Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 109

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 30. júní kl. 09:02, var haldinn 109. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck og áheyrnarfulltrúarnir Daníel Örn Arnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. 
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. (A)    Skipulagsmál

  1.    Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing         Mál nr. SN210265
  Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
  Unnarstígur ehf., Pósthólf 70, 121 Reykjavík

  Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 ásamt skipulagslýsingu dags. 1. apríl 2021 fyrir nýtt deiliskipulag í Prestshúsum að Kjalarnesi. Áformað er að byggja íbúðarhús ásamt gestahúsum og vinnustofu/fjölnota sal á landinu. Tillagan var kynnt til og með 23. júní 2021. Eftirtaldir sendu umsagnir: Umhverfisstofnun dags. 31. maí 2021, Bjarni Pálsson dags. 31. maí 2021, Skipulagsstofnun dags. 9. júní 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 22. júní 2021, Veitur dags. 22. júní 2021 og Veðurstofa Íslands dags. 24. júní 2021. 

  Athugasemdir kynntar.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Mikilvægt er að huga að heildaruppbyggingu á Kjalarnesi, en svæðið er landmikið og mikilvægt í framtíðaruppbygginu borgarinnar, ekki síst með tilkomu Sundabrautar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að almennt ætti ekki að hindra að landbúnaðarland nálægt þéttbýli verði breytt í almennt byggingarsvæði. Fyrst og fremst á að taka tillit til náttúrunnar og að almannréttur verði virtur.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Heklureitur, breyting á deiliskipulagi/nýtt deilisskipulag     (01.242)    Mál nr. SN210448

  Lögð er fram tillaga Yrki arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021 að deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a. Í tillögunni eru settar fram skipulagslegar heimildir fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegs 168 til 174a verði fjarlægðar að undanskyldu borholuhúsi. Byggðin er mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Laugaveg og er lægst til suðurs við Brautarholt. Um er að ræða íbúðarhús, 2ja til 7 hæða, með möguleika á 8. hæð á norðvesturhorni Laugavegs 168 á reit A skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu. Byggingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inngarður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar. Gert er ráð fyrir sérafnotaflötum fyrir íbúðir á jarðhæðum og svölum á efri hæðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 463 íbúðum með verslun og þjónustu á 1. hæð. Heildar flatarmál ofanjarðar á lóðunum er 46.474 m2. Þar af eru að hámarki 44.351 m2 undir íbúðir og lágmark 2.123 m2 undir verslanir og þjónustu. Einnig lögð fram Húsakönnun Borgarsögusafns dags. 2017 og umhverfismat áætlana dags. febrúar 2018.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Með tillögunum er lagt til að stór opin bílastæði víki fyrir byggð. Skipulagið gerir ráð fyrir 463 íbúðum, atvinnu- og gististarfsemi og þjónustu á jarðhæðum. Í inngörðum verður lögð áhersla hlýlegt og vistvænt yfirbragð. Við fögnum þéttingu byggðar á Heklureit.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að hreyfing sé komin á uppbygginu við Heklureit. Í deiliskipulagstillögunni er borgarlínu sýnd í miðju vegarins sem er umdeild lega sem myndi takmarka möguleika umferðar, ljóst er að hún verður mun meiri með 463 nýjum íbúðum á svæðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Áætlað er að á Heklureitnum komi rúmar 460 íbúðir ásamt tveimur hótelum. Einungis er gert ráð fyrir 375 bílastæðum. Það er allt, allt og lítið. Viðskiptavinir hótelanna eru ferðamenn innlendir og erlendir sem koma á bílum á hótelin. Í uppsiglingu er umferðarsulta sem er alveg fyrirséð. Það er mikið ábyrðarleysi af borginni að skipuleggja reiti með þessum augljósu göllum. Varað er við að Laugavegsmegin virki byggðin eins og múr þar sem reiknað er með 7 hæðum og á einum stað 8 hæðir. Bent er á að ekki er búið að finna framtíðarstað fyrir bílaumboðið Heklu þrátt fyrir þessi stórkostlegu uppbyggingaráform.

  Ásdís Helga Ágústsdóttir og Gunnar Ágústsson frá YRKI arkitektar og Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 3. Arnarnesvegur, skipulagslýsing     (04.9)    Mál nr. SN210221

  Að lokinni kynningu er lögð er fram að nýju skipulagslýsing verkfræðistofunnar EFLU fh. Reykjavíkurborgar og Kópavogs, dags. 19. mars 2021, fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Tillagan var kynnt til og með 25. maí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðmundur Svafarsson dags. 29. apríl 2021, Hlynur Gíslason dags. 3. maí 2021, Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2021, bókun fulltrúa í íbúaráði Breiðholts dags. 5. maí 2021, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 25. maí 2021, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. maí 2021, Vegagerðin dags. 25. maí 2021, Minjastofnun Íslands dags. 26. maí 2021, Skipulagsstofnun dags. 26. maí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 27. maí 2021, Heiðar Ásberg Atlason dags. 28. maí 2021 og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs dags. 3. júní 2021.

  Athugasemdir kynntar.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf góðar tengingar fyrir gangandi og hjólandi í hæsta gæðaflokki milli sveitarfélaga, yfir áætlaðan Arnarnesveg. Samfelldur stígur þyrfti að liggja norðan og sunnan við veginn alla leið. Eins þyrfti viðbótarþverun á miðri leið, t.d. undirgöng sem fólk og dýr gætu nýtt. Áætluð framkvæmd þarf að tryggja að ekki sé gengið á svæðið fyrirhugaðs vetrargarð og að fyrirhuguð gatnamóta gengi ekki of freklega á land og umhverfi um leið og gætt verði að öryggi allra vegfarenda.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Úrbætur á gatnamótum Arnarnesvegar átti að vera lokið á þessu ári samkvæmt samgöngusáttmála. Ljóst er að það mun ekki nást vegna skipulagsmála í Reykjavík sem hafa verið í skötulíki. Gerðar hafa verið þrjár útfærslur að gatnamótunum, en hér er ekki verið velja þá sem er öruggust og afkastar mestu. Í stað þess verða gatnamótin áfram ljóstastýrð að hluta, ef þessi útfærsla verður niðurstaðan. Hér er lögð fyrir skipulagslýsing en enn er komið fram endanlegt deiliskipulag og bíður haustsins. Þá er óljóst hvort fara þurfi í nýtt umhverfismat en ljóst að breytingar þarf að gera á aðalskipulagi. Allt hefur því dregist langt umfram það sem lagt var upp með í samgöngusáttmála og í raun óljóst hvort þessi framkvæmd nær fram að ganga á kjörtímabilinu yfirhöfuð.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Skýrsla frá Eflu er gagn með þessum lið. Þar blasir við að skýrslan er ekki hlutlaus heldur réttlæting á gerðum Vegagerðarinnar. Sagt er að gengið verður frá fláum og fyllingum með staðargróðri til þess að lágmarka ásýndaráhrif rasks. En málið er að gróðurfar í Vatnsendahvarfi er í miklu breytingarskeiði og ekki er hægt að tala um staðargróður. Þarna er aðeins verið að réttlæta slæman gjörning. Einnig er sagt að: „verður markvisst reynt að lágmarka áhrif og inngrip sem hlýst af framkvæmdinni. Sérstaklega á ásýnd svæðanna frá á gróinni íbúðarbyggð og vegna skerðingu á útivistarmöguleika á nærsvæðum. Mótvægisaðgerðum verður markvisst beint að hljóðvist og ásýnd.“  Hér er sagt frá því hvernig þessi vegur mun mjög takmarka útivistargildi svæðisins, svo ekki sé talað um áhrif á Vetrargarðinn. Ekki er séð hvernig bjarga eigi því með því að takmarka hljóðvist og ásýnd.  Og á það má  minna að  Skipulagsstofnun getur ákveðið að endurskoða skuli matsskýrslu framkvæmdaraðila samkvæmt 1. mgr. ef forsendur hafa breyst verulega frá því að álitið lá fyrir, svo sem vegna breytinga á náttúrufari eða landnotkun á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, breytinga á löggjöf um umhverfismál, alþjóðlegum skuldbindingum eða tækniþróunar. 
  Á tæpum 20 árum sem liðin er frá umhverfismatinu hefur mest allt ofangreint gerst.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur, breyting á deiliskipulag     (01.265.2)    Mál nr. SN190500
  Reitir - iðnaður ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
  ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

  Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 28. ágúst 2019 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265- Orkureitur. Í tillögunni felst uppbygging íbúða-, verslunar-, þjónustu- og atvinnustarfsemi á fimm reitum á lóðinni. Gert er ráð fyrir allt að 436 íbúðum á lóð ásamt atvinnuhúsnæði, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 24. júní 2021 og húsakönnun Úrbanistan frá 2019, hljóðvistarskýrsla Eflu dags. 6. janúar 2020, samgöngumat VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2020 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2021.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Nýtt skipulag á svæðinu er afrakstur verðlaunasamkeppni þar sem niðurstaða lá fyrir í fyrir rúmum tveimur árum. Meginmarkmið er að stuðla að fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi með fjölbreyttum og sólríkum almenningsrýmum. Gert er ráð fyrir yfir 436 íbúðum auk þjónustu á lifandi jarðhæðum. Allt skipulagið er í BREEAM vottunarferli. Svæðið liggur vel að borgarlínu og mikil tækifæri eru fyrir vistvænar samgöngur. Tillagan fellur afar vel að hugmyndafræði Aðalskipulags Reykjavíkur.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að sjá mögulega uppbyggingu við Orkureit. Rétt er að benda á að atvinnuhúsnæði verður um 5.000 m2 minna en nú er og kallar því að atvinnuhúsnæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu á móti. Í kynningum borgarinnar er gjarnan rætt um nýtt atvinnuhúsnæði en oft gleymist að gera ráð fyrir því atvinnuhúsnæði sem víkur á þéttingarreitum. Hætt er við að atvinnuhúsnæði dreifist annað vegna þessa. Þá vekur athygli að ráð er gert fyrir því að borgarlína verði í miðju Suðurlandsbrautar, en sú útfærsla er mjög umdeild. Með þessari útfærslu væru vinstri beygjur ómögulegar og því lengra fyrir akandi að fara. Mikilvægt er að afkastageta Suðurlandsbrautar verði ekki skert, en hér er gert ráð fyrir að 436 íbúðir sem kalla á aukna umferð á svæðinu.  

  Samúel Torfi Pétursson frá VSÓ Ráðgjöf, Kristján Ásgeirsson frá ALARK arkitektum, Friðjón Sigurðarson frá Reitum fasteignafélagi og Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  (B)    Byggingarmál

  Fylgigögn

 5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1120 frá 22. júní 2021.

  (A)    Skipulagsmál

  Fylgigögn

 6. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi     (01.232.0)    Mál nr. SN210351
  Hófsvað ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
  Tvíhorf ehf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 9. maí 2021 ásamt minnisblaði dags. 30. apríl 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið og íbúðum fjölgað, samkvæmt uppdráttum (5 uppdr.) Tvíhorfs ehf. dags. 3. júní 2021.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er verið að fjölga íbúðum á þéttum og þröngum reit. Bílastæði verða færri en 1 á íbúð eða allt niður í 0,25 viðmið fyrir eins herberja íbúðir.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Um er að ræða gríðarmikla byggingu á litlum reit, að litlum hluta neðanjarðar. Meirihlutinn leggur til að fjölga íbúðum enn meira. Ein hæð er fyrir verslun og þjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort ráðlagt sé að setja svo margar íbúðir í eitt hús en íbúðir verða 102. Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík nema kannski má finna eitt dæmi. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingastefna meirihlutans ganga ansi langt hér.

  Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  (B)    Byggingarmál

  Fylgigögn

 7. Kleppsvegur 150-152, 
  ný tengibygging og endurbygging     (13.585.01)    Mál nr. BN058893
  Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu og nýja aðkomu að kjallara, gera nýja útveggi úr álgluggakerfi, breyta innra skipulagi og innrétta 6 deilda leikskóla í húsum nr. 150 og 152 á lóð nr. 150-152 við Kleppsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. mars 2021 til og með 27. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Sonde Þráinsdóttir dags. 8. apríl 2021, íbúar og eigendur húsnæðis að Sæviðarsundi 19 dags. 27. apríl 2021 og Marteinn Sindri Svavarsson, Finnur P. Fróðason og Anton Sigurðsson dags. 27. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2021.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2021.
  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Við fögnum nýjum leikskóla fyrir 130 börn hjá Kleppsvegi og Holtavegi. Verkefnið er hluti af verkefninu Brúum bilið þar sem verið er að fjölga leikskólaplássum um 1000 á örfáum árum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að koma eigi þarna nýr leikskóli enda mikil þörf á því. Nokkrar áhyggjur eru þó af því að verið er að gera upp eldra húsnæði sem er að hluta til skemmt. Halda á innra skipulagi á efri hæð að Kleppsvegi 152 að mestu óbreyttu. Fram hefur komið í gögnum að erfitt er að halda í innveggi sökum nauðsynlegra lagfæringa á gólfum. Búið er að staðfesta rakaskemmdir í húsnæði sem ekki er búið að bregðast við að fullu. Sýni hafa staðfest myglu- og örveruvöxt í húsnæðinu. Ekki er mikið um sleppistæði og er gengið út frá því að foreldrar komi með og sæki börn sín gangandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að ályktun af þessu tagi sé óraunhæf. Foreldrar sem eru að fara beint í vinnu eftir að hafa farið með börn sín á leikskóla koma margir akandi enda er vinnustaður þeirra ekki í göngufæri. Fulltrúi Flokks fólksins hefur nokkrar efasemdir um að þetta sé hagkvæmara (bæði fjárhagslega og umhverfislega) en að rífa og byggja alveg upp á nýtt. Kostnaður vegna óvissuþáttar er sem dæmi mjög hár eða um 129.000.000.

  Ólafur Melsted verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  (E) Samgöngumál

  Fylgigögn

 8. Leiðakerfisbreytingar í Grafarvogi, kynning         Mál nr. US210173

  Kynntar fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó í Grafarvogi.

  Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja það óásættanlegt þegar um leiðakerfisbreytingar á Strætó standa til að þær hafi ekki verið kynntar fyrir íbúum, íbúaráði og íbúasamtökum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir og senda inn umsögn um breytingarnar áður en þær taka gildi. Breytingar á leiðarkerfi Strætó í norðanverðum Grafarvogi voru samþykktar af stjórn Strætó í nóvember 2020 og eiga að taka gildi í ágúst næstkomandi. Þá er það einnig ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar fái  ekki gögn send áður en málið er tekið fyrir í ráðinu. Ljóst er að verið er að bæta þjónustu við Egilsshöll en að sama skapi er verið að skerða þjónustu við aðra hluta hverfisins s.s. við Borgahverfið og verið er að fækka stoppistöðvum. Fresta ætti breytingunni og gefa íbúum kost á að koma að umsögn áður en málið er afgreitt.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Á sama tíma og fulltrúi Sósíalista fagnar aukinni þjónustu við nemendur í Grafarvogi er fulltrúinn alfarið á móti minni þjónustu við íbúa í Borgunum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins lagði til 4. mars 2020 að breyting verði gerð á leiðakerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan gekk út á að leiðakerfið verði þétt og skilvirkt milli hverfanna og til að svo megi verða þarf að endurskoða leiðakerfið Strætó með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum íbúa þessara hverfa og með hliðsjón að öryggi barna sem koma úr þremur hverfum. Engin viðbrögð eða svör hafa borist við tillögunni sem er nú meira en ársgömul. Nú leggur meirihlutinn fram tillögur að breytingu á leiðakerfi sem kynntar eru í samgönguráði en engin gögn fylgdu málinu. Eftir því sem næst er komist er verið að bæta tengingar milli skóla.  Einnig skilst fulltrúa Flokks fólksins að bæta á þjónustu við Egilshöll með leið 6. Sú tillaga sem hér er lögð fram virðist þó draga úr þjónustu við fólk í Borgum. Grafarholt og Úlfarsárdalur eru ekki að græða neitt stórkostlega á tillögunni eftir því sem næst kemur.

 9. Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dag.s 28. júní 2021: 

  Óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs til að vinna áfram að útfærslu á þremur strætóstöðvum á Kjalarnesi í tengslum við breytingar á leiðarkerfi Strætó og breikkun Vesturlandsvegar.

  Lagt er til að útbúnar verði 3 nýjar stöðvar í stað þeirra á Vallargrund sem Strætó hyggst hætta að þjónusta. Breytingar á þjónustu Strætó eru tengdar við breikkun Vesturlandsvegar, en stefnt er að því að áætlunarleið stöðvi við nýja stöð á Vallargrund við Olís og að útbúnar verði 2 strætóstöðvar sem þjónustaðar væru af pöntunum.

  Til afgreiðslu

  Fylgigögn

 10. Hjólreiðaáætlun, innleiðing         Mál nr. US210181

  Til umræðu.

  (C)    Ýmis mál

 11. Leifsgata 4, kæra 94/2021     (01.195.2)    Mál nr. SN210475
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2021 ásamt kæru mótt.22. júní 2021 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. júní 2021 um að borgaryfirvöld muni ekki aðhafast frekar í máli er varðar kvartanir vegna Leifsgötu 4B, lóð nr. 4 við Leifsgötu.

  Fylgigögn

 12. Bergstaðastræti 2, kæra 87/2021, umsögn     (01.171.3)    Mál nr. SN210462
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júní 2021 ásamt kæru dags. 15. júní 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 um að innrétta krá/ölstofu að Bergstaðastræti 2. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. júní 2021.

  Fylgigögn

 13. Dans- og fimleikahús Reykjavíkur í Efra Breiðholt,      (04.6)    Mál nr. SN210458
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021: Lagt er til að dans- og fimleikahús með sölum fyrir dans, fimleika og aðra íþróttastarfsemi verði staðsett í hverfismiðjunni við Austurberg, samkvæmt tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Efra Breiðholt, sbr. meðfylgjandi minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs og tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts. Umhverfis- og skipulagssviði og ÍTR verði falið að vinna þarfagreiningu fyrir dans- og fimleikahús í Efra Breiðholti í samráði við fimleikadeild ÍR, dansskóla með starfsemi í hverfinu, félög dansara og íbúaráð Breiðholts. Þá taki skrifstofa borgarstjóra og borgarritara upp viðræður við Fjölbrautaskólann í Breiðholti varðandi möguleika á að skólinn verði með danstengt nám sem nýti sér dans- og fimleikahúsið.

  Fylgigögn

 14. Vetrargarður í Breiðholti,      (04.9)    Mál nr. SN210459
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021: Lagt er til borgarráð samþykki að þróa vetrargarð í Breiðholti, fjölskylduvænt svæði fyrir iðkun vetraríþrótta þar sem einkum er horft til byrjenda og barna. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að vinna nánari útfærslu að vetrargarði í Breiðholti á grunni fyrirliggjandi frumathugunar.

  Fylgigögn

 15. Þróunarreitur í Efra Breiðholti, 
  tillaga um hugmyndasamkeppni     (04.6)    Mál nr. SN210457
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021: Lagt er til að borgarráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við Félagsbústaði, aðra lóðarhafa og Arkitektafélag Íslands að hefja undirbúning að hugmyndasamkeppni á nýjum þróunarreit í Efra Breiðholti. Miðað er við að undirbúningur hefjist strax og að samkeppni hefjist á haustmánuðum.

  Fylgigögn

 16. Fjölbýlishús án lyftu, 
  bætt aðgengi og úrbætur         Mál nr. SN210460
  530269-7609 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 8. júní 2021: Lagt er til að borgarráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands að undirbúa hugmyndasamkeppni um bætt aðgengi að fjölbýlishúsum án lyftu. Miðað er við að undirbúningur hefjist strax og að samkeppni hefjist á haustmánuðum 2021.

  Fylgigögn

 17. Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN210166
  Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
  U22 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77.

  Fylgigögn

 18. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga     (06.1)    Mál nr. SN160263

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðaholt.

  Fylgigögn

 19. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga     (06.2)    Mál nr. SN160264

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi.

  Fylgigögn

 20. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga     (06.3)    Mál nr. SN160265

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt.

  Fylgigögn

 21. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, leiðbeiningar         Mál nr. SN180716

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingum á leiðbeiningu hverfisskipulags um fjölgun íbúða. 

  Fylgigögn

 22. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, 
  breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190323

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 15. júní 2021  á auglýsingu á tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna endurskoðunar stefnu um íbúðabyggð og blandaða byggð og tæknilega uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040.

  Fylgigögn

 23. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
  um hreinsun veggjakrots, umsögn - USK2021060053         Mál nr. US210151

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu, dags. 21. júní 2021.

  Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Líkt og fram kemur í umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu er ýmislegt gert til að uppræta veggjakrot í borgarlandinu. Sannarlega má alltaf gera betur að það kallar fram á viðbótarfjárheimildir. Með hliðstjón af því er réttast að fella tillöguna.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Veggjakrot hefur færst í aukana og er ekki lengur eingöngu bundið við miðborgina heldur farið að teygja sig út í úthverfin líka. Hér er um mikið eignatjón að ræða bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila. Við þessu vanda þarf að bregðast og taka höndum saman við að uppræta veggjakrotið. Það veldur því vonbrigðum að meirihlutinn felli tillöguna sem kveður á um að hverfisbækistöðvar, þjónustumiðstöðvar, íbúasamtök, skólar, frístundamiðstöðvar og einkaaðilar komi að því að draga úr og koma í veg fyrir veggjakrot.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Veggjakrot er ljótur blettur á Reykjavík og er það ekki lengur bundið bara við miðbæinn. Ekki er brugðist við með afgerandi hætti og er borgin orðin mjög subbuleg af þessum sökum. Einfalt mál væri að skikka Orkuveitu Reykjavíkur að standa straum af veggjakroti á rafmagnskössum fyrirtækisins í miðbænum. Það er ófært að stjórnendur Reykjavíkurborgar loki augunum fyrir þessum ósóma.

  Fylgigögn

 24. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, 
  um aukna tíðni götuþrifa, umsögn - USK2021050108         Mál nr. US210084

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu, dags. 4. júní 2021.

  Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðani bókun:

  Mikilvægt er að auka tíðni götuþrifa og er meirihlutinn hér að taka undir þau sjónarmið með því að vísa þessari tillögu okkar til fjárhagsáætlunargerðar. Nú er að sjá hvort fjármögnun fáist svo borgin verði hreinni og svifryksmengun minnki. Ekki er vanþörf á!

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Ávallt má gera betur í þrifum gatna en það kallar á viðbótarfjármagn. Rétt er að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar og skoða hana í þeirri forgangsröðun sem þar fer fram.

  Fylgigögn

 25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi útboð, umsögn - USK2021060062         Mál nr. US210149

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. júní 2021.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar  þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Segir í umsögn að slík endurmenntun sé í gangi og að nýgengnir úrskurðir kærunefndar útboðsmála varðandi útboðsskyldu vegna orkukaupa og þjónustusamninga gefi ekki tilefni til viðbragða varðandi stjórnendur af því tagi sem fyrirspurnin lýtur að. 
  Fulltrúi Flokks fólksins finnst engu að síður sérkennilegt að borgin þurfi ítrekað að greiða sektir í málum af þessu tagi (gölluð útboð) og má því ætla að ekki sé nægilega vel unnið eða eitthvað skorti á þekkingu og reynslu. Hversu flókið er það lögfræðilega að gera útboð rétt úr garði?

  Fylgigögn

 26. Fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi tillögu, 
  um tilraunaverkefni um útleigu á rafskutlum         Mál nr. US210180

  Lagt er til að Skipulags og samgönguráð feli umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning tilraunaverkefnis vegna leigu á rafskutlum sem sérstaklega verði ætlað að þjóna fólki sem á erfitt með að ganga lengri vegalengdir. Þjónustusvæðið miðist við Laugaveg og göngusvæði í Kvosinni.
   
  Tillögunni fylgir greinargerð.
   
  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að tillögunni sé vísað frá.

  Frávísunartillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Nú leggur meirihlutinn til að leigja þeim sem eiga erfitt um gang rafskutlur til að aka Laugaveg niður í Kvos. Tillagan er afar óljós. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að það verður að auðvelda aðgengi allra að miðbænum. Með lokun fyrir bílaumferð treysta borgarbúar sér ekki til að koma í bæinn eins og áður. Þetta hafa kannanir sýnt. Aðgengi er slæmt og ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt um gang, eru í hjólastól eða með önnur hjálpartæki eða eru sjónskertir.  Dæmi um hindranir eru  þrep, óslétt yfirborð, þrengsli m.a. þröng hurðarop og skortur á römpum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur í tvígang lagt fram tillögu um skutluvagn sem æki um göngugötur en tillögurnar hafa verið felldar með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Víða erlendis, á sólarströndum sem dæmi má sjá fólk sem á erfitt um gang aka um á litlum rafskutlum, sennilega svipað því og meirihlutinn hefur í huga. Það fólk býr á hótelum á staðnum og rafskutlurnar til taks fyrir utan hótelin. Þegar reynt er að yfirfæra þetta yfir á miðbæ Reykjavíkur er fyrsta hugsunin að fólk sem ekki býr þar þarf að komast þangað sem rafskutlan er? Lagt er til að tillögunni sé vísað frá og að meirihlutinn hugsi hana nánar.

  Fylgigögn

 27. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, um hjólaumferð í báðar áttir í einstefnugötum         Mál nr. US210177

  Lagt er til að Skipulags- og samgönguráð feli skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar að gera tillögu um að heimila að hjóla á móti einstefnu á völdum stöðum í borginni.

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Samþykkt.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er um tilraunaverkefni að ræða sem ber að endurskoða að ári liðnu. Mikilvægt er að merkingar verði skýrar og unnið verði samkvæmt gildandi reglugerð og í samráði við Lögreglustjórann í Reykjavík.

  Fylgigögn

 28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um breikkun Breiðholtsbrautar         Mál nr. US210178

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina og óski eftir viðræðum hið fyrsta um að breikka Breiðholtsbraut frá Jafnaseli að Rauðavatni. Þessi bútur brautarinnar er á  annatímum  löngu sprunginn, ekki síst síðla fimmtudags og föstudags þegar fólk streymir út úr bænum. Umferðarteppur eru af þeirri stærðargráðu að umferðarteppan nær niður alla Breiðholtsbrautina og situr fólk fast á brautinni í óratíma. Ástandið mun ekki batna þegar að Arnarnesvegurinn mun tengjast Breiðholtsbrautinni. Eðlilegt hefði verið að tvöföldun Breiðholtsbrautar væri gerð á undan tengingu við Arnarnesveg. Þetta ætti að vera algert forgangsmál. 

  Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Tillögu Flokks fólksins um  að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni hefur verið felld með þeim rökum „að breytingar séu fyrirhugaðar á þessu svæði í tengslum við fyrirhugaða tengingu Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og ætti því ekki að taka tvöföldun Breiðholtsbrautar út fyrir þá framkvæmd og ráðast í hana óháð öðru“. 
  Þetta eru rök sem halda engu vatni að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þessi tillaga ætti að fá forgang yfir 3. kafla Arnarnesvegar því sú tenging mun einungis gera ástandið verra með nýjum ljósastýrðum gatnamótum á Breiðholtsbraut. Aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir s.s. hvort hringtorg sé betri kostur heldur en ljósastýrð gatnamót á nokkrum stöðum á Breiðholtsbraut. Það ástand sem nú ríkir á þessum kafla er skelfilegt. Það er eiginlega með ólíkindum að þessi hluti brautarinnar hafi ekki strax verið gerður tvíbreiður. Þetta er úrelt gatnakerfi. Ákall borgarbúa um breikkun er hunsað. Þetta bitnar á öllum þeim sem aka þessa leið, margir á leið út úr bænum. Skipulagsyfirvöld hafa á engum tímapunkti átt umræðu um málið við Vegagerðina svo vitað sé, til að fá þennan hluta brautarinnar breikkaðan en hlýða hins vegar Kópavogsbúum eins og sjá má í máli Arnarnesvegar, 3ja áfanga.  

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Breytingar eru fyrirhugaðar á þessu svæði í tengslum við fyrirhugaða tengingu Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Óskynsamlegt er að taka   tvöföldun Breiðholtsbrautar út fyrir þá framkvæmd og ráðast í hana óháð öðru, eins og tillagan leggur til. Því er réttast að fella tillöguna.

 29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur         Mál nr. US210185

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit frá skipulags- og samgöngusviði yfir öll framlögð mál Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði á kjörtímabilinu, málum sem er lokið og þeim sem er ólokið. Á fundi borgarráðs 24. júní var lagt fram slíkt yfirlit yfir fyrirspurnir og tillögur Flokks fólksins framlögð í borgarráði. Óskað er eftir sambærilegu yfirliti frá skipulags- og samgönguráði.

  Frestað.

 30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um skilti á steyptum sökklum í Pósthússtræti         Mál nr. US210186

  Í miðbæ Reykjavíkur var nýverið stillt upp upplýsingaskiltum í Pósthússtræti við Austurvöll. Skiltin eru á  steinsteyptum stökklum þar sem áður voru bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort þarna eigi að vera skilti til framtíðar?
  Hver er kostnaður borgarinnar í tengslum við þessi skilti?
  Er það stefna borgarinnar að skipta út bílastæðum í miðbænum fyrir skilti á steyptum sökklum?

  Frestað.

 31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um endurbætur á ljósum við gatnamót Breiðholts og Jafnasel.         Mál nr. US210187

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær skipulagsyfirvöld hyggjast fara í endurbætur á ljósum við gatnamót  Breiðholtsbrautar og Jafnasels. Þau ljós eru í ólestri og má nefna að "græna ljósið" kemur seint ef nokkurn tímann fyrir gangandi vegfaranda sem ætlar að þvera Breiðholsbrautina jafnvel þótt ýtt sé á hnappinn. Gangandi vegfarendur hafa neyðst til að sæta lagi og fara yfir á rauðu eftir að hafa beðið eftir grænu gönguljósi án árangurs. Ástand sem þetta hefur varað lengi.

  Frestað.

 32. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um lagfæringar á gangstéttabrúnum við gönguþveranir í Breiðholti         Mál nr. US210188

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvenær til standi að lagfæra gangstéttabrúnir sem og aflíðandi halla frá gangstétt út á gönguþveranir í Efra Breiðholti. Þetta er sérstaklega slæmt við gatnamót  Breiðholtsbrautar og Jafnasels en einnig víða annars staðar í Breiðholti.

  Frestað.

 33. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um fund varðandi Arnarnesveg         Mál nr. US210189

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld beiti sér fyrir að haldinn verði sameiginlegur fundur með Vinum Vatnsendahvarfs,  Betri samgöngum og Vegagerðinni þar sem rætt verður um fyrirhugaða lagningu 3ja áfanga Arnarnesvegar og þeirra áhrifa sem lagning hraðbrautarinnar hefur á Vatnsendahvarfið, nærliggjandi umhverfi  og umferð. Að baki Vinum Vatnsendahvarfs standa mörg hundruð manns. Byggja á framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati. Marg ítrekað hefur verið óskað eftir að nýtt umhverfismat verði gert.
  Vatnsendahvarfið er náttúruperla og dýrmætt grænt svæði sem liggur á mótum Reykjavíkur og Kópavogs. Svæðið er mikið nýtt útivistarsvæði og útsýnissvæði íbúa nágrennisins. Einnig er Vatnsendahvarfið varpland fjölmargra fuglategunda, þar á meðal lóu, hrossagauka og spóa. Fyrirhugaður 3. kafli Arnarnesvegar mun koma til með að skera Vatnsendahvarfið í tvennt og breyta ásýnd þess og notagildi. Umhverfismat sem framkvæmdin á að byggja á er frá 2003. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur mikið breyst á svæðinu auk þess sem ekki liggur fullljóst fyrir hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur á umhverfi, útivist, umferð og hljóðvist. 

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Frestað.

  Fylgigögn

 34. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um veggjakrot á rafmagnskössum         Mál nr. US210190

  Skipulagsráð samþykkir að Orkuveitu Reykjavíkur verði gert skilt að þrífa krot af rafmagnskössum í eigu félagsins og eru í borgarlandinu a.m.k. tvisvar á ári.

  Frestað.

 35. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um að endurskoða reglur og samþykktir 
  v. spilakassa         Mál nr. US210191

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið ráðist í það skipulagsverkefni að endurskoða reglur og samþykktir borgarinnar með það að markmiði að minnka rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs. Spilafíkn veldur  samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar í Reykjavík. Umræða um rekstur spilakassa og hvort rétt sé að banna slíkan rekstur hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu Lokum.is, en frekari upplýsingar má finna á vefsíðu með sama nafni. Samtökin hafa dregið fram reynslusögur  sem sýna svart á hvítu hversu miklum skaða spilafíkn veldur samfélaginu. Reykjavík getur takmarkað rekstur spilakassa. Jafnvel þótt engar reglur hafi verið settar um rekstur spilakassa af hálfu borgarinnar þá eru í gildi ýmsar samþykktir sem hægt er að breyta og gera þar með ítarlegri kröfur til rekstraraðila hyggist þeir reka spilakassa. Þá er hægt að takmarka verulega spilakassarekstur með því að breyta skipulagi borgarinnar. Góð byrjun væri t.d. að gera kröfu um að ekki megi selja áfengi eða veitingar í spilasölum eða að ekki megi reka spilakassa í rými þar sem fari fram veitingasala eða áfengissala. Það má að minnsta kosti hefja skoðun á því hvort slík reglusetning myndi rúmast innan heimilda borgarinnar.

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:20

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_3006.pdf