Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 18

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 21. nóvember, var haldinn 18. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 09:03. Viðstödd voru Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldur Borgþórsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Valgerður Gréta Benediktsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Sveinn Óli Pálmarsson, Hlynur Stefánsson, Eyjólfur I. Ásgeirsson, Birgir Björn Sigurjónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, Rósa Magnúsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Örn Sigurðsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Strætó, leiðarkerfisbreytingar vegna LSH         Mál nr. US180365

    Lagt fram minnisblað Strætó dags. 2. október 2018 varðandi breytingar á leið 14 samhliða lokun Gömlu Hringbrautar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 9. nóvember 2018.

    -    Kl. 9.20 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

    Kynnt. 

    Valgerður Gréta Benediktsdóttir og Ragnheiður Einarsdóttir frá Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Miðflokksins, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir bóka: 
    Miðflokkurinn telur að af tveimur slæmum kostum sé fyrirhuguð breyting skárri valkosturinn og leggst því ekki gegn henni. 
    Það verður þó að teljast ámælisvert að meirihluti borgarstjórnar sem með litlum breytingum hefur setið við völd frá árinu 2010 hafi ekki haft hag borgarbúa að leiðarljósi í ákvarðanatökum sínum og lagt blessun sína yfir þær framkvæmdir sem nú standa yfir á LSP reit.
    Ljóst er að framundan og hið minnsta næstu 10 árin munu verða borgarbúum erfið.
    Nær hefði verið að hagsmunir borgarbúa hefðu verið hafðir að leiðarljósi og nýju þjóðarsjúkrahúsi hefði verið fundin nýr staður að Keldum. 

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:
    Það er nauðsynlegt að gera leiðarkerfi Strætó skilvirkara og notendavænna. Breytingar á leið 14 eru gerðar til þess að auka áreiðanleika og draga úr seinkunum sem hafa verið á annatíma. Breytingin felur í sér að leið 14 hættir að þjónusta Landspítalann. Skoða þarf breytinguna í samhengi við aðrar breytingar á þjónustu Strætó við Landspítalann á framkvæmdatíma. Við teljum engan vafa á að nýbyggingar á Landspítalalóðinni muni verða borgarbúum og landsmönnum til heilla. Þar er nú að rísa nýr Landspítali. Ýtarleg undirbúningsvinna unnin á löngu tímabili sýndi að gamla Landspítalalóðin kom betur út í staðarvalsgreiningu en lóðir annars staðar í borginni.

    Fylgigögn

  2. Betri Reykjavík/Þín rödd, aðgangsstýrð langtímahjólastæði innan veggja bílastæðahúsa (USK2018110020)         Mál nr. US180377
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "aðgangsstýrð langtímahjólastæði innan veggja bílastæðahúsa" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 2. nóvember 2018. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í sínum málaflokki "framkvæmdir". 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  3. Betri Reykjavík/Þín rödd, gera gatnamót Vesturgötu og Framnesvegar ánægjuleg og örugg (USK2018110024)         Mál nr. US180381
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "gera gatnamót Vesturgötu og Framnesvegar ánægjuleg og örugg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 2. nóvember 2018. Erindið var næst efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og tilheyrir málaflokknum „framkvæmdir“. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  4. Betri Reykjavík/Þín rödd, hjólatenging milli Úlfarsárdals og Grafarvogs (USK2018110022)         Mál nr. US180379
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "hjólatenging milli Úlfarsárdals og Grafarvogs" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 2. nóvember 2018. Erindið var fjórða efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og tilheyrir málaflokknum „framkvæmdir“. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

    Fylgigögn

  5. Betri Reykjavík/Þín rödd, lýsing, vatnspóstur og klifurgrind fyrir í Nýlendurgarð (USK2018110021)         Mál nr. US180378
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "lýsing, vatnspóstur og klifurgrind fyrir í Nýlendurgarð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 2. nóvember 2018. Erindið var þriðja efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og og tilheyrir málaflokknum „framkvæmdir“
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  6. Betri Reykjavík/Þín rödd, setja tvö fótboltamörk á grassvæðið hliðina á Ljósheimaróló         Mál nr. US180380
    530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

    Lagt fram erindið "setja tvö fótboltamörk á grassvæðið hliðina á Ljósheimaróló" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík/þín rödd  þann 2. nóvember 2018. Erindið var sjötta efsta hugmynd októbermánaðar á samráðsvefnum og tilheyrir málaflokknum „framkvæmdir“. 
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

    Fylgigögn

  7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks / Reykjavíkurtjörn, óska eftir kynningu á því hvaða áhrif enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn         Mál nr. US180287

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks  óska eftir kynningu á því hvaða áhrif  enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn. Óskað er eftir því að sérfræðingur á sviði umhverfis- og auðlindamála annist kynninguna. 
    Kynnt. 

    Ágúst Guðmundsson og Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Miðflokksins, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir og fulltrúi Flokk fólksins Ásgerður Jóna Flosadóttir bóka: 
    Aðilar frá Verkfræðistofunni Vatnaskilum komu og fóru yrir vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Af kynningunni að dæma virðast óafturkræfar byggingaframkvæmdir á svæðinu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Vatnsmýrin á sér stað í hjarta Reykvíkinga. Það er mikið ábyrgðarleysi umhverfislega séð af borgaryfirvöldum að leyfa uppbyggingu á þessu svæði sérstaklega í ljósi þess að stefna stjórnvalda er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. Staðbundin áhrif eru komin fram á Hlíðarenda. Lýsum við þungum áhyggjum af ástandinu og þróuninni á svæðinu sem sannar að Reykjavíkurborg hefur misst forystuhlutverk sitt í umhverfismálum.

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
    Við þökkum góða kynningu á rannsóknum á vatnarfari á Vatnsmýrarsvæðinu. Í deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins er gert ráð fyrir vöktun vatnsstrauma á svæðinu. Með vöktuninni má bregðast við "hugsanlega neikvæðum áhrifum á vatnafar", eins og það er orðað í deiliskipulaginu, með skjótum hætti. Áður en framkvæmdir hófust lágu fyrir rannsóknir á jarðvegi og grunnvatnsstöðu, eins og deiliskiplagið gerir ráð fyrir. Leiðarljós deiliskipulagsvinnunnar er metnaðarfullt markmið aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um samfellt votlendi og útivistarsvæði sem tengist Reykjavíkurtjörn og styrkir aðrennsli Tjarnarinnar. Reykjavík er leiðandi sveitarfélag í vatnafarsrannsóknum, blágrænum ofnavatnslausnum og metnaðarfullum áætlunum um endurheimt votlendis.

  8. Vatnsmýri /Tjörnin, Framkvæmdir og rannsóknir á lífríki í Vatnsmýri og Reykjavíkurtjörn.         Mál nr. US180383

    Kynning á framkvæmdum í Vatnsmýri og Tjörninni til verndar á lífríki og fuglalífi og á náttúrufarsrannsóknum í Vatnsmýrinni og Tjörninni.
    Kynnt. 

    Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Snorri Sigurðsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 10.44 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Sósíalistaflokksins Daníel Örn Arnarsson bóka:
     „Umhverfi Tjarnarinnar hefur breyst mikið síðustu áratugina og hefur vistkerfi hennar verið raskað nánast frá því að byggð hófst í Reykjavík. Þrátt fyrir miklar breytingar þrífst í umhverfi Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar lífríki sem styður við fjölbreytt fuglalíf. Það er okkar hlutverk að styðja við og efla þetta líf með því að tryggja flæði vatns á þessi svæði. Einnig er mikilvægt að vinna áfram að aðgerðum sem bæta fuglalíf á svæðinu með uppbyggingu búsvæða fyrir kríur og gróðursetningu vatnagróðurs fyrir endur.“

  9. Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar, Kynning         Mál nr. US180396

    Kynnt rannsókn frá hópi Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík varðandi rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum rafbílavæðingar með áherslu á það hvað þarf til að markmið Parísarsáttmálans náist.

    Hlynur Stefánsson og Eyjólfur I. Ásgeirsson frá hópi Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11.05 tekur Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum.

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
    Þökkum góða kynningu á mati á þjóðhagslegum ávinningi rafbílavæðingar. Ljóst er að áhrif hennar eru mjög jákvæð á alla mælikvarða. Það vekur samt athygli að í matinu kemur skýrt fram að rafbílavæðingin ein og sér næstu árin dugir ekki til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Það er því afar brýnt að stór skref verið stigin á næstu árum til að breyta ferðavenjum og auka hlutdeild annarra ferðamáta en aksturs einkabíla.

  10. Græn skuldabréf,          Mál nr. US180394

    Kynning á grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar. 

    Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:
    Reykjavíkurborg hefur samþykkt metnaðarfulla loftslagsstefnu ásamt umhverfis- og auðlindastefnu og þar með skuldbundið sig til að ná settum sjálfbærnimarkmiðum til að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa. Útgáfa grænna skuldabréfa er mikilvægur liður í því að fjárfesta í grænum framkvæmdum sem stuðla að umhverfisvernd og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar meirihlutans fagna þessu stóra græna skrefi sem hér er verið að stíga enda er Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hefja útgáfu grænna skuldabréfa.

    Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  11. Sanddælingar         Mál nr. US180375

    Lagðar eru fram skýrslur Mannvits og Jarðfræðistofu Kjartans Thors ehf.  um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku af hafsbotni í Kollafirði dags. október 2008 og Hvalfirði janúar 2009.
    Kynnt.

    Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 11.57 víkur Ólafur Jónsson af fundi.

    Fulltrúar Miðflokksins, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir bóka: 
    Fulltrúar Miðflokksins lýsa undrun sinni á veitingu leyfis til leitar og rannsóknar á möl og sandi á hafsbotni í Kollafjarðar og Faxaflóa þrátt fyrir varnarorð fjölmargra fagaðila. Þó svæðið liggi að mestu leyti utan netalaga og er ekki á forræði borgarinnar þá er um afar takmarkaða auðlind að ræða á mjög viðkvæmu svæði. Það er með ólíkindum að einn aðili hafi aðgang að þeim auðlindum sem eru á þessu svæði og ekki hefur komið fram hvort greitt sé fyrir afnot að þeim. Það hefur verið í umræðunni að friða með öllu Faxaflóann og þar með talið Kollafjörð og Hvalfjörð fyrir öllu áreiti á lífríkið þ.m.t. að banna ætti hvalveiðar á svæðinu. Tekið er undir þær hugmyndir og því telja fulltrúar Miðflokksins að vinnsla á möl og sandi af þessu svæði vera algjöra tímaskekkju í aukinni þekkingu og vitundarvakningar á umhverfis- og auðlindamálum.

    Fylgigögn

  12. Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður         Mál nr. US170113

    Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið júlí til september 2018.
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  13. Umferðarlög, Umsögn um frumvarp til umferðarlaga, 149.         Mál nr. US180395

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 15. nóvember 2018 varðandi umferðarlög. 
    Lagt fram.

    Fylgigögn

  14. Hlutfall negldra hjólbarða, talning 15. nóvember 2018         Mál nr. US180387

    Kynntar niðurstöður á talningu negldra hjólbarða í Reykjavik dags. 15. nóvember 2018.
    Kynnt.

Fundi slitið klukkan 12:00

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir