Skipulags- og samgönguráð
Ár 2022, miðvikudaginn 30. mars kl. 9:00 var haldinn sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs (133. fundur) og umhverfis- og heilbrigðisráðs (65. fundur) Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 – 14, 7. hæð Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ragna Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Ólafur Kr. Guðmundsson, Vigdís Hauksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Skúli Þór Helgason, Sabine Leskopf, Valgerður Árnadóttir, Marta Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Björn Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þórdís Skjalddal.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Ámundi V. Brynjólfsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Kristján Ólafur Smith, Sigurjóna Guðnadóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Ásdís Ásbjörnsdóttir, Björn Axelsson og Guðmundur Benedikt Friðriksson.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Umhverfis- og skipulagssvið, áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun Mál nr. US220076
Lögð fram áætlun um greiningu þjónustuþátta út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun til staðfestingar.
Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð staðfesta framlagða áætlun.
- Kl. 9:12 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2023 - 2027, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs Mál nr. US220077
Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.
- Kl. 9:37 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:37 víkur Sabine Leskopf víkur af fundinum.Fylgigögn
Pawel Bartoszek Líf Magneudóttir
Alexandra Briem Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Skúli Helgason Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
133._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_30._mars_2022.pdf