Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 21

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 12. desember kl. 09.06, var haldinn 21. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal Viðstödd voru: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Alexandra Briem, Kristín Soffía Jónsdóttir, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Baldur Borgþórsson og Rúnar Sigurjónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sonja Wiium og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Björgvin Sigurðarson.

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. desember 2018.

    Fylgigögn

  2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb, breyting á aðalskipulagi - heimildir um íbúðarhúsnæði         Mál nr. SN170741

    Lögð fram að tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2018 fyrir miðsvæði M2c-M2g, Múlar- Suðurlandsbraut, er varðar kröfu um gerð deiliskipulags við breytingu húsnæðis á svæði M2e. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, kynning         Mál nr. SN180716

    Lagðar fram og kynntar leiðbeiningar um 1. þakbreytingar, 2. svalir og útlitsbreytingar, 3. borgarbúskap, 4. almenningsrými og 5. borgargötur.

    Ævar Harðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag     (01.545.1)    Mál nr. SN180683
    510209-0440 D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
    440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst m.a. niðurrif og uppbygging á lóð nr. 18-20 við Dunhaga auk bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2018. 
     Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360
    491299-2239 Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
    501193-2409 ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. nóvember 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki er gerð grein fyrir skiptingu húsnæðis á lóð A á milli Íbúða-, atvinnu- og leikskóla, né gerð grein fyrir fjölda íbúða, bílastæða o.fl. Einnig er lagður fram uppdr. dags. 1. júní 2018 lagf. 30. nóvember 2018.
    Samþykkt. 
    Vísað til Borgarráðs.

    Fylgigögn

  6. Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, breyting á deiliskipulagi     (01.945)    Mál nr. SN180816
    260166-5819 Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
    560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn Yrki arkitekta ehf. dags. 27, nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 20, 22, 24 og 26 við Lautarveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í átta, tvær í hverri húseiningu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Árleg könnun á ferðavenjum, Árleg könnun á ferðavenjum til og frá vinnu og skóla og könnun á heimsókn heimsóknum á útivistarsvæði.         Mál nr. US180411

    Kynning á árlegri könnun um ferðavenjur frá vinnu og skóla ásamt könnun á heimsóknum á útivistarsvæði.
    Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði, rammaskipulag         Mál nr. SN160772

    Lögð fram tillaga ráðgjafateymis Arkís, Landslags og Verkís fyrir Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða dags. í janúar  2017. Í tillögunni er sett fram áfangaskipt áætlun um uppbyggingu og þróun svæðisins í samræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og vinningstillögu um skipulag svæðisins.
    Kynnt.
    Vísað til Borgarráðs.

    Halldór Eyjólfsson frá Klasa, Björn Guðbrandsson frá Heild fasteignafélagi, Helgi Grímsson sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs og Ómar Einarsson sviðstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins, Rúnar Sigurjónsson, leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Undirritaður telur að mikilvægt sé við uppbyggingu á svæðinu að ekki sé verið að ýta út af svæðinu léttum iðnaði og atvinnurýmum fyrir þjónustufyrirtæki á kostnað íbúabyggðar. Skortur á iðnaðarhúsnæði í Borginni er viðvarandi og hafa fyrirtæki með léttan iðnað og þjónustu verið, að mati, undirritaðs að flýja í nágrannasveitafélög og á óhentug jaðarsvæði. Við uppbyggingu á svæðinu telur undirritaður að mikilvægt sé að tryggja atvinnu á svæðinu sem nýtast myndi íbúum í hverfinu og tilgangur þess að minnka umferð og fólksflutninga til og frá vinnu. Með því að tryggja og þá skapa á svæðinu rými fyrir atvinnustarfsemi mun það ýta undir möguleika í hverfinu fyrir bíllausan lífsstíl. Með þessu sér undirritaður fyrir sér að það sé hér tækifæri til að skapa rými í blöndu við íbúðabyggð fyrir skapandi fólk.

    Fylgigögn

  9. Hólmsheiði, athafnasvæði, nýtt deiliskipulag     (04.4)    Mál nr. SN170467

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Skipulagssvæðið er um 60 ha að stærð og liggur að jaðri vatnsverndarsvæðis Höfuðborgarsvæðisins og er í jaðri græna trefilsins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipuleggja athafnasvæði, með fjölbreyttum atvinnulóðum innan svæðis, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, þ.á.m. lóðum fyrir gagnaver, skv. uppdr. Arkís arkitekta dags. 18. október 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skipulagsskilmálar og umhverfisskýrsla Arkís arkitekta ehf. dags. 18. október 2018. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, greinargerð Íslenskra orkurannsókna dags. 1. september 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs.

    Edda Kristín Einarsdóttir frá Arkís tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Skipulags- og samgönguráðs bóka: Skipulags- og samgöngráð leggur til að framkvæmd deiliskipulagsins og uppbygging á svæðinu verði unnin í góðu samstarfi við Veitur og HER til að tryggja innleiðingu og örugga útfærslu þeirra ofanvatnslausna sem eru settar fram í greinargerði skipulagsins.

    Fylgigögn

  10. Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag     (04.6)    Mál nr. SN160907

    Kynnt tillaga Landslags ehf. dags. 7. desember  2018 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Um er að ræða nýtt skipulag á svæðinu norðan Stekkjarbakka þar sem er skilgreint opið svæði og þróunarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint.

    Þráinn Hauksson frá Landslagi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi     (01.11)    Mál nr. SN180821

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að skipulagsreitur er minnkaður um 451 fm. við það að skipulagsmörk í Pósthússtræti eru færð nær lóðinni Austurbakka 2 þannig að þau liggja 3 metra frá lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 28. nóvember 2018.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs

    Fylgigögn

  12. Kvosin, breyting á deiliskipulagi     (01.1)    Mál nr. SN180765

    Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á afmörkun skipulagsins í samræmi við breytta afmörkun á skipulagi Austurhafnar. Breytingin  er tilkomin vegna þess að ráðgert er að gera gömlu Steinbryggjuna sýnilega og gera að torgsvæði, en svæðið skaraði tvenn skipulagsmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 5. nóvember 2018.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs

    Fylgigögn

  13. Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadalur, breyting á deiliskipulagi     (05.8)    Mál nr. SN180135
    500299-2319 Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Landslags ehf. dags. 28. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal. Í breytingunni felst að skipta hverri lóð við Fjárgötu og Vegbrekku í fjórar lóðir þannig að eitt hús er á hverri lóð, kvöð er um lagnaleið að nýjum lóðarmörkum. Hringgerði vestan við Vegbrekku 7 er fært til samræmis við staðsetningu í raun. Bætt er við  beitarhólfi vestan við hesthúsasvæðið, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 7. desember 2018. 
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til Borgarráðs

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag     (01.45)    Mál nr. SN180390
    570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. október 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt nýs deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 31. október 2018, umsögn Hafrannsóknarstofu dags. 19. nóvember 2018, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2018 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 26. nóvember 2018. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018 og minnisblað Teiknistofunnar Traðar dags. 6. desember 2018.
    Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga
    Björnssonar fulltrúa Pírata Alexöndru Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar
    Soffíu Jónsdóttur og Arons Levís Beck. 
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður
    Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu erindisins.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldri Borgþórssyni og áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins Rúnar Sigurjónsson bóka: Rétt er að staldra við og vernda lífríki Elliðáa, enda ýmis aðvörunarljós sem blikka. Í umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegamálastofnunar og Veiðimálastofnunar eru gerðar talsverðar athugasemdir við deiliskipulagið. Í umsögn Veiðimálastofnunar segir meðal annars: “Nýlega er komin fram „Stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík“ sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur unnið að. Þar er meðal annars getið um verndun lífríkis fjöru og strandsjávar sem og lífríkis í ferskvatni. Önnur hönd Umhverfissviðs er því að vernda búsvæði lífvera á meðan hin höndin er að granda þeim.
    Það eru því allmargar röksemdir fyrir því að fara með ýtrustu varfærni gagnvart lífríki Elliðaánna og ósasvæðis þeirra.” Við teljum því rétt að sitja hjá við þessa afgreiðslu og ítrekum þá skoðun okkar að friðlýsa eigi Elliðaárdalinn og nærumhverfi hans.  
    Vísað til Borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Hraunbær-Bæjarháls, breyting á deiliskipulagi     (04.33)    Mál nr. SN180826
    501213-1870 Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
    670510-0340 a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík

    Lögð fram umsókn a2f arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulags Hraunbæjar-Bæjarháls. Í breytingunni felst breyting á staðsetningu lóðar- og byggingarreits fyrir dreifistöð rafmagns, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf, dags. 22. nóvember 2018.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Fylgigögn

  16. Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, breyting á deiliskipulagi     (01.154.3)    Mál nr. SN180156
    690310-0900 Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
    710178-0119 T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2018 ásamt bréfi dags. 6. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu. Í breytingunni felst heildar endurskoðun á þróun uppbyggingar á reitnum. Meðal annars er lögð til L laga nýbygging á 1-6 hæðum frá Hverfisgötu inn í reitinn sem verður með til að mynda torg að götu og samtenging allra bygginga á reitnum, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2018 br, br 21. júní 2018 og 3. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Valgeir Guðjónsson f.h. Rauðsvíkur ehf., Hverfisgötu 85-93 ehf. og Hverfisgötu 92 ehf. dags. 21. ágúst 2018, Daníel Þór Magnússon f.h. Hverfisstígs ehf. dags. 24. ágúst 2018 og G og Ó lögmenn f.h. húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 27. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.
    Umsókn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018 samþykkt
    Vísað til Borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Kirkjustétt 2-6, breyting á skilmálum deiliskipulags     (04.132.2)    Mál nr. SN180833
    450400-3510 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
    530516-0670 M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur

    Lögð fram umsókn VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarholts deiliskipulag svæði 1-norðurhluti vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. í breytingunni felst að útkragandi svalir, sem áður máttu ná 0,8 metra út fyrir byggingarreit, mega nú ná 1,0 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 
    Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 12.56 víkur Alexandra Briem af fundi.
    Kl. 12.56 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  18. Hallgerðargata 20, breyting á deiliskipulagi     (01.345.3)    Mál nr. SN180666
    420369-6979 Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
    560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

    Lögð er fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 25. september 2018 ásamt bréfi dags. 25. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 20 við Hallgerðargötu. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni ofanjarðar, fjölgun íbúða, fjölgun bílastæð í kjallara o.fl., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. 27. nóvember 2018.  Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
    Frestað.

    Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Kjalarnes, framtíðarskipulag fyrir sóknarkirkju á Kjalarnesi         Mál nr. SN180842

    Lagt fram bréf sóknarnefndar Brautarholtssóknar dags. 24. nóvember 2018 um að gert sé ráð fyrir lóð eða landi undir framtíðar sóknarkirkju á vegum þjóðkirkjunnar í framtíðarskipulagi á Kjalarnesi.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1000 frá 4. desember 2018.

    Fylgigögn

  21. Ægisíða 44, Viðbygging bak við hús     (01.555.006)    Mál nr. BN055166
    071073-4919 Magnús Geir Þórðarson, Ægisíða 44, 107 Reykjavík
    100476-5849 Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Ægisíða 44, 107 Reykjavík

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu norðan við hús og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Ægisíðu. Erindi var grenndarkynnt frá 21. september 2018 til og með 19. október 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hjalti Kristjánsson f.h. TD á Íslandi dags. 17. október 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2018.
    Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2018 samþykkt. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Fylgigögn

  22. Barónsstígur 63, Sérmerkt p-stæði         Mál nr. US180431

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 27. nóvember 2018 vegna sérmerktrar p-stæði fyrir íbúa að Barónsstíg 63, staðsett við enda Leifsgötu.
    Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

    Fylgigögn

  23. Rökkvatjörn 6 og 8, málskot     (05.052.3)    Mál nr. SN180822
    010757-7469 Björgvin Ibsen Helgason, Álfaskeið 70, 220 Hafnarfjörður

    Lagt fram málskot Björgvins Ibsens Helgasonar f.h. Bf. Sperrur ehf. dags. 16. nóvember 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 14. september 2018 um hækkun á fyrirhuguðu byggingum á lóð nr. 6 og 8 við Rökkvatjörn þannig að fjöldi hæða verði fimm.
    Frestað.

    Fylgigögn

  24. Betri Reykjavík/þín rödd, USK2018110067         Mál nr. US180433

    Lagt fram erindið "Stígurinn með sjónum undir Hamrahverfinu " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 30. nóvember 2018. Erindið var efst í málaflokknum framkvæmdir.
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa reksturs og umhirðu.

    Fylgigögn

  25. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi         Mál nr. US180299

    Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði fara fram á að tafarlaust verði farið í þær úrbætur á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Grafarvogi líkt og bent er á  í skýrslu er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. nóvember 2018. 
    Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildar Björnsdóttur, Eyþórs Laxdal Arnalds og Valgerðar
    Sigurðardóttur.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður
    Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka: Það frumkvæði íbúa sem kristallast í skýrslu um umferðaröryggismál í Grafarvogi er gott dæmi um gagnlegt starf hverfisráða. Ábendingar íbúa fóru í úttekt hjá sérstökum umhverfisöryggishóp hverfisráðsins og var hann skipaður fagaðilum og íbúm. Í umsögn Umhverfis- og skipulagsviðs er staðfest að ábendingarnar eru margar réttmætar. Það skýtur því skökku við að vísa tillögunni frá. Eðlilegra hefði verið að samþykkja hana með sameiginlegri bókun um forgangsröðun framkvæmda.
    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Umferðaröryggisáætlun 2019-2023, sem er í vinnslu fyrir alla Reykjavík, hefur nýlega verið kynnt í skipulags- og samönguráði. Í kjölfarið verða unnar aðgerðaráætlanir fyrir hvert hverfi fyrir sig. Þar er lagt heildstætt mat á vástaði og verður unnið eftir þeirri áætlun til að auka öryggi allra í umferðinni á sem skilvirkastan hátt. Þess má geta að samfellt er unnið að auknu umferðaröryggi um alla borg með sérstakri áherslu á gönguleiðir skólabarna og eru ýmsar tillagðar framkvæmdir í Grafarvogi nú þegar á dagskrá.

    Fylgigögn

  26. Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Teinagrindverk.         Mál nr. US180328

    Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Réttarholtsvegi og fleiri stöðum. Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga.  Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur.  Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut.
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúum Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir.
    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Það er ekki metið tímabært að fjarlægja teinagrindverk í Reykjavík án frekari skoðunar og er framlögð tillaga því felld. Vert er þó að geta að umræddar girðingar eru víða til skoðunar og verða þær fjarlægðar ef faglegt mat á umferðaröryggi á þeim svæðum gefa tilefni til.

    Fylgigögn

  27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Mógilsá         Mál nr. US180345

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk  varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Mógilsá. Eitt fjölfarnasta útivistarsvæði borgarinnar er við Mógilsá, en þar er engin salernisaðstaða utan opnunartíma Esjustofu.
    Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins Hildar Björnsdóttur, Eyþóri Laxdal Arnalds og Valgerðar Sigurðardóttur.
    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs þann 3. október 2018 var umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að verkefnislýsingu fyrir endurskoðun að aðkomu að fjölförnu útivistarsvæði við Esjurætur, m.a. fyrir áningu, umhverfismerkingar og hreinlætisaðstöðu. Í ljósi þess er eðlilegt að vísa tillögunni frá í skipulags- og samgönguráði.

    Fylgigögn

  28. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Gufunesbæ.         Mál nr. US180346

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Gufunesbæ. Svæðið umhverfis Gufunesbæ er gríðarlega fjölsótt. Ekkert aðgengi er að salernum á svæðinu eftir opnunartíma frístundamiðstöðvarinnar. Einungis þeir hópar sem hafa pantað afnot af svæðinu utan opnunartíma geta fengið aðgang að salernum með því að starfsmaður Gufunesbæjar sé á staðnum og er þá greitt fyrir slíka þjónustu. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að komið verði upp aðstöðu sem börn og fullorðnir hafi aðgang að eftir opnunartíma Gufunesbæjar. 
    Samþykkt 
    Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu almenningssalerna og þar er m.a. eyrnamerkt fé fyrir slíka aðstöðu í Gufunesi. Það er fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar í samgöngu- og skipulagsráði því bæði ljúft og skylt að samþykkja þessa tillögu enda er hún nú þegar á áætlun og segja má að hún hafi verið samþykkt að lokinni annarri umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fór í borgarstjórn í síðustu viku.

    Fylgigögn

  29. Veltusund 3B, kæra 72/2018, umsögn, úrskurður     (01.140.2)    Mál nr. SN180375
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. maí 2018 ásamt kæru dags. 14. maí 2018 þar sem kærð er neikvæð afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. apríl 2018 um breytta notkun eftri hæða húss við Veltusund 3B. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. júní 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. apríl 2018, um að staðfesta neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn, er vísað frá úrskurðarnefndinni.
    Lagt er fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka umsókn kæranda frá 22. mars 2018, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar vegna lóðar nr. 3b við Veltusund, til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar.

    Fylgigögn

  30. Hlíðarendi, kæra 140/2018     (01.62)    Mál nr. SN180841
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. desember 2018 ásamt kæru dags. 6. desember 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 25. október 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.

    Fylgigögn

  31. Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Upplýsingar um hávaða vegna bílaplans við Egilshöll í Grafarvogi        Mál nr. US180435

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um það hvort að íbúar hafi kvartað undan hávaða vegna bílaplans við Egilshöllina í Grafarvogi, þar sem áhugasamir ökuþórar hafa verið að nýta sér svæðið með tilheyrandi hávaða. Ef borist hafi kvartanir hversu margar hafa þær verið og hvernig hefur þeim þá verið svarað? 
    Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra.

  32. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, fyrirspurn er varðar brú yfir Breiðholtsbrautina        Mál nr. US180436

    Fyrir hönd borgarfulltrúa Kolbrúnar Baldursdóttur legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn
    Borgarfulltrúi vill fá að vita um kostnað við brúnnar og aðdraganda að ákvörðun um smíði hennar.
    jafnframt hvort að það liggi fyrir hver hugsanleg nýting brúarinnar séð þar sem ábendingar hafa komið um litla sem enga notkun hennar.
    Jafnframt að þegar komið er frá Seljahverfi yfir brúnna þ.e. frá suðvesturs til norausturs er ekki hægt að fara niður í neðra Breiðholt. Spurt er, hvort það sé endanlegt skipulag?
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar.

    Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið klukkan 14:08

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir