Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 118 (sameiginlegur fundur)

Skipulags- og samgönguráð

 

Ár 2021, miðvikudaginn 20. október kl. 17:01 var haldinn sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs (118. fundur) og umhverfis- og heilbrigðisráðs (59. fundur) Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir, Aron Leví Beck, Þorkell Heiðarsson, Rannveig Ernudóttir, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson og Kolbrún Baldursdóttir.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Nikulás Úlfar Másson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Árný Sigurðardóttir, Björn Axelsson og Hjalti Jóhannes Guðmundsson.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Umhverfis- og skipulagssvið, 
    starfs- og fjárhagsáætlun 2022, trúnaður         Mál nr. US210302

    Lögð eru fram drög að greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Þar á meðal eru drög að:

    - rekstraryfirliti umhverfis- og skipulagssviðs í aðalsjóði fyrir árið 2022
    - rekstraryfirliti umhverfis- og skipulagssviðs í eignasjóði fyrir árið 2022
    - gjaldskrá umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2022
    - greingargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun 2022

    Skipulags- og samgönguráð og umhverfis- og heilbrigðisráð staðfesta að drög að starfs- og fjárhagsáætlun sé í samræmi við ákvarðanir ráðanna um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokkunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Miðflokksins sitja hjá.

    -    Kl. 17:08 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.
    -    Kl. 17:13 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

  2. Umhverfis- og skipulagssvið, 
    uppgjör janúar - júní 2021         Mál nr. US210303

    Lagt fram sex mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2021.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:47

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Sara Björg Sigurðardóttir Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2010.pdf