Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 128

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2022, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 9:01, var haldinn 128. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sve       insson, Eyþór Laxdal Arnalds, Ólafur Kr. Guðmundsson og Katrín Atladóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ragna Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Anna Maria Wojtynska, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtalinn starfsmaður sat fundinn með rafrænum hætti: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Kosning í skipulags- og samgönguráð, - USK2018060045         Mál nr. US200285

    Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2021, þar sem tilkynnt er að Ragna Sigurðardóttir taki sæti í skipulags- og samgönguráði í stað Arons Leví Beck og að Aron Leví Beck taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Heiðu Bjargar Hilmisdóttur.  Jafnframt er tilkynnt að Anna Wojtynska taki sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu í stað Daníels Arnar Arnarsonar. 

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. febrúar 2022.

    Fylgigögn

  3. Hverfisskipulag, Laugardalur 4.1 Laugarnes, kynning     (04.1)    Mál nr. SN220068

    Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Laugardals hverfi 4.1.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að undirbúa mjög metnaðarfullt samráðsferli við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila við þróun hverfisskipulags Laugardals á öllum stigum vinnunnar í þremur fösum byggt á nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkur um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þau gögn sem verða til í samráðsferlinu eru nýtt til að leggja grunn að, bæta og þróa hverfisskipulagið en farið er af stað með autt blað fyrir utan forsendur aðalskipulags. Hefur það sýnt sig að raddir íbúa eru teknar mjög alvarlega við mótun hverfisskipulagsins en kjarni hverfisskipulagsins eru einmitt þessi lýðræðislegu vinnubrögð við að fá fram vilja íbúa um framtíð hverfisins, skapa skýra framtíðarsýn og auka jafnræði og gagnsæi í kringum heimildir til að breyta og betrumbæta húsnæði.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hverfisskipulag Laugardals nær yfir stóran borgarhluta sem umlykur Laugardalinn allt til sjávar. Miklar breytingar eru að verða á þessu svæði og því mikil tækifæri í þróunarreitum, ekki síst í tengslum við breytingar á Sæbraut, Sundabraut og grænum tengingum á hverfishlutum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ég styð alla íþrótta- skóla og leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Laugardalurinn er eitt af flaggskipum borgarinnar hvað varðar græn svæði. Það er afleitt að blanda saman íþróttauppbyggingu, umræðu um græn svæði og samgöngumálum. Hér er verið að kynna stórfellda uppbyggingu við Suðurlandsbraut vegna borgarlínu á kostnað Laugardalsins. Orðrétt í tillögunni segir: „Í tillögunum er mælt með því að endurskoða áform um uppbyggingu samfelldrar byggðar meðfram Suðurlandsbraut og bent á að hún geti farið vel á völdum afmörkuðum stöðum, s.s. við stöðvar Borgarlínu.“ Hér er verið að stilla öllum upp við vegg. Loka á Engjavegi fyrir umferð sem þýðir það eitt að umferðin fer út í hverfin sem liggja að vellinum. Boðað er að taka eigi akreinar af Suðurlandsbrautinni vegna borgarlínu. Svæðið verður ein umferðarstappa. Ég mótmæli harðlega að þessi mál eru sett fram sem sama tillagan sem hælkrókur á alla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferlið er kynnt. Sagt er að byrja á með autt blað. En einnig er tekið fram að forsendurnar frá aðalskipulaginu eru komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúar líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt? Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þarf samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum. Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð  og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnin um einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.

    Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Hverfisskipulag, Laugardalur 4.2 Kleppsholt, kynning     (04.2)    Mál nr. SN220069

    Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Laugardals hverfi 4.2.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að undirbúa mjög metnaðarfullt samráðsferli við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila við þróun hverfisskipulags Laugardals á öllum stigum vinnunnar í þremur fösum byggt á nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkur um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þau gögn sem verða til í samráðsferlinu eru nýtt til að leggja grunn að, bæta og þróa hverfisskipulagið en farið er af stað með autt blað fyrir utan forsendur aðalskipulags. Hefur það sýnt sig að raddir íbúa eru teknar mjög alvarlega við mótun hverfisskipulagsins en kjarni hverfisskipulagsins eru einmitt þessi lýðræðislegu vinnubrögð við að fá fram vilja íbúa um framtíð hverfisins, skapa skýra framtíðarsýn og auka jafnræði og gagnsæi í kringum heimildir til að breyta og betrumbæta húsnæði.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hverfisskipulag Laugardals nær yfir stóran borgarhluta sem umlykur Laugardalinn allt til sjávar. Miklar breytingar eru að verða á þessu svæði og því mikil tækifæri í þróunarreitum, ekki síst í tengslum við breytingar á Sæbraut, Sundabraut og grænum tengingum á hverfishlutum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ég styð alla íþrótta- skóla og leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Laugardalurinn er eitt af flaggskipum borgarinnar hvað varðar græn svæði. Það er afleitt að blanda saman íþróttauppbyggingu, umræðu um græn svæði og samgöngumálum. Hér er verið að kynna stórfellda uppbyggingu við Suðurlandsbraut vegna borgarlínu á kostnað Laugardalsins. Orðrétt í tillögunni segir: „Í tillögunum er mælt með því að endurskoða áform um uppbyggingu samfelldrar byggðar meðfram Suðurlandsbraut og bent á að hún geti farið vel á völdum afmörkuðum stöðum, s.s. við stöðvar Borgarlínu.“ Hér er verið að stilla öllum upp við vegg. Loka á Engjavegi fyrir umferð sem þýðir það eitt að umferðin fer út í hverfin sem liggja að vellinum. Boðað er að taka eigi akreinar af Suðurlandsbrautinni vegna borgarlínu. Svæðið verður ein umferðarstappa. Ég mótmæli harðlega að þessi mál eru sett fram sem sama tillagan sem hælkrókur á alla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferlið er kynnt. Sagt er að byrja á með autt blað. En einnig er tekið fram að forsendurnar frá aðalskipulaginu eru komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúar líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt? Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þarf samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum. Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð  og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnin um einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.

    Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Hverfisskipulag, Laugardalur 4.3 Vogar, kynning     (04.3)    Mál nr. SN220070

    Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Laugardals hverfi 4.3.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að undirbúa mjög metnaðarfullt samráðsferli við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila við þróun hverfisskipulags Laugardals á öllum stigum vinnunnar í þremur fösum byggt á nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkur um að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þau gögn sem verða til í samráðsferlinu eru nýtt til að leggja grunn að, bæta og þróa hverfisskipulagið en farið er af stað með autt blað fyrir utan forsendur aðalskipulags. Hefur það sýnt sig að raddir íbúa eru teknar mjög alvarlega við mótun hverfisskipulagsins en kjarni hverfisskipulagsins eru einmitt þessi lýðræðislegu vinnubrögð við að fá fram vilja íbúa um framtíð hverfisins, skapa skýra framtíðarsýn og auka jafnræði og gagnsæi í kringum heimildir til að breyta og betrumbæta húsnæði.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hverfisskipulag Laugardals nær yfir stóran borgarhluta sem umlykur Laugardalinn allt til sjávar. Miklar breytingar eru að verða á þessu svæði og því mikil tækifæri í þróunarreitum, ekki síst í tengslum við breytingar á Sæbraut, Sundabraut og grænum tengingum á hverfishlutum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ég styð alla íþrótta- skóla og leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Laugardalurinn er eitt af flaggskipum borgarinnar hvað varðar græn svæði. Það er afleitt að blanda saman íþróttauppbyggingu, umræðu um græn svæði og samgöngumálum. Hér er verið að kynna stórfellda uppbyggingu við Suðurlandsbraut vegna borgarlínu á kostnað Laugardalsins. Orðrétt í tillögunni segir: „Í tillögunum er mælt með því að endurskoða áform um uppbyggingu samfelldrar byggðar meðfram Suðurlandsbraut og bent á að hún geti farið vel á völdum afmörkuðum stöðum, s.s. við stöðvar Borgarlínu.“ Hér er verið að stilla öllum upp við vegg. Loka á Engjavegi fyrir umferð sem þýðir það eitt að umferðin fer út í hverfin sem liggja að vellinum. Boðað er að taka eigi akreinar af Suðurlandsbrautinni vegna borgarlínu. Svæðið verður ein umferðarstappa. Ég mótmæli harðlega að þessi mál eru sett fram sem sama tillagan sem hælkrókur á alla.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferlið er kynnt. Sagt er að byrja á með autt blað. En einnig er tekið fram að forsendurnar frá aðalskipulaginu eru komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúar líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt? Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þarf samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum. Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð  og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnin um einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.

    Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. KR svæðið - Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag     (01.516.9)    Mál nr. SN210824

    Lögð fram leiðrétt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir KR svæðið. Í tillögunni felast markmið um að bæta aðstöðu KR til íþrótta og félagsstarfsemi með byggingu íþrótta og þjónustubygginga. Auk þess eru áform um að auka fjölbreytni svæðisins með byggingu íbúða á jöðrum lóðarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins samkvæmt uppdráttum ASK Arkitekta ehf. og Bj. Snæ slf. dags. 5. janúar 2022. Einnig er lagt fram minnisblað Alta dags. 28. desember 2018, drög að húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur ódags., Samgöngumat Eflu dags. 5. nóvember 2021 og samkomulag á milli Reykjavíkurborgar og KR vegna uppbyggingar á svæðinu dags. 20. maí. 2021. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja til þéttingu byggðar meðfram KR-svæðinu. Aðalvelli félagsins er snúið um 90 gráður og við það skapast tækifæri til að byggja upp íbúðir og þjónustu á jarðhæð meðfram Flyðrugranda og Kaplaskjólsvegi. Öll viðmið um bílastæði eru í samræmi við bílastæðastefnu borgarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi á miðju svæðinu, sem er í takti við forgangsröðun Reykjavíkur og ÍBR um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Við fögnum þessum hugmyndum sem nú fara í formlegt umsagnarferli.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er fagnaðarefni að nú séu loks komnar fram hugmyndir um uppbyggingu á KR svæðinu og þær fái þá kynningu hjá íbúum. Það er mikilvægt að innviðir séu tryggðir samhliða fjölgun íbúða, enda er skortur á leikskólarýmum í vesturbænum og skólar aðþrengdir. Þá er nauðsynlegt að næg bílastæði séu til staðar fyrir íbúa og gesti.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú stendur til að girða KR völlinn af með íbúðabyggð. Innviðir Vesturbæjarins þola ekki þá uppbyggingu. Fyrirhugað byggingamagn er allt að 20 þúsund fermetrar meðfram Kaplaskjólsvegi og Meistaravöllum í 3-4 hæða háum byggingum sem yrðu áfastar fyrirhugaðri áhorfendastúku. Blanda á saman uppbyggingu á svæðinu við bætingu á núverandi íþróttaaðstöðu. Hér er verið að notast við Vals/Hlíðarendamódelið. Það er meiriháttar óeðlilegt að tengja uppbyggingu íþróttastarfs í borginni við þrengingarstefnu borgarstjóra með tilheyrandi skuggavarpi og skerðingu á lífsgæðum sem af því hlýst.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögurnar segja að framundan eru viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Fyrirhugað er að nýta hluta af íþróttasvæði félagsins við Frostaskjól fyrir uppbyggingu og er til skoðunar að opna á heimildir fyrir verslun og þjónustu, íbúðir eða atvinnuhúsnæði á svæðinu Hugmyndir ganga út á að bæta um leið við núverandi íþróttaaðstöðu og að auki byggja allt að 20 þúsund fermetra af öðru húsnæði, meðfram Kaplaskjólsvegi og Meistaravöllum í 3-4 hæða háum byggingum sem yrðu áfastar fyrirhugaðri áhorfendastúku. Völlurinn verður rammaður inn  með húsum. Hvernig verður með aðgengi/bílastæði þegar eru fjölmennir leikir? Vanda þarf hér til verka, en líta á á þetta sem fyrstu tillögur og ræða enn betur við íbúa í kringum svæðið.  Markmið er að bæta félagsaðstöðu sem hlýtur að vera aðalatriðið. í ljósi áætlunar um mikla þéttingu allt um kring má ætla að mikil umræða þurfi að vera um þessar tillögur og nú reynir á hæfileika meirihlutans að „hlusta“.  Hér hefði kannski verð betra að byrja með auðara blað? Sennilega eru flestir hlynntir einhverri þéttingu en gengið hefur verið víða of langt í borginni í ákafanum að þétta þannig að borgarbúum, mörgum, þykir nóg um.

    Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  7. Hlíðarendi - Reitir G, H og I, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN210489

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð, I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021, br. 7. febrúar 2022. Einnig er lagt fram samgöngumat Eflu dags. 1. október 2021 og skuggavarp ASK Arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2022 br. 7. febrúar 2022. Tillagan var auglýst frá 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Hilmarsson dags. 2. desember 2021, Eyþór Andri Einarsson dags. 3. desember 2021, Gunnar Steinn Aðalsteinsson dags. 11. desember 2021, Guðrún Georgsdóttir dags. 6. janúar 2022, Kristín Björg Knútsdóttir dags. 6. janúar 2022, Anna Borgþórsdóttir Olsen og Pétur K. Hilmarsson dags. 10. janúar 2022, Reynir Hans Reynisson dags. 11. janúar 2022, Rósa Ólöf Ólafíudóttir dags. 11. janúar 2022, Jón Þór Ólason hrl. f.h. fasteignaeigendur á byggingarreit E við Hlíðarenda dags. 11. janúar 2022, Sigfríður Sigurðardóttir, Sigurður Haukur Magnússon, Gunnhildur Einarsdóttir og Örn Sveinsson dags. 12. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 12. janúar 2022 og umsögn fulltrúa í Íbúaráði Miðborgar og Hlíða dags. 13. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. janúar 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2022.
    Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með breytingunni er verið að fjölga íbúðum um 420-460 með því að breyta fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði sem meðal annars átti að verða hótel í íbúðir og að heimila íbúðauppbyggingu á nýrri lóð, lóð I. Umrætt svæði er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi og það er jákvætt fyrir hverfið í heild sinni að byggt sé á því auk þess sem það veitir enn fleirum tækifæri til að njóta þess að búa þar. Fjölgun íbúða skapar forsendur fyrir matvöruverslun og annarri þjónustu sem bent hefur verið á að vanti inn í hverfið. Við leggjum áherslu á að byggingar á I-lóð verði hannaðar þannig að auðvelt verði að stækka þær þannig að þær falli að endanlegu gatnamynstri Vatnsmýrarinnar þegar flugvöllurinn fer. Hlíðarendahverfið stækkar og eflist við þessar breytingar sem eru í fullu samræmi við markmið aðalskipulags. Verið er að uppfæra eldra heildarskipulag og við viljum við þá vinnu leggja sérstaka áherslu á lifandi götumynd með gegnumgangi, sérafnotarýmum úti við götu og þá þróun að leysa bílastæði frekar í miðlægum bílastæðahúsum en í bílakjallara. Við teljum mikilvægt að sú hugmyndafræði verði höfð að leiðarljósi við áframhaldandi þróun skipulags á Hlíðarendasvæðinu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að tryggja skóla og leikskólarými fyrir hverfið samhliða því að verið er að breyta atvinnulóðum í íbúðarhúsnæði. Í gangi er rýning á framtíðarnýtingu Vörðuskóla, en jafnframt eru mikil tækifæri fólgin í húsnæði Tækniskólans sem mun losna á næstu árum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er með ólíkindum að hægt sé með einu pennastriki að umbreyta heilu svæðunum frá upphaflegu skipulagi. Hér er verið að umbreyta 3 lóðum og í umsögnum hagsmunaaðila eru réttmæt rök fyrir því að um fullkomin forsendubrest að ræða. Hugmyndirnar um þjónustu á fyrstu hæðum í nýbyggingum hafa brostið og nú þegar er farið að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir á nokkrum reitum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Málið er um að  breyta deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu svæði til bráðabirgða í íbúðalóð, I, fjölga íbúðum og breyta bílastæðakröfum til samræmis við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar. Við þetta er sýnt að mati fulltrúa Flokks fólksins  að umferð um Nauthólsveg mun aukast, t.a.m. vegna uppbyggingar námsmannaíbúða við Nauthólsveg og uppbyggingar í Skerjafirði og brúar yfir Fossvog.  Núverandi íbúar kvarta einkum yfir því að skerða eigi grænt svæði sem þó er sagt vera framtíðar byggingarreitur og gert er  ráð fyrir 460 íbúðum. Græna svæðið er mikið notað á hverjum degi hjá íbúum hverfisins hvort sem það eru börn með fullorðnum eða hundaeigendur. Fulltrúi Flokks fólksins sér að þarna er gott færi á að koma til móts við íbúa og Íbúaráð vill að það verði athugað með formlegum hætti, umfram það sem gert hefur verið til þessa álit íbúa á Hlíðarenda á að byggt verði á reit I. Þetta er sameiginlegt grænt svæði og líkur á að íbúar vilji halda í það til sameiginlegra afnota. Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á að þetta verði gert.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1149 frá 1. febrúar 2022.

    (E) Samgöngumál

    Fylgigögn

  9. Flutningur á deilibílastæði fyrir ALP hf. (Zipcar),  tillaga - USK22020001         Mál nr. US220035

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. febrúar 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki að úthluta ALP hf. bílastæði fyrir deilibíl í Þórunnartúni, fyrir framan hús nr. 6.

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Katrín Atladóttir, víkur af fundi undir þessum lið.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Vetrarþjónusta á göngu- og hjólastígum,          Mál nr. US220036

    Til umræðu.

    Skipulags- og samgönguráð og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ráðið óskar eftir að fá yfirlit um vetrarþjónustu á göngu- og hjólastígum og götum á næsta fund ráðsins

  11. Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2020-2024, umsögn - USK22010115         Mál nr. US220028

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2022.

    Vísað aftur til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari umsagnar.

    Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti skipulags- og samgönguráðs gerir eftirfarandi athugasemdir við loftslagsstefnu Höfuðborgarsvæðisins: a) Borgarlínan er stærsta loftslagsaðgerð og framkvæmd í samgöngumálum áratugarins á næstu árum. Hún þarf að vera nefnd með beinum hætti í aðgerðarlista. b) Rétt er að nefna þau sóknarfæri sem ný samgöngutækni á borð við örflæði hefur í för með sér. c) Endurskoða þyrfti bílastæðareglur á höfuðborgarsvæðinu og stefna markvisst að fækkun bílastæða og aukinni gjaldtöku vegna þeirra. d) Þétting byggðar er gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð sem þarf að nefna með beinum hætti í aðgerðarlista. e) Mikilvægt að skoða umhverfisvænar samgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu og halda möguleikum á sporbundnum samgöngum opnum. f) Vinna þarf að uppbyggingu hjólastíganets fyrir höfuðborgarsvæðið og nálæg svæði. g) Rétt er að stefnan verði metin á 1-2 ára fresti og auk gagna um stöðuna varðandi losun sé gagna aflað um stöðu mismunandi sveitarfélaga við innleiðingu markmiðanna. Að auki telur meirihluti skipulags- og samgönguráðs að markmið loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið þurfi að vera skuldbindandi fyrir sveitarfélögin. Formaður mun leggja til að málinu sé vísað til sviðsins að nýju.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú er almenningur að leiða orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðing gengur betur á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Ekki liggur fyrir greining á því að borgarlína minnki losun ef valkostirnir eru rafbílar. Í loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið segir orðrétt: „Í spánni er gert ráð fyrir að fluglestin verði orðin að veruleika árið 2040 en ekki er tekin afstaða til Borgarlínunnar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngur færist smám saman yfir á raforku og að þá skipti ekki máli hvort það er með Borgarlínunni, rafmagnsstrætisvögnum eða rafbílum“

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er hjákátlegt að vísa umsögn um loftslagsstefnu aftur til sviðsins. Hún er ekki nógu pólitísk að áliti meirihlutans. Í dag er hvert einasta mál hjá borginni orðið að „loftslagsmálum“ til að geta haldið áfram að skuldsetja borgina með uppfinningunni „grænum skuldabréfum“.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hluti  loftslagsstefnunnar  er til bóta. Sjálfsagt er að minnka sóun, nýta efni og orku betur en nú er gert, styðja við uppbyggingu innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur að samkeppnishæfum ferðamáta. Samþætting skipulags byggðar og samgangna á að  stuðla  að því að íbúar hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu án langra ferða. Kaflinn um orkuskiptin er rýr. Stefnt er að því  að allar samgöngur á svæðinu, verði án jarðeldsneytis og þess í stað knúnar af orkugjöfum sem aðeins leiða til óverulegrar losunar gróðurhúsalofttegunda (t.d. rafmagni, vetni, metan eða rafeldsneyti). Hér er verið að bera saman fjóra orkugjafa og þeir lagðir að jöfnu en því fer fjarri að það sé hægt.  Metan er verðlaust á söfnunarstað og þess vegna á að nýta það að fullu. Rafmagn nýtist vel, einkum ef farartæki eru sítengd rafmagnslínu eins og þekkist í nágrannalöndunum. En framleiðsla vetnis með rafgreiningu sem er eini kosturinn hér á landi  krefst mikillar orku því orkunýting þess ferils er lítil. Rafeldsneyti er líka dýrt. Í svona áætlun verður að bera saman kosti með tilliti til kostnaðar. Án þess er ekki hægt að meta kostina.

    Fylgigögn

  12. Hverfisgata 98A, 100 og 100A, 
    breyting á deiliskipulagi     (01.174.1)    Mál nr. SN210662

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1, vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu.

    Fylgigögn

  13. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN210700

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Safamýri - Álftamýri vegna lóðarinnar nr. 2A við Starmýri.

    Fylgigögn

  14. Guðríðarstígur 6-8, 
    breyting á deiliskipulagi     (04.121.4)    Mál nr. SN210621

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Guðríðarstígs 6-8.

    Fylgigögn

  15. Hlemmur, reitur 1.240, Umferðarskipulag, breyting á deiliskipulagi     (01.2)    Mál nr. SN210185

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis, stgr. 1.240.

    Fylgigögn

  16. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2022, skipan vinnuhóps 2022         Mál nr. US220001

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. janúar 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2022.

    Fylgigögn

  17. Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, 
    um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, umsögn - R21060147, USK2021060084         Mál nr. US210203

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds, dags. 1. febrúar 2022.

    Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

    Skrifstofu framkvæmda og viðhalds í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks að er falið að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Lagt er til að áfangaskipt aðgerðaráætlun verði unnin á árinu 2022.

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmennaráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Hefja þarf verkið sem fyrst og reyna að ljúka því eigi síðar en í árslok 2022 að mati fulltrúa Flokks fólksins.

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, varðandi jarðvegsmengun, umsögn         Mál nr. US210336

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. febrúar 2022.

    Fylgigögn

  19. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um byggingarmagn lóða þar sem bensínstöðvar munu víkja, umsögn         Mál nr. US210345

    Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. febrúar 2022.

    Fylgigögn

  20. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
    um Smyrilshlíð         Mál nr. US220023

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi í Smyrilshlíð 2 (n.t.t. íbúð 502) og hvernig grenndaráhrif hún muni hafa? Einnig hvaða áhrif mun breytingarnar muni hafa á birtu/skuggavarp. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi íbúa við Hlemm         Mál nr. US220026

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fundinn verði staður fyrir djúpgáma við Hlemm. Við Hlemm býr fólks sem átt hefur í mesta basli með að koma frá sér sorpi. Einnig er lagt til að íbúum Hlemm verið gefið formlegt leyfi til að aka bíl sínum upp að dyrum til að afferma vörur/vistir eða ef flytja þarf þunga hluti inn á heimilið.

    Tillögunni fylgir greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  22. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, vegna lóða og byggingarrétta         Mál nr. US220033

    1. Hafa olíufélögin og þau félög sem fengu gefins lóðir í bensínstöðvasamningnum kynnt fyrir skipulagsyfirvöldum hugmyndir sínar að uppbygginu á lóðunum og tillögur að breyttu deiliskipulagi?
    2. Hvenær er áætlað að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð þessara lóða?
    3. Hvenær er áætlað að deiluskipulagsgerð lóðanna ljúki?
    Lóðirnar sem um ræðir eru:
    a) Álfheimar 49
    b) Álfabakki 7
    c) Egilsgata 5
    d) Ægisíða 102
    e) Hringbraut 12
    f) Stóragerði 40
    g) Skógarsel 10
    h) Elliðabraut 2
    i) Rofabær 39
    j) Birkimelur 1
    k) Skógarhlíð 16
    l) Suðurfell 4. 

    1. Hafa einhverjir aðilar sem sjá um minjavernd átt í viðræðum við Reykjavíkurborg vegna mannvirkja á einhverri þessara lóða?
    2. Ef svo er hvaða stofnun hefur gert athugasemdir?
    3. Ef svo er - mannvirki á hvaða lóðum er um að ræða?
    4. Ef svo er - hefur viðkomandi stofnun minjaverndar óskað eftir að fyrirhugað niðurrif verði stöðvað?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur         Mál nr. US220037

    Samkvæmt skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið stendur til að setja Sæbraut og Miklubraut í stokk á tímabilinu 2023 - 2026. Á Sæbraut verður á framkvæmdatíma gert ráð fyrir því að umferð um Sæbraut verði breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Óljóst er hvort það sama gildi um Miklubraut en þó er ljóst að umferð mun þrengjast mjög á þessum tíma og a.m.k. á einhverjum tímapunkti í 1 plús 1. Í þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er gert ráð fyrir því að Suðurlandsbraut verði með tilkomu Borgarlínu breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Líklega munu  þær breytingar skarast í tíma við framkvæmdir við  Sæbraut og Miklubraut. Í ljósi þessa:  Hefur verið kannað hvaða áhrif þetta hefur á umferð og hafa verið skipulagðar einhverjar mótvægisaðgerðir til að greiða fyrir umferð á framkvæmdatíma?

    Frestað. 

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Gufunes, Loftkastala         Mál nr. US220038

    Fyrirspurnir Flokks fólksins vegna lóðanna Gufunesvegur 34. Þengilsbás 1 sem skipt var í tvennt. Reykjavíkurborg setti sem eitt af skilyrðum framkvæmdaleyfis að það yrði samráð um sveigjanleika með m.a. aðkomu og innkeyrslur í útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og fl. í Gufunesi. Einnig hefur skipulagshöfundur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að mikið hafi borið af leið frá kynntu skipulagi. Nú situr borgarbúi uppi með skertar eignir vegna samskipta- og samráðsleysis. Vandinn snýr að því að það er ekki sama gólfhæð í tveimur samliggjandi húsum en þessi mismunandi hæð hindrar nýtingu þar sem ekki er hægt að renna stórum hlutum, leikmunum,  á milli húsanna. Staðan er núna óásættanleg. Af gögnum má  ráða að gefið hafi verið út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Gufunesi sem  ekki fellur að þeim húsum sem sem fyrir eru í Gufunesi? Þessi gatnagerð hindrar nýtingu húsa Loftkastalans. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvernig á að nýta húsnæði ef engin er aðkoman og gatnagerð í Gufunesi fellur ekki að þeim húsum sem fyrir eru? Spurt er einnig: Á eftir að hafa þetta samráð við lóðarhafa t.d. þegar kemur að lokaútfærslu lóðar og hvernig lóðin tengist götunni? Hvenær á að ganga í þetta mál og leysa það? Loftkastalinn þarf að fá úrlausn mála sinna þannig að hægt sé að renna stórum hlutum á milli húsa.

    Frestað

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um merkingar og sektir á Bryggjugötu 4         Mál nr. US220039

    Fyrirspurn Flokks fólksins um  merkingar á vistgötu og sektir í aðkeyrslu að Edition Hótel við höfnina. Aðkeyrslan að hótelinu er þannig að það er pláss fyrir bíla á svokallaðri vistgötu en þarna er merkingum ábótavant og óljóst hvort megi leggja þarna. Dæmi eru um að fólk hafi lagt þarna í góðri trú til að sinna erindum en fengið síðan háa sekt. Þarna er bann við lagningu í vistgötu nema í sérmerktum stæðum en litlar sem engar merkingar eru um að þarna sé vistgata og óheimilt að leggja. Fulltrúi Flokks fólksins fékk þá upplifun við að heyra lýsingar fólks sem lent hafa í þessu að það sé eins og verið sé að að leiða fólk í gildru. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum frá Bílastæðasjóði um merkingar á þessari götu og á þessum stað nákvæmlega sem er Bryggjugata (101) 4 og hvort talið sé að þær séu nægjanlegar? Óskað er einnig upplýsinga um hvað margir hafa verið sektaðir nákvæmlega þarna á þessum svæði sem fyrirspurnin snýr að?

    Frestað.

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sektir vegna stöðubrota í miðbænum         Mál nr. US220040

    Fyrirspurn um yfirlit yfir sektir vegna stöðubrota í miðbænum. Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist ábendingar og kvartanir vegna innheimtu Bílastæðasjóðs. Kvartað er yfir óvægnum aðferðum þar sem fólk upplifir jafnvel að verið sé að leiða sig í gildru með því að hafa merkingar ábótavant. Margt er að breytast  í miðbænum og ekki allir átta sig á þessum breytingum enda breytingar örar. Sums staðar eru merkingar ekki nógu góðar eða hreinlega ábótavant t.d. þar sem er algert stöðubann. Einnig eru víða framkvæmdasvæði sem byrgja sýn. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að sjá sundurliðað yfirlit yfir þá staði sem mest er sektað vegna stöðubrots.

    Frestað. 

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa         Mál nr. US220041

    Tillaga Flokks fólksins að skipulags- og samgöngusvið kanni öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara fram hjá útgönguleiðum bílastæðahúsa. Vegfarendur sjá ekki að bíll er á leiðinni út, enda ekið út úr húsi. Oft hefur legið við slysi þegar bíll kemur akandi út úr bílastæðahús/kjallara og ökumaður gætir ekki að því að á sama tíma gæti hjólandi eða gangandi vegfarandi verið að fara fram hjá. Þarna þarf að merkja vel báðu megin frá, bæði fyrir ökumann sem er að aka út úr  bílastæðahúsi, að hann sé minntur á að aka löturhægt út þar sem gangandi eða hjólandi gæti verið að fara fram hjá. Að sama skapi þarf að vera áberandi skilti á  gangstétt áður en kemur að útkeyrslu bílastæðahúss þar sem náð er athygli vegfarenda að bíll gæti skyndilega ekið út úr bílastæðahúsinu. 

    Frestað. 

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um bætta þverun yfir Geirsgötu         Mál nr. US220042

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þverun verði bætt frá Edition hótel og yfir Geirsgötuna vegna mikillar umferðar. Næsta göngubraut er a.m.k. um 70 metra í átt að Kolaportinu.  Hér þarf að bæta úr áður en umferðarslys verður.

    Frestað. 

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um orkuskoti í samgöngum         Mál nr. US220043

    Fyrirspurn frá Flokki fólksins um orkukosti í samgöngum. í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar  eru meðal annars nefndir orkukostir í samgöngum þar sem ekki er annað að sjá að notkun rafmagns, vetnis, metans og rafeldsneyti séu lagðir að jöfnu. Þekkt er að metan er verðlaust á söfnunarstað og rafmagn er góður kostur. Rafmagni er hægt að hlaða á rafgeyma og það má einnig nota á farartæki sem eru sítengd við rafmagn. Bæði  lestir og strætisvagnar eru knúin með þessum hætti víða um lönd. En notkun vetnis og rafeldsneytis er ekki eins útbreitt.  Fulltrúi Flokk fólksins spyr um samanburð á orkugjöfunum  metani, rafmagni, vetni, og rafeldsneyti. Hver er orkunýting við framleiðslu vetnis og rafeldsneytis? Hafi slíkur samanburður ekki verið gerður er farið fram á að það verði gert, annars er ekki hægt að bera kostina saman.

    Frestað. 

  30. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, vegna umferðar á Lækjargötu         Mál nr. US220044

    Hluti Lækjargötu hefur verið lokaður fyrir umferð síðan í maí 2018 vegna hótelframkvæmda og hefur borgin einungis fengið í sinn hlut rúmar 100 þúsund krónur fyrir að leigja þennan hluta götunnar til byggingaraðila. 
    Hvenær stendur til að opna götuna á ný fyrir bílaumferð?

    Frestað. 

Fundi slitið klukkan 10:43

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson

PDF útgáfa fundargerðar
128._fundargerd_skipulags-_og_samgongurads_fra_9._februar_2022.pdf