mál nr. US190077

    Fyrirspurn um stöðu á leit að annarri lóð fyrir Björgun ehf. og flutningi starfseminnar úr Bryggjuhverfinu

    Greinargerð: Þann 18. ágúst 2017 skrifuðu borgarstjóri og framkvæmdastjóri Björgunar undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytti athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er sunnanverðu Álfsnesi. 

    Leitin að nýjum stað fyrir starfsemina hefur dregist á langinn og áður hefur því verið lýst yfir að starfsemi Björgunar verði tryggður nýr staður.

    Í október 2018 sagði borgarstjóri í svarbréfi til íbúasamtaka Bryggjuhverfisins að starfsemin myndi fara í síðasta lagi 1. júní 2019 og að Björgun muni taka að sér vinnu við landfyllingar sem verði lokið fyrir 31. desember 2019.

    Í ljósi ofangreinds og að sumarið er handan við hornið þykir ástæða til þess að óska eftir upplýsingum um stöðu málsins.

    Vísað til skipulagsfulltrúa og Faxaflóahafna.

  44. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Leggja.is         Mál nr. US190078

    Tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði

    Lagt er til að þjónusta við notendur bílhúsa borgarinnar verði bætt með þeim hætti að unnt verði að framkvæma greiðslu fyrir notkun stæðanna í gegnum snjallsímaforritið Leggja.is. Eins verði rauntímatölur um laus stæði í húsunum gerðar aðgengilegar í forritinu. Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar hjá hóp um bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. 

    Vísað til umsagnar til Bílastæðasjóðs.

  45. Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, 
    Aðstaða við Strætó stoppiðstöð á Suðurlandsbraut                     Mál nr. US190079

    Flokkur fólksins leggur til að þegar farið verður í framkvæmdir á Vegmúla fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verði jafnframt litið til þeirrar hættu fyrir fatlaða og blinda sem stafar af þeim gangstígum og hjólabrautum norðan megin við Suðurlandsbraut gengt Vegmúla. Þessar aðstæður eru þannig að þær reynast fötluðum og blindum einstaklingum afar erfiðar. Það er engin gangstétt með fram götunni, heldur verða vegfarendur að ganga niður í hvilft og svo upp aftur til að komast að gönguljósum yfir Suðurlandsbraut í átt að Vegmúla. Vegmúlinn er ekki hannaður fyrir gangandi og frekar erfiður fyrir hjólreiðafólk jafnframt, nema það nýti sér götuna. Aðeins neðri helmingur Vegmúlans er með gangstéttir, hinn helmingur bílastæði. Þetta getur reynst blindu fólki sérstaklega erfitt yfirferðar og beinlínis hættulegt. Annað sem jafnframt þarf að gaumgæfa er að hljóðið í gönguljósinu heyrist afar illa þegar hvasst er í veðri og alls ekki þegar út á miðja götu er komið. Því er nauðsynlegt að skoða þessi gatnamót í heild sinni þegar framkvæmdir hefjast við Vegmúla. Flokkur fólksins leggur til að þessum framkvæmdum verði flýtt þar sem hér eru um frekar hættulegt svæði að ræða með tilliti til fatlaðrar og blinda.

    Vísað til umsagnar samgöngustjóra.

  46. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, 
     fyrirspurn vegna Strætó                                 Mál nr. US190080

    Fyrirspurn áheyrnafulltrúa Flokk fólksins Þórs Elís Pálssonar varðandi kvartanir sem væntanlega berast Strætó BS.
     
    Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um allar kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó BS frá notendum þjónustunnar og sem varða þjónustuna.
    Óskað er eftir upplýsingum um hvernig Strætó BS hafi afgreitt kvartanir sem kunna að hafa borist. Óskað er upplýsinga um hversu langur tími að meðaltali hefur liðið frá því að kvörtun berst og þar til sá sem kvartar fær svar/afgreiðslu máls síns.

    Vísað til skrifstofu sviðstjóra.

Fundi slitið klukkan 12:10

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir