Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 25

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2019, miðvikudaginn 23. janúar, var haldinn 25. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 15:31. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Aron Leví Beck, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Marta Grettisdóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Rafhjól til útláns, framhald tilraunaverkefnis         Mál nr. US180405

    Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 21. janúar 2019, ásamt tillögu um framhald tilraunaverkefnis ásamt minnisblaði  Trafkon AB, dags 18. janúar 2019.
    Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar dags.21. janúar 2019 samþykkt.

    Kristinn Jón Eysteinsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18 janúar 2019.

    Fylgigögn

  3. Reitur 1.265, Orkuhúsreitur, lýsing fyrir hugmyndasamkeppni     (01.265)    Mál nr. SN180831

    Lögð fram til kynningar lýsing Reita fasteignafélags hf. dags. 22. júní 2018 fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag reits 1.265, Orkuhúsreitsins, við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31.
    Kynnt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: “Athygli vekur að valdar eru 3 arkitektastofur í lokaða samkeppni. Gott væri að fá rökstuðning fyrir þessu vali. Þrátt fyrir að Reitir standi að verkefninu er það óhjákvæmilega samstarfsverkefni með borginni, enda mun borgin sækjast eftir að fá hluta lóðarinnar til sín.
    Þá segir í lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni “Eru til einhverjar forsendur varðandi endurhönnun götunnar og borgarlínunnar sem geta hjálpað keppendum að átta sig betur á þessum jaðri svæðisins og hvernig best væri að flétta byggðina saman við götuna?” Forsendur virðast því vera á reiki líkt og dæmi eru um t.d. á Heklureit.”

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: 
    “Hugmyndasamkeppni fyrir Orkuhúsreitinn er unnin í góðu samráði við lóðarhafa sem stýrir sjálfur fyrirkomulagi keppninnar og vali á þátttakendum. Engir kjörnir fulltrúar sitja í dómnefnd en hins vegar er lagt til að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi einn faglega skipaðan fulltrúa. Forsendur samkeppninnar byggja á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 og samgöngumiðuðu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Við Suðurlandsbraut eru forsendur skýrar og miðaðar  við kennisnið  sem kynnt var í skýrslu Mannvits frá maí 2017.”

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Bústaðavegur 151 og 153, breyting á deiliskipulagi     (01.826.1)    Mál nr. SN180383

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn  5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og gatnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til. Ný aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á Bústaðaveg næst gatnamótum við Reykjanesbraut, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 1. október 2018, br. 18. janúar 2019. Vegna aðkomu frá Bústaðavegi breyttist útfærsla Bústaðavegar og var m.a. gert ráð fyrir umferðareyjum til að stýra umferð og bæta umferðaflæði um fyrirhuguð gatnamót. Einnig er lögð fram húsakönnun Landslags dags. 15. maí 2018, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. júní 2018 og bréf Vegagerðarinnar dags. 28. september 2018.  Einnig eru lögð fram Húsaskrá og varðveislumat Formleifaskrá Borgarsögusafni dags. 28. september 2018. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Þór Arinbjörnsson f.h. Reita - verslun ehf. dags. 8. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2019.
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2019. 
    Vísað til borgarráðs. 

    Ingvar Jón Gíslason Bates verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  5. Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi     (01.352.5)    Mál nr. SN180468
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
    590516-0230 Norðurbrún 2 ehf., Hellusundi 6, 101 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 21. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á 1. hæð, 2. hæðin verður inndreginn frá suðvestri. Húsin verða því tvær hæðir og kjallari með verslun - og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð, samkv. uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. júní 2018 br 17.01.2019. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 4. júní . Einnig er lögð fram ábending Bjarna Pálmasonar dags. 16. október 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið vegna skuggavarpsuppdrátta, og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði THG Arkitekta ehf. dags. 22. október 2018 og leiðréttum skuggavarpsuppdrætti 4. júní 2018 síðast breytt 22. október 2018. Tillagan var auglýst frá 1. október 2018 til og með 12. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar að Norðurbrún 4, 6, 8, 10, 12, 14, 20 og 22 dags. 8. desember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2019. 
    Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2019. 
    Vísað til borgarráðs. 

    Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Vonarstræti 4/Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180744
    630169-2919 Íslandshótel hf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
    450913-0650 Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Björns Skaptasonar dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10-12, Vonarstræti 4 og 4b, Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 4 við Vonarstræti. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka mænishæð á þaki hússins og setja fimm nýja kvisti. Heimilt verður að útbúa fjögur ný hótelherbergi á breyttri þakhæð og mun hæðin samtengjast efstu hæð nýbyggingar er liggur samsíða henni, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 24. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. júní 2018. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Aron Leví Beck víkur af fundi undir þessum lið. 

    Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessu lið.

    Fylgigögn

  7. Gufunesvegur 10, breyting á deiliskipulagi     (02.226)    Mál nr. SN190003
    500191-1049 Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Arkþings ehf. dags. 28. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness vegna lóðarinnar nr. 10 við Gufunesveg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar til suðausturs vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við núverandi hús (móttöku- og flokkunarstöð), samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 28. desember 2018.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Björn Ingi Edvardsson og verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Fossvogur brú, deiliskipulag     (01.8)    Mál nr. SN160764
                
    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 1. október 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúar-endanum. Einnig er lagt fram minnisblað EFLU verkfræðistofu dags. 26. apríl 2018 og skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. í desember 2018. Tillagan var auglýst frá 24. nóvember 2018 til og með 8. janúar 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Landssamtök hjólreiðamanna dags. 8. janúar 2019, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 8. janúar 2019 og Veitur dags. 8. janúar 2019. Lagt fram að nýju ásamt uppdr. dags. 1. október 2018 síðast br. 18. janúar 2019, greinargerð dags. 1. október 2018, br. 18. janúar 2019 og umsögn Alta dags. 21. janúar 2019 um athugasemdir sem bárust við auglýsta deiliskipulagstillögu.
    Samþykkt með vísan til umsagnar Alta dags. 21. janúar 2019. 
    Vísað til borgarráðs. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 

    Mikilvægt er að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýtist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir.

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka: Fossvogsbrúin verður mikil samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu. Það eru því ánægjuleg tímamót að sveitarfélögin samþykki endanlega sameiginlegt deiliskipulag sem mun tengja saman Reykjavík og Kópavog með vönduðu samgöngumannvirki.

    Björn Ingi Edvardsson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Skógarhlíð 12, breyting á deiliskipulagi     (01.703.6)    Mál nr. SN180854
    681290-2309 Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
    581298-2269 Landark ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Landark ehf. dags. 11. desember 2018 ásamt bréfi dags. 19. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíð vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða á lóð. Einnig er lagður fram uppdr. Landark ehf. dags. 18. nóvember 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2019. 
    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2019. 
    Vísað til borgarráðs. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 
    „Lóðin er stór og ætti að geta annað bílastæðum vel. Ljóst er að eitthvað skortir upp á samtal milli borgarinnar og húseigenda. Aðgangsstýring og samgöngustefna gætu verið hluti af lausninni.”

    Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:Fjöldi bílastæða við Skógarhlíð 8 er í samræmi við aðrar sambærilegar byggingar á sama svæði. Það samræmist ekki markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur að fjölga þeim. Húsnæðið er vel staðsett með tilliti til almenningssamgangna og annarra virkra ferðamáta og ljóst að samgöngustefna fyrirtækja, yfirbyggð hjólastæði og fleiri grænar aðgerðir skipta sköpum til minnka þörf á fleiri bílastæðum.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessu lið. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1004 frá 15. janúar 2019.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN170824
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. desember 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda en telur tilefni til að setja í greinargerð þá skilmála er fram koma í umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. desember 2017. Einnig er lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2019  við athugasemdum Skipulagsstofnunar. 
    Samþykkt 
    Vísað til borgarráðs. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka ásamt áheyrnarfulltúum Miðflokksins Baldurs Borgþórssonar Sósíalistaflokksins Daníels Arnar Arnarssonar  og Flokks fólksins  Ásgerðar Jónu Flosadóttur.

    „Borgin hefur skuldbundið sig til að greiða meira en sextíu og þrjár milljónir til að fá húseigenda til að falla frá fyrri áformum. Nú virðist borgin hafa kostað nýja tillögu um breytingu á húsinu með nýju deiliskipulagi. Alls óvíst er að húsinu verði breytt enda fær húseigandi lokagreiðslu við auglýsinguna samkvæmt samningi við SEA; tíu milljónir króna.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins, Breytilegur vinnutími fólks sem vinnur í miðborginni.         Mál nr. US190016

    Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. janúar 2019 þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins  varðandi breytingu á vinnutíma þeirra sem starfa í miðborginni er vísað til meðferðar hjá skipulags- og samgönguráði.
    Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Arons Leví Beck og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, sem jafnfram bóka
    „Nú þegar er samstarfshópur að störfum þar sem unnið er í anda tillögu þessarar, með þremur stærstu vinnustöðunum í Vatnsmýrinni. Reykjavíkurborg mun áfram miðla upplýsingum og eiga í samtali við vinnustaði í borginni auk þess að vinna með eigin vinnustöðum, m.a. með áframhaldandi styttingu vinnuvikunnar. Þó er ljóst að borgaryfirvöld geta ekki ætlast til að hafa áhrif á vinnutíma starfsfólks allra vinnustaða.
    Í nútímasamfélagi er sveigjanlegur vinnutími sífellt algengari en mun seint hafa úrslitaáhrif í samgöngumálum borgarinnar. Sýnt hefur verið fram á að skilvirkasta leiðin felist í hagrænum hvötum og verður því að teljast jákvætt að í tillögum ríkisstjórnarinnar sé m.a. rætt um mengunar- og tafagjöld en m.v. núverandi lagaumhverfi er Reykjavíkurborg ekki heimilt að grípa til slíkra stýringa.“
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  13. Hallarmúli 2, kæra 5/2019     (01.261.1)    Mál nr. SN190035
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.
    Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  14. Hallarmúli 2, kæra 6/2019     (01.261.1)    Mál nr. SN190036
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2019 ásamt kæru dags. 14. janúar 2019 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 13. september um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.
    Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

    Fylgigögn

  15. Hallveigarstígur 1, kæra 142/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN180860
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. desember 2018 ásamt kæru mótt. 13. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  16. Hallveigarstígur 1, kæra 144/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN180871
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2018 ásamt kæru dags. 15. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  17. Hallveigarstígur 1, kæra 145/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN180872
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2018 ásamt kæru dags. 16. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  18. Hallveigarstígur 1, kæra 148/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN180889
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. desember 2018 ásamt kæru dags. 8. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  19. Hallveigarstígur 1, kæra 153/2018     (01.171.2)    Mál nr. SN190010
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. janúar 2019 ásamt kæru dags. 29. desember 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 23. ágúst 2018 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. janúar 2019.

    Fylgigögn

  20. Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180648
    070763-3899 Kristinn Gylfi Jónsson, Mýrargata 26, 101 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. nóvember 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 15. nóvember 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  21. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Tímalengd götulýsingar         Mál nr. US190021

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að  leggja til að bætt verði við tímalengd götulýsingar í Reykjavík. Árið 2015 var hún stytt. Vegna led væðingar götulýsingar þá er kostnaður við það að lengja tíma götulýsingar kvölds og morgna óverulegur og því aftur hægt að bæta við þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing er öryggisatriði bæði fyrir gangangi, hjólandi og þá sem akandi eru.
    Frestað.

  22. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi         Mál nr. US190022

    Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði 
    Óskað er eftir því að umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi verði skoðað. Ekkert svæði með 30 km hámarkshraða er að finna við Hamraskóla, líkt að við marga aðra skóla. Í hverfinu er að finna fjórar þrengingar við Lokinhamra. Mismunandi útfærslur eru á þessum þrengingum og er allur gangur á því hvernig þær eru merktar og hvernig lýsingu er háttað. Óskað er eftir því að lýsing verði bætt og merkingar verði samræmdar. Eins verði skoðað hvort að hámarkshraði við Hamraskóla verði 30 km.
    Frestað.

  23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Heildarkostnaður við gerð deiliskipulags Hverfisgötu 41.         Mál nr. US190023

    Lögð fram fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem óskað er eftir að fá upplýst hver heildarkostnaður við gerð deiliskipulags við Hverfisgötu 41 er og hvort borgin beri þann kostnað. 
    Frestað.
    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 12:30

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir