Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 96

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 09:01, var haldinn 96. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Hofi. Viðstaddur var Eyþór Laxdal Arnalds.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Ragna Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Harri Ormarsson.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Kosning í skipulags- og samgönguráð,  USK2018060045         Mál nr. US200285

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2021, þar sem tilkynnt er að Örn Þórðarson taki sæti sem varamaður í skipulags- og samgönguráði í stað Ólafs Kr. Guðmundssonar.

    Fylgigögn

  2. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

    Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 17. febrúar 2021, þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 16. febrúar sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 16. desember 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1436/2020 og auglýsing, dags. 4. desember 2020, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  3. Endurskoðaðar reglur um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík, 
    tillaga - USK2021020094         Mál nr. US210042

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, um endurskoðaðar reglur um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík og minnisblað Eflu, dags. 19. júní 2018,  um bílastæðagjöld erlendis.

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með endurskoðuðum reglum um bílastæðagjald byggingaraðila er fallið frá almennri innheimtu bílastæðagjalds. Ekki eru lengur kvaðir um lágmarksbílastæðafjölda heldur hámark. Breytingarnar munu koma til með að lækka byggingarkostnað og hvetja til vistvænna ferðamáta.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins finnst í fyrsta lagi undarlegt að það hafi þurft að útvista því  verkefni að kanna hvað sambærilega  er gert er í bílastæðamálum í nokkrum erlendum borgum . Um er að ræða að lesa  opinberar upplýsingar sem ekki þarf  sérfræðiþekkingu til að gera. Embættismannakerfi borgarinnar ætti að ráða við það. En í Reykjavík þarf að gera ráð fyrir bílastæðum fyrir alla sem vilja og þurfa og það er vissulega kostur að gefa þeim sem eru að byggja, á þegar fullbyggðum svæðum, kost á að greiða fyrir bílastæði í stað þess að gera þau sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins styður aukinn sveigjanleika í þessum efnum að þeir eigendur bíla sem óska að leggja í bílastæðahúsum frekar en við heimili sín, sem dæmi í miðbænum þar sem búið er að byggja  þröngt, verði gert það auðveldara og aðgengilegra. Nóg pláss er í bílahúsum og mörg vannýtt á ákveðnum tímum.  Ástæður eru ýmsar fyrir því, erfitt aðgengi og óþarflega há gjaldtaka.

    Björgvin Rafn Sigurðarson lögfræðingur og Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 12. og 19. febrúar 2021.

    Fylgigögn

  5. Vogabyggð svæði 2, breyting á deiliskipulagi vegna lóða 2-9-1 og 2-9-2     (01.45)    Mál nr. SN210100
    Vogabyggð ehf., Pósthólf 8787, 108 Reykjavík
    Kristinn Ragnarsson, arkit ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 5. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 vegna lóðanna 2-9-1 og 2-9-2. Í breytingunni felst að lóðarlína á milli lóðanna 2-9-1 og 2-9-2 færist um 10 cm. til norðurs auk þess að sem þríhyrningslaga horn bætist við. Lóð 2-9-1 minnkar um 19,7 m2 og lóð 2-9-2 stækkar sem því nemur, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkit. ehf. dags. 5. febrúar 2021. Jafnframt er lögð fram yfirlýsing lóðarhafa dags. 12. febrúar 2021.

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  6. Laugardalur - austurhluti, 
    breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (01.39)    Mál nr. SN200070

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Lilju Sigrúnar Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 2. apríl 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2020 til og með 29. apríl 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Frímann Ari Ferdinandsson f.h. stjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 2. apríl 2020, Einar Símonarson dags. 8. apríl 2020, Vilborg Traustadóttir dags. 8. apríl 2020, Friðjón Sigurðarson framkvæmdastj. þróunarsviðs f.h. Reita fasteignafélags hf. dags. 8. apríl 2020, Katrín Þóra Jónsdóttir dags. 8. apríl 2020, Ingibjörg Júlíusdóttir dags. 9. apríl 2020, Sigrún Böðvarsdóttir dags. 9. apríl 2020, Pálmi Símonarson dags. 9. apríl 2020, Sigríður Ragnarsdóttir dags. 9. apríl 2020, Vilhjálmur Hallgrímsson dags. 9. apríl 2020, Kristín Sigurðardóttir dags. 11. apríl 2020, Raj K. Bonifacius, Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur, dags. 12. apríl 2020, Freyr Ólafsson f.h. stjórnar FRÍ dags. 13. apríl 2020, Ingvar Garðarsson dags. 13. apríl 2020, Ingunn Ásta Sigmundsdóttir dags. 13. apríl 2020, Smári Hrólfsson dags. 13. apríl 2020, Skúli Víkingsson dags. 14. apríl 2020, Ingibjörg Kaldal dags. 14. apríl 2020, Dagný Hrönn Ásgeirsdóttir dags. 14. apríl 2020, Natalia Teran Garcia dags. 14. apríl 2020, Daníel Ingvarsson dags. 14. apríl 2020,  Finnbogi Hilmarsson f.h. stjórnar Knattspyrnufélags Þróttar dags. 14. apríl 2020, Sólbjört Guðmundsdóttir dags. 14. apríl 2020, Magnús Grétarsson dags. 14. apríl 2020, Daníel Oddsson dags. 14. apríl 2020, Margrét Jóhanna Jóhannsdóttir dags. 14. apríl 2020, Halla Björgvinsdóttir dags. 14. apríl 2020, Erla Kristín dags. 14. apríl 2020, Ásdís Guðmundsdóttir dags. 14. apríl 2020, Halla Sverrisdóttir dags. 14. apríl 2020, Árni Jónsson dags. 14. apríl 2020, Lárus Kjartansson dags. 14. apríl 2020, Gyða Karlsdóttir dags. 14. apríl 2020, Drífa Ósk Sumarliðadóttir dags. 14. apríl 2020, Ásthildur Gunnarsdóttir dags. 14. apríl 2020, Bergþóra Karen Ketilsdóttir dags. 14. apríl 2020, Eva Arnarsdóttir dags. 14. apríl 2020, Elísabet Magnúsdóttir dags. 14. apríl 2020, Donna Kristjana dags. 14. apríl 2020, Jón Ágúst Eiríksson dags. 14. apríl 2020, Sigurður Schram dags. 15. apríl 2020, Erna Kristín Ernudóttir dags. 15. apríl 2020, Helgi Björnsson dags. 15. apríl 2020, Björn Bragi Bragason dags. 15. apríl 2020, Valdís Sigurþórsdóttir dags. 15. apríl 2020, Jesús Munguía dags. 15. apríl 2020, Þórdís Vala og fjölskylda dags. 15. apríl 2020, Bryndís Guðmundsdóttir dags. 16. apríl 2020,  Aðalheiður Svanhildardóttir dags. 20. apríl 2020, Hafdís Ósk Sigurðardóttir dags. 20. apríl 2020, Ingunn Nielsen dags. 26. apríl 2020, Jón Hafsteinn Jóhannsson dags. 29. apríl 2020, Benedikt Þór Jóhannsson dags. 29. apríl 2020, Sigrún Sif Jónsdóttir dags. 29. apríl 2020, Una Nielsdóttir Svane dags. 29. apríl 2020, Veitur dags. 29. apríl 2020, Lilja Sigrún Jónsdóttir f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 29. apríl 2020 og 3. júní 2020, Arnfríður Inga Arnmundsdóttir dags. 29. apríl 2020, Rósa Björk Sveinsdóttir dags. 6. maí 2020, Arna María Gunnarsdóttir dags. 8. maí 2020, Sigríður Oddsdóttir dags. 8. maí 2020, Edda Huld Sigurðardóttir dags. 8. maí 2020, Stefanía dags. 9. maí 2020, íbúaráð Laugardals dags. 12. maí 2020, Lilja Una Óskarsdóttir dags. 28. maí 2020, Karl Gunnarsson dags. 28. maí 2020, Sigþór Hjartarson dags. 28. maí 2020, Ásthildur Björgvinsdóttir dags. 31. maí 2020 og Guðrún Harðardóttir og Anna Gígja Kristjánsdóttir fulltrúar Grímufélagsins Ármanns, Skautafélags Reykjavíkur - listhlaupadeild, Knattspyrnufélags Þróttar, Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur og Borðtennisdeildar Víkings dags. 2. júní 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2021.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. febrúar 2021. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umrædd smáhýsi eru hluti af hugmyndafræði 'Húsnæði fyrst' á vegum Velferðarsviðs og hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið í heimilisleysi og hefur miklar þjónustuþarfir. Hafa ber í huga að þó þessi hús séu tímabundin í staðsetningu sinni þá eru þau heimili fólks, ekki dvalarheimili eða lokuð stofnun, og þurfa að vera nálægt þeirri þjónustu og samfélagsinnviðum sem borgarbúar þurfa að nýta. Ekki er auðvelt ná sátt um staðsetningu þeirra í íbúðabyggð eða blandaðri byggð, og því þarf að leita á staði sem eru í námunda við sömu innviði á öðrum skipulagssvæðum. Hér er um að ræða opið svæði, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er heimild til að koma fyrir slíkum búsetuúrræðum á slíku svæði. Þó ber að hafa í huga að þau eru víkjandi og hafa ekki áhrif á langtímanotkunarmöguleika svæðisins. Fulltrúar meirihlutans telja að nálægð við útivistarsvæði, almenningssamgöngur og samfélagsinnviði muni hafa jákvæð áhrif á þau sem þar munu koma til með að búa og vona að hverfið taki vel á móti þeim.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í máli sem þessu er mikilvægt að íbúar fái góða og ítarlega upplýsingagjöf og fræðslu um þau úrræði sem koma á upp í hverfi þeirra. Íbúafundir eru best fallnir til þess þar sem hægt er að ræða saman og skiptast á skoðunum og umfram allt útskýra í hverju úrræðið felst, hvernig kemur það til með að líta út og hver verður umgjörðin og eftirfylgni. Ef litið er yfir athugasemdir í þessu máli má sjá að sumum íbúum finnst þetta úrræði óljóst og fyllast þar með óöryggi.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Bergþórugata 18, (fsp) fjölbýlishús     (01.192)    Mál nr. SN200762
    Landslagnir ehf., Hyrjarhöfða 2, 110 Reykjavík
    Arkþing - Nordic ehf., Hallarmúla 4, 108 Reykjavík

    Lögð fram fyrirspurn Landslagna ehf. dags. 2. desember 2020 um byggingu fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Bergþórugötu á tveimur hæðum með þremur íbúðum, samkvæmt uppdr. Arkþings/Nordic ehf. dags. 27. nóvember 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2021 og uppfærður uppdr./tillaga Arkþings/Nordic ehf. mótt. 26. janúar 2021.

    Kynnt.

    Fylgigögn

  8. Grjótháls 1-3, breyting á deiliskipulagi     (04.302.4)    Mál nr. SN210047
    T.ark Arkitektar ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
    Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn T. ark Arkitekta ehf. dags. 18. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 18. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir dreifistöð sem liggur að vestari lóðamörkum að Grjóthálsi 5, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 15. janúar 2021. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Grjóthálsi 5 mótt. 18. febrúar 2021. 

    Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  9. Öskjuhlíð, Hjallastefnan, greining á staðarvali fyrir skólabyggingar     (01.76)    Mál nr. SN210143

    Lagt fram minnisblað Teiknistofunnar Traðar dags. 11. febrúar 2021 afstöðumynd dags. 12. febrúar 2021 vegna greiningar á staðarvali fyrir skólabyggingar á vegum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð.  Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2021.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2021, samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun auk áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Skipulags- og samgönguráð mælir með að fundin verði varanleg lausn á húsnæðismálum Barnaskólans í Reykjavík með því að finna honum stað í Öskjuhlíð. Líta skuli til kosta A eða B sbr. fyrirliggjandi greiningu á staðarvali en mikilvægt er að leysa málið sem fyrst til að minnka óvissu foreldra, nemenda og starfsfólks. Rétt er að ganga frá lóðamálum í samráði við rekstraraðila skólans og klára í kjölfarið deiliskipulag á lóð.

    Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1102 frá 9. febrúar 2021 og nr. 1103 frá 16. febrúar 2021.

    Fylgigögn

  11. Ársskýrsla byggingarfulltrúa 2020,          Mál nr. US200037

    Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa fyrir árið 2020, dags. í janúar 2021. 

    Kynnt.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aldrei í sögu Reykjavíkur hafa jafnmargar íbúðir verið byggðar. Undanfarin 6 ár hafa 6.208 nýjar íbúðir verið í byggingu í borginni. Árið 2020 voru 1.574 íbúðir fullgerðar og teknar í notkun en á árinu hófst bygging á 1.174 íbúðum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fram kemur að lítið er byggt af rað- og einbýlishúsum. Ef þróunin verður áfram svo mun það breyta svip borgarinnar. Spurning er hvort þetta þurfi að ræða betur og hvort það sé þegar stefna borgarinnar að lítið verði til af einbýlishúsum. Svipað virðist gilda um raðhús. þau virðast vera á útleið.  Borgin má ekki verða of einsleit. Er ekki markmiðið að reyna að mæta þörfum og óskum allra þegar kemur að íbúðarhúsnæði og vali á því? Flokkur fólksins mælir með því að sérstaklega verið reynt að skipuleggja öll svæði  þannig að aldurshópar blandist saman, stærð íbúða verði mismunandi, allt frá litlum íbúðum til rað- og einbýlishúsa, að uppbygging stuðli að félagslegri blöndun og að góður hluti af húsnæði sem byggt er í sérhverju hverfi verði raunverulega hagkvæmt.

    Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  12. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til nóvember 2020, trúnaður         Mál nr. US200295

    Lögð fram greinargerð 11. mánaða uppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs janúar til nóvember 2020.

  13. Drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026, umsögn         Mál nr. US210035

    Lögð fram umsagnarbeiði Skipulagsstofnunar, dags. 13. og 18. nóvember 2020 varðandi drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ýmislegt gott er í þessu skjali s.s. að horft sé til gróðurs í þéttbýli við mat á kolefnisbúskap lands. Einnig að rætt sé um möguleika á matvælaframleiðslu í þéttbýli fyrir almenning og að tekin séu frá svæði til slíks. Talað er um hugtakið ,,loftslagsmiðað skipulag”. En Reykjavík, að Kjalarnesi undanskildu, er borgarbyggð en ekki sveit. Umræða um landskipulagsstefnu er því að mestu utan við hagsmunasvið borgarinnar. í þessu samhengi má benda á að útivistarsvæði við ströndina eru manngerð sem og flest svæði sem mætti kalla náttúruleg svæði innan borgarinnar eru að verða manngerð í vaxandi mæli því miður. Í þessari  umræðu má hafa þetta í huga. Hugtök svo sem líffræðileg fjölbreytni, kolefnisbúskapur lands og matvælaframleiðsla hafa lítið vægi í þessari umræðu. Meira vægi hafa t.d. möguleikar á samskiptum í tilbúnum borgargörðum  og samgöngur með vistvænum hætti svo sem góðir hjólastígar. 

    Fylgigögn

  14. Sólvallagata 23, 
    kæra 106/2020, umsögn, úrskurður     (01.162.0)    Mál nr. SN200679
    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. október 2020 ásamt kæru dags. 28. október 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur að samþykkja byggingu bílskúrs á suðausturhluta lóðarinnar að Sólvallagötu 23. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 7. desember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. febrúar 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 29. september 2020 um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa staðsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 23 við Sólvallagötu. 

  15. Hólmasel 2, 
    kæra 129/2020, umsögn, úrskurður     (04.937.7)    Mál nr. SN200764
    Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. desember 2020 ásamt kæru dags. 3. desember 2020 þar sem kærð er afgreiðsla og samskipti m.a. við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar vegna ýmissa erinda er varða fasteign kæranda að Hólmaseli 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 26. janúar 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. febrúar 2021, Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

  16. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2021, úthlutun styrkja 2021         Mál nr. US210016

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á drögum að yfirliti yfir verkefni og hlutverk vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkur 2021.

    Fylgigögn

  17. Kjalarnes, Nesvík, deiliskipulag         Mál nr. SN190734
    Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
    Íslenskar fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  18. Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi     (01.807.4)    Mál nr. SN170927
    EA11 ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
    Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 2. febrúar 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. 

    Fylgigögn

  19. Blesugróf 30 og 32, breyting á deiliskipulagi     (01.885.3)    Mál nr. SN200595

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 30 og 32 við Blesugróf.

    Fylgigögn

  20. Mjölnisholt 6 og 8, breyting á deiliskipulagi     (01.241.0)    Mál nr. SN200699
    Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Álalind 4, 201 Kópavogur
    Arctic Tours ehf., Fornuströnd 8, 170 Seltjarnarnes

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2021 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt.

    Fylgigögn

  21. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN200329

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2020-2030 varðandi sértæk búsetuúrræði og landnotkun.

    Fylgigögn

  22. Borgartúnsreitur vestur 1.216, breyting á deiliskipulagi     (01.216)    Mál nr. SN210018

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur sem er afmarkaður af Borgartúni, Snorrabraut, Sæbraut og Katrínartúni.

    Fylgigögn

  23. Hlemmur, reitur 1.240.0, breyting á deiliskipulagi     (01.2)    Mál nr. SN210017

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni, reit 1.240.0.

    Fylgigögn

  24. Skúlagötusvæði, breyting á deiliskipulagi vega breyttra skipulagsmarka við Snorrabraut     (01.15)    Mál nr. SN210034

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis.

    Fylgigögn

  25. Reykjavíkurhöfn, Klettasvæði, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (01.33)    Mál nr. SN200408

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar, Klettasvæðis.

    Fylgigögn

  26. Sundaborg 1-15 og 8, breyting á deiliskipulagi     (01.336.7)    Mál nr. SN200791
    Sturla Þór Jónsson, Ótilgreint, 101 Reykjavík
    Xprent-hönnun og merkingar ehf., Sundaborg 3, 104 Reykjavík

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sundaborgar 1-15 og 8.

    Fylgigögn

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    um verkferla vegna ósvaraðra erinda         Mál nr. US210031

    Flokkur fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið fari með markvissum hætti yfir verkferla sem lúta af því hvenær erindum er svarað og þá hvernig og hvað líður langur tími frá því erindi berst og þar til viðkomandi fær svar/viðbrögð. Á RÚV vikunni var rætt við konu sem átti erindi við skipulagsyfirvöld vegna leigu á gömlum skúr sem borgin átti. Konan lýsti því að hún náði aldrei sambandi við skipulagsyfirvöld þrátt fyrir að hafa marg reynt ýmist með skeytum eða símhringingum. Nú hefur fulltrúi Flokks fólksins áður nefnt þetta við skipulagsráð (USK) og sviðið að það sé því miður of algengt að fólk kvarti yfir að erindi þeirra séu hunsuð. Það er alveg ljóst að bæta þarf viðbrögð við erindum fólks, svörun í síma, svörun skeyta og stytting biðtíma eftir viðtali ef það er það sem óskað er eftir. Fulltrúi Flokks fólksins vill auk þess hvetja skipulags- og samgöngusvið allt að skoða aftur í tímann hvaða erindi hafa með öllu verið hunsuð, hafa samband við aðila, leysa málið ef þess er enn kostur og biðja fólk afsökunar.

    Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan uppfyllir ekki formskilyrði til að vera tæk til afgreiðslu enda erfitt er að sjá til hvaða nákvæmu aðgerða ætti að grípa yrði hún samþykkt. Tillögunni er vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að umhverfis- og skipulagssvið fari með markvissum hætti yfir verkferla sem lúta af því hvenær erindum er svarað og þá hvernig og hvað líður langur tími frá því erindi berst og þar til viðkomandi fær svar/viðbrögð. Tillögunni er vísað frá, sögð ekki nógu skýr. Það sem þarf að gera er að bæta verkferla, svara erindum fólks. Ástæða fyrir að fulltrúi Flokks fólksins lagði þessa tillögu fram nú er að á rúv var fyrir stuttu rætt við konu sem sagði frá því að erindi hennar var ekki svarað eða sinnt með neinum hætti sama hvað hún reyndi að ná til sviðsins. Þetta getur varla verið boðleg. Telur fulltrúi Flokks fólksins það mikilvægt að sviðið leiti að erindi konunnar, hafi við hana samband og í það minnsta biðji hana afsökunar á því að hafa verið hunsuð með þessum hætti. Það er vel vitað að bæta þarf viðbrögð við erindum fólks, svörun í síma, svörun skeyta og stytting biðtíma eftir viðtali ef það er það sem óskað er eftir. Þrátt fyrir það er tillögunni vísað frá.

  28. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210043

    Hver er meðal afgreiðslutími eignaskiptasamninga hjá embætti byggingarfulltrúa?

    Frestað.

  29. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210044

    Hvenær stendur til að malbika vegtengingu frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi?

    Frestað.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210045

    Íbúi í Úlfarsárdal hefur reynt að fá spurningum svarað af  byggingafulltrúa og skipulagssviði Reykjavíkurborgar en ekki tekist. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið að sér að leggja eftirfarandi spurningar fram í skipulags- og samgönguráði til að freista þess að fá svör. Spurt er: 1. Hvenær stendur til að hefja eftirfylgni á þeim 35 - 40 sérbýlis lóðum sem ekki er hafin bygging á, að 15 árum liðnum frá því að byggingarframkvæmdir hófust í Úlfarsárdal? 2. Hvað fá lóðarhafar 45 sérbýlislóða við Leirtjörn langan frest til að hefja byggingaframkvæmdir ? 3. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar. Hvenær verður lokið við að merkja allar gangbrautir lögum samkvæmt í hverfinu, (sebra) með lýsingu og gangbrautarmerkjum? 4. Hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við  gangbrautir að Dalskóla? 5. Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga? 6. Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum? 7. Hvenær verður lokið við að hreinsa rusl utan lóða  sem eru í byggingu og fylla í moldarflag eftir  háspennustrengslögn Landsnets sem veldur moldroki? 8. Hvenær munu lóðarhafar við Leirtjörn geta hafi byggingu húsa sinna en lóðir hafa verið tilbúnar í 2 ár? 9.  Hvenær lýkur byggingu par- og raðhúsa við Leirtjörn ? 8. Er komið á áætlun hvenær lokið verði við að gera varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar?

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 10:56

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2402.pdf