Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 14

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2018, miðvikudaginn 24. október kl. 9:09, var haldinn 14. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal Viðstödd voru: Sigurborg Ó. Haraldsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hjálmar Sveinsson, Eyþór Laxdal Arnalds., Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, og áheyrnarfulltrúarnir, Baldur Borgþórsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sonja Wiium, og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundaritari er Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. október 2018.

    Fylgigögn

  2. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018, ásamt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018. Jafnframt er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Kynning stóð til og með 20. september 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir/athugasemdir: Orkustofnun dags. 12. september 2018, Vegagerðin dags. 19. september 2018, Faxaflóahafnir dags. 19. september 2018, Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. september 2018, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 19. og 20. september 2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 24. september 2018, Mosfellsbær dags. 24. september 2018, Umhverfistofnun dags. 3. október 2018, Minjastofnun Íslands dags. 3. október 2018, Kópavogsbær dags. 3. október 2018, Mosfellsbær dags. 15. október 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 17. október 2018.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bætt er ákvæði um möguleg frávik frá almennum viðmiðum um opnunartíma veitingastaða.

    Fylgigögn

  4. Kynning á gildandi ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um heimildir vegna gististaða.  Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Breytingin var auglýst í B-deild 14. mars 2018.

    Heimilidr um veitingastaði sérrit með helsu ákvæðum í aðalskipulagi.

    Fylgigögn

  5. Kynnt drög að samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga um útfærslu skipulags- og byggingaheimilda í hverfisskipulagi sem fylgigagn hverfisskipulags í Reykjavíkurborg. Einnig er lögð fram áætlum um kynningu.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Snorrahús ehf. dags. 6. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 60 við Snorrabraut. Í breytingunni felst hækkun og stækkun á viðbyggingu hússins, breyting á lóðarmörkum, breyting á bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2018 uppf. 30. ágúst 2018. Einnig eru lagðir fram minnispunktar Glámu Kím af fundi 9. mars 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júlí 2018. Erindi er lagt fram að nýju ásamt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrætti dags. 4. október 2018.

    Fylgigögn

  7. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júní 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkunarflokki húss í flokk 4 og flokki gististað í flokki II G og fyrir áður gerðum breytingum og viðbyggingu og innra skipulagi rishæðar í húsinu á lóð nr. 33 B við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 25. júlí 2018 til og með 22. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólína Salome Torfadóttir dags. 2. ágúst 2018 og Kristín Cecilsdóttir dags. 21. ágúst 2018.

    Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018.

    Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 2. maí 2017 og bréf hönnuðar dags. 3. maí 2017 fylgir erindi.  Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018. Bréf hönnuðar dags. 8. júní 2018 fylgir. Stækkun: 10,2 ferm., 21,1 rúmm. Gjald kr. 11.000

    Fylgigögn

  8. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins dags. 18. september 2018, um framkvæmdir í/við Skemmtigarðinn í Gufunesi.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018.

    Fylgigögn

  10. Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 992 frá 9. október 2018  og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 993 frá 16. október 2018.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs., skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 19. október 2018 varðandi bann við akstri hópbifreiða upp Njarðargötu.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf  Seltjarnarnesbæjar dags. 11. október 2018 varðandi samstarf um betri tengingu leiðarkerfis Vesturbæjar/ Seltjarnarnes við Grandann í Reykjavík.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Álakvísl 31, bílnúmer UD 518, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Miðstræti 3a, bílnúmer TMJ 90, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Skálagerði 3, bílnúmer MR 477, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Víðimel 60, bílnúmer AB 466, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Þverholt 15, bílnúmer IHY 36, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. október 2018 varðandi umsókn um

    sérmerkt p-stæði við Eikjuvog 28, bílnúmer IUR 25, sem var samþykkt  á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 1. október 2018.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram gjaldskrá embættis Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram gjaldskrá embættis Byggingarfulltrúa Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram gjaldskrá embættis Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram málskot Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 26. september 2018 varðandi afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. september 2018 um að setja þaksvalir á bílskúr á lóð nr. 9 við Lokastíg, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 12. ágúst 2018.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. september 2018 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á tillögu til þingsályktunar um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. október 2018.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi frágang lóðar við Háteigsskóla.  Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofur framkvæmda og viðhalds, dags. 18. október 2018.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fyrirspurn fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði:  Óskað er eftir upplýsingum vegna núverandi masturs og mannvirkja á Úlfarsfelli.

    Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði "Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. maí 2012, um að veita byggingarleyfi fyrir tækjaskýli úr timbri og tveimur 10 m tréstaurum til fjarskiptareksturs á toppi Úlfarsfells, er felld úr gildi"Eru núverandi mannvirki því í óleyfi á Úlfarsfelli ?

    Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. október 2018.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hagkvæmt húsnæði á BSÍ-reit. Tillögunni fylgir greinargerð. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. október 2018.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. október 2018 ásamt kæru dags. 5. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja beiðni um niðurrif skjólveggjar að Þjóðhildarstíg 2-6.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. október 2018 ásamt kæru dags. 8. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun um að beita byggingarleyfi fyrir svölum á fyrstu hæð á viðbyggingu á veitingastaðnum Ban Thai að Laugavegi 130. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 18. október 2018.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hólaland á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 11. október 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarinar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. október 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 11. október 2018 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fálkagötureit vegna lóðarinnar nr. 10 við Fálkagötu.

    Fylgigögn

  34. Óskað er upplýsinga um allar þær arkitektastofur og verkfræðistofur sem SEA og umhverfis- og skipulagssvið hafa átt viðskipti við frá árinu 2013. Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir einstök verkefni sem þessum aðilum hafa verið falin auk kostnaðar.

Fundi slitið klukkan 13:40

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir