Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 26

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 30. janúar, var haldinn 26. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13:03. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Þúnar Hermannsson, Marta Grettisdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. janúar 2019.

    Fylgigögn

  2. Hverfisskipulag- leiðbeiningar, leiðbeiningar         Mál nr. SN180716

    Lagðar fram leiðbeiningar um 1. Starfsemi í íbúðabyggð, 2. Fjölgun íbúða, 3. Viðbyggingar við einbýlishús, 4. Parhús og raðhús, 5. Fjölbýlishús án lyftu, 6. Borgarbúskapur, 7. Borgargötur, 8. Hverfiskjarnar, 9. Þakbreytingar, 10. svalir og útlitsbreytingar á húsum, 11. Almenningsrými, 12. Ljósvist, 13. Útfærsla lóða og 14. Blágrænar ofanvatnslausnir. 
    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018. 
    Rétt bókun er:
    Samþykkt 
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  3. Hverfisskipulag, Árbær 7.1 Ártúnsholt, tillaga     (07.1)    Mál nr. SN150143

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt.
    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018. 
    Rétt bókun er:
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 5. mgr. 37. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 120/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, tillaga     (07.2)    Mál nr. SN150144

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær.
    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018. 
    Rétt bókun er:
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 5. mgr. 37. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 120/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Hverfisskipulag, Árbær 7.3 Selás, tillaga     (07.3)    Mál nr. SN150145

    Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás.
    Leiðrétt bókun frá fundi skipulags- og samgönguráðs frá 19. desember 2018. 
    Rétt bókun er:
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 5. mgr. 37. gr. sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 120/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  6. Klausturstígur 1-11 og Kapellustígur 1-13, breyting á deiliskipulagi     (05.130.4)    Mál nr. SN190025
    681194-2749 Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
    700707-0750 Byggingafélag námsmanna ses., Pósthólf 5480, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi námsmannagarða við Klausturstíg 1-11 og Kapellustígur 1-13 . Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar, bílastæðum er fjölgað um þrjú, byggingarreitum er hnikað til og þeir stækkaðir, hámarksgrunnflötur stigahúss er stækkaður, nýtingarhlutfall breytist og fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2019.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Fylgigögn

  7. Kvosin, Landsímareitur, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.140.4)    Mál nr. SN190046
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 21. janúar 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Landsímareits. Í breytingunni felst að bætt er við skilmála heimild til að setja flóttastiga í ljósgarð milli Thorvaldsenstrætis 2 og 4-6 út fyrir byggingarreit, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 21. janúar 2019. 
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1005 frá 22. janúar 2019.

    Fylgigögn

  9. Skúlagata 26, 17 hæða hótel 195 herbergi og 3 - 6 hæð fjölbylishús með 31 íbúðum     (01.154.302)    Mál nr. BN055071
    531006-3210 Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

    Lagt fram til kynningar erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 17 hæða hótel fl. V byggingu með 195 herbergjum og 3-6 hæða fjölbýlishús með 31 íbúð á lóð nr. 26 við Skúlagötu.
    Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2018. Einnig fylgir greinagerð um hljóðhönnun ódagsett og umsögn brunahönnuðar dags. 11. desember 2018. Stærðir: x ferm., x rúmm. Gjald kr. 11.000
    Kynnt.

    Skipulags- og samgönguráð bókar:
    “Skipulags- og samgönguráð leggur mikla áherslu á vandaða hönnun og metnað við byggingu við Skúlagötu 26, líkt fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Gönguleið um lóðina þarf að vera skýr og vel hönnuð. Jarðhæðir þurfa að tryggja gott mannlíf og gerð er krafa um vandaða lóðarhönnun. Bygging þess mun verða hluti af sjónlínu borgarinnar til framtíðar og því er gerð krafa um vandað kennileiti með byggingarlist í hæsta gæðaflokki. Þétting byggðar á að leiða til meiri gæða í borgarumhverfinu. Huga þarf að heildarmynd verksins þar sem bygging, umhverfi og frágangur mynda heildstætt verk. Teikningum er vísað til fagrýnihóps byggingarfulltrúa."

    Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri fulltrúar Rauðsvíkur Sturla Geirsson og Atli Kristjánsson, fulltrúi KRArk Rafael Cao Romero Millan og fulltrúi Arkís Egill Guðmundsson, frá ráðgjafhópi um útlit taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl.10:49 tekur Sanna Magdalena Mörtudóttir sæti á fundinum. 

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  10. Hringbraut um Vesturbæ, lækkun hámarkshraða og aðrar umferðaröryggisaðgerðir         Mál nr. US190029
    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs , samgöngustjóra dags. 25. janúar 2019 varðand lækkun hámarkshraða og aðrar umferðaröryggisaðgerðir á Hringbraut.  
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 3. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja ríka áherslu á bætt umferðaröryggismál í hverfum borgarinnar. Ennfremur að borgin framfylgi ákvörðunum sínum með markvissum hætti.
    Þann 28. maí 2009 var eftirfarandi samþykkt í borgarráð vegna sama málefnis. 
    “Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar innan borgarlandsins í ljósi umferðaröryggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum. Úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tryggingafélög, íbúa og aðra hagsmunaaðila, eftir atvikum.
    Tillögunum er vísað til umhverfis- og samgönguráðs.”
    Ekki er vitað til þess að þessar tillögur hafi verið unnar og niðurstöðum skilað til borgarráðs.
    Árið 2015 var samþykkt 25. nóvember í USK að skipa starfshóp til að meta umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar sem skildi skila áliti 1. mars 2016 varðandi umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Í janúar 2017 var skilað áliti hópsins, ásamt séráliti minnihlutans. Áður en til lækkunar á hámarkshraða kæmi, skyldi tillögur kynntar fyrir Samgöngustofu, Vegagerðinni, Strætó bs., Sambandi Sveitarfélaga, FÍB., LHM. og viðkomandi hverfisráðum, áður en slíkt kæmi til framkvæmda. Þetta samráð hefur ekki átt sér stað.
    Úrbætur eru brýnar en vanda þarf til verka, en því miður liggur engin umsögn samráðsaðila fyrir fundinum.” 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: 
    “Hringbraut um Vesturbæ, lækkun hámarkshraða og aðrar umferðaröryggisaðgerðir
    Hámarkshraði á þessum hluta Hringbrautar er í dag 50 km/klst. Skv. hraðamælingum lögreglu (tímabundið eftirlit með hraðamyndavél) frá síðustu árum er meðalhraði bílaumferðar á bilinu 42-48 km/klst. en meðalhraði brotlegra 62-64 km/klst. og mesti hraði brotlegra 70-84 km/klst.
    Miðflokkurinn tekur undir nauðsyn þess að  umbætur verði gerðar á svæðinu, en eins og sjá má á ofanrituðu eru langflest slys á svæðinu tilkomin vegna þess að hámarkshraði er ekki virtur og ekið er gegn rauðu ljósi. Við setjum því spurningamerki við hvort rétt er að lækka hraða á svæðinu úr 50km á klst. í 40km á klst.”

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
    “Það er ánægjulegt að áralöng barátta Reykjavíkurborgar fyrir lækkuðum hámarkshraða og auknu umferðaröryggi á Hringbraut fái hljómgrunn meðal veghaldara og annarra lykilaðila. Öll gögn sýna að hraði bílaumferðarinnar eykur verulega hættuna á alvarlegum slysum og banaslysum. Því er lífsnauðsynlegt að lækka umferðarhraðann í borginni.
    Að undanförnu hefur Reykjavíkurborg átt í góðu samtali m.a. við Vegagerð, Lögreglu og Samgöngustofu sem skilar sér í þessari tillögu um lækkun hámarkshraða sem meirihluti skipulags- og samgönguráð samþykkir nú með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan sem hér er samþykkt nær einnig til undirbúnings frekari úrbóta, þar með talið hraðavaraskilta og löggæslumyndavéla.
    Þá skal athygli vakin á að í drögum að nýrri umferðaröryggisáætlun, sem er umfangsmesta áætlun af þessu tagi sem unnin hefur verið, er sérstök athygli vakin á hárri slysatíðni á þessum kafla Hringbrautar.”

    Fylgigögn

  11. Hofsvallagötu og Ægisíðu/Nesvegi, lækkun hámarkshraða         Mál nr. US190030

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs. samgöngustjóra dags. 25. janúar 2019 varðandi lækkun hámarkshraða á Hofsvallagötu og Ægisíðu/Nesvegi.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 3. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja ríka áherslu á bætt umferðaröryggismál í hverfum borgarinnar. Ennfremur að borgin framfylgi ákvörðunum sínum með markvissum hætti.
    Þann 28. maí 2009 var eftirfarandi samþykkt í borgarráð vegna sama málefnis. 
    “Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar innan borgarlandsins í ljósi umferðaröryggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum. Úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tryggingafélög, íbúa og aðra hagsmunaaðila, eftir atvikum.
    Tillögunum er vísað til umhverfis- og samgönguráðs.”
    Ekki er vitað til þess að þessar tillögur hafi verið unnar og niðurstöðum skilað til borgarráðs.
    Árið 2015 var samþykkt 25. nóvember í USK að skipa starfshóp til að meta umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar sem skildi skila áliti 1. mars 2016 varðandi umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Í janúar 2017 var skilað áliti hópsins, ásamt séráliti minnihlutans. Áður en til lækkunar á hámarkshraða kæmi, skyldi tillögur kynntar fyrir Samgöngustofu, Vegagerðinni, Strætó bs., Sambandi Sveitarfélaga, FÍB., LHM. og viðkomandi hverfisráðum, áður en slíkt kæmi til framkvæmda. Þetta samráð hefur ekki átt sér stað.
    Úrbætur eru brýnar en vanda þarf til verka, en því miður liggur engin umsögn samráðsaðila fyrir fundinum.” 

    Fylgigögn

  12. Arngrímsgata Birkimelur Brynjólfsgata  Guðbrandsgata Hagatorg, lækkun hámarkshraða         Mál nr. US190035

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 28. janúar 2019  þar sem lagt er til  að leyfilegur hámarkshraði verði 30 km/klst á neðangreindum götu Arngrímsgötu, Birkimel,Brynjólfsgötu,  Guðbrandsgötu og Hagatorg. 
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 3. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  13. Sæbraut, framkvæmdir og umferðarljósastýringar við Frakkastíg, Snorrabraut og Katrínartún         Mál nr. US190031

    Kynntar framkvæmdir og umferðarljósastýringar við Frakkastíg, Snorrabraut og Katrínartún.
    Kynnt. 

    (D) Ýmis mál

  14. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Örfirisey         Mál nr. US180348

    Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks varðandi Örfirisey
    Mikilvægt er að nýta efni úr byggingarframkvæmdum í landfyllingar. Þó verðmætt sé að stækka Sundahöfn, væri enn verðmætara að stækka svæðið við gömlu höfnina. Landfyllingar við Örfirisey voru áformaðar í skipulagi áður fyrr. Svo virðist vera sem sá valkostur hafi ekki verið metinn í þessari ákvörðun. 
    Óskað er eftir áformum um landfyllingar í Örfirisey sem verið hafa uppi hjá borginni ásamt kortum. Ennfremur yfirlit breytinga á aðalskipulagi í Örfirisey frá upphafi ásamt kortum. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. janúar 2019.
    Svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags, 25. janúar 2019 lagt fram.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    “Sú stefnubreyting að hverfa frá landfyllingum við Örfirisey og fara í landfyllingar við Sundahöfn og í ósum Elliðaáa gengur gegn umhverfissjónarmiðum aðalaskipulags. Áform um eina milljón rúmmetra landfyllingu við ósa Elliðaá mun hafa neikvæð áhrif á lífríki og búsvæði fiska. Þá væri skynsamlegra að búa til byggingarland á verðmætu svæði í vesturbæ og nýta Örfirisey til búsetu. Sú stefna að vera með olíubirgðastöð í vesturbæ Reykjavíkur til langs tíma er tímaskekkja. Huga ber að flutningi og minnkun þessarar starfssemi enda er stefnt að orkuskiptum í samgöngum. Þá væri uppbygging í Örfirisey þáttur í bæta þann skipulagshalla sem er í borginni og minnka þannig samgönguvanda borgarinnar í heild. Ljóst er að bæta þyrfti samgöngur samhliða uppbyggingu, en með því að leyfa ekki neina byggð við Örfirisey er verið að glata tækifæri einstöku til uppbyggingar.” 

    Fylgigögn

  15. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Heildarkostnaður við gerð deiliskipulags Hverfisgötu 41         Mál nr. US190023

    Lögð fram fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að fá upplýst hver heildarkostnaður við gerð deiliskipulags við Hverfisgötu 41 er og hvort borgin beri þann kostnað. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  16. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Upplýsingar um hávaða vegna bílaplans við Egilshöll í Grafarvogi         Mál nr. US180435

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um það hvort að íbúar hafi kvartað undan hávaða vegna bílaplans við Egilshöllina í Grafarvogi, þar sem áhugasamir ökuþórar hafa verið að nýta sér svæðið með tilheyrandi hávaða. Ef borist hafi kvartanir hversu margar hafa þær verið og hvernig hefur þeim þá verið svarað ? Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2019. 
    Svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags, 28. janúar 2019 lagt fram.

    Fylgigögn

  17. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, gerð Sundarbrautar/ Sundagangna         Mál nr. US180259

    Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins.  
    "Miðflokkurinn leggur til að tafarlaust verði hafnar samræður við Vegagerð Ríkisins um gerð Sundarbrautar/ Sundagangna". 
    Einnig er lögð fram greinargerð og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. október 2018.
    Þar sem viðræður eru hafnar um gerð Sundarbrautar er tillögunni vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar. 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að viðræður við ríkið um Sundabraut verði sett í forgang. 
    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar:
    „Miðflokkurinn lýsir yfir ánægju með að hafnar séu viðræður við Samgönguráðuneyti um gerð Sundagagna/brautar.
    Miðflokkurinn harmar jafnframt að tillaga þessi hafi ekki verið til lykta leidd með atkvæðagreiðslu þegar hún var lögð fram þann 8.október.
    Með þvi hefðu verið send skýr skilaboð um að ekki verði lengur beðið með þessa nauðsynlegu samgönguúrbót, sem nú þegar er um það bil 20 ár á eftir áætlun.“

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: 
    “Þegar tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins var lögð fram lá þegar fyrir samkomulag um að hefja viðræður 15. nóvember og var því samkomulag um að fresta tillögunni fram yfir þann tíma. Þær viðræður eru nú í gangi og er tillögunni því vísað frá.”

    Fylgigögn

  18. Tillaga flokks fólksins, endurbætur á öllum biðstöðvum strætó         Mál nr. US180454

    Lögð fram eftirfarandi tillaga flokks fólksins: Flokkur fólksins leggur til að borgin geri endurbætur á öllum biðstöðvum strætó sem eru víða í lamasessi.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

  19. Tillaga flokks fólksins, gönguljós verði með skynjunarbúnaði         Mál nr. US180455

    Lögð fram eftirfarandi tillaga flokks fólksins: Flokkur fólksins leggur til að öll gönguljós verði með skynjunarbúnaði sem gefi frá sér hljóðmerki þegar fótgangandi nálgast og sem nema og laga sig að umhverfishljóðum.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra. 

  20. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda         Mál nr. US180376

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg hefji viðræður við Vegagerðina um það að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík. 
    Tillögunni vísað frá með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði harma það að tillaga þess efnis að Reykjavíkurborg hefji viðræður við Vegagerðina um það að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík sé vísað frá. Fulltrúarnir gera sér grein fyrir því að Reykjavíkurborg á í góðum samskiptum við Vegagerðina, þeir telja þó að gott væri að hefja formlegt og heildstætt ferli vegna öryggis gangandi og hjólandi í Reykjavík við Vegagerðina.“

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: 
    “Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar á fasta fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á fimm vikna fresti. Til þess að ná yfir öll sameiginleg mál Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, þar með talið öryggi gangandi og hjólandi, er fundað reglulega þess á milli. Tillögunni er því vísað frá.”

  21. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi         Mál nr. US190022

    Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði 
    Óska eftir því að umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi verði skoðað. Ekkert svæði með 30 km hámarkshraða er að finna við Hamraskóla, líkt að við marga aðra skóla. Í hverfinu er að finna fjórar þrengingar við Lokinhamra. Mismunandi útfærslur eru á þessum þrengingum og er allur gangur á því hvernig þær eru merktar og hvernig lýsingu er háttað. Óskað er eftir því að lýsing verði bætt og merkingar verði samræmdar. Eins verði skoðað hvort að hámarkshraði við Hamraskóla verði 30 km.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra.

  22. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Tímalengd götulýsingar         Mál nr. US190021

    Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að  leggja til að bætt verði við tímalengd götulýsingar í Reykjavík. Árið 2015 var hún stytt. Vegna led væðingar götulýsingar þá er kostnaður við það að lengja tíma götulýsingar kvölds og morgna óverulegur og því aftur hægt að bæta við þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing er öryggisatriði bæði fyrir gangangi, hjólandi og þá sem akandi eru.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  23. Sólvallagata 68, kæra 137/2018     (01.134.5)    Mál nr. SN180813
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 25. nóvember 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2018 á lóðarbreytingu sem felst í skiptingu lóðarinnar nr. 68 við Sólvallargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 22. janúar 2019.

    Fylgigögn

  24. Þrastargata 1-11, nr. 5 - kæra 8/2019     (01.553.1)    Mál nr. SN190052
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2019 ásamt kæru dags. 24. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2019 um útgáfu byggingarleyfis að Þrastargötu 1-11, hús nr. 5.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  25. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi     (01.11)    Mál nr. SN180821

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar.

    Fylgigögn

  26. Bríetartún 3-5, breyting á deiliskipulagi     (01.22)    Mál nr. SN180596
    530416-0890 J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. desember 2018 um samþykki borgarráðs 13. desember 2018 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún.

    Fylgigögn

  27. Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á deiliskipulagi     (05.8)    Mál nr. SN180135
    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019  varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal.

  28. Héðinsgata 8, breyting á deiliskipulagi, búsetuúrræði Velferðarsviðs - smáhýsi         Mál nr. SN180859

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Köllunarkletts.

    Fylgigögn

  29. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi     (01.130.1)    Mál nr. SN170526
    421003-3430 Teikn arkitektaþjónusta ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit.

    Fylgigögn

  30. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360
    491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
    501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á uppfærðum uppdráttum vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir lóð A við Hlíðarenda.

    Fylgigögn

  31. Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.

    Fylgigögn

  32. Kirkjusandur - lóðir G, H og I, breyting á deiliskipulagi     (01.34)    Mál nr. SN180666
    420369-6979 Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
    560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019  varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands, lóðir G, H og I.

    Fylgigögn

  33. Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag     (32.45)    Mál nr. SN180266
    420299-2069 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. janúar 2019 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hólaland á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  34. Kvosin, breyting á deiliskipulagi     (01.1)    Mál nr. SN180765

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019  varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar.

    Fylgigögn

  35. Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, breyting á deiliskipulagi     (01.945)    Mál nr. SN180816
    260166-5819 Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 20, 22, 24 og 26 við Lautarveg.

  36. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912
    450406-0230 VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík
    470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019  varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar, Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir.

    Fylgigögn

  37. Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag     (01.45)    Mál nr. SN180390
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. janúar 2019 um samþykki borgarráðs dags. 10. janúar 2019  varðandi svari við umsögn Skipulagsstofnunar vegna Vogabyggðar, svæði 5.

    Fylgigögn

  38. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag     (04.6)    Mál nr. SN160907

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. janúar 2019 vegna samþykktar frá fundi borgarstjórnar 15. janúar sl. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi Stekkjarbakka Þ73 með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.

    Fleira gerðist ekki.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:55

Hjálmar Sveinsson