Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 106

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 2. júní kl. 09:03, var haldinn 106. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir, Þórdís Pálsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Daníel Örn Arnarson.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Inga Rún Sigurðardóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

 1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 21. og 28. maí 2021.

  Fylgigögn

 2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, íbúðarbyggð og blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN190323

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, endurskoðun stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknileg uppfærsla Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040. Eftirfarandi eru gögn sem fylgja málinu og eru hér lögð fram;
  1. Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Megin markmið um þróun byggðar og bindandi ákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og yfirbragð byggðar, grænt hefti, tillaga, dags. maí 2021. 
  2. Þéttbýlisuppdráttur, 1:20.000, tillaga dags. í maí 2021.
  3. Sveitarfélagsuppdráttur, 1: 50.000, tillaga dags. í maí 2021.
  4. Umhverfisskýrsla: Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Endurskoðuð stefna um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til 2040 (B3), dags. í janúar uppf. í maí 2021, VSÓ-ráðgjöf.
  5. Reykjavík 2040. Lýsing helstu breytinga og forsendur (B1), blátt hefti, dags. í maí 2021.
  6. Forsendur og áherslur sem samþykktar voru með AR2010-2030. Ítarefni og skýringargögn (B2). Kaflar merktir  B2. Borgin við Sundin, B2. Skapandi borg, B2. Græna borgin, B2. Vistvænni samgöngur, B2. Borg fyrir fólk og B2. Miðborgin. 
  7. Skipulagsstofnun, umsögn dags. 20, maí 2021.
  8. Minnisblað umhverfis- og skipulagssvið, dags. 28. maí 2021.

  Samþykkt að auglýsa aðalskipulagstillögu, skv. 31. gr. skipulagslaga, ásamt umhverfisskýrslu, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, og öðrum fylgiskjölum, með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Aðalskipulagið 2010-2030 markaði tímamót í skipulagssögu borgarinnar. Horfið var frá bílmiðuðum hugmyndum seinustu aldar og stefnan sett á þétta, mannvæna, nútímalega borgarbyggð þar sem virkir samgöngumátar eru í fyrirrúmi. Með tillögunum nú er lagt til að aðalskipulagið sé framlengt og uppfært til ársins 2040. Ný viðmið eru sett um þéttleika, gæði og yfirbragð byggðar og skipulagið fléttað við húsnæðisáætlun og loftslagsstefnu borgarinnar. Rými er skapað fyrir Borgarlínu og stokka. Hér er áfram haldið á braut sjálfbærrar borgarþróunar og áhersla lögð á þéttingu byggðar innan vaxtarmarka. Við styðjum þessar tillögur heilshugar.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Nauðsynlegt er að íbúðaframboð sé fullnægjandi og raunsætt á tímabilinu. Ef spá um kröftugan vöxt rætist er árleg þörf talin 1.210 íbúðir ári til 2040, eða 24.200 íbúðir. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga. Áhyggjur vekur að ekki er áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og óvissa um uppbyggingu í Úlfarsárdal. Þá er beinlínis gengið út frá því að yfir 4.000 íbúðir verði byggðar á skipulagstímanum þar sem flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru, en í athugasemdum Skipulagsstofnunar er bent á ekki liggur fyrir ákvörðun af hálfu ríkisins að leggja af flugvöll í Vatnsmýri. Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar upp á þúsundir íbúða. Þá er gengið á græn svæði og gert ráð fyrir fjögurra hæða húsum efst í Laugardalnum upp á 30.000 m2 á reit M2g. Tillagan gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika hvað varðar notkunarheimildir atvinnuhúsnæðis. Undanfarin ár hafa sýnt hversu mikið getur breyst á stuttum tíma. Af þessum sökum öllum leggjumst við gegn þessum viðauka.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Skipulagsstofnun gerir fjölmargar athugasemdir við þessar breytingar. Áætlað er að íbúðarbyggð og blönduð byggð rísi innan vaxtarmarka til ársins 2040. 80% nýrra íbúða til 2040 verði innan áhrifasvæðis Borgarlínu og 80% nýrra íbúða verði í grennd við öflugan atvinnukjarna. 90% nýrra íbúða á að byggja á röskuðum eða þegar byggðum svæðum. Hér er verið að boða massíva þrengingarstefnu enda telur  Skipulagsstofnun telur að vissa hættu á því að gengið verði of langt í þéttingu byggðar. Ljóst er að ef 80% nýrra íbúða verði á áhrifasvæði svokallaðrar borgarlínu þá þýðir það rosalega röskun í rótgrónum hverfum með tilheyrandi álagi á umhverfið og íbúana. Það er sláandi að ekki er gert ráð fyrir frekari úthlutun lóða í úthverfum Reykjavíkur þar sem möguleiki væri á stórkostlegri uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki á förum næstu áratugi en samt er gert ráð fyrir 4.000 íbúða byggð þar í þessum áformum. Skipulagsstofnun bendir á að ekki liggi fyrir ákvörðun af hálfu ríkisins um að færa miðstöð innanlandsflugs og leggja af flugvöllinn. Því má segja að þessar breytingar byggi á mjög veikum grunni.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ekki er hægt  að koma öllum athugasemdum fyrir í stuttri bókun við viðamikla skýrslu. Sársaukafyllst er hve mikið er gengið á náttúru og lífríki til að þétta byggð t.d. með landfyllingaráformum m.a. við Elliðaárósa. Tillögur um mótvægisaðgerðir eru aumar. Að fylla fjörur er greinilega freistandi aðgerð til að þétta en „þétt“ þýðir ekki endilega mannvænt og „þétt“ þýðir ekki endilega gæði eða hagkvæmni. Hreinsistöð Veitna við Klettagarða krefst t.d. landfyllinga nú og meira í framtíðinni.  Eyðilegging á náttúru og skemmd á lífríki verður þegar sprengt verður fyrir Arnarnesvegi og Vatnsendahvarfið klofið, framkvæmt sem gagnast Kópavogi fyrst og fremst en sem mun leiða til mikillar aukningar á umferð á Breiðholtbraut. Þrengt er að þróun fyrirhugaðs Vetrargarðar. Ábendingar hafa komið um að þétting byggðar leiði til dýrari íbúða en ella og samræmist það ekki stefnu um hagkvæmt húsnæði. Vakin er athygli á húsnæðisþörf fólks á aldri yfir 67 ára. Búa þarf til  fleiri  kjarna byggðar, sbr. Sléttuvegur, þar sem íbúðir njóta nálægðar við ”þjónustusel”. Gengið er út frá því sem vísu að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri og yfir á Hólmsheiði. Er það ekki frekar bratt að ganga út frá því á þessum tímapunkti? Hér er ekki hægt að tala um nein tímamót enda rennt með margt blint í sjóinn og margt  er mjög umdeilt.

  Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 10:31 víkur Þórdís Pálsdóttir af fundi.
  -    Kl. 10:31 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 3. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, tillaga     (06.1)    Mál nr. SN160263

  Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. maí 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021.

  Samþykkt að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt, HVSK í BH6, skv. 1. mgr. 41. gr., sbr. 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka um m.a. hverfiskjarnann í Arnarbakka. Til að styðja við hverfiskjarnann við Arnarbakka er mikilvægt að finna honum víðtækara hlutverk en honum er ætlað í dag. Þetta getur haft mikil áhrif á hvernig til tekst við endurlífgun  hverfisins. Gatan á að verða borgargata en að gera Arnarbakkann að borgargötu fram hjá Breiðholtsskóla krefst mikilla breytinga á núverandi vegi. Það vantar í áætlunina. Samhliða hverfisskipulagi er unnið deiliskipulag fyrir verslunarlóðina í Arnarbakka 2–6 sem gerir ráð fyrir að núverandi hús séu fjarlægð og ný uppbygging heimiluð með verslunarrýmum á jarðhæðum að hluta og íbúðum á efri hæðum.  Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun íbúða. Heilmikil gagnrýni hefur komið fram um mikið aukið byggingarmagn á kostnað rýmis og grænna svæða. Heimilt er að reisa allt að 3 íbúðarhæðir ofan á húsin. Gert er sem sé ráð fyrir lágum byggingum, en er það rétt stefna?. Einmitt þetta svæði getur kannski tekið við hárri byggingu, svo sem  áberandi turnbyggingu sem setja myndi mark á hverfið. Svæði sunnan við Arnarbakka, þar sem nú er opið svæði til sérstakra nota mætti t.d. koma á mörgum ólíkum íbúðabyggingum til að tryggja betur að um blandaða byggð verði að ræða en ekki einsleita.

  Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, tillaga     (06.2)    Mál nr. SN160264

  Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. apríl 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021.

  Samþykkt að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt, HVSK í BH6, skv. 1. mgr. 41. gr., sbr. 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Þegar horft er til Seljahverfisins er fókus Flokks fólksins á þeim skaða sem þar stendur fyrir dyrum að valda sem er að sprengja fyrir hraðbraut. Hraðbraut þvert yfir Vatnsendahvarf mun  íþyngja Reykvíkingum mjög vegna aukinnar umferða sem það skapar á Breiðholtsbraut. Umhverfismatið er fjörgamalt.  Margt hefur breyst. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu en samt á að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Í gögnum er reynt að skreyta málið, sagt fullum fetum að þessi framkvæmd muni ekki hafa neikvæð áhrif. Um þetta er efast. Það er ekki hægt að segja að hraðbraut sem liggur við fyrirhugaðan Vetrargarð muni ekki hafa áhrif? Hvað með þróunarmöguleika svæðisins,  mengun og umferðarhávaða? Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru ekki að gæta hagsmuna borgarbúa í þessu máli heldur þjóna hagsmunum Kópavogsbúa. Skipulagsyfirvöld hefðu átt að berjast fyrir borgarbúa í þessu máli og krefjast nýs umhverfismats. Byggja á í Kópavogi 4.000 manna byggð efst á Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur brugðist í þessu máli að berjast ekki fyrir að fá nýtt umhverfismat og ætla að bjóða börnum upp á að leika sér í Vetrargarði og á skíðum í hraðbrautar-mengunarmekki.

  Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 5. Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, tillaga     (06.3)    Mál nr. SN160265

  Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, dags. 30. apríl 2021, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 30. apríl 2021, og skipulagsskilmálum, dags. 30. apríl 2021. Einnig er lögð fram verklýsing fyrir hverfisskipulag dags. 25. mars 2015, lagf. 4. maí 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð dags. 7. desember 2020, athugasemdir, ábendingar og spurningar sem bárust á kynningartíma vinnslutillagna hverfisskipulags fyrir Breiðholt á tímabilinu 16. júlí til 18. september 2020, samantekt á úrvinnslu athugasemda og ábendinga frá íbúum og hagsmunaaðilum dags. 26. maí 2021 og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 6, Breiðholt, skýrsla 216 frá árinu 2021.

  Samþykkt að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Breiðholt, HVSK í BH6, skv. 1. mgr. 41. gr., sbr. 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Á sama tíma og áheyrnarfulltrúi Sósíalista fagnar hverfisskipulagi fyrir allt Breiðholtið og uppbyggingu þar verður hann að setja sig upp á móti áformum um uppbyggingu íbúða á þróunarsvæðum við Suðurhóla og Suðurfell. Fulltrúinn hefur talað við marga íbúa Breiðholts sem eru alfarið á móti uppbyggingu á annarsvegar mikilvægu leiksvæði í miðju hverfis og hins vegar efst í Elliðaárdalnum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúa Flokks fólksins finnst að víða megi gera breytingar og lagfæringar í Efra Breiðholti en hér er á að auka byggingarmagn gríðarlega og þá sem blokkir.  Ekki verður mikið um blandaða byggð. Fækka á bílastæðum til muna í óþökk margra. Athugasemdir bárust torgið við Gerðuberg verði eflt. Gæta þarf að því að heimildir um aukið byggingarmagn valdi því ekki að afrennslisstuðull lóðar hækki heldur sé unnið á móti auknu byggingamagni með blágrænum ofanvatnslausnum  innan lóðar sem því nemur. Víða í Breiðholti á að byggja hús með flötum þökum. Það á ekki að leyfa flöt þök þar sem ekki eru fyrir í skipulaginu. Með þessu er verið að ná einni viðbótarhæð, en nú einkennist byggðin af húsum með hallandi þaki. Ef horft er til stíga sem samgönguæðar þá eru margir núverandi stígar í Breiðholti að virka sem göngustígar en ekki sem hjólastígar og núverandi kerfi á ekki að festa í sessi. Það verður að fara að miða við að hjól- hlaupahjól verði kostur í samgöngum í Efra Breiðholti. Þær fáu breytingar sem hafa verið gerðar á stígum eru ekki til bóta fyrir hjólreiðar. Kallað hefur eftir viðgerðum á gangstéttum í hverfinu og er það langalgengasta athugasemdin í þessum málaflokki sem skráð var á íbúafundi í hverfinu.

  Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Hverfisskipulag – leiðbeiningar.         Mál nr. SN180716

  Lögð fram tillaga að breytingu á leiðbeiningu hverfisskipulags um fjölgun íbúða dags. 31. maí 2021  sem felur í sér rýmri heimildir til stærðar aukaíbúðar í einbýlishúsum.

  Samþykkt að auglýsa leiðbeiningar um breytingu á fjölgun íbúða á grundvelli samþykktar um málsmeðferð leiðbeininga fyrir hverfisskipulag í Reykjavíkurborg sem samþykkt var í borgarráði þann 24. janúar 2019.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hverfisskipulag Breiðholts er afrakstur faglegrar vinnu og umfangsmikils samráðs við íbúa. Það er deiliskipulag fyrir gróin hverfi sem á að gera þau vistvænni og sjálfbærari. Hverfisskipulagið mun einnig einfalda íbúum að sækja um breytingar á fasteignum eða lóðum. Við fögnum hugmyndum um danshús og vetrargarð. Hugmyndir um borgargötur og hverfiskjarna eru trúverðugar og bæta hverfið. Við teljum að stórbílastæði eigi að vera víkjandi í skipulagi hverfis en jafnframt að eðlilegt sé að taka gjald fyrir þau meðan þau eru.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er jákvætt að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.

  Ævar Harðarson deildarstjóri hverfisskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Sægarðar 1 og 3, breyting á deiliskipulagi     (01.33)    Mál nr. SN200616
  Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
  Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 5. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundahafnar norðan Vatnagarða vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Sægarða. Í breytingunni felst að færa lóðarmörk Sægarða 1 og 3 til suðausturs, stækka lóð Sægarða 3, stækka byggingarreit, hækka hámarkshæð byggingar á lóð Sægarða 1 og færa lagnaleið Veitna, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 2. október 2020. Tillagan var auglýst frá 29. janúar 2021 til og með 15. mars 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gylfi Gunnarsson og Guðmundur R. Sigtryggsson dags. 12. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. maí 2021.

  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
  Vísað til borgarráðs.

  Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  -    Kl. 11:05 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi.
  -    Kl. 11:05 tekur Valgerður Árnadóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 8. Hringbraut 116/Sólvallagata 77 - Steindórsreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.138.2)    Mál nr. SN210166
  Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
  U22 ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

  Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Steindórsreits vegna Hringbrautar 116/Sólvallagötu 77. Í breytingunni felst færsla á innkeyrslu í bílakjallara og minniháttar breytingar tengdar því, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. mars 2021, br. 26. maí 2021. Tillaga var auglýst frá 25. mars 2021 til og með 11. maí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ásta Olga Magnúsdóttir dags. 11. maí 2021 og Vegagerðin dags. 12. maí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. maí 2021.

  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni. 
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Rétt er að ganga ekki lengra en þegar hefur verið samþykkt til að skapa sátt, en andstaða hefur verið að hálfu íbúasamtaka vesturbæjar og Vesturbæjarskóla.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Auka á byggingarmagn á efri hæðum sem hefur áhrif á skuggavarp. Með auknu byggingarmagni mun umferð aukast. Hvað varðar öryggisþáttinn þá hefur Hringbrautin mjög lengi verið ein af þeim götum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendum er hætta búinn. Hringbraut er og verður alltaf mikil umferðargata.

  Birkir Ingibjartsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  (E) Samgöngumál

  Fylgigögn

 9. Breytt fyrirkomulag umferðar á Geirsgötu, í tengslum við uppbyggingu Austurhafnar, tillaga - USK2021050115         Mál nr. US210142

  Lögð fram svohljóðandi tillaga  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. maí 2021:

  Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:
  - Gönguþverun yfir Geirsgötu móts við Reykjastræti verði stjórnað umferðarljósum.

  Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Gangbrautarljós yfir Geirsgötu til móts við Reykjastræti bæta öryggi gangandi vegfarenda. Gönguleið milli Hörpuleiðin mill Hörpu og Kvosarinnar verður betri. Við styðjum þessar tillögur.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Ljósastýringar við Geirsgötu er í molum og valda miklum óþarfa töfum á umferð. Umferðarljós eru illa stillt og er umferð á rauðu ljósi ítrekað að óþörfu. Mikilvægt er að gera úrbætur í þessum efnum áður en enn einum ljósum verði bætt við með tilheyrandi óþarfa töfum á umferð, mengun, óþægindum og minnkandi öryggi fyrir óvarða vegfarendur.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Enn er verið að draga umferðarhraða niður með tilheyrandi mengun. Borgarfulltrúi Miðflokksins vill öryggi fyrir alla, gangandi, hjólandi og akandi. Nú á að stoppa umferð enn frekar á Geirsgötu. Ekki er hugsað um hvaða umferð fer um götuna. Það skal upplýst að um Geirsgötu fer allur olíuflutningur úr birgðastöðinni í Örfirisey. Það er mikið lán að ekki hafi orðið meiriháttar harmleikur á þessari götu sem er mjög þröng. Geirsgatan er tifandi tímasprengja meðan olíuflutningar fara um götuna. Ekki er hugsað um öryggi og rýmingu svæðisins ef alvarlegir atburðir gerast á þessu svæði sem leiða má til olíuflutninga.

  Fylgigögn

 10. Breytt fyrirkomulag umferðar, í tengslum við endurnýjun umferðarljósabúnaðar, tillaga - USK2021050015         Mál nr. US210153

  Lögð fram svohljóðandi tillaga  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. maí 2021:

  Í tengslum við endurnýjun á umferðarljósabúnaði 2021 er lagt til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi umferðar á tveimur gatnamótum og einni gönguþverun. - Á gatnamótum Háaleitisbrautar og Listabrautar er gert ráð fyrir að önnur akrein af tveimur á Listabraut til vesturs verði afnumin. - Á gatnamótum Stekkjarbakka og Álfabakka er gert ráð fyrir að afnema hægribeygju-framhjáhlaup frá Stekkjarbakka vestur Álfabakka. - Að ljósastýrð gönguþverun yfir Lönguhlíð milli Eskitorgs og Blönduhlíðar verði færð norður fyrir Blönduhlíð.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur til að tillögunni sé frestað.
  Frestunartillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með frestun.

  Formaður skipulags- og samgönguráðs leggur til að hver liður tillögunnar sé afgreiddur fyrir sig:

  - Á gatnamótum Háaleitisbrautar og Listabrautar er gert ráð fyrir að önnur akrein af tveimur á Listabraut til vesturs verði afnumin.

  Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

  - Á gatnamótum Stekkjarbakka og Álfabakka er gert ráð fyrir að afnema hægribeygju-framhjáhlaup frá Stekkjarbakka vestur Álfabakka.

  Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.

  - Að ljósastýrð gönguþverun yfir Lönguhlíð milli Eskitorgs og Blönduhlíðar verði færð norður fyrir Blönduhlíð.

  Samþykkt.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Bætt öryggi við gangbrautir er löngu tímabært og jákvæð breyting. Þær tilteknu breytingar styðjum við heilshugar. Annars staðar er verið að þrengja að umferð í borginni, en á sama tíma hafa umsamdar úrbætur tafist árum saman. Má nefna gatnamót við Bústaðaveg og Arnarnesveg sem ljúka átti á þessu ári samkvæmt samgöngusáttmála. Þá hefur ekkert gerst í að bæta ljósastýringar í borginni. Það er miður. Það stefnir því að óbreyttu í umferðartafir aukist enn frekar vegna aðgerða og aðgerðaleysis meirihlutans.

  Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Forsaga þessa máls er að 14. október 2019 auglýsti Reykjavíkurborg rammasamningsútboð á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Hinn 5. desember 2019 samþykkti innkauparáð Reykjavíkurborgar erindi Umhverfis- og skipulagssviðs um að taka tilboðs í því útboði yrði dregin til baka þar sem ákveðið hefði verið að fella útboðið niður og áformað væri að bjóða verkefnið út að nýju. Þann 18. ágúst 2020 auglýsti Reykjavíkurborg útboð nr. 14943 auðkennt „Endurnýjun MP stýrikassa“ og var útboðið skilyrt því að boðnir stýrikassar skyldu geta „tengst miðlægri stýritölvu umferðarljósa (MSU) sem keypt var án útboðs, ásamt mjög sértækum lausnum sem ljóst var að einungis einn bjóðandi gæti boðið. Útboðið var svo sértækt að það sló út alla aðra en SIEMENS frá Smith og Norland ehf. sem hefur haft einokun á umferðarljósastýringu í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu í tugi ára. Hér er kynnt að búnaður vegna endurnýjunar umferðarljósanna hafi verið keyptur í kjölfar útboðs 14943 árið 2020. Reykjavíkurborg tók tilboði á umferðarbúnaði frá Smith og Norland ehf. upp á 80 milljónir. Nú eru þær komnar í 300 milljónir með aukaverkum!!! Til að bíta höfuðið af skömminni er ferðin notuð til að þrengja að umferð sem er þvert á samgöngusáttmálann.

  Fylgigögn

 11. Káratorg forhönnun, kynning         Mál nr. US210155

  Forhönnun torgs á mótum Frakkastígs, Njálsgötu og Kárastígs, kynnt.

  Rebekka Guðmundsdóttir deildarstjóri borgarhönnunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Kynnt er forhönnun Káratorgs sem er torg á mótum Frakkastígs Njálsgötu og Kárastígs. Fulltrúa Flokks fólksins finnst vont að hafa ekki fengið kynninguna fyrir fundinn til að kynna sér innihald hennar, út á hvað þetta gengur? Hver er áætlaður kostnaður við þetta torg?  Hver er ástæða þess að talið er mikilvægt að fara í þetta verk núna þegar samfélagið er að koma úr afar erfiðu ástandi? Engar upplýsingar um þetta fylgir með í kynningunni. Fulltrúi Flokks fólksins er nú orðinn all brenndur á gerð torga á vakt þessa meirihluta, framkvæmdir sem virðist vera í miklum forgangi hjá valdhöfum. Þegar víða kreppir skóginn í grunnþjónustu og margir eiga um sárt að binda þá skýtur svona framkvæmd skökku við nú. Nota má þetta fjármagn frekar til að ná niður biðlistum.

  (D) Ýmis mál

 12. Heilsuborgin Reykjavík, Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar til 2030 - USK2021050116         Mál nr. US210154

  Lögð fram umsagnarbeiðni borgarráðs dags. 27. maí 2021 ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 17. maí 2021, varðandi drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lögð er fram umsagnarbeiðni borgarráðs v. drög að lýðheilsustefnu. Fulltrúi Flokks fólks varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi drög. Lýðheilsa er samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir og miðar að því að viðhalda og bæta heilbrigði fólks. Farið er vítt og breitt í stefnunni með fögur fyrirheit. Ekki orð er um biðlista sem er rótgróið mein í Reykjavíkurborg. Hvergi er minnst á 1033 börn sem bíða eftir að fá nauðsynlega aðstoð til að bæta líðan sína og hjálpa þeim með sértæk vandamál sín. Börn sem fá ekki nauðsynlega sálfræðiaðstoð eiga á hættu að hraka. Með biðinni er heilsu þeirra ógnað jafnvel til frambúðar.  Hvergi er minnst á biðlista eldri borgara eftir þjónustu eða fatlaðs fólks eftir húsnæði. Útrýming á fátækt og að auka jöfnuð meðal barna í Reykjavík hefur heldur ekki fangað höfunda stefnunnar. Langir biðlistar, fátækt og ójöfnuður er stærsti lýðheilsuvandi þessarar borgar. Í stefnunni segir að reyna á að manna stöður leikskóla sem þessum meirihluta hefur ekki lánast að gera á þeim þremur árum. Í borginni er vaxandi fátækt, vaxandi vanlíðan barna og biðlistar í sögulegu hámarki.

  (B)    Byggingarmál

  Fylgigögn

 13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1116 frá 25. maí 2021 

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 14. Stekkjarsel 7, kæra 66/2021     (04.924.1)    Mál nr. SN210401
  Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2021 ásamt kæru dags. 25. maí 2021 þar sem kærð er synjun  byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 2. mars 2021 á umsókn um áður gerðar breytingar sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr.7 við Stekkjarsel.

 15. Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa     (01.39)    Mál nr. SN200070

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 18. maí 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir austurhluta Laugardals.

  Fylgigögn

 16. Hraunbær 133, breyting á deiliskipulagi     (04.341.1)    Mál nr. SN210046
  Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Vegmúla 2, 108 Reykjavík
  Bjarg íbúðafélag hses., Kletthálsi 1, 110 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2021 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 18. maí 2021 á breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ.

  Fylgigögn

 17. Vogabyggð svæði 2, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.45)    Mál nr. SN210149
  ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2021 vegna staðfestingar borgarstjórnar frá 18. maí 2021 á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 7. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæði 2.

  Fylgigögn

 18. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN200629
  Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
  Korputorg ehf., Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg.

  Fylgigögn

 19. Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.804.1)    Mál nr. SN190296

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A.

  Fylgigögn

 20. Kjalarnes, Prestshús, skipulagslýsing         Mál nr. SN210265
  Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
  Unnarstígur ehf., Pósthólf 70, 121 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir Prestshús á Kjalarnesi.

  Fylgigögn

 21. Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi     (01.141.2)    Mál nr. SN210173
  Höfuðborgareignir ehf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
  Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu.

  Fylgigögn

 22. Mýrargata 18, breyting á deiliskipulagi     (01.116.3)    Mál nr. SN210194
  THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar vegna lóðarinnar nr. 18 við Mýrargötu.

  Fylgigögn

 23. Reykjavíkurvegur 31B, skipting lóðar     (06.355)    Mál nr. SN210222
  Aron Ingi Óskarsson, Laugalækur 1, 105 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna staðfestingar borgarráðs á synjun skipulags- og samgönguráðs frá 5. maí 2021 um skiptingu lóðarinnar nr. 31 við Reykjavíkurveg.

  Fylgigögn

 24. Rauðhólar, nýtt deiliskipulag     (08.1)    Mál nr. SN200198

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla.

  Fylgigögn

 25. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, 
  um hreinsun veggjakrots         Mál nr. US210151

  Skipulagsráð samþykkir að farið verði hið fyrsta í allsherjarátak við að hreinsa veggjakrot í borginni sem hefur stóraukist að undanförnu. Veggjakrotið er ekki eingöngu bundið við borgina heldur er einnig farið að bera á mikilli aukningu þess í úthverfinum. Til að stemma stigu við veggjakrotinu er mikilvægt að leitað verði eftir samstarfi m.a. við íbúaráð, íbúasamtök, þjónustumiðstöðvar, verkbækistöðvar hverfanna, skóla, frístundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti. 

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Veggjakrot er ekki eingöngu bundið við miðborgina heldur er það farið að færast í auknum mæli út í úthverfin líka. Um er að ræða mikil eignaspjöll bæði á eigum í einkaeigu og opinberra aðila með miklum tilkostnaði fyrir þá sem verða fyrir þessum eignaspjöllum. Það er á ábyrgð borgarinnar að stemma stigu við veggjakroti en það getur hún gert með því að fara í allsherjarátak við að uppræta það. Því miður hefur verið lítill vilji til þess hingað til en tillögum okkar sjálfstæðismanna í þeim efnum hefur verið vísað út og suður til svæfingar en á meðan vex vandinn og á endanum lendir kostnaðurinn á þessu eignaspjöllum á skattgreiðendum. Enginn ástæða er til að þessari tillögu sé vísað enn eina ferðina til umsagnar í kerfinu en þar liggja nú þegar fyrir nokkrar umsagnir og minnisblöð um sama efni. 

  Fylgigögn

 26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um skutlu í miðbæinn         Mál nr. US210147

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld hlutist til um að Reykjavíkurborg reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu. Spurning er að reyna þetta í tilraunaskyni, tímabundið.  "Skutlan" taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma eða eftir því sem þörf kallar. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.

  Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Laugavegurinn er orðin göngugata og við viljum ekki fjölga þeim bílum sem þar aka, stórum sem smáum. Á Hverfisgötu eru þegar frábærar strætótengingar sem þjóna Laugaveginum og munu batna enn frekar með tilkomu Borgarlínu. Tillagan er felld.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Góð tillaga Flokks fólksins um skutluvagn í miðbæinn hefur verið felld með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Skutla eins og lýst er í tillögunni myndi einmitt geta dregið úr að fólk sem glímir við skerta hreyfifærni finnist það knúið að aka bíl sínum á göngugötur.  Nú er aðgengi að þessu svæði mjög slæmt. Markmiðið með þessari tillögu var að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.

 27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Breiðholtsbraut         Mál nr. US210136

  Fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af þróun umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð oft mikil, einkum á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana, síðdegis og við upphaf frídaga og enda  þeirra. Það er orðið afar brýnt að  tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera í þessu, hvernig á að bregðast við þessu og hvenær. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra aðgerðar.

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skipulagsmál í Úlfarsárdal         Mál nr. US210145

  Nú þegar það liggur fyrir að búið er að úthluta öllum lóðum í Úlfarsárdal óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar hvort það sé komin endanleg mynd á hverfið? Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess að í hverfinu átti að vera blönduð byggð. Gengið hefur á ýmsum í þessu hverfi. Mikið er um kvartanir og hægt hefur gengið að ganga frá gönguleiðum og frágangi við götur, lýsingu og öryggismál.

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um að drifið verði í að setja upp hraðamerkingar  þar sem búið er að         Mál nr. US210156

  Nýlega var ákveðið að lækka hraðann á Laugarársvegi og fleiri íbúagötum og götum þar sem börn fara um niður í 30. Hins vegar vantar enn hraðamerkingar t.d. á Laugarásvegi. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær eigi að setja um þessi skilti? Hvenær á að klára verkið? Ekki dugar að hætta við verk þegar hálfnað er. 

  Frestað.

 30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um hverfisskipulag neðra Breiðholt         Mál nr. US210157

  Að gera Arnarbakkann að borgargötu framhjá skólanum krefst mikilla breytinga. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Mun bílaumferð ekki aukast mikið þegar  innsti hluti Arnarbakka   verður efndurgerður  með auknu byggingarmagni og starfsemi? Verður fært að fara framhjá Breiðholtsskólanum þegar umferð vex verulega? Verður ekki að hugsa vegtengingar alveg upp á nýtt? Þarf ekki að skilgreina hvernig samgöngur við hverfiskjarnann eiga að vera?

  Frestað.

 31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, 
  um hraðahindrun og hraðamyndavélar í Mjódd         Mál nr. US210158

  Fyrirspurn um hraðahindrun í Mjódd. Nú á að malbika í Mjóddinni. Búið að fjarlægja kodda sem eru til að hægja á umferð. Í staðinn fyrir að setja þá aftur niður spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort ekki er hægt að setja upp hraðamyndavélar? Hvað kostar að setja koddana aftur niður? Það skal tekið fram að koddarnir eru að skemma hjólabúnaðinn að framan á bílum, veldur óvenjulegu sliti.

  Frestað.

 32. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um Káratorg         Mál nr. US210159

  Óskað er svara við spurningunum um áætlaðan kostnað við Káratorg og af hverju er þetta verkefni nú í forgangi nú í stað þess að bíða betri tíma. 

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:49

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_0206.pdf