Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 137

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 25. maí kl. 8:44, var haldinn 137. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Alexandra Briem, Hjálmar Sveinsson, Sara Björg Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og áheyrnarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Breyting á fundadagatali          Mál nr. US210074

    Lagt er fram uppfært fundardagatal skipulags- og samgönguráðs fyrir árið 2022.  Fundir sem áætlaðir voru 1. og 8. júní falla niður.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9., 13. og 19. maí 2022.

    Fylgigögn

  3. Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag        Mál nr. SN210221

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýjum 2+2 vegi ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti verkfræðistofunnar Eflu dags. 13. desember 2021, br. 13. maí 2022. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 13. desember 2021, br. 13. maí 2022. Tillaga var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 11. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Elísabet Rakel Sigurðardóttir dags. 10. janúar 2022, Ívar Örn Lárusson dags. 1. mars 2022, Ríkarður Sigmundsson dags. 3. mars 2022, Valgerður Helgadóttir dags. 4. mars 2022, Elísabet Guðrún Jónsdóttir dags. 8. mars 2022, Kristján Jónsson dags. 8. mars 2022, Bjarni Gunnarsson, dags. 10. mars 2022, Helgi S. Ólafsson dags. 10. mars 2022, Hjalti Atlason dags. 10. mars 2022, Guðbrandur Gimmel dags. 10. mars 2022, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir dags. 11. mars 2022, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 10. mars 2022, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir dags. 10. mars 2022 og Halldór Páll Gíslason dags. 11. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Bernharði Ólafssyni, Soffíu Eiríksdóttur, Aleksöndru Kojic og Heiðari Ásberg Atlasyni dags. 18. mars 2022. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi: Minjastofnun Íslands dags. 8. febrúar 2022, Veðurstofa Íslands dags. 28. febrúar 2022, Vegagerðin dags. 28. febrúar 2022, Umhverfisstofnun dags. 4. mars 2022, Náttúrufræðistofn Íslands dags. 4. mars 2022, íbúaráð Breiðholts dags. 8. mars 2022, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. mars 2022, Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2022 og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 20. apríl 2022. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu, dags. 13. maí 2022, þar sem fram koma sameiginleg viðbrögð Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar við innsendum umsögnum og athugasemdum. 

    Frestað.

  4. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210780

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Breytingin felst í að deiliskipulagsmörkum Elliðaárdals er breytt og minnkar skipulagssvæðið við það um 1,7 ha. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan deiliskipulagssvæðisins og með henni eru samræmd mörk deiliskipulags Elliðaárdals við nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 20. september 2021, br. 19. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hollvinasamtök Elliðaárdals dags. 4. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022. 

    Frestað.

  5. Heklureitur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN210448

    Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Yrki arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021, br. 23. maí 2022, að deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a. Í tillögunni eru settar fram skipulagslegar heimildir fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegs 168 til 174a verði fjarlægðar að undanskyldu borholuhúsi. Byggðin er mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Laugaveg og er lægst til suðurs við Brautarholt. Um er að ræða íbúðarhús, 2ja til 7 hæða, með möguleika á 8. hæð á norðvesturhorni Laugavegs 168 á reit A skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu. Byggingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inngarður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar. Gert er ráð fyrir sérafnotaflötum fyrir íbúðir á jarðhæðum og svölum á efri hæðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 463 íbúðum með verslun og þjónustu á 1. hæð. Heildar flatarmál ofanjarðar á lóðunum er 46.474 m2. Þar af eru að hámarki 44.351 m2 undir íbúðir og lágmarki 2.123 m2 undir verslanir og þjónustu. Einnig lögð fram Húsakönnun Borgarsögusafns dags. 2017 og umhverfismat áætlana dags. febrúar 2018. Tillagan var auglýst frá 22. júlí 2021 til og með 6. september 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Jóhannes Þórðarson og Sigurbjörn Kjartansson dags. 5. september 2021, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 6. september 2021 og Veitur dags. 6. september 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er ljóst að verulegt skuggavarp verður í inngörðum á Heklureit og mun birtan ekki uppfylla skilyrði nýsamþykkts aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Athugasemdir hafa komið fram í auglýsingaferlinu um að birtuskilyrði verði lítil. Það er ekki góður bragur á því afgreiða svona stórt mál að afloknum kosningum áður en nýr borgarstjórn hefur tekið við.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    -    Kl. 9:02 tók Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengdist fjarfundar-búnaði.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 10. og 17. maí 2022.

    (C)    Samgöngumál

    Fylgigögn

  7. Vogaskóli, stöðubann, 
    tillaga - USK22010020         Mál nr. US220112

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. maí 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki að svæði við kantstein á suðausturhluta bílastæðis Vogaskóla við Skeiðarvog verði sérmerkt sem biðstöð hópbifreiða með almennu stöðubanni í stæðinu á tímabilinu kl. 07.00-15.00, mánudaga til föstudaga, með undirmerki um heimild fyrir vöru afgreiðslu. Ofangreint verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  8. Kárastígur, vistgata og stæði fyrir hreyfihamlaða, á Njálsgötu og Kárastíg, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220113

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. maí 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    1. Að Kárastígur verði vistgata.
    2. Að tvö stæði á Njálsgötu, vestan gatnamóta við Frakkastíg, verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða.
    3. Að eitt stæði á Kárastíg, til móts við hús nr. 1A, verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða.
    Ofangreint verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  9. Gangbraut yfir Rafstöðvarveg, 
    tillaga - USK22010020         Mál nr. US220114

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. maí 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð
    samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    1. Að gönguþverun yfir Rafstöðvarveg, til móts við þann stað þar sem hitaveitustokkur
    þveraði Elliðaár, verði merkt sem gangbraut.
    2. Að gönguþverun yfir hjólastíg vestan Rafstöðvarvegar, til móts við þann stað þar sem hitaveitustokkur þveraði Elliðaár, verði merkt sem gangbraut.
    Ofangreint verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  10. Skýrsla stýrihóps um innleiðingu hjólreiðaáætlunar 2021-2025,          Mál nr. US220086

    Lagt fram bréf skipaðs samgöngustjóra til skipulags- og samgönguráðs, dags. 19. maí 2022 varðandi skýrslu stýrihóps um innleiðingu hjólreiðaáætlunar 2021-2025.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  11. Bíldshöfði 18, kæra 40/2022        Mál nr. SN220280

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 226. apríl 2022 ásamt kæru dags. 26. apríl 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. apríl 2022, um leyfi til að breyta starfsemi rýmis matshluta 03, Bíldshöfða 18 og innrétta kjörverslun og bakarí auk þess að gera flótta leið og setja útsogsrör á suðurhlið hússins.

  12. Frakkastígur 9, kæra 44/2022         Mál nr. SN220281

    Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2022 ásamt kæru dags. 3. maí 2022 þar sem kærð er er veiting byggingarleyfis byggingarfulltrúa frá 12. október 2021 varðandi viðbyggingu á Frakkastíg 9. Einig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. maí 2022.

  13. Flókagata 4, kæra 48/2022        Mál nr. SN220308

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlundamála dags. 17. maí 2022 ásamt kæru dags. 16. maí 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar 12. apríl 2022 á fyrirspurn um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara að Flókagötu 4.

  14. Eggertsgata, stúdentagarðar, 
    breyting á deiliskipulag        Mál nr. SN220107

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir stúdentagarða að Eggertsgötu.

    Fylgigögn

  15. Kjalarnes, Prestshús, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN210265

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Prestshús að Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  16. Krókháls, GR reitur G1, 
    breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN210583

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grafarlæk-Stekkjarmóa - Djúpadal.

    Fylgigögn

  17. Rauðhólar, nýtt deiliskipulag        Mál nr. SN200198

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. maí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla.

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um P-merkt hleðslustæði, 
    svar - USK22030169         Mál nr. US190322

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. apríl 2022.

    Fylgigögn

  19. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um lýsingu við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar, 
    svar - USK22020015         Mál nr. US220025

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Fylgigögn

  20. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Biodome, svar         Mál nr. US190353

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022.

    Fylgigögn

  21. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Björgun, svar         Mál nr. US190077

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þessu máli verður fjöru fórnað, enn einni. En Björgun mun taka að sér vinnu við landfyllingar. Hér verður með þessari uppbyggingu  gengið verulega í fjöru í Reykjavík. Það þykir fulltrúa Flokks fólksins leitt og stemmir auk þess ekki við „grænar áherslur.“

    Fylgigögn

  22. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Laugaveg 20b og Laugaveg 15, svar         Mál nr. US190311

    Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 6. maí 2022.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 8. apríl 2022.

    Fylgigögn

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Bjarkargötu og Tjarnargötu, svar - USK22030169         Mál nr. US190399

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurnin var lögð fram 2019. Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurn um hvort eitthvað standi í veginum fyrir að breyta Bjarkargötu og Tjarnargötu í einstefnugötur og að annað hvort verði hægt að aka göturnar frá norðri eða frá suðri. Það hefur vakið athygli að báðar þessar götur eru tvístefnu akstursgötur sem kemur sér mjög illa fyrir þá sem um þessar götur aka. Hægt er að aka þessar götur bæði til norðurs og suðurs. Bifreiðum er lagt báðu megin á götunni og því ekki mögulegt að mæta bifreiðum sem um götun aka er þær koma úr sitthvorri áttinni. Dæmi eru um að bílar þurfi að bakka út úr götunni til að hleypa bíl framhjá sem skapar ekki bara slysahættu heldur einnig hættu á að rekast í aðra bíla. Þetta ástand er verst á vetrum þegar götur er snjóþungar eða fullar af klökum. Alvarlegt  er þrjú ár tók að svara þessari fyrirspurn. Í svari kemur í raun ekkert annað fram en að ekkert hafi verið gert og að þetta sé ekki forgangsmál.

    Fylgigögn

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna skýrslu, 
    svar - USK22020016         Mál nr. US220022

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði  eftir upplýsingum um heildarkostnað greiningarvinnu og skýrslugerðar umhverfis- og skipulagssviðs um áhrif hámarkshraða áætlunar Reykjavíkur á ferðatíma Strætó. Um var að ræða innanhússvinnu og var óskað er eftir upplýsingum um tímafjölda sem fór í verkið og annan kostnað sem og heildarkostnað. Beðið var um verkið af meirihlutanum og Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun hámarkshraða myndi hægja á Strætó. Í svari kemur fram að ekki hafi verið haldið bókhald um fjölda tíma sem fara í þetta verkefni eða annað innan skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Skrifstofan getur ekki svarað þessu en giskar á tveggja mánaða vinnu. Er ekki mikilvægt að halda vel utan um hvernig fjármagni er varið enda þótt vinnan sé innan skrifstofunnar?

    Fylgigögn

  26. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4, svar - USK22020094         Mál nr. US220039

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hafði fengið ábendingar um að merkingar á Bryggjugötu 4 væri ábótavant.  Aðkeyrslan að hótelinu Edition Hotel  er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en merkingar eru ekki skýrar. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja. Óskað var eftir  upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlega?Fram kemur að Bílastæðasjóður telur  merkingar við Bryggjugötu fullnægjandi en aðrir telja svo ekki vera. Þegar miklar breytingar eru gerðar á umhverfi þarf að merkja mjög vel og meira en þegar umhverfi er rótgróið og flestir áttað sig á svæðinu. Þetta ættu skipulagsyfirvöld að hafa í huga. Aldrei er of mikið af upplýsingum og ekki á að spara merkingar á svæðum í örri breytingu.

    Fylgigögn

  27. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi ný umferðalög um aðgengi um göngugötur, 
    svar - USK22030169         Mál nr. US200017

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurnin var lögð fram í jan. 2020. Á þessum tíma höfðu ný umferðarlög tekið gildi varðandi aðgengi fatlaðra með stæðiskort um göngugötur og að leggja í þær götur í sérmerkt stæði. Því miður hefur það ákvæði ekki verið virt og er hreyfihömluðum gert að leggja í nærliggjandi götur sem hefur skapað vandamál fyrir suma ef viðkomandi á erindi í göngugötuna. Spölur frá stæði og í göngugötu getur verið  talsverður. Spurt var hvort borgaryfirvöld vilji ganga ennþá lengra en lagasetningin segir til um og veita eldri borgurum sem erfitt eiga með gang og hreyfingar sama aðgengi og fötluðum er veitt í þessum lögum. Í svari kemur fram að borgaryfirvöld telja að aðgengi eldri borgara sé nægilega tryggt með því að heimila handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða að aka um göngugötur og ekki sé því ástæða að ganga lengra. Því er fulltrúi Flokks fólksins ekki sammála. Ekki allt eldra fólk með skerta hreyfifærni eru með stæðiskort. Öldrun fylgja alls konar líkamleg vandamál s.s. stirðnun, gigt og fleira sem skerðir hreyfifærni.  Sýna þarf þessu skilning og væri því sjálfsagt að borgaryfirvöld gangi lengra en lagasetning segir til um og veiti eldri borgurum með skerta hreyfifærni sama aðgengi og fötluðum.

    Fylgigögn

  28. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um undantekningu frá akstursbanni um göngugötur, svar - USK22030169         Mál nr. US200009

    Lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurnin var lögð fram í janúar 2020, eða fyrir meira en tveimur árum. Þá höfðu ný umferðarlög tekið gildi og voru nýmælin  þau að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra máttu nú nýta sér göngugötur og jafnframt leggja þar í merkt stæði. Þetta olli miklu uppnámi hjá meirihlutanum og meirihluta skipulags- og samgönguráðs sem vildu ekki sjá bíla hreyfihamlaðra á göngugötum hvað þá að þeir gætu lagt þar. Farið var í aðgerðir til að fá Alþingi til að gefa Reykjavíkurborg ákvarðanafrelsi um hvar hreyfihamlaðir mættu leggja og yrði það þá í mesta lagi í hliðargötum. Þetta mál hefur verið til vandræða æ síðan. Engin bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða í göngugötum enda þótt bílar með stæðiskort megi aka þær götur og eiga rétt á að leggja þar.  Mörg dæmi eru um að hreyfihamlaður einstaklingur hefur átt í mesta basli með að komast frá stæði í hliðargötu til að t.d. sinna erindum við Laugaveg. Ef vel á að vera þurfa hreyfihamlaðir að geta lagt bíl sínum í göngugötu til að sinna erindum sínum eftir atvikum.

    Fylgigögn

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bekki         Mál nr. US220107

    Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl.:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bekkjum verði fjölgað í miðbænum og á öðrum stöðum í borginni eftir atvikum fyrir fólk til að setja á. Skoða mætti ýmist trébekki eða steinbekki, einhverja sem eru fyrirferðarlitlir og smekklegir. Svona bekkir þurfa ekki að kosta mikið og ekki er um að ræða mikinn viðhaldskostnað. Best væri að hafa steinbekki sem ekki er hægt færa úr stað og einnig eru tiltölulega viðhaldsfríir. Þetta er hagsmunamál fyrir borgara á öllum aldri sem eru á ferð um borgina að geta tyllt sér á bekk um stund til að njóta stundarinnar.  Þetta er í raun ákveðið ákveðið lýðheilsumál sem hefur beint að gera með lífsgæði. Víða mætti einnig koma fyrir litlum "áningar reitum" þar sem fólk getur sest niður og slakað á sjálft eða með öðrum. Allskonar útfærslur gætu verið í boði og einnig mætti efna til samkeppni um góðar tillögur sem taka á þessum málum.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hljóðmön í Blesugróf         Mál nr. US220106

    Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs 4. maí sl.:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig gangi  með hljóðmön við Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis. Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Hvernig er staðan í þeim málum en talsverður hávaði er  í hverfinu vegna umferðar á Reykjanesbraut og Stekkjarbakka. (sjá Aðgerðaáætlun gegn hávaða, frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg frá janúar 2014). Árið 2021 bókaði Flokkur fólksins við svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um mön við Reykjanesbraut/Blesugróf eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins spurði fyrir íbúa eftir upplýsingum um fyrirhugaða mön við Reykjanesbraut/Blesugróf og þá hvernig mál standa. Íbúum fannst þeir ekki hafa náð til skipulagsyfirvalda. Í svari segir að forhönnun á umræddri hljóðmön sé nú lokið og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda liggi fyrir en ekki liggi fyrir hvenær hægt verði að ráðast í framkvæmdir. Mörgu er því enn ósvarað svo sem hvenær hægt verður að ráðast í framkvæmdir og hver sé ábyrgur fyrir því að koma verkinu af stað. Flokkur fólksins spyr hvað sé að frétta af þessu og af hverju hefur þetta tekið allan þennan tíma?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
    um aukið aðgengi að vatni í borginni         Mál nr. US220115

    Flokkur fólksins leggur til að lagt verði í stórátak í að auka framboð á drykkjarvatni með drykkjarbrunnum og horft verði ekki síst til aðgengi að vatni í skólum borgarinnar. Hjólreiðafólki og hlaupurum fer fjölgandi í borginni og samhliða hefur komið í ljós að mikill skortur er á  drykkjarbrunnum meðfram hjóla- og göngustígum borgarinnar. Þeir brunnar sem finna má eru sumir ónothæfir. Fjölga þarf brunnum og vanda til verka til að brunnarnir haldist nothæfir til lengri tíma. 

    Frestað.

  32. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um rafskútur á göngugötum         Mál nr. US220116

    Borist hefur fulltrúa Flokks fólksins ábending um að á göngugötum sem nú hefur verið fjölgað í miðbænum er mikið um rafmagnshlaupahjól.  Sumir eru farnir að tala um þessar götur meira sem rafhlaupahjólagötur frekar en göngugötur. Rafhlaupahjól geta farið hratt og eru þau t.d. bönnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn sem dæmi. Ábendingar hafa borist að margir á rafhlaupahjól aka þessar götur mjög hratt og jafnvel með börn á þeim án hjálma. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt um slysatíðni í tengslum við rafmagnshlaupahjól sem náð geta allt að 20 km hraða og jafnvel meira. Það er ekki bara nóg að fagna þessum skemmtilega samgöngumáta heldur þarf að fræða um hvernig nota á þessi hjól og skoða hvar öruggast er að þau séu notuð. Flokkur fólksins spyr hvort ekki þurfi að skoða þessi mál nánar, beita sér fyrir reglum sem eru t.d. meira í takt við reglur um sambærileg mál í löndum sem við berum okkur saman við?

    Frestað.

Fundi slitið kl. 9:25

Pawel Bartoszek
Alexandra Briem
Hjálmar Sveinsson
Sara Björg Sigurðardóttir
Eyþór Laxdal Arnalds
Marta Guðjónsdóttir
Jórunn Pála Jónasdóttir