Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 93

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 27. janúar kl. 09:02, var haldinn 93. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Viðstödd var áheyrnarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Örn Þórðarson, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Rannsókn á svifryki á höfuðborgarsvæðinu, tilkynning Vegagerðarinnar, kynning - R20110356, USK2020120023         Mál nr. US210003

    Lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 25. nóvember 2020, um niðurstöður rannsóknar á svifryki á höfuðborgarsvæðinu.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aukning svifryks er mikið áhyggjuefni því svifrykið veldur alvarlegu heilsutjóni. Í skýrslunni kemur fram að nagladekkjanotkun sé langveigamesti þátturinn í myndun svifryks og að hlutur þungaumferðar sé lítill. Nauðsynlegt er grípa til aðgerða til að draga úr notkun nagladekkja. Lagðar eru til ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka bílaumferð og neikvæðar afleiðingar hennar. Við þökkum áhugaverða samantekt og munum áfram beita okkur fyrir aðgerðum sem draga úr bílaumferð og notkun nagladekkja og þar með svifryksmengun. Til þess að lagaheimild fáist fyrir frekari takmörkun á notkun nagladekkja í Reykjavík þarf samstarf ríkis og borgar eins og ítrekað hefur verið bent á.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í upphafi kjörtímabils yfirlýsingu um að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Í kjölfarið lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Meðal aðgerða sem lagt var til í tillögunni var dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), að frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, og að íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar og að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Frá því þessi tillaga var lögð fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist stórfurðuleg skýrsla sem er ekki neinu samræmi við veruleikann. Í henni kemur fram að næmnigreining benti til að nagladekkjanotkun spili næst stærsta þátt í myndun svifryks frá umferð í borginni en aðrir áhrifaþættir væru tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónustu eins og söltun og skolun. Þessi setning í skýrslunni er samt óborganleg: „Líkanið gefur til kynna að hlutur þungumferðar í svifryksmyndun sé lítil og að götuþvottur sé óskilvirk aðferð. Hins vegar er þessi niðurstaða um þvottinn í ósamræmi við erlenda reynslu og rannsóknir og frekri skoðun nauðsynleg.“ Þessar fullyrðingar eru í hrópandi andstöðu við það sem kallast almenn þekking. Auðvitað þyrla stórir flutningabílar og strætó upp gríðarlegu ryki. Miklir þungaflutningar hafa átt sér stað á Landsspítalalóðinni og nú í uppbyggingu Landsbankahússins. Það er algjörlega litið fram hjá þessum staðreyndum. Óskiljanlegt er að fullyrt er í skýrslunni að götuþvottur skili engu hér á landi en hann virki vel í öðrum löndum. Staðreyndin er sú að götuþvottur er árangursríkasta leiðin til að minnka svifryk. Inni liggur fyrirspurn frá borgarfulltrúa Miðflokksins hvað götur eru þvegnar oft á ári. Svar hefur ekki borist en gagnlegt hefði verið að svarið hafi legið fyrir þessum fundi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að tala um heilsu fólks. Svifryk er sannarlega vandamál í borginni og vinna þarf markvisst að því minnka það. Bæta má ástandið með ýmsum aðgerðum. Einfalt atriði er að hafa frítt í Strætó á svifryksdögum - gráum dögum- er spáð. Það kostar lítið enda eru vagnar sjaldan fullir og bílaakstur minnkar. Götuþvottur á afmörkuðu svæði hlýtur að vera til bóta svo og þvottur vörubíla sem eru að aka upp úr byggingarstað. Margar aðrar aðferðir eru mun dýrari svo sem að nota harðara steinefni í malbik en nú er gert en einnig þarf að gera það að einhverju marki. Ekki er hægt að líta fram hjá niðurstöðum rannsókna á svifryksmengun af völdum nagladekkja. Veðurfar spilar stórt hlutverk og ferðir út á land þar sem veður eru iðulega válynd um vetrartímann, aðstæður sem krefjast þess nauðsynlegt að búa bíla nagladekkjum enda þótt oft duga góð vetrardekk. Þá er full ástæða til að minnka notkun flugelda en styrkja starfsemi björgunarsveita sem sinna mikilvægu björgunarstarfi án þess að kaupa skotelda. Reykjavíkurborg hefur ekki sýnt ábyrgð þegar kemur að þessum þætti og hvatt sem dæmi borgarana að finna aðrar leiðir til að styrkja björgunarsveitir en að skjóta upp skoteldum.

    Þröstur Þorsteinsson og Hrund Ó. Andradóttir prófessorar við Háskóla Íslands taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 15. og 22. janúar 2021.

    Fylgigögn

  3. Kirkjusandur, Íslandsbanki, 
    kynning á samkeppnistillögum     (01.345.1)    Mál nr. SN200768

    Kynning á samkeppnistillögum sem bárust í samkeppni Íslandsbanka um endurskoðun á skipulagi reits A á Kirkjusandi. Verkkaupi bauð fjórum arkitektastofum þátttöku í lokaðri framkvæmdakeppni sem haldin var í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Fulltrúi dómnefndar kynnir allar fjórar tillögurnar með áherslu á vinningstillöguna.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum kynningu á samkeppnistillögum á Kirkjusandsreit. Uppbygging á reitnum er hluti af markmiði Reykjavíkurborgar um þétta og blómlega byggð í borginni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kvaðir Reykjavíkurborgar um þjónustu- og verslunarrými á fyrstu hæðum nýbygginga eru afar íþyngjandi og þjóna ekki alltaf þörfum íbúa og hverfanna. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg létti á slíkum kvöðum og skipuleggi fremur verslun- og þjónustu á afmörkuðum svæðum innan hverfa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að þessi stefna verði endurskoðuð við deiliskipulagsvinnu svæðisins við Kirkjusand.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur að þetta svæði verði of kuldalegt ef marka má myndir. Byggingar eru kassalaga og er upplifunin svolítið þannig að þarna vanti karakter og sjarma. Ekki hefur verið kannað hvort eða hvernig vindstrengir slái niður að jörð, eins og gerist á Höfðatorgi. Sama má sjá á Hafnartorgi, en þar er óvenju kuldalegt og hráslagalegt. Línur eru af húsaröðum sem fáar kalla á sérstaka athygli. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram fyrirspurn um hvort og þá hvernig skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli beita sér til að gera það svæði meira aðlaðandi?

    Bjargey Björgvinsdóttir og Jónas Þór Jónasson frá Íslandssjóðum, Sigríður Magnúsdóttir frá Teiknistofunni Tröð, Sólveig Sigurðardóttir og Birkir Ingibjartsson verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190323

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með megin áherslu á stefnu um íbúðarbyggð og tengsl húsnæðisuppbyggingar og fyrirhugaðrar Borgarlínu. Eftirfarandi gögn eru lögð fram:
    a. Reykjavík 2040. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. janúar 2021, þar sem lýst er megin forsendum breytingartillagna og framlengingu skipulagstímabils og sett fram ný bindandi megin markmið, sem bætast við gildandi aðalskipulag.
    b. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Landnotkun og helstu byggingarsvæði (bindandi stefna), ásamt fylgiskjölum í viðauka, dags. janúar 2021. Uppfærður kafli aðalskipulagsins er lýsir stefnu um landnotkun og byggingarmagn, ásamt ýmsum sérákvæðum. Vakin er athygli á því að allar tillögur að breytingum og viðbótum í umræddu skjali eru feitletraðar. Annar texti í skjalinu, sem ekki er feitletraður, er hluti af gildandi aðalskipulagi og mun ekki taka breytingum samkvæmt tillögunum.
    c. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2040. Þéttbýlisuppdráttur (1:20.000) og sveitarfélagsuppdráttur (1:50.000). Skipulagsuppdrættir uppfærðir sbr. breytingartillögur og áorðnar breytingar síðan 2014, með nýrri yfirskrift skipulagstímabils. Gögnin í c. lið eru ekki lögð fram.
    d. Umhverfisskýrsla, VSÓ-ráðgjöf (janúar 2021). 
    Jafnframt er lagt fram yfirlit athugasemda, dags. 6. janúar 2021, sem komu fram við forkynningu tillögunnar (sjá Viðauka 8, í greinargerð sbr. b-liður).

    Kynnt.
    Afgreiðslu frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er auðvelt að átta sig á öllum breytingum sem verða á aðalskipulaginu og útilokað að koma öllum athugasemdum fyrir í stuttri bókun. Landfyllingaráform við Elliðaárósa eru ekki af hinu góða. Tillögur um mótvægisaðgerðir eru aumar. Réttast væri að hætta landfyllingum, sem er greinileg allt of freistandi aðgerð þegar eitthvað nýtt á að gera. Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir ábendingar um að þétting byggðar leiðir til dýrari íbúða en ella og samræmist ekki vel stefnu um hagkvæmt húsnæði. Vakin er athygli á húsnæðisþörf fólks á aldri yfir 67 ára. Einnig er bent á mikilvægi þess að búa til mun fleiri kjarna slíkrar byggðar, eins og tekist hefur vel til með við Sléttuveg, þar sem íbúðir njóta nálægðar við ”þjónustusel” sem rekin eru af borginni, almennri félagsaðstöðu, með gott aðgengi að útivistarsvæðum. Síðast en ekki síst er tekið undir athugasemdir vegna Arnarnesvegar og gatnamóta fyrirhugaðrar götu við Breiðholtsbraut og bent á hin neikvæðu umhverfisáhrif sem óttast er að gatnamótin munu hafa. Fulltrúi Flokks fólksins og Vinir Vatnsendahvarfs hafa fært rök fyrir mikilvægi þess að fá nýtt umhverfismat. Matið sem styðja á við er 18 ára og margt hefur breyst á þeim tíma. Sú útfærsla sem er boðuð lokar fyrir framtíðarmöguleika fyrirhugaðs Vetrargarðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, borgarlína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna borgarlínu milli Ártúnshöfða og Hamraborg         Mál nr. SN200153

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu Borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Eftirfarandi gögn eru lögð fram: greinargerðin Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030/40, Borgarlínan í Reykjavík. 1. lota Borgarlínunnar | Ártún - Fossvogsbrú og vinnslutillaga í forkynningu, unnin af VSÓ-ráðgjöf, dags. janúar 2021. Einnig lagt fram trúnaðarmerkt fylgiskjal Borgarlína - 1. lota, frumdrög og forsendur. Forsendur og frumdrög, dags. janúar 2021.

    Kynnt.
    Afgreiðslu frestað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í skýrslunni er gert ráð fyrir að helmingur ferða borgarbúa 2050 verði með almenningssamgöngum. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á harða þróun léttra tækja svo sem rafhjóla- rafhlaupahjóla. Allt eins kann að vera eins hagkvæmt að gera gott brauta- og stígakerfi fyrir slík samgöngutæki. Einnig ætti að samtengja slíkt kerfi við borgarlínukerfið og bjóða upp á að lítil einstaklingsfarartæki megi flytja með borgarlínuvögnum. Nú er gert ráð fyrir því að slík farartæki verði geymt á fyrstu stoppistöð, en það gæti hentað mörgum að geta farið frá borgarlínu á öðrum stað en farið var í hana. Svo má velta því fyrir sér hve mikill kostnaðarauki felst í því að gera hágæðakerfi, eins og sagt er í skýrslunni, miðað við það að vera bara með gæðakerfi? Þar að auki má velta því upp hvort skýrsluhöfundar Verkís viti hvað sé hágæðakerfi og hvað sé kerfi sem er nægjanlega gott fyrir Reykjavík. Við erum varla að byggja upp kerfi sem er t.d. sambærilegt við ,,metro” kerfi í Kaupmannahöfn? Borgarlína er b.s verkefni með öllum göllum þess og Reykjavík þarf að gæta sín í slíku kerfi eins og oft hefur komið fram hjá Flokki fólksins, ástæðan, hlutur borgarinnar er rýr í stjórnun en rík í fjárhagslegri ábyrgð. Sporin hræða. 

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags, Hrafnkell Á. Proppé verkefnastjóri Borgarlínunnar og Stefán Gunnar Thors frá VSÓ Ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lækjargata 1, breyting á lóðarmörkum     (01.17)    Mál nr. SN210026
    510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík

    Lögð fram umsókn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 12. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 12. janúar 2021 um breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 1 við Lækjargötu. Einnig er lagt fram umboð Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 14. október 2020.

    Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  7. Blesugróf 30 og 32, breyting á deiliskipulagi     (01.885.3)    Mál nr. SN200595

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. október 2020, br. 22. janúar 2021, að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf. Í breytingunni felst að breytt er texta í skilmálum varðandi byggingarmagn og þar af leiðandi breytt nýtingarhlutfall. Ástæða breytingarinnar er uppgefið byggingarmagn í lóðarleigusamningi. Tillagan var auglýst frá 24. nóvember 2020 til og með 7. janúar 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Cicero lögmannsstofa f.h. Dagbjarts H. Guðmundssonar dags. 12. nóvember 2020, 14 íbúar að Blesugróf dags. 6. janúar 2021 og Dagbjartur H. Guðmundsson f.h. Sýrfells ehf. dags. 7. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. janúar 2021.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2021, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Mjölnisholt 6 og 8, breyting á deiliskipulagi     (01.241.0)    Mál nr. SN200699
    Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Álalind 4, 201 Kópavogur
    461212-1740 Arctic Tours ehf., Fornuströnd 8, 170 Seltjarnarnes

    Lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 12. nóvember 2020 ásamt greinargerð Arctic Tours ehf. dags. 11. nóvember 2020 vaðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar nr. 6 og 8, setja einn sameiginlegan geymsluskúr á lóð, setja stigagang með lyftu upp á baklóð/vesturhlið með aðgengi í allar íbúðir ásamt því að kvistir verða samtengdir. Einnig eru lagðir fram tveir deiliskipulagsuppdrættir K.J. ARK slf. dags. 28. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2020.

    Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 12:29 víkur Örn Þórðarson af fundi.
    -    Kl. 12:29 tekur Ólafur Kr. Guðmundsson sæti á fundi. 

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1098 frá 12. janúar 2021 og nr. 1099 frá 19. janúar 2021.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  10. Lækkun hámarkshraða á frárein af Nesbraut að Reykjanesbraut, tillaga Vegagerðarinnar, umsögn         Mál nr. US210017

    Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar, dags. 18. janúar 2021, um lækkun á leyfilegum hámarkshraða úr 60 kílómetrum á klukkustund í 50 kílómetra á klukkustund, á frárein af Nesbraut að Reykjanesbraut ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 19. janúar 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki tillögu Vegagerðarinnar. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Kr. Guðmundsson leggur til að tillögunni sé frestað.
    Frestunartillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með frestun.

    Tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Kr. Guðmundsson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt hönnuði verksins stenst fráreinin ekki kröfur um þann beygjuradíus sem þarf til fyrir hönnunarhraðann 60 km/klst, eins og kemur fram í tillögu Vegagerðarinnar. Tillagan er samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vegagerðin leggur fram tillögu um lítillega lækkun hámarkshraða á stuttri frárein og miðar tillagan að bættu umferðaröryggi. Eðlilegt er að verða við óskum veghaldara.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi tillaga er enn ein aðförin að fjölskyldubílnum og er henni alfarið hafnað. Að minnka hraðann með þessum hætti skapast enn meira umferðaröngþveiti í Reykjavík en nú er. Borgarstjóra og meirihlutanum er hætt að vera sjálfrátt í umferðarmálum í stýringu sinni á daglegu líf þeirra sem búa, lifa og starfa í borginni. Borgarfulltrúi Miðflokksins talar sífellt máli þeirra sem þurfa og verða að vera á fjölskyldubílnum og jafnvel tveimur til að geta sinnt sínu fjölskyldulífi með því að komast hratt á milli staða. Tíminn er dýrmætur og andrúmsloftið er líka dýrmætt. Mun meiri mengun er þegar hægt er á umferð. Þessi tillaga gengur gegn báðum þessum atriðum. Minnt er á að ef þessi tillaga nær fram að ganga þá brýtur hún gegn samgöngusáttmála ríkisstjórnarinnar og borgarinnar um að greiðara umferðarflæði.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2021, úthlutun styrkja 2021         Mál nr. US210016

    Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkur 2021. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingingarfulltrúa, Sólveig Sigurðardóttir frá embætti skipulagsfulltrúa og Alma Sigurðardóttir frá embætti borgarminjavarðar skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa skipulags- og samgönguráðs. Lagt er til að skipulags- og samgönguráð skipi tvo fulltrúa í hópinn.

    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar skipulags- og samgönguráðs í vinnuhóp eru Alexandra Briem og Hildur Björnsdóttir.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Gufuneshöfði, kæra 110/2020, umsögn, úrskurður     (02.2)    Mál nr. SN200691
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 6. nóvember 2020 þar sem kærð er m.a. útgáfa á byggingarleyfi fyrir mastur að Gufuneshöfða og deiliskipulagsbreyting frá 2019 þar af lútandi. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. nóvember 2020 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir innsiglingarmastri við Gufuneshöfða.
    Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 2. október 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis er vísað frá úrskurðarnefndinni. Jafnframt er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. og 29. desember 2020 ásamt endurupptökubeiðni dags. 15. desember 2020 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 6. janúar 2021. Einnig er lagt fram bréf/afstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. janúar 2021 vegna beiðni um endurupptöku máls.

  13. Gufuneshöfði, kæra 125/2020, umsögn, úrskurður     (02.2)    Mál nr. SN200738
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. nóvember 2020 ásamt kæru dags. 20. nóvember 2020 þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis fyrir mastur á Gufuneshöfða og deiliskipulagsbreyting þar af lútandi. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. nóvember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. desember 2020. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2020 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir innsiglingarmastri við Gufuneshöfða.
    Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 2. október 2019 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis er vísað frá úrskurðarnefndinni. 

  14. Ásvallagata 21, kæra 88/2020, umsögn, úrskurður         Mál nr. SN200613
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. október 2020 ásamt kæru dags. 28. september 2020 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2020 sem felst í því að gaflar eru klæddir á húsi á lóð nr. 21 við Ásvallagötu ásamt stækkun svala. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. desember 2020. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. janúar 2021. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. júlí 2020 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á þaksvölum hússins að Ásvallagötu 21.

  15. Tunguvegur 12, kæra 2/2021, umsögn     (01.822.3)    Mál nr. SN210023
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru dags. 10. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt og málsmeðferð Reykjavíkurborgar á kynningu byggingarleyfisumsóknar á byggingu bílskúrs á lóð nr. 12 við Tunguveg 12. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. janúar 2021.

  16. Bergstaðastræti 37, kæra 1/2021     (01.184.4)    Mál nr. SN210022
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru mótt. 1. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans i Reykjavík frá 22. desember 2020 á byggingarleyfisumsókn frá Hótel Holt Hausti ehf. um áður gerða loftstokka upp úr þaki hússins á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti og að byggja yfir þá.

  17. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 3/2021         Mál nr. SN210028
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. janúar 2021 ásamt kæru dags. 12. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Birt með auglýsingu nr. 1268/2020 þann 17. desember 2020 í B-deild Stjórnartíðinda.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú hefur verið lögð fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Ítrekaðar kvartanir íbúa er komið í farveg. Málið hefur ítrekað komið fyrir skipulags- og samgönguráðs og hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um m.a. að lítið tillit hafi verið tekið til sjónarmiða íbúa. Um hefur verið að ræða málamyndasamráðsferli. Forsaga málsins ber þess vott. Minnt er á að eitt meginmarkmið skipulagslaga frá 2010 var að tryggja samráð við íbúa og hagsmunaaðila þeirra að gerð skipulagsáætlana og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Nú er málið jafnvel á byrjunarreit.

  18. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 7/2021         Mál nr. SN210042
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. janúar 2021 ásamt kæru dags. 15. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú hefur verið lögð fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála . Kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Ítrekaðar kvartanir íbúa er komið í farveg. Málið hefur ítrekað komið fyrir skipulags- og samgönguráðs og hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um m.a. að lítið tillit hafi verið tekið til sjónarmiða íbúa. Um hefur verið að ræða málamyndasamráðsferli. Forsaga málsins ber þess vott. Minnt er á að eitt meginmarkmið skipulagslaga frá 2010 var að tryggja samráð við íbúa og hagsmunaaðila þeirra að gerð skipulagsáætlana og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Nú er málið jafnvel á byrjunarreit.

  19. Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 8/2021         Mál nr. SN210049
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Til vara er jafnframt farið fram á stöðvun framkvæmda.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú hefur verið lögð fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála . Kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Ítrekaðar kvartanir íbúa er komið í farveg. Málið hefur ítrekað komið fyrir skipulags- og samgönguráðs og hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um m.a. að lítið tillit hafi verið tekið til sjónarmiða íbúa. Um hefur verið að ræða málamyndasamráðsferli. Forsaga málsins ber þess vott. Minnt er á að eitt meginmarkmið skipulagslaga frá 2010 var að tryggja samráð við íbúa og hagsmunaaðila þeirra að gerð skipulagsáætlana og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Nú er málið jafnvel á byrjunarreit.

  20. Dunhagi, hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 9/2021         Mál nr. SN210050
    701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú hefur verið lögð fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála . Kærð er samþykkt og auglýsing nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Ítrekaðar kvartanir íbúa er komið í farveg. Málið hefur ítrekað komið fyrir skipulags- og samgönguráðs og hefur fulltrúi Flokks fólksins bókað um m.a. að lítið tillit hafi verið tekið til sjónarmiða íbúa. Um hefur verið að ræða málamyndasamráðsferli. Forsaga málsins ber þess vott. Minnt er á að eitt meginmarkmið skipulagslaga frá 2010 var að tryggja samráð við íbúa og hagsmunaaðila þeirra að gerð skipulagsáætlana og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Nú er málið jafnvel á byrjunarreit.

  21. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
    um heildarendurskoðun skipulags í Mjódd, umsögn         Mál nr. US200414

    Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2021.

    Samþykkt.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Tillaga að heildarendurskipulagi Mjóddarinnar er tímabær ekki síst með tilliti til umtalsverðrar uppbyggingar í Mjódd og á nálægum svæðum og væntanlegrar tilkomu Borgarlínu. Með heildstæðu, vistvænu skipulagi getur svæðið orðið mjög skemmtilegt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Umsögn frá skipulagsstjóra við tillögu Sjálfstæðisflokks um heildarskipulag Mjóddar gefur ágætt yfirlit yfir það sem gera mætti en segir samt ekki mikið. Flokkur fólksins tekur undir að mikilvægt er að fara í heildarendurskoðun skipulags í Mjódd og þá sérstaklega svæðis sem afmarkast af Breiðholtsbraut, Álfabakka, við biðstöð Strætó, og Stekkjarbakka. Þarna er starfsemi fjölbreytt: göngugata/ verslunarmiðstöð með ýmissi þjónustu, matsölustöðum, heilsugæslu og læknastofum, kirkja, banki, gróðrarstöð, bílasala, bensínstöðvar og kvikmyndahús. Stór bílastæði eru áberandi og þeim þarf að breyta til batnaðar t.d. með skýrum að- og fráreinum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í fyrrasumar um að göngugötusvæðið yrði endurlífgað og endurgert til að laða að fólk og að svæðið umhverfis verði fært í nútímalegra horf sem henta hagsmunum borgarbúa í dag. Lagt var einnig til að snyrta grænu svæðin í kringum verslunarmiðstöðina. Tillögurnar voru felldar. Sjálfsagt er að horfa á alla hluta Mjóddar sem eina heild en ekki er ástæða til að breyta svæðinu austan við Mjóddina sem er hluti neðra Breiðholts, 1 – 2 hæða raðhús og einbýlishús.

    Fylgigögn

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um úttekt SWECO á umferðarljósastýringu, umsögn - USK2020120054         Mál nr. US200433

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. janúar 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skýrsla um ekki neitt og kostar tæpar 7 milljónir. Höfundarnir komu ekki einu sinni til landsins. Þessum peningum var hent út um gluggann.

    Fylgigögn

  23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um úttekta SWECO á umferðarljósastýringu,
    umsögn - USK2020120055         Mál nr. US200434

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 20. janúar 2021.

    Fylgigögn

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um vetrargarð við Jafnasel, 
    umsögn - USK2020110096         Mál nr. US200413

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Enginn skilningur er hjá Vegagerðinni á því að Arnarnesvegur í Vatnsendahvarfi geti skaðað umhverfið og ekki heldur fyrirhugaðan Vetrargarð og sérstakt að telja enga hætta á svifryksmengun við svona stór gatnamót og svona nálægt leiksvæði barna. Einnig er ekkert talað um vankantana á því að bæta við enn einum ljósastýrðum gatnamótum á Breiðholtsbraut. Hvers vegna ekki að leysa umferðarvanda við Vatnsendahvarfsveg t.d. með því að setja hringtorg þar? Sú aðgerð væri margfalt ódýrari en þessi framkvæmd og myndi leysa mikið af þeim vandamálum sem verið er að nota sem afsökun og ástæðu fyrir þessum vegi. Vitnað er í að framkvæmdin hafi verið áratugi á skipulagi og því engin þörf til að endurskoða neitt. Það eru engin rök, enda hafa áherslur í samgöngumátum og umhverfisvernd breyst á síðustu áratugum og mikil þörf er á að endurskoða fyrri áætlanir með heildarmyndina í huga. Að halda því fram að framkvæmdin muni hafa lítil áhrif á vistkerfi svæðisins og byggja það álit á 18 ára gömlu umhverfismati eru léleg vinnubrögð og sýnir áhugaleysi yfirvalda á að vernda græn svæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er skipulagsklúður og algjör vanvirðing á tilgangi umhverfismats framkvæmda. Hvar er hið margrómaða íbúalýðræði og hinar grænu áherslur? Ætla skipulagsyfirvöld í borginni bara að kvitta upp á þetta?

    Fylgigögn

  25. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að innri endurskoðun rannsaki eftirlitsaðila vegna brunans á Bræðraborgarstíg - R20060261, USK2020120024         Mál nr. US210004

    Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst borgarráði 2. júlí 2020 og var vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs 7. desember 2020:

    Lagt er til að innri endurskoðun verði falið að fara yfir afskipti eftirlitsaðila Reykjavíkurborgar, þ.m.t. heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, byggingarfulltrúa í Reykjavík og SHS vegna Bræðraborgarstígs 1 og koma með ábendingar til úrbóta.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Með hliðsjón af umsögn innri endurskoðunar er málinu vísað til umhverfis og skipulagssviðs. Skipulags- og samgönguráð kallar sér í lagi eftir því að eftirlitsaðilar upplýsi með hvaða hætti þeir greini framgang þessa máls gagnvart sínum skyldum og með hvaða hætti sé ætlað er að vinna að úrbótum. Að öðru leyti er vísað til umsagnar innri endurskoðunar og óskað eftir að tekin sé afstaða til þeirra atriða sem þar koma fram.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Innri endurskoðanda við fyrirspurn Sjálfstæðisflokks um að Innri endurskoðun rannsaki eftirlitsaðila vegna bruna á Bræðraborgarstíg segir að rétt sé að fyrsta skrefið sé að borgarráð fela skipulags- og samgönguráði að kalla eftir því að eftirlitsaðilar upplýstu með hvaða hætti þeir greini framgang þessa máls gagnvart sínum skyldum og með hvaða hætti ætlað er að vinna að úrbótum. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til í kjölfar þessa hörmulega atburðar að Reykjavíkurborg færi í átak gegn hættulegu húsnæði. Tillögunni var hafnað á þeim grunni að eftirlitsaðilar skorti heimildir til að ganga eftir málum. Málið hefur verið í rannsókn af ýmsum aðilum og nýlega voru kynntar niðurstöðu vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Nú ætti Reykjavíkurborg/skipulagsyfirvöld ekkert að vera að vanbúnaði að taka nauðsynleg skref til að fá þær valdheimildir sem þarf til, til að grípa inn ef grunur leikur á um að hollustu og öryggi sé ábótavant og ef grunur er um að brunavörnum séu ábótavant. Byggingarfulltrúi, sem hefur sérþekkingu og skriflegar upplýsingar um aðstæður þarf að fá heimild til að fara inn í hús og sannreyna upplýsingar sem lúta að öryggismálum.

    Fylgigögn

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að sinna snjómokstri enn betur, salta gangstéttir og hafa saltkassa aðgengilega         Mál nr. US200438

    Flokkur fólksins leggur til að skipulags- og umhverfissvið standi sig betur í snjómokstri og söltun gangstétta og að saltkassar verði aðgengilegir við göngustíga í borginni. Borist hafa kvartanir yfir hversu illa er hreinsað t.d. í kringum skóla í Breiðholti og víðar á göngustígum í Breiðholti sem og ýmsum öðrum hverfum. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring.

    Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan felur í sér almenna kröfu um að gert sé betur varðandi söndun og mokstur án þess að ljóst sé með hvaða hætti það skuli gert. Tillögunni er vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins lagði til að skipulags- og umhverfissvið standi sig betur í snjómokstri og söltun gangstétta og stíga og að saltkassar verði aðgengilegir við göngustíga í borginni. Tillögunni er vísað frá á fundi skipulags- og samgönguráðs 27.1. 2021. Borist hafa kvartanir yfir hversu illa er hreinsað t.d. í kringum skóla í Breiðholti og víðar á göngustígum í Breiðholti sem og ýmsum öðrum hverfum. Nú sem fyrr er mikil hálka og víða stórhættulegt að ganga um í borginni. Hálkuvarnir eru hagkvæm framkvæmd sem fækkar beinbrotum og bætir lýðheilsu, því að á öruggum gangstéttum má ganga allan ársins hring. Flokkur fólksins telur að göngu- hjólreiðastígum sé ekki nægilega vel sinnt hvorki almennt né hvað við kemur snjómokstri og söltun. Ef þeir eiga að vera alvöru hluti af samgöngukerfi borgarinnar þarf að sinna þeim sem slíkum svo sem með reglulegu viðhaldi og vetrarþjónustu. Grundvallaratriði er auðvitað að þetta verði nothæfir stígar sem samgönguæð og þá krefst það þess að lega þeirra sé þannig að hvorki séu á þeim krappar beygjur eða tröppur.

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að innleiða bifreiðastæðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla         Mál nr. US200458

    Lagt er til að Reykjavíkurborg ræði við Landspítala að notast við bifreiðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni í miðbænum og í kringum háskóla. Framrúðuskífa hentar sérlega vel fyrir borgir af þessari stærðargráðu. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja. Leyfilegur tími verður tilgreindur á skiltum. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, er lagt á stöðugjald. Bifreiðaklukkur henta sér vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma. Easy park appið hefur reynst mörgum þyrnir í augum. Greitt er bæði til Bílastæðasjóðs og EasyPark, en EasyPark leggur á aukaþóknun fyrir hverja notkun. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vond tíðindi og veltir fyrir sér hvort bílaeigendur sem leggja bíl sínum séu meðvitaðir um að þeir eru að greiða gjöld til beggja aðila? Flokkur fólksins mælir með bifreiðastæðaklukkum á sem flestum stöðum þar sem það er hægt.

    Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Spítalinn hefur sjálfur óskað eftir gjaldtöku á svæðinu. Við teljum ekki að klukkur séu betri lausn. Tillagan er felld.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þykir leitt að tillaga um bifreiðastæðaklukkur við Landspítala skuli felld. Fulltrúi Flokks fólksins hafði samband við Landspítala vegna þessa máls og ræddi þann kost sem felst í að nota bifreiðaklukku t.d. fyrir þá sem finnst stöðumælar og bílastæðaöpp flókin. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsvöld að eiga slíkt samtal við þá sem annast þessi mál á Landspítala. Það samtal gæti leitt til góðra hluta fyrir fjölmarga í borginni sem þurfa að leita þjónustu á Landspítala. Það er ótækt að eldri borgarar treysti sér sumir hverjir ekki til að aka sjálfir á Landspítala af kvíða við að glíma við stöðumæla eða bílastæðaöpp. Þetta vita ráðamenn á Landspítala. Góð borgarstjórn á að huga að öllum borgarbúum og reyna að mæta þörfum þeirra. Önnur leið er fær, leið sem fulltrúi Flokks fólksins hefur oft nefnt áður og komið með tillögur um. Það er notkun bifreiðastæðaklukku í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni í miðbænum og í kringum háskóla eins og Flokkur fólksins hefur áður nefnt. Framrúðuskífa hentar vel fyrir borgir af þessari stærðargráðu. Bifreiðaklukkur henta einnig vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma.

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    vegna sameiningar grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi         Mál nr. US210006

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver er staðan á þeim framkvæmdum sem lofað var í framhaldi af lokun Korpuskóla sem áttu að auka öryggi gangandi vegfaranda og nemenda sem þurfa að sækja skóla utan hverfisins? Gangbrautir eru enn óupplýstar og umferðarhraði er enn of mikill. Eins vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja um hvort það sé ekki óheimilt að nota húsnæði í annað en því var ætlað nema til komi breyting á aðalskipulagi? Ef húsnæði er skipulagt sem skólahúsnæði að þá sé óheimilt að vera með aðra starfsemi í húsinu en skólastarf? Af sama skapi ef húsnæði er skipulagt sem verslunarhúsnæði þá má ekki nota það sem íbúðir nema til komi breyting á skipulagi. Óskað er staðfestingar á þetta sé rétt skilið hjá fulltrúanum.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um Hafnartorg         Mál nr. US210007

    Hafnartorgið er í hjarta bæjarins. Nú eru þar miklar byggingar og er svæðið kalt ásýndum í ýmsum merkingum. Þarna er vindasamt. Einkaaðilar hafa fengið mikil völd í þessu tilfelli en Reginn er eigandi alls verslunarsvæðisins. Þótt þeir ráði hverjir fái leyfi til rekstur á götum við Hafnartorgi hefur Reykjavíkurborg engu að síður mikið um það að segja hvernig umhverfi Hafnartorgs lítur út. Borgararnir eiga líka rétt á að sjónarmið þeirra um borgina fái að koma fram. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar ætli beita sér til að gera þetta svæði meira aðlaðandi, veðursælla og lygnari stað? Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður talað um líkantilraunir í vindgöngum. Umræða um vindstrengi í og við Hafnartorg gefa tilefni til að endurtaka þá umræðu enda virðist ekki þörf á. Í líkantilraunum er hægt að mæla hvernig form húsa og staðsetning hafa áhrif á vindstrengi. Sumt byggingarlag ,svo sem þegar hús mjókka upp ( t.d Hallgrímskirkju) lyfta vindinum en kassalaga hús (t.d. Höfðatorg) beina vindi jafnt upp og niður með tilheyrandi vindstrengjum niður við jörð. Tilraunir í vindgöngum geta svarað öllum slíkum spurningum. Lagt er því til að skipulagsyfirvöld í borginni taki upp þess háttar vinnubrögð. Það gæti fyrirbyggt mörg skipulagsslysin.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  30. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um salernismál         Mál nr. US210009

    Víða er pottur brotinn í salernismálum í Reykjavík fyrir almenning. Eftir að Mathöll á Hlemmi opnaði þá hefur aðgengismálum farið mjög hrakandi. Húsið lokar nú kl. 22:00 eða 23:00 - fer eftir dögum. Eftir þann tíma er strætónotendum úthýst um notkun salerna við þessa megin stoppistöð Strætó. Tryggja verður að notendur Strætó hafi aðgang að snyrtilegum salernum á vegum borgarinnar. 1. Hver er stefna borgarinnar í almennings salernismálum í borgarlandinu? 2. Hvernig er það tryggt að notendur Strætó komist á salerni á Hlemmi eftir lokun? 3. Stendur til að koma fyrir útisalernum á Hlemmi? 4. Hvað er Reykjavíkurborg/rekstraraðilar með mörg almenningssalerni og hvar eru þau?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,          Mál nr. US210020

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að aðkomuleið að Sorpu í Jafnaseli verði lýst. Sorpa í Jafnaseli er grenndarstöð fyrir íbúa í Breiðholti. Aðkomuleiðin er án lýsingar. Þar er svartamyrkur þegar dagsbirtu nýtur ekki. Opnunartími Sorpu er að hluta til þegar dagsbirtu nýtur ekki.

    Frestað.

  32. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210021

    Óskað er eftir upplýsingum um nagladekkjanotkun á farartækjum sem eru í notkun hjá Reykjavíkurborg. Hver er heildarfjöldi bíla sem borgin notar og hvert er hlutfall þeirra sem eru á nagladekkjum? Hér er líka spurt um bílaleigubíla sem borgin hefur í notkun. Tilgangur fyrirspurnarinnar er að skoða hver staða mála sé hjá borginni í samanburði við almenna notkun nagladekkja. 

    Frestað.

  33. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210022

    Lögð var fram í trúnaði á fundi skipulags- og samgönguráðs frumdrög að skýrslu sem ber heitið "Borgarlínan - frumdrög að fyrstu lotu". 1. Hver er ábyrgðaraðili skýrslunnar? 2. Hvað kostar skýrslan? 3. Hver borgar fyrir gerð skýrslunnar? 4. Hvaða aðilar komu að gerð skýrslunnar? 5. Hvað var hverjum aðila/fyrirtæki borgað fyrir sig tæmandi talið?

    Frestað.

    -    Kl. 13:00 víkur Daníel Örn Arnarsson af fundi.

Fundi slitið klukkan 13:16

Pawel Bartoszek Alexandra Briem

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir