Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 125

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 12. janúar kl. 9:01, var haldinn 125. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Pawel Bartoszek, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Anna Maria Wojtynska, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Ólöf Örvarsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. desember 2021 og 7. janúar 2022.

    Fylgigögn

  2. Hverfisgata 98A, 100 og 100A, 

    breyting á deiliskipulagi     (01.174.1)    Mál nr. SN210662

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. september 2021 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér að heimilt verður að sameina lóðirnar í eina lóð, sett er kvöð um uppbrot byggðar í samræmi við fyrri lóðarmörk ásamt kvöð um þrjá innganga. Lyftustokkur og annar tækjabúnaður standi upp fyrir byggingarreit og íbúðum fækkar um tvær. Á lóð nr. 100 verður heimilt að byggja ofan á núverandi byggingu eða rífa hana og byggja nýja ásamt því að byggingarreitur minnkar og verður í samræmi við grunnflöt núverandi byggingar jafnframt því sem að byggingaheimildi fyrir kjallara, stigahús og lyftuhús fellur út, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 16. september 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. október 2021 til og með 23. nóvember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þorlákur Hilmarsson dags. 14. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa, dags., 10. janúar 2022. Þar sem athugasemdir bárust við grenndarkynningu er málið lagt fram í skipulags- og samgönguráði og lagt til að það verði samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

    Vísað til borgarráðs.

    Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi     (01.6)    Mál nr. SN210821

    Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf., dags. 16. desember 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst að inn- og útakstur neyðarbíla að flugskýlum Landhelgisgæslunnar er færður að nýjum aðkomuvegi norðan flugskýla, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021.  Einnig er lagt fram samþykki Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. 5. október 2021. Þar sem umrædd tillaga varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda er lagt til að skipulags- og samgönguráð afgreiði hana án undangenginnar kynningar, sbr. heimild þar um í 2. ml. 3. gr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Guðríðarstígur 6-8, breyting á deiliskipulagi     (04.121.4)    Mál nr. SN210621

    Lögð fram umsókn frá Arkitektar Laugavegi 164 ehf. dags. 6. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Guðríðarstíg. Í breytingunni felst að byggingarreitur hússins stækkar til suðvesturs þannig að hægt verði að byggja við húsið. Hluti viðbyggingar verður á þremur hæðum en stærsti hlutinn á einni hæð. Stækkunin nýtist fyrir skrifstofustarfsemi og lager. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall og byggingarmagn eykst, samkvæmt uppdr. Glámu Kím arkitekta dags. 6. september 2021. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN210700

    Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 350 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verður 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PK Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  6. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, kynning     (05.1)    Mál nr. SN150743

    Kynning á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1, Háaleiti Múlar að loknum athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum þeirri miklu og blómlegu umræðu sem hefur átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða. Opið hús var í Austurveri, sérstakur samráðsfundur haldinn, farið í þrjár göngur um hverfið, gerð var Gallup-könnun, þúsundir heimsóttu heimasíðu hverfisskipulagsins, íbúasamtök boðuðu til fundar um skipulagið og mörg hundruð manns tóku þátt í netsamráði. Næsta skref er að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa. Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihluti íbúa er á móti áherslum í skipulagi við Bústaðaveg hvort sem um er að ræða þéttingu byggðar, hverfiskjörnum eða samgöngur. Af þeim sem tóku afstöðu voru 2/3 íbúa á móti áherslum í tillögunni varðandi þéttingu byggðar við Bústaðaveg í grennd við Grímsbæ. Ljóst er að ítarlegt samráð hefur átt sér stað þó ekki hafi verið fallist á lengingu athugasemdafrests sem íbúar höfðu þó sérstaklega óskað eftir. Mikil andstaða er jafnframt við vinnutillögur um breytt skipulag við gatnamót Miklubraut og Háaleitisbrautar. Fullt tilefni er því til að endurskoða fyrirliggjandi tillögur enda eru þær vægast sagt mjög umdeildar meðal íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil gagnrýni hefur komið fram á nýtt hverfaskipulag Háleiti-Bústaðir og ber líklega opinn fundur um málið þar sem hæst bar að embættismaður borgarinnar gaf þá yfirlýsingu að fólk á aldrinum 60 ára + væri ómarktækt í skoðunum í málinu. Nú er lögð fram skoðanakönnun sem tekin var 15.-30. nóvember sl. Skoðanakönnunin er borgaryfirvöldum ekki í hag því tæplega 45% svaranda leist illa á tillögurnar, hvorki vel né illa 24,5% og þeim sem leist vel á tillögurnar voru tæp 31%. Samt er haldið áfram af fullum þunga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst er meirihluti þátttakenda könnunarinnar ekki mjög viss um skoðun sína á hverfisskipulaginu. Hér er um fyrstu drög að ræða og á þessu fyrsta stigi er brýnt að vinna þétt með íbúum. Nú reynir á alvöru samráð. Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um nokkrar athugasemdir sem birtar eru. Margar þeirra spegla óöryggi gagnvart skipulagsyfirvöldum. Íbúar eru í varnar- og viðbragðsstöðu og óttast að ekki eigi að hlusta á þá. All margir tjá sig um að byggingarmagn í kynntum tillögum sé mikið og að farið sé of geyst í framkvæmdir. Óttast er að þrengingar og þrengsl verði mikil í þessu gamla, gróna hverfi. Kallað er eftir að farinn sé millivegur. Komið er inn á sorpmálin í tengslum við þéttingu byggðar. Reykjavíkurborg er nú fyrst að fara að safna lífrænu sorpi. Allir þekkja sögu Gaju sorp- og jarðgerðarstöðina sem átti að vera töfralausn en endaði sem stór mistök. Mörg önnur bæjarfélög hafa staðið sig til fyrirmyndar í þessum efnum. Fulltrúi Flokks fólksins skilur þessar áhyggjur íbúanna sem þarna eru reifaðar.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  7. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, kynning     (05.2)    Mál nr. SN150744

    Kynning á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.2, Kringlan-Leiti-Gerði að loknum athugasemdafresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum þeirri miklu og blómlegu umræðu sem hefur átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða. Opið hús var í Austurveri, sérstakur samráðsfundur haldinn, farið í þrjár göngur um hverfið, gerð var Gallup-könnun, þúsundir heimsóttu heimasíðu hverfisskipulagsins, íbúasamtök boðuðu til fundar um skipulagið og mörg hundruð manns tóku þátt í netsamráði. Næsta skref er að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa. Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihluti íbúa er á móti áherslum í skipulagi við Bústaðaveg hvort sem um er að ræða þéttingu byggðar, hverfiskjörnum eða samgöngur. Af þeim sem tóku afstöðu voru 2/3 íbúa á móti áherslum í tillögunni varðandi þéttingu byggðar við Bústaðaveg í grennd við Grímsbæ. Ljóst er að ítarlegt samráð hefur átt sér stað þó ekki hafi verið fallist á lengingu athugasemdafrests sem íbúar höfðu þó sérstaklega óskað eftir. Mikil andstaða er jafnframt við vinnutillögur um breytt skipulag við gatnamót Miklubraut og Háaleitisbrautar. Fullt tilefni er því til að endurskoða fyrirliggjandi tillögur enda eru þær vægast sagt mjög umdeildar meðal íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil gagnrýni hefur komið fram á nýtt hverfaskipulag Háleiti-Bústaðir og ber líklega opinn fundur um málið þar sem hæst bar að embættismaður borgarinnar gaf þá yfirlýsingu að fólk á aldrinum 60 ára + væri ómarktækt í skoðunum í málinu. Nú er lögð fram skoðanakönnun sem tekin var 15.-30. nóvember sl. Skoðanakönnunin er borgaryfirvöldum ekki í hag því tæplega 45% svaranda leist illa á tillögurnar, hvorki vel né illa 24,5% og þeim sem leist vel á tillögurnar voru tæp 31%. Samt er haldið áfram af fullum þunga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það kennir ýmissa grasa ef athugasemdir eru skoðaðar. Margir eru ánægðir og finnst þetta góðar tillögur. Hér er verið að breyta hverfi í borginni, manngerð framkvæmd. Spurt er engu að síður í athugasemdum af hverju svona framkvæmdir séu ekki settar í umhverfismat? Óskir koma fram um að fjölga frekar grænum svæðum milli húsa en að leggja þau undir íbúðabyggð. Einnig er ekki nægjanleg trú á þessa könnun og efasemdir um að hún sé „alvöru“. Gera þarf fleiri kannanir að mati fulltrúa Flokks fólksins. Fólk óttast miklar þrengingar og kallað er eftir bótum sem taka mið af þörfum allra en ekki bara sumra. Minnt er á að til að tryggja öryggi er hægt að gera undirgöng eða brú. Í tillögum er gert ráð fyrir að íbúðareigendur fjölbýlishúsa geti byggt við hús sín. Það er að mörgu leyti góð hugmynd en mikilvægt er að kanna sem fyrst hverjir myndu mögulega gera það. Fólkið sem mun búa í þeim íbúðum munu einnig þurfa sitt svigrúm sem gera þarf ráð fyrir. Hér er um vinnutillögur að  ræða, fyrstu drög, og gera má ráð fyrir að þær eigi eftir að breytast umtalsvert og vonandi taka breytingar mið af vilja þorra íbúa hverfisins.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  8. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða- og Smáíbúðahverfi, kynning     (05.3)    Mál nr. SN150745

    Kynning á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.3, Bústaða- og Smáíbúðahverfi að loknum athugasemdafresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum þeirri miklu og blómlegu umræðu sem hefur átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða. Opið hús var í Austurveri, sérstakur samráðsfundur haldinn, farið í þrjár göngur um hverfið, gerð var Gallup-könnun, þúsundir heimsóttu heimasíðu hverfisskipulagsins, íbúasamtök boðuðu til fundar um skipulagið og mörg hundruð manns tóku þátt í netsamráði. Næsta skref er að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa. Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihluti íbúa er á móti áherslum í skipulagi við Bústaðaveg hvort sem um er að ræða þéttingu byggðar, hverfiskjörnum eða samgöngur. Af þeim sem tóku afstöðu voru 2/3 íbúa á móti áherslum í tillögunni varðandi þéttingu byggðar við Bústaðaveg í grennd við Grímsbæ. Ljóst er að ítarlegt samráð hefur átt sér stað þó ekki hafi verið fallist á lengingu athugasemdafrests sem íbúar höfðu þó sérstaklega óskað eftir. Mikil andstaða er jafnframt við vinnutillögur um breytt skipulag við gatnamót Miklubraut og Háaleitisbrautar. Fullt tilefni er því til að endurskoða fyrirliggjandi tillögur enda eru þær vægast sagt mjög umdeildar meðal íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil gagnrýni hefur komið fram á nýtt hverfaskipulag Háleiti-Bústaðir og ber líklega opinn fundur um málið þar sem hæst bar að embættismaður borgarinnar gaf þá yfirlýsingu að fólk á aldrinum 60 ára + væri ómarktækt í skoðunum í málinu. Nú er lögð fram skoðanakönnun sem tekin var 15.-30. nóvember sl. Skoðanakönnunin er borgaryfirvöldum ekki í hag því tæplega 45% svaranda leist illa á tillögurnar, hvorki vel né illa 24,5% og þeim sem leist vel á tillögurnar voru tæp 31%. Samt er haldið áfram af fullum þunga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þeim athugasemdum sem lúta að þessum hluta hverfisins er m.a. bent á að byrja þarf á innviðum. Þetta er góður punktur. Almenningssamgöngur eru innviðir og óttast er að þrenging verði of mikil til að gott rými verði fyrir almenningssamgöngur. Sjálfsagt er að þétta hóflega en það má aldrei koma niður á grænum svæðum. Algengar athugasemdir vinnutillagnanna eru að verið sé að þétta of mikið og ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegu svigrúmi fyrir fólkið sem þarna býr og á að búa í framtíðinni. Fram kemur í athugasemdum að það sé áberandi áróður gegn bílaumferð. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að umfram allt á fólk að geta ráðið sínum lífsstíl í samgöngumálum. Ákveðinn hópur upplifir að verið sé að þrýsta þeim inn í  einhvern samgöngumáta sem hentar þeim ekki en sem meirihlutinn vill að sé viðhafður. Sumum finnst að hverfisskipulagið hafi verið of lítið kynnt. Það eru ekki allir sem fara inn á vef borgarinnar. All margir tala um að auka hljóðvarnir meðfram Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Á þessar raddir þarf að hlusta.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  9. Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, kynning         Mál nr. SN150746

    Kynning á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.4, Fossvogshverfi-Blesugróf að loknum athugasemdafresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við fögnum þeirri miklu og blómlegu umræðu sem hefur átt sér stað um vinnutillögur að hverfisskipulagi Háaleitis og Bústaða. Opið hús var í Austurveri, sérstakur samráðsfundur haldinn, farið í þrjár göngur um hverfið, gerð var Gallup-könnun, þúsundir heimsóttu heimasíðu hverfisskipulagsins, íbúasamtök boðuðu til fundar um skipulagið og mörg hundruð manns tóku þátt í netsamráði. Næsta skref er að vinna úr þeim athugasemdum sem borist hafa. Ljóst er að tillögur að þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ hafa mætt andstöðu meðal margra íbúa í hverfinu. Mikilvægt er að hlusta á þessar raddir íbúa og réttast er að leggja þessar hugmyndir um þéttingu við Bústaðaveg til hliðar og leita annarra lausna sem byggja á breiðari sátt og draga úr umferðarhraða, bæta hljóðvist og tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu eins og kallað hefur verið eftir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihluti íbúa er á móti áherslum í skipulagi við Bústaðaveg hvort sem um er að ræða þéttingu byggðar, hverfiskjörnum eða samgöngur. Af þeim sem tóku afstöðu voru 2/3 íbúa á móti áherslum í tillögunni varðandi þéttingu byggðar við Bústaðaveg í grennd við Grímsbæ. Ljóst er að ítarlegt samráð hefur átt sér stað þó ekki hafi verið fallist á lengingu athugasemdafrests sem íbúar höfðu þó sérstaklega óskað eftir. Mikil andstaða er jafnframt við vinnutillögur um breytt skipulag við gatnamót Miklubraut og Háaleitisbrautar. Fullt tilefni er því til að endurskoða fyrirliggjandi tillögur enda eru þær vægast sagt mjög umdeildar meðal íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil gagnrýni hefur komið fram á nýtt hverfaskipulag Háleiti-Bústaðir og ber líklega opinn fundur um málið þar sem hæst bar að embættismaður borgarinnar gaf þá yfirlýsingu að fólk á aldrinum 60 ára + væri ómarktækt í skoðunum í málinu. Nú er lögð fram skoðanakönnun sem tekin var 15.-30. nóvember sl. Skoðanakönnunin er borgaryfirvöldum ekki í hag því tæplega 45% svaranda leist illa á tillögurnar, hvorki vel né illa 24,5% og þeim sem leist vel á tillögurnar voru tæp 31%. Samt er haldið áfram af fullum þunga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í athugasemdum koma fram bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Sumir tala um svart/hvíta niðurstöðu. Tillögur eru um ýmsar leiðir til þéttingar og óttast margir að þétt verði of mikið. Mikil vinna er fram undan og verður hún að vera unnin með íbúunum eins og kostur er. Þó nokkrir tjá sig um áhyggjur sínar að komast heim og að heiman ef fjöldi íbúa eykst í hverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins finnst mikilvægt að skoða sem fyrst hverjir myndu nýta sér að hækka- stækka hús sín til að átta sig á mögulegum þrengslum. Almennt er fólk ekki alfarið á móti því að þétta en óttast hið mikla byggingarmagn sem tillögurnar ganga út á. Aðrir vilja að hugað sé að útlitinu enda er hér um gróið hverfi að ræða. Hugmyndir frá íbúum eru margar áhugaverður og ættu skipulagsyfirvöld að leggja sig fram um að hlusta og vinna með íbúum hverfisins að frekari útfærslum. Á íbúana verður að hlusta og taka tillit til sjónarmiða sem margir standa á bak við.

    Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1144 frá 14. desember 2021 og nr. 1145 frá 21. desember 2021.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  11. Stórhöfði við Svarthöfða, gangbraut, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220007

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, 

    dags. 6. janúar 2021:

    Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að gönguþverun yfir Stórhöfða austan við Svarthöfða verði merkt sem gangbraut.

    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  12. Borgartún og Bríetartún við Snorrabraut, gangbrautir og forgangur umferðar, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220008

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, 

    dags. 6. janúar 2021:

    Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að:

    - Bríetartún verði einstefna til norðurs frá lóð nr. 1 við Bríetartún að Borgartúni.

    - Bríetartún verði einstefna til austurs frá Snorrabraut að lóð nr. 1 við Bríetartún.

    - Vélknúin umferð um Bríetartún til norðurs víki fyrir umferð um Borgartún á biðskyldu.

    - Gönguþverun yfir Bríetartún við lóð nr. 1 verði merkt sem gangbraut

    - Gönguþverun yfir Borgartún við lóð á Bríetartúni nr. 1 verði merkt sem

    gangbraut.

    - Gönguþverun yfir Bríetartún við Snorrabraut verði merkt sem gangbraut.

    - Gönguþverun yfir Guðrúnartún við Borgartún verði merkt sem gangbraut.

    - Óheimilt verði að beygja úr vestri frá Bríetartúni, við Bríetartún nr. 1, til norðurs í átt að Borgartúni nema fyrir Strætó.

    Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  13. Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjavík, áætlun, kynning         Mál nr. US220010

    Kynning á áætlun um uppbyggingu göngu- og hjólastíga í Reykjavík 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá meginstofnleiðum borgarinnar. Það er mikilvægt að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Yfirleitt er ekki vöntun á rými og hægt að breikka stígana og búa til aflíðandi beygjur, en beygjur eru allt of oft of krappar fyrir hjólreiðafólk, og minnka þarf brekkur. Fyrir hjólreiðafólk er betra að fara langa leið á flata en að fara styttri sem er upp og niður brekku. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota minni vélknúin farartæki. Fulltrúi Flokks fólksins nefndi í fyrri bókunum að fjarlægja þurfi járnslár og nú hefur skipulags- og samgönguráð samþykkt að það verði gert.

    Kristinn Jón Eysteinsson byggingartæknifræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  14. Áætlaðar göngu- og hjólastígaframkvæmdir 2022, 

    tillaga - USK21120079         Mál nr. US220011

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. janúar 2021:

    Lagt er til að skipulags- og samgönguráð veiti heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi,

    verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir eftirtaldar stígaframkvæmdir:

    Aðskildir göngu- og hjólastígar:

    -    Skógarhlíð , frá Litluhlíð að Miklubraut .

    -    Elliðaárdalur, Vatnsveitubrú - Breiðholtsbraut, stígagerð og brýr.

    -    Arnarnesvegur / Breiðholtsbraut, stígur og brú.

    -    Krókháls/Dragháls, frá Höfðabakka að Suðurlandsvegi.

    Samþykkt.

    Kristinn Jón Eysteinsson byggingartæknifræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  15. Undirskriftalisti vegna hámarkshraðaáætlunar, trúnaður         Mál nr. US220004

    Lagt fram erindi til formanns skipulags- og samgönguráðs, dags. 7. janúar 2022, þar sem meðfylgjandi er undirskriftalisti með nöfnum 1.564 einstaklinga sem mótmæla hámarkshraðaáætlun borgarinnar. Vegna persónuverndarsjónarmiða eru listarnir lagðir fram sem trúnaðargagn.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með umræddri undirskriftasöfnun hefur hópur um 1500 borgara lýst skoðun sinni á lækkun hámarkshraða í borginni. Við virðum að sjálfsögðu þann lýðræðislega rétt fólks til að tjá afstöðu sína á ákvörðunum borgarinnar með þessum hætti. Við erum hins vegar sannfærð um að aðgerðirnar njóti almenns stuðnings íbúa á hverjum stað og skili strax bættu umferðaröryggi, bættum loft- og hljóðgæðum og betri borgarbrag.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vel á annað þúsund manns hafa mótmælt hámarkshraðaáætlunar borgarinnar. Fullt tilefni er til að kanna hug borgarbúa til áætlunarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    1.564 einstaklinga mótmæla hámarkshraðaáætlun borgarinnar. Þetta kemur ekki á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Um þetta hefur aldrei verið deilt í borgarstjórn. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Sjá má hversu umdeilt þetta er enda togast á  tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmengun. Umferðartafir og teppur í borginni er víða vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Þessi mál hafa lengi verið vanrækt. Vaxandi vandi er sem dæmi á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana og síðdegis. Þar hefur hraðinn verið lækkaður en öllu jafna er umferða þarna mjög þung. Nú er þar komin eftirlitsmyndavél og þeir sem fara yfir hámarkshraðann fá sekt.

    Fylgigögn

  16. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, skipan vinnuhóps 2022         Mál nr. US220001

    Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2022. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingarfulltrúa, Sólveig Sigurðardóttir frá embætti skipulagsfulltrúa og Alma Sigurðardóttir frá embætti borgarminjavarðar skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa skipulags- og samgönguráðs. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð skipi tvo fulltrúa í hópinn.

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar skipulags- og samgönguráðs í vinnuhóp eru Dóra Björt Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Styrkveitingar eru vandasamar og mikilvægt er að hópurinn sé vel skipaður. Þarna eru taldir upp þrír embættismenn og ættu kjörnir fulltrúar að vera allavega fjórir.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  17. Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar til 2030, umsagnarbeiðni - USK2021120018         Mál nr. US210370

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. desember 2021, þar sem skipulags- og samgönguráði er gefinn kostur á að senda inn umsögn eða gera athugasemdir við stefnudrögin.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. desember 2021, þar sem skipulags- og samgönguráði er gefinn kostur á að senda inn umsögn eða gera athugasemdir við stefnudrög Atvinnu og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur til 2030. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í umsögninni þurfi að ávarpa nokkur mikilvæg atriði. Það er til dæmis mikil tortryggni og vantraust milli atvinnulífs og borgar sem horfa þarf á með lausnir í huga. Fólki finnst ógegnsæ og flókin þjónusta vera í borginni sem tefur framgang mála. Það eru frekar fáar atvinnustoðir í borginni og óljós ímynd borgarinnar þegar kemur að atvinnu. Aðrir þættir sem huga þarf að eru kolefnisspor og ójöfnuður sem fer vaxandi.

  18. Laugavegur 178, kæra 183/2021     (01.251.1)    Mál nr. SN210829

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. desember 2021 ásamt kæru dags. 22. desember 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2021 um að synja umsókn Dyrhólma hf. um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni nr. 178 við Laugaveg.

  19. Köllunarklettsvegur 1, 

    breyting á deiliskipulagi     (01.330.9)    Mál nr. SN210759

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg.

    Fylgigögn

  20. Borgarlína - Steinahlíð að Katrínartúni, skipulagslýsing         Mál nr. SN210755

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 7. desember 2021 á 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. nóvember; Borgarlína ¿ deiliskipulag, Steinahlíð að Katrínartúni.

    Fylgigögn

  21. Gufunes, samgöngutengingar, 

    nýtt deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN210218

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi.

    Fylgigögn

  22. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga     (06.1)    Mál nr. SN160263

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt.

    Fylgigögn

  23. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga     (06.2)    Mál nr. SN160264

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi.

    Fylgigögn

  24. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga     (06.3)    Mál nr. SN160265

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt.

    Fylgigögn

  25. Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka     (04.6)    Mál nr. SN200364

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1, Arnarbakka.

    Fylgigögn

  26. Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells     (04.6)    Mál nr. SN200365

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells.

    Fylgigögn

  27. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN210778

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðanna nr. 2D, 4 og 6 við Álfabakka.

    Fylgigögn

  28. Eiðsgrandi - Ánanaust, breyting á deiliskipulagi     (01.5)    Mál nr. SN210753

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda - Ánanausts.

    Fylgigögn

  29. Reynimelur 66, breyting á deiliskipulagi     (01.524.1)    Mál nr. SN210804

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel.

    Fylgigögn

  30. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN210780

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. 

    Fylgigögn

  31. Sörlaskjól og Faxaskjól, nýtt deiliskipulag     (01.53)    Mál nr. SN210784

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól.

    Fylgigögn

  32. Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag     (04.9)    Mál nr. SN210221

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. 

    Fylgigögn

  33. Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, deiliskipulag, tillaga     (04.0)    Mál nr. SN170899

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. desember 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1. Krossmýrartorg á Ártúnshöfða.

     

    Fylgigögn

  34. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi borgarlínu og væntanlegan ferðatíma, svar - USK21120115         Mál nr. US210347

    Lagt fram svar frá Borgarlínu, dags. 20. desember 2021.

    Fylgigögn

  35. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um þrengingar í ýmsum götum og hverfum í Reykjavík, umsögn - USK2021120036         Mál nr. US210278

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. janúar 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta svar er útúrsnúningur. Punktur. Fram kemur að „til að skrifstofan geti tekið saman nánara yfirlit yfir aðgerðir þarf að liggja fyrir hvers konar aðgerðir er átt við, svo sem hraðahindranir, breytingar á notkun akreina, breytingar á beygjureinum, breytingar á yfirborðsmerkingum o.s.frv.“ Það var þetta sem ég var að spyrja um. Ekki er heldur lengur hægt að telja bílastæði í Reykjavík þó að hæfni sé til staðar til að telja nagladekk. Svo virðist sem borgarstjóri hafi það markmið að snúa út úr fyrirspurnum minnihlutans og gefa kafloðin svör svo almenningur komist aldrei að því hvaða myrkraverk er verið að fremja í borginni á hans vakt. Fyrirspurnin var um fækkun bílastæða í Reykjavík en svarið er um FJÖLGUN bílastæða. Er nema von hvernig komið er fyrir höfuðborginni? Hvítt verður svart og svart verður hvítt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:49

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Sara Björg Sigurðardóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
125._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_1._desember_2021.pdf