Skipulags- og samgönguráð - Dagskrá fundar 7. nóvember 2018

Skipulags- og samgönguráð

Ár 1970, fimmtudaginn 1. janúar, var haldinn 16. fundur Skipulags- og samgönguráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 13:13. Viðstödd voru . Fundarritari:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. nóvember 2018.

    Fylgigögn

  2. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka ásamt umhverfisskýrslu VSÓ ráðgjafar dags. í september 21018. Drög að tillögu voru kynnt til og með  7. nóvember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 1. nóvember 2018,0.

    Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018 ásamt umhverfisskýrsla  VSÓ ráðgjöf dags. í september 2018.

    Fylgigögn

  3. Lagðar fram og kynntar leiðbeiningar um 1. blágrænar ofanvatnslausnir, 2. fjölgun íbúða, 3. byggingarreiti og 4. meðhöndlun úrgangs.

     

  4. Lögð fram umsókn Steinars Sigurðssonar dags. 8. ágúst 2018 um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæði 3G vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst að lóðarmörkum lóðarinnar er breytt þannig að göngustígur sem liggur að hluta inn á lóð liggi allur á borgarlandi, sú minnkun lóðar sem verður við þá færslu er bætt upp með hliðrum suðurmarka lóðarinnar sem því nemur, sunnan núverandi byggingar er heimiluð aðkoma fyrir þjónustu við efri hæð en bílastæði óheimil og felld er úr gildi kvöð um grasþekju á þaki vörumóttöku á suðurhlið, samkvæmt uppdrætti Teikn arkitektaþjónustu ehf. dags. 1. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2018.

     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Kristins Gylfa Jónssonar dags. 2. nóvember 2018 ásamt lagfærðum uppdr. dags. 29. október 2018.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 29. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að færa útaksturstengingu norðan megin á lóð vestar og bæta við annarri tengingu til útaksturs af bílaplani við norðausturenda hússins inn á Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018 br. 29. október 2018.

    Fylgigögn

  7. Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 995 frá 30. október 2018.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 5. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 sem felst í að heimilað verði að byggja á lóð 1.6 hagkvæmar íbúðir ofan á þegar heimilaða bílageymslu, samkvæmt tillögu Jvantspijker dags 25. september 2018. Einnig er lögð fram  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.

    Fylgigögn

  9. Breiðhöfði, stöðubann

    Lagt fram bréf umh verfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.  1. nóvember 2018 varðandi stöðubann við báða kanta Breiðhöfða norðan Stórhöfða.

    Fylgigögn

  10. 10.

    Barónsstígur, bann við að leggja

     

     

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs , samgöngur dags. 2. nóvember 2018 varðandi bann við því að leggja á hluta Barónsstígs vegna aksturs strætó um götuna

    Fylgigögn

  11. 11.

    Menntasveigur, bann við að leggja

     

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs. samgöngur dags. 2. nóvember 2018 varðandi bann við að leggja við Menntasveig.

     

    Fylgigögn

  12. Aðgerðaráætlun gegn hávaða  2018-2023, Drög til kynningar

    Lögð fram drög til kynningar að aðgerðaáætlun gegn hávaða á árunum 2018-2033 í samræmi við reglugerð um kortlagningu og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005.

    Fylgigögn

  13. 13.

    Úlfarsbraut 82, málskot

     (02.698.6)

     

    080166-4199 Björgvin Jón Bjarnason, Logafold 49, 112 Reykjavík

     

    Lagt fram málskot Björgvins Jóns Bjarnasonar mótt. 26. september 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 varðandi bílastæði utan lóðar nr. 82 við Úlfarsbraut.

    Fylgigögn

  14. 14.

    Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Umferðarmál á Grandasvæðinu.

    Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi umferðarmál á Grandasvæðinu.

    "Hvað ætlar meirihlutinn í Reykjavík að gera er varðar umferðarmál á Grandasvæðinu í Reykjavík?

    Komið hefur fram í síðustu könnun sem framkvæmd var fyrir Faxaflóahafnir og unnin af Árna Steini Viggóssyni að megn og vaxandi óánægja er með umferðaröryggi á svæðinu hjá þeim sem stunda þar atvinnurekstur, gangandi og hjólandi og akandi vegfarendur og hinum mikla fjölda ferðamanna sem fara um svæðið. Það kemur fram í síðustu könnun að einungis 15 manns eða 11.8% viðmælanda af þeim 127 sem höfðu skoðun á málinu þótti aðstæður vera í lagi. Sýna þessar niðurstöður hversu stór hluti viðmælenda er óánægður með umferðarmálin á umræddu svæði. Mikil slysahætta er á svæðinu vegna umferðar bifreiða sem bruna í gegnum svæðið þar á meðal olíubílar. Höfnin var einu sinni höfn , nú eru aðstæður allt aðrar. Viðmælendur telja hættulegt að keyra um svæðið. Það er verið að bíða eftir stóra slysinu að mati þeirra sem eiga erindi á svæðið.

    Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. nóvember 2018.

    Fylgigögn

  15. 15.

    Tillaga fulltrúa sósíallistaflokks , Strætó

    Lögð fram tillaga fulltrúa Sósíalistaflokks að Reykjavíkurborg fari í að stofna strætó leið sem tengir betur saman norður- og suðurhluta Reykjavíkur í samræmi við vinnu hverfisráða Laugardals, Hlíða og Háaleitis/Bústaða.

    Einnig er lögð fram greinargerð. 

     

    Fylgigögn

  16. 16.

    Rangársel 2-8, kæra 131/2018

     

     

     

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. nóvember 2018 ásamt kæru dags. 31. október 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að heimila barnaheimili að Rangárseli 8, neðri hæð.

     

    Fylgigögn