Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 108

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 23. júní kl. 09:03, var haldinn 108. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Aron Leví Beck, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Ágústa Sveinbjörnsdóttir

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

 1. Bergstaðastræti stöðubann, tillaga - USK2021020121         Mál nr. US210168

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 14. júní 2021:

  Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að óheimilt verði að leggja í Bergstaðastræti frá gatnamótum við Baldursgötu og 30 metra inn götuna, að lóð nr. 43.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  -    Kl. 9:07 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.

  (A)    Skipulagsmál

  Fylgigögn

 2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 11. og 16. júní 2021.

  Fylgigögn

 3. Breiðholt I, Bakkar, breyting á deiliskipulagi vegna Arnarbakka     (04.6)    Mál nr. SN200364

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna Arnarbakka. Breytingin felst í heimild til niðurrifi á núverandi verslunar og þjónustuhúsnæði í Arnarbakka 2-6, uppbyggingu námsmannaíbúða með verslunar- og þjónusturýmum að hluta til á 1. hæð auk íbúðarhúsnæðis á grænni þróunarlóð, gróðurhúss og endurbætur á grænu svæði, samkvæmt uppdr. BASALT arkitekta ehf. dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 26. júní 2020 og samgöngumat Mannvits dagsett 9. júní 2021. 

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Í Arnarbakka er fyrirhugað að reisa um fyrir 90 íbúðir, jafnt almennar íbúðir sem námsmannaíbúðir í þremur fjölbýlishúsum. Áfram verður gert ráð fyrir þjónustu og verslun á jarðhæð sem mun eflast með fleiri íbúum í nágrenninu. Að auki er ráðgert að koma fyrir matjurtagarði í glerhúsum til almennra nota á svæðinu. Mikilvægt er að huga að því að hjólastæði séu staðsett sem mest á jarðhæðum og við innganga til að tryggja gott aðgengi.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Borgin keypti gamlan verslunar- og þjónustukjarna við Arnarbakka fyrir þremur árum síðan fyrir hálfan milljarð króna og stóð þá til að „efla hverfiskjarnann við Arnarbakka, bæta þjónustu og standa að samfélagslegri uppbyggingu á reitnum.“ Stefnt var að því að „úrsérgengnir verslunarkjarnar yrðu endurlífgaðir“. Lítið hefur gerst á kjörtímabilinu í þessum efnum. Nú stendur til að rífa þjónustukjarnann sem keyptur var og byggja fjölbýlishús í staðinn. Þó mikil þörf sé fyrir íbúðir í borginni skýtur það skökku við að fallið sé frá upphaflegum áformum um að endurlífga verslunar- þjónustukjarnann og leggja þess í stað höfuðáherslu á íbúðablokkir.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Óraunhæf bjartsýni er í gögnum - skýrslunni, sérstaklega um umferð og bílastæði. Sagt er að aðkoma að Arnarbakka 2-4  sé  góð og  áfram verði hægt að keyra snúningssvæðið við Breiðholtsskóla. Þetta er hæpin fullyrðing því að við uppbyggingu íbúða mun umferð vaxa, (65 stúdentaíbúðir,  + 25 venjulegar íbúðir  + athafnasvæði í neðstu hæðum)  meðfram Breiðholtsskóla. Í gögnum  er áætlað  að bílferðum fækki  um 15% sem er ekki raunhæft? Alls endis óvíst er hvort deilibílanotkun nái flugi hér eins og í erlendum borgum. Einnig er sagt að árið 2019 var hlutfall bílferða 74%, hjólreiða 5%, gangandi 14%, almenningssamgöngur 5% og annað 2%. Með því að fækka bílferðum um 15%  fyrir 2040  er áætlað að hlutfall gangandi og hjólandi verði 25%. Er ekki verið að ofáætla hér?  Byrja þarf á réttum enda t.d. byrja á að gera göngu- og hjólastíga þannig að þeir beri umferð fleiri farartækja og sjá hvort það dragi úr bílanotkun. Ef það gengur vel er alltaf hægt að fækka bílastæðum eftir á. Taka má undir að Arnarbakki 2 og 4 hafi lítið varðveislugildi. Nýta má svæðið mun betur en nú er gert. Almenningssvæði á jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum er ágæt stefna en framtíðarspár um umferð verða að vera raunhæfar. 

  Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 9:21 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 4. Breiðholt III, Fell, breyting á deiliskipulagi vegna Völvufells, Drafnarfells og Eddufells     (04.6)    Mál nr. SN200365

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fell vegna Völvufells, Drafnarfells, Eddufells og Yrsufells. Breytingin felst í heimild til niðurrifs á leikskólunum Litla Holti og Stóra Holti, uppbyggingar nýs leikskóla með aðkomu frá göngugötu við Drafnarfell auk Völvufelli, auk uppbyggingar fyrir námsmannaíbúðir og sérbýli á grænum þróunarlóðum. Einnig eru þegar fengnar byggingaheimildir á lóð Drafnarfells 2-18 ofan verslana og uppbyggingarheimildir á lóð Eddufells 2-4 endurskoðaðar, samkvæmt uppdr. Krads ehf dags. 9. júní 2021. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 13. júlí 2020, samgöngumat Mannvits dags 9. júní 2021 og hljóðskýrsla Mannvits dags. 30. apríl 2021. 

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 175 íbúðum, þar með talið námsmannaíbúðum, nýjum raðhúsum næst Suðurfelli, auk þess sem gert er ráð leikskóla. Endurhönnun hverfishlutans gerir ráð fyrir góðum tengingum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á fyrirliggjandi stígakerfi ásamt því að gert er ráð fyrir fegrun götunnar Völvufells með gróðursetningu trjáa. Tillögurnar styrkja svæðið að okkar mati og styðja við þá verslun og þjónustu sem fyrir er í Drafnarfelli.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Hér er um að ræða að endurbæta hluta af Fellahverfinu, Völvufell.  Byggingar hafa ekki mikið varðveislugildi og þess vegna er hægt að byggja allt upp að nýju. En hér er, sem og við Arnarbakka gert ráð fyrir samgönguþróun sem ekki er víst að gangi eftir.  Veruleg íbúafjölgun verður í Völvufelli ef áætlanir ganga eftir.  Í gögnum segir  “Vinna skal samgöngumat ef tækifæri eru til að fækka bílastæðum, á - stærri byggingarreitum eða hverfum. - byggingarreitum með blandaðri landnotkun. - , í nágrenni við góðar almenningssamgöngur”  ,,Kortið sýnir einnig 20 mínútna svæði fyrir hjólandi en miðað er við 16,3 km/klst hjólahraða sem er meðalhraði í Kaupmannahöfn“. Hér er gert ráð fyrir að hröð umferð verði á göngustígunum, en það er algjörlega óraunhæft nema stígar verði teknir algerlega í gegn.  Rangt er að hjólastígar séu góðir og talsvert er í að þeir verði viðunandi. Samanburður við hjólastígakerfið í Kaupmannahöfn á ekki við hér enda það allt annað og betra. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og var það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki á íbúafundi í hverfinu. Varasamt er að fækka bílastæðum verulega áður en önnur góð samgöngutækifæri verða til að mati fulltrúa Flokks fólksins. Byrja þarf á réttum enda.

  Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Hraunbær 143, breyting á deiliskipulagi     (04.341.2)    Mál nr. SN210411
  590907-1030 GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður
  581281-0139 Húsvirki ehf., Síðumúla 30, 108 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf. dags. 2. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunbær-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 143 við Hraunbæ. Í breytingunni felst að gerður verður byggingarreitur fyrir sorpgerði á lóðinni milli húsa B1 og B3, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta dags. 2. júní 2021. 

  Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Starmýri 2, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.283.0)    Mál nr. SN210384
  520716-0920 Starmýri 2A ehf., Starmýri 2a, 105 Reykjavík
  680504-2880 PK Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 20. maí 2021 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Safamýrar - Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri. Breytingin felst í því að fækka um eina íbúð í Starmýri 2a og fjölga um eina íbúð í Starmýri 2C. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5., samkvæmt tillögu KP Arkitekta ehf. dags. 25. maí 2021. 

  Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur  skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Fylgigögn

 7. Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN170017
  560997-3109 Yrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

  Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju uppdrættir Yrki arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2021. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda.  Á lóðinni við Laugaveg 176 verður heimilt að rífa bakhús og byggja við núverandi byggingar, sjá nánar tillögu. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 2. júlí 2019. Tillagan var auglýst frá 9. apríl 2021 til og með 26. maí 2021. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. apríl 2021, Local lögmenn f.h. Tannlækninga ehf., Tannheilsu ehf., Laser-Tannlæknastofu ehf og Sigfúsar Haraldssonar dags. 26. maí 2021 og Logos lögmannsþjónusta f.h. Vallhólma ehf., Dyrhólma hf og Hraunhólma ehf. dags. 26. maí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. júní 2021.

  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Samkvæmt nýrri bílastæðastefnu er eðlilegt að ræða um viðmið frekar en lágmörk þegar kemur að bílastæðum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda. Íbúaráð og fleiri eru  á móti 8-hæða byggingu og var fallið frá því og fara á niður í 7. Hvað sem því líður verður útsýnisskerðing og mjög skiljanlegt að íbúar séu svekktir yfir því. Það skiptir vissulega máli hvernig húsin ,,mjókka upp” þegar hugað er að skuggamyndum og áhrifum á vind. Inndregnar efri hæðir minnka t.d. slík áhrif. Útsýni er takmörkuð auðlind og afstöðu þarf að taka til hverjir eiga að njóta þess. Kvartanir vegna útsýnisskerðingar eru margar, en eflaust fá einhverjir aðrir betra útsýni.  Nokkur vandræðagangur virðist vera í samgöngumálunum, og örðugt  að búa til stæði fyrir rútur en nefnd er í gögnum ein lausn á því. Fram kemur í niðurstöðum samgöngumats að 63 bílastæði ættu að vera á lóðinni, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða. Hjólastæði skulu vera á bilinu 62-93. Fleiri hjólastæði eru en bílastæði sem er athyglisvert. 

  (B) Byggingarmál

  Fylgigögn

 8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1118 frá 8. júní 2021 og nr. 1119 frá 15. júní 2021.

  Fylgigögn

 9. Kleppsvegur 150-152, Ný tengibygging og endurbygging     (13.585.01)    Mál nr. BN058893
  570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu og nýja aðkomu að kjallara, gera nýja útveggi úr álgluggakerfi, breyta innra skipulagi og innrétta 6 deilda leikskóla í húsum nr. 150 og 152 á lóð nr. 150-152 við Kleppsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. mars 2021 til og með 27. apríl 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Sonde Þráinsdóttir dags. 8. apríl 2021, íbúar og eigendur húsnæðis að Sæviðarsundi 19 dags. 27. apríl 2021 og Marteinn Sindri Svavarsson, Finnur P. Fróðason og Anton Sigurðsson dags. 27. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2021.

  Frestað.

  (D) Ýmis mál

 10. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2021, skipan fulltrúa í vinnuhóp         Mál nr. SN210449

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, 
  dags. 15. júní 2021, að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna árið 2021.

  Samþykkt að skipa Sólveigu Sigurðardóttur og Ölmu Sigurðardóttur í vinnuhóp fyrir endurbætur á eldri húsum og Ólaf Melsted og Pétur Andreas Maack í vinnuhóp fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bókað um „fegrunarviðurkenningar“ og fyrirkomulag í því sambandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að leggja eigi áherslu á að dreifa vali á viðurkenningarhöfum meira en lenska hefur verið að einblína helst á ákveðinn miðsvæðishring. Vel má horfa til t.d. Skerjafjarðar, Breiðholts, Árbæ og Grafarvogs ekki síst þegar kemur að vali fyrir  fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. Á það skal bent að víða í úthverfum borgarinnar er einnig verið að endurgera og endurnýja hús sem hefðu vel getað komið til greina við ákvörðun á fegrunarviðurkenningu borgarinnar. Einnig mætti vel fjölga þessum viðurkenningum þar sem enginn kostnaður felst í því nema kannski að kaupa blómvönd. Að veita viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk og ekki ætti endilega að leggja áherslu á að húsin hafi einhverja sérstaka sögu eða flokkist undir einhvern frægan byggingarstíl. Hugmynd Flokks fólksins sem hér er lögð fram í bókun er að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu.

  Fylgigögn

 11. Reykjavíkurvegur 31B, kæra 69/2021     (06.355)    Mál nr. SN210432
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. maí 2021 ásamt kæru dags. 27. maí 2021 þar sem kærð er staðfesting borgarráðs á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 5. maí 2021 um skiptingu lóðarinnar nr. 31 við Reykjavíkurveg.

 12. Úlfarsbraut 6-8, kæra 139/2020, afturköllun kæru     (02.698.4)    Mál nr. SN200795
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2020 ásamt kæru dags. 22. desember 2020 þar sem kærð er ákvörðun um útgáfu nýs byggingarleyfis sem samþykkt var 21. júlí 2020 vegna byggingar parhúss að Úlfarsbraut 6-8. Einnig er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júní 2021 vegna afturköllunar kæru.

 13. Bergstaðastræti 37, kæra 1/2021, umsögn, úrskurður     (01.184.4)    Mál nr. SN210022
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2021 ásamt kæru dags. 12. janúar 2021 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. desember 2020 á byggingarleyfisumsókn frá Hótel Holt Hausti ehf. um áður gerða loftstokka upp úr þaki hússins á lóð nr. 37 við Bergstaðastræti og að byggja yfir þá. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 3. mars 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. júní 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. desember 2020 um að samþykkja reyndarteikningar fyrir áður gerðum loftstokkum upp úr þaki bakbyggingar fasteignarinnar Bergstaðastrætis 37.

 14. Urðarbrunnur 16, breyting á deiliskipulagi     (05.056.2)    Mál nr. SN200779
  520520-1200 VG Verk og bygg ehf., Gerðarbrunni 14, 113 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júní 2021 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí 2021 á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals  vegna lóðarinnar nr. 16 við Urðarbrunn.

  Fylgigögn

 15. Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04, breyting á deiliskipulagi     (01.0)    Mál nr. SN200626
  080455-5269 Pálmar Kristmundsson, Aðalstræti 25, 470 Þingeyri
  430317-0910 Vesturbugt ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík
  680504-2880 PK Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin vegna reita 03 og 04.

  Fylgigögn

 16. Laugardalur, breyting á deiliskipulagi     (01.39)    Mál nr. SN210331

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar.

  Fylgigögn

 17. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga     (06.1)    Mál nr. SN160263

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt.

  Fylgigögn

 18. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga     (06.2)    Mál nr. SN160264

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi.

  Fylgigögn

 19. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga     (06.3)    Mál nr. SN160265

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt.

  Fylgigögn

 20. Hverfisskipulag - leiðbeiningar, leiðbeiningar         Mál nr. SN180716

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingum á leiðbeiningu hverfisskipulags um fjölgun íbúða. 

  Fylgigögn

 21. Sægarðar 1 og 3, breyting á deiliskipulagi     (01.33)    Mál nr. SN200616
  530269-7529 Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
  531107-0550 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júní 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Sægarða.

  Fylgigögn

 22. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, umsögn - USK2021020111         Mál nr. US210023

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 16. júní 2021.

  Lagt fram og afgreiðslu tillögu frestað.

  Fylgigögn

 23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um samráð vegna framkvæmda við Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg, umsögn - USK2021040054         Mál nr. US210087

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.

  Lagt fram. 

  Fylgigögn

 24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist, umsögn - USK2021060001         Mál nr. US210130

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.

  Lagt fram. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Lagður er fram listi yfir styrkveitingar til að bæta hljóðvist með glerskiptum. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki viss um að fólk sem býr við hávaða vegna umferðar á götu sem það býr við viti almennt um að samfélagið tekur þátt í kostnaði við að bæta hljóðvist. Að búa í gömlum grónum hverfum hefur bæði galla og kosti. Þeir sem kaupa gömul hús vita að þau eru ekki eins vel einangruð og ný hús. Augljóst er hvaða hús eru við umferðargötur. Ekkert á að koma á óvart. Í hverfum í uppbyggingu er hins vegar erfiðara að sjá allt fyrir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að styrkur sem þessi renni til margra en ekki  fárra þótt um lægri upphæðir verði þá að ræða. Það er auk þess mat fulltrúa Flokks fólksins að svona styrki eigi að tekjutengja. Þeir sem hafa efni á glerskiptum eiga að fjármagna það sjálfir en hjálpa á frekar hinum efnaminni sem hafa engin önnur ráð en að leita eftir styrkjum með vandamál af þessu tagi. Miðað við  65 desíbela jafngildishávaðastig yfir sólarhringinn má búast við að við fjölda húsa víðsvegar í borginni sé hávaði. 

  Fylgigögn

 25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi innkaupamál         Mál nr. US210150

  Innkaupamál á þessu og síðasta kjörtímabili hafa verið ein samfelld hneisa. Borgaryfirvöld hafa ítrekað virt lög og reglur um opinber innkaup að vettugi og gengið til samninga án þess að útboð fari fram. Þá er rétt að minna á það að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk. Útboð eru til þess fallin að auka traust almennings á stjórnvöld og leiða gjarnan til sparnaðar fyrir borgina. Engu að síður hefur sitjandi meirihluti ítrekað farið á svig við lög um opinber innkaup og gengið beint til samninga við einkaaðila. Þetta sáum við þegar borgin keypti ljósastýringu án undangengins útboðs og orka er keypt án útboðs. Við munum vel hversu lítið eftirlit var með endurgerð Braggans í Nauthólsvík. Verkið fór langt umfram kostnaðaráætlanir. Þar voru meira og minna öll verk og öll þjónusta keypt án undangengins útboðs. Sitjandi meirihluti virðist ekki nýta útboð við að leita að hagstæðu verði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers vegna?

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fyrirspurnir eru mikilvæg tæki fyrir kjörna fulltrúa til að kalla eftir upplýsingum úr stjórnkerfinu. Fyrirspurnin sem um ræðir inniheldur hins vegar fyrst og fremst fullyrðingar um illan ásetning sem ekki fást staðist en engar beinar óskir um upplýsingar sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar gæti brugðist við. Eðlilegt er ræða árangur, sýn og ábyrgð í innkaupa og útboðsmálum réttast er að gera það á vettvangi borgarstjórnar þar sem kjörnir fulltrúar geta skipst á skoðunum á opnum vettvangi.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram spurningu um hvernig stæði á því að endrum og sinnum kæmu mál upp á yfirborðið þar sem borgin hefur ekki virt lög og reglur um opinber innkaup. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta með ólíkindum vegna sögunnar og er skemmst að minnast braggamálsins og fleiri mál. Fyrirspurninni er svarað með bókun sem felur í sér snuprur til fulltrúa Flokks fólksins fyrir að spyrja með þessum hætti. Haldi þetta áfram að endurtaka sig hvað þá? Eiga fulltrúar minnihlutans bara að láta það eiga sig, minnast ekki á neitt eða láta sem ekkert sé? Fátt virðist hafa dugað, oft er búið að ræða þessi mál og sagt er að skerpt hafi verið á reglum en engu að síður eru reglur brotnar. Aftur er minnt á að þótt útboðsskylda verði aðeins virk fari samningur yfir ákveðin fjárhæðarmörk þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að borgin bjóði út minni verk.

 26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Káratorg         Mál nr. US210159

  Óskað er svara við spurningunum um áætlaðan kostnað við Káratorg og af hverju er þetta verkefni nú í forgangi nú í stað þess að bíða betri tíma. 

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, varðandi Mjódd         Mál nr. US210158

  Fyrirspurn um hraðahindrun í Mjódd. Nú á að malbika í Mjóddinni. Búið að fjarlægja kodda sem eru til að hægja á umferð. Í staðinn fyrir að setja þá aftur niður spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort ekki er hægt að setja upp hraðamyndavélar? Hvað kostar að setja koddana aftur niður? Það skal tekið fram að koddarnir eru að skemma hjólabúnaðinn að framan á bílum, veldur óvenjulegu sliti.

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 28. Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og pírata, leggja fram svohljóðandi tillögu:         Mál nr. US210177

  Tillaga fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata um að leyfa hjólaumferð í báðar áttir í völdum einstefnugötum

  Skipulags- og samgönguráð felur skrifstofu samgöngustjórar og borgarhönnunar að gera tillögu um að heimila að hjóla á móti einstefnu á völdum stöðum í borginni.

  Greinargerð fylgir tillögunni.

  Frestað

 29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,         Mál nr. US210178

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar þrýsti á Vegagerðina og óski eftir viðræðum hið fyrsta um að breikka Breiðholtsbraut frá Jafnaseli að Rauðavatni. Þessi bútur brautarinnar er á  annatímum  löngu sprunginn, ekki síst síðla fimmtudags og föstudags þegar fólk streymir út úr bænum. Umferðarteppur eru af þeirri stærðargráðu að umferðarteppan nær niður alla Breiðholtsbrautina og situr fólk fast á brautinni í óratíma. Ástandið mun ekki batna þegar að Arnarnesvegurinn mun tengjast Breiðholtsbrautinni. Eðlilegt hefði verið að tvöföldun Breiðholtsbrautar væri gerð á undan tengingu við Arnarnesveg. Þetta ætti að vera algert forgangsmál. 

  Frestað

Fundi slitið klukkan 11:01

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hjálmar Sveinsson Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_2306.pdf