Skipulags- og samgönguráð - Fundur nr. 104

Skipulags- og samgönguráð

Ár 2021, miðvikudaginn 12. maí kl. 9:02, var haldinn 104. fundur skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aron Leví Beck, Katrín Atladóttir og áheyrnarfulltrúi Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hjálmar Sveinsson, , Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, og áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Daníel Örn Arnarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Þorsteinn Rúnar Hermannsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Inga Rún Sigurðardóttir.

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

  Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar, dags. 5. maí 2021, þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 4. maí sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 30. mars 2021, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1436/2020 og auglýsing, dags. 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

  (A) Skipulagsmál

  Fylgigögn

 2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. maí 2021.

  Fylgigögn

 3. Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.804.1)    Mál nr. SN190296

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni eru sýndar endurbætur er stuðla að auknu öryggi nemenda og starfsmanna skólans, bæði er varðar bætt aðgengi að skólalóðinni og bættri aðstöðu til leikja innan hennar. Færa á almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta skólalóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans. Deiliskipulagsmörk verða útvíkkuð og skólalóð verður stækkuð auk þess sem komið verður fyrir skólarútustæði og sleppistæði í Stóragerði. Nýjum byggingarreitum undir færanlegar kennslustofur og nýtt sorpgerði er komið fyrir innan skólalóðarinnar, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021, br. 27. apríl 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafía Aðalsteinsdóttir dags. 4. mars 2021, Axel Kaaber dags. 6. apríl 2021 og 46 eigendur að Brekkugerði og Stóragerði 27, dags. 7. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2021.

  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Skipulagið er til bóta fyrir skólasamfélagið í heild enda hugmyndirnar komnar þaðan. Athugasemdin um að taka alfarið burt stæðin og nýta einungis stæði í borgarlandi er áhugaverð og rétt að skoða þá hugmynd betur í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfið.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Breyting á skipulagi er til þess að auka öryggi barna á leið í skólann og til að tryggja öryggi við og bæta leiksvæði á skólalóðinni. Tillagan byggir á hugmyndum aðila skólasamfélagsins sem sátu í undirbúningshópi í hönnunarferlinu. Í honum sátu fulltrúar nemenda, foreldra og starfsfólks. Það var samdóma álit allra aðila að mikilvægt væri að tryggja betur öryggi nemenda með því að færa umferð út af skólalóðinni. Gert er ráð fyrir sérstöku stæði fyrir starfsfólk, svo það þarf ekki að nýta sér stæði nálægum götum og áfram verður sleppistæði fyrir foreldra sem skutla börnum sínum til skóla. Þegar kemur að deiliskipulagsbreytingar í grónum hverfum er mikilvægt að haft sé samráð við íbúa um breytingarnar.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúi Flokks fólksins telur að best hefði farið á því að fresta þessu máli enda hér farið gegn vilja íbúa sem hafa verið samstíga í málinu. Þetta er m.a. spurning um öryggi og öll viljum við að öryggi barna sem er að koma í og úr skóla sé sem allra mest. Vinna á þetta með íbúum ekki síst þeim sem breytingarnar snerta mest.  Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu og hvatt skipulagsyfirvöld til að hlustað verði á íbúana í hverfinu, unnið með þeim í málinu. Sú tillaga Flokks fólksins er lögð fram á þessum sama fundi og verður væntanlega vísað frá.  Aðgerðir þessar eru að ósk skólans en finna þarf lausn sem allir geta sætt sig við.  

  Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  Fylgigögn

 4. Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi     (01.141.2)    Mál nr. SN210173
  560807-0660 Höfuðborgareignir ehf., Sigtúni 28, 105 Reykjavík
  450913-0650 Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

  Lögð fram umsókn Björns Skaptasonar dags. 4. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu. Í breytingunni felst að bætt er við heimild til þess að gera þaksvalir á inndregnum húshluta á þaki 4. hæðar að Vonarstræti og inngarði, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf. dags. 3. febrúar 2021.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Vísað til borgarráðs.

  Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  Fylgigögn

 5. Rauðhólar, nýtt deiliskipulag     (08.1)    Mál nr. SN200198

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. mars 2021, að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla. Um er að ræða Rauðhóla sem hafa verið friðlýstir sem fólkvangur síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í kringum Heiðmerkurveg yfir brúnna að Helluvatni. Í tillögunni  eru aðalleiðir gangandi og ríðandi um svæðið fest inn á skipulagsáætlun. Er það gert til að auka upplifun ólíkra útivistarhópa í sátt við náttúruna, auk þess sem náttúru- og útivistarstígar eru skilgreindir á uppdrætti. Jafnframt er nýtt bílastæðahólf skilgreint sem jafnframt er þá upphafsstaður fyrir aðkomu inn í Rauðhólana fyrir þá sem koma akandi að svæðinu. Búið er að kortleggja helstu jarðminjar og vistgerðir auk fornleifapunkta. Einnig er lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. í nóvember 2020.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Hér er verið að bæta alla umgjörð í kringum umferð gangandi, hjólandi og umferð reiðfólks um svæðið. Að sama skapi er verið að setja skýrari ramma í kringum ágang vegna aksturs með bílastæðahólfi. Rauðhólar sem eru röð gervigíga er mikilvægt jarðfræðilegt svæði með dýrmætum minjum sem ber að vernda sem allra best. Hér er verið að styðja við góða upplifun fjölbreyttra útivistarhópa af þessu merkilega svæði í sátt við náttúruna.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu, grafið í þá og þeir tættir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Hægt er að nota Rauðhólana sem efni í fræðslu um hvernig á EKKI að ganga um náttúruna. Til stendur að gera nýtt göngustígakerfi og er það af hinu góða. Nú er spurning hvort og hvernig hægt að gera það besta úr þessum skemmdum. Rauðhólar eru vannýtt svæði með tilliti til útivistar og mun bætt göngustígakerfi vonandi verða til bóta.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

  (B) Byggingarmál

  Fylgigögn

 6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 1113 frá 4. maí 2021. 

  Fylgigögn

 7. Brautarholt 4-4A, Íbúðarhúsnæði og þjónusta/verslun - BN052434     (12.412.03)    Mál nr. BN057715
  670716-0900 V Tólf Fasteignir ehf., Hófgerði 2, 200 Kópavogur

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið, stækka og síkka glugga og koma fyrir svölum á báðum hliðum, koma fyrir lyftu og innrétta 16 íbúðir á 2. - 4. hæð og verslun og sameiginlegt þvottahús á jarðhæð, einnig til að byggja einnar hæðar byggingu að lóðamörkum í austur og suður þar sem innréttuð verður hjólageymsla og geymslur íbúða með verönd á þaki á og við hús nr. 4, mhl. 01 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2017 síðast br. 27. apríl 2021. Lagður fram tölvupóstur Pálmar Kristmundsson dags. 14. desember 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindi var grenndarkynnt frá 18. nóvember 2020 til og með 8. janúar 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: PK Arkitekta ehf., Pálmar Kristmundsson, dags. 27. nóvember 2020 og 7. janúar 2021 og Sigurður G Guðmundsson f.h. PKdM Arkitekta ehf. dags. 7. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2021.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2021 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

  Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 

      (E) Samgöngumál    

  Fylgigögn

 8. Nagladekkjatalningar í Reykjavík veturinn 2020-2021, kynning         Mál nr. US210122

  Kynntar niðurstöður mælinga á hlutfalli bifreiða á nagladekkjum í Reykjavík veturinn 2020-2021.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Ánægjulegt er að sjá að notkun nagladekkja dregst saman frá fyrra ári. Nauðsynlegt er að halda áfram að hvetja fólk til að sleppa eða minnka notkun nagladekkja auk þess að hefja samtal við stóra aðila á borð við bílaleigur um leiðir til að minnka notkun nagladekkja enn frekar. Væri hægt að skoða hvort ástæða væri til að setja enn frekari skorður á notkun nagladekkja ef ríkið myndi veita slíka heimild.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Notkun nagladekkja hefur aukist síðustu ár úr 22 % í 40 % . Á síðasta ári var umferð mjög óvenjuleg vegna Covid og er því ekki að undra að nagladekkjanotkun hefur dregist saman þar sem engir ferðamenn voru í landinu. Ljóst er að gera þarf átak í að hvetja fólk til að nota minna nagladekk og ekki má draga of miklar ályktanir út frá þessu fráviksári.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Skýrsla Eflu um talningu nagladekkja er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Verkfræði- og arkitektastofan Efla er ráðin til að halda utan um verkið en sem fær síðan aðra, ungt fólk/námsmenn til að „telja“ hverjir eru á nagladekkjum. Sjálfsagt er að fá þessar upplýsingar og búið er að gera talningu sem þessa frá aldamótum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þó afar sérstakt að ekki sé fenginn einhver borgarstarfsmaður til að halda utan um þetta verkefni heldur ráðin rándýr verkfræði- og arkitektastofa til þess. Hér mætti hagræða og spara. Utanumhald af þessu tagi krefst hvorki verkfræði- né arkitektamenntunar.

   (D) Ýmis mál

 9. Tillaga fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði,  um innleiðingu hámarkshraðaáætlunar         Mál nr. US210131

  Lagt er til að fela skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar að móta tillögu að fyrsta áfanga innleiðingar hámarkshraðaáætlunar sem komi til framkvæmda á árinu. Áhersla verði lögð á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístundum sem og götur þar sem er mikill fjöldi gangandi vegfarenda. 

  Samþykkt.

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja tillöguna í ljósi þess að verið er að leggja áherslu á götur við leiðir barna til og frá skóla eða frístundum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Um þetta hefur aldrei verið deilt í borgarstjórn. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Hins vegar er annað í tillögu meirihlutans/skipulagsyfirvald um innleiðingu hámarkshraðaáætlunar og hraðahindrana sem eru verulega umdeilt enda togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Umferðartafir og teppur í borginni er víða vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Þessi mál hafa lengi verið vanrækt.  Vaxandi vandi er sem dæmi á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana og síðdegis. Þar stendur til að  lækka hraðan sem er auðvitað algjörlega tilgangslaust á braut þar sem umferð er orðin svo þung að útilokað er að aka þar ,,hratt”.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Áheyrnarfulltrúi sósíalista fagnar tillögu um hámarkshraðaáætlun og er spenntur að sjá niðurstöður sem fyrst.

 10. Framtíð kænustarfs Siglingafélags Reykjavíkur - Brokeyjar í Nauthólsvík, framtíðarsýn og siglingaraðstaða         Mál nr. US210123

  Lagt fram bréf Brokey, siglingafélags Reykjavíkur dags. 16. apríl 2021 þar sem óskað er eftir leiðbeiningu  varðandi framtíðarsýn um sigluingaraðstöðu kænustarfs Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar í Nauthólsvík. Einnig er lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021 og kort af skólpdælustöðum í Reykjavík.

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Lagt er fram bréf Brokey, siglingafélags Reykjavíkur þar sem óskað er eftir leiðbeiningu varðandi framtíðasýn um siglingaaðstöðu. Í  umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er mælt gegn því að siglingaaðstaða verði við Nauthólsvík. Ásamt því að þarna á einnig að ganga á náttúrulega fjöru. Það væri best ef hægt væri að finna aðstöðunni hentugri stað þar sem ekki er gengið svo mikið á náttúru. Nú er þetta í Nauthólsvík og vissulega er þetta gott siglingasvæði. En vegna ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti þarf að halda áfram að finna þessari starfsemi annað svæði í góðu samráði og samvinnu við Brokey enda afar mikilvæg íþrótt. 

  Fylgigögn

 11. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,          Mál nr. US210129

  Hver var áætlaður kostnaður við nýja hverfastöð við Fiskislóð?. Hver var raunkostnaður við nýja hverfastöð við Fiskislóð?. Hversu margir fermetrar voru malbikaðir?

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur.         Mál nr. US210127

  Húsverndunarsjóður Reykjavíkur. Þetta ár bárust 39 umsóknir og engin frá úthverfum, flestar í miðbæ og vesturbæ enda þar flest gömul hús, friðuð hús. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja fram fyrirspurn um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndunarsjóði? Nú eru mörg úthverfi að komast á það stig að þau spegla tíðaranda þess tíma þegar þau voru byggð. Það ber að varðveita. Nú söknum við t.d bensínstöðva,-Nesti- sem aldrei urðu 100 ára. Með því að tengja hugmyndina um hverfisvernd við húsverndun (Húsverndunarsjóðs) opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið var byggt.

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  -    Kl. 10:45 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum 
  -    Kl. 10:45 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundinum.

 13. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,          Mál nr. US210128

  Lagt er til að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni í Vesturbænum við Ánanaust. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að koma með tillögu að útfærslu fyrir 15. júní næstkomandi. Nú standa yfir endurbætur á sjóvarnargarði við Eiðsgranda og Ánanaust sem verður mun stærri á eftir. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir ofan garðinn við Eiðsgranda en aðgengi að ströndinni verður mjög takmarkað. Á bak við sjóvarnargarðinn leynist nærri kílómetra löng falleg strönd með einstöku útsýni. Mikil gæði felast í því að geta setið við ströndina, enda er mikil upplifun að sjá sólsetrið og horfa á öldurnar við Ánanaust. Það myndi auka gæði þessa fallega útivistarstaðar að gera gott aðgengi fólks að þessum fallega stað þannig að unnt sé að ganga með öruggum hætti yfir garðinn og niður fyrir hann. 

  Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og skrifstofu umhverfisgæða.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að vel sé tekið í tillöguna enda um einstakan stað að ræða til að njóta og upplifa sólsetrið.  Gott aðgengi að þessum fallega útivistarstað mun auka möguleika borgarbúa til útivistar á svæðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúi Flokks fólksins fagnar og  styður þessa tillögu um að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni i Vesturbæ við Ánanaust  enda hefur fulltrúi Flokks fólksins marg oft bent á að náttúrulegar fjörur eru gott útivistarsvæði, en því miður er stöðugt gengið á þær. Þar sem möguleiki er á að nýta þær til útivistar á aðgengi að vera gott. Þannig er það í þessu tilfelli. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir ofan garðinn við Eiðsgranda en aðgengi að ströndinni verður mjög takmarkað. Á bak við sjóvarnargarðinn leynist nærri kílómetra löng falleg strönd með einstöku útsýni eins og kemur fram í tillögunni. Bæta þarf aðgengi til að fólk geti notið þessa fallega útivistarstaðar.

 14. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um samráð         Mál nr. US210115

  Fulltrúi Flokks leggur til og hvetur skipulagsyfirvöld að hlusta á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Hér er um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið. Einnig er því mótmælt af íbúum að verið sé að útfæra tillögu sem er í fullkominni mótsögn við stefnu borgarinnar um vistvæna ferðamáta með nýjum bílastæðum.

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Nýtt deiliskipulag fyrir Hvassaleitisskóla var samþykkt fyrr á fundinum. Því er eðlilegast að fella umrædda tillögu. Deiliskipulagið byggir á hugmyndum innan úr skólasamfélaginu. Hugmyndir um heildarfækkun stæða í hverfinu eru athyglisverðar en mögulegt er að skoða þær í framtíðinni, til dæmis í tengslum við gerð nýs hverfisskipulags.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Tillögu Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld hlusti á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni hefur verið felld með þeim rökum vegna þess að skipulagsyfirvöld hafa nú þegar afgreitt málið. Það væri þessum meirihluta að meinalausu að hlusta nú á samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eru í þjónustu borgarbúa en ekki öfugt. Skipulagsmál er ekki einkamál fárra aðila í meirihluta borgarstjórnar eða embættismanna. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir. 

 15. Tangabryggja 13-15, kæra 134/2020, umsögn, úrskurður     (04.023.1)    Mál nr. SN200772
  701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. desember 2020 ásamt kæru dags. 14. desember 2020 þar sem kærð er útgáfa lokaúttektarvottorðs byggingarfulltrúa Reykjavíkur vegna Tangabryggju 13-15 sem gefið var út 21. október 2020. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. febrúar 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. maí 2021. úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15.

 16. Nýlendugata 14, breyting á deiliskipulagi     (01.131.1)    Mál nr. SN210190
  440703-2590 THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.131, Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu.

  Fylgigögn

 17. Lækjargata 1, nýtt deiliskipulag     (01.17)    Mál nr. SN200645
  510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu, lóð forsætisráðuneytisins og Stjórnarráðshússins, vegna áforma um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið.

  Fylgigögn

 18. Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN210232
  060346-2249 Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík
  470605-1460 Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg.

  Fylgigögn

 19. Jöfursbás 9, breyting á deiliskipulagi     (02.220.6)    Mál nr. SN210066
  160575-4339 Júlíus Þór Júlíusson, Þrúðsalir 3, 201 Kópavogur
  500118-0670 Hoffell ehf., Þrúðsölum 3, 201 Kópavogur

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gufuness, 1. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 9 við Jöfursbás.

  Fylgigögn

 20. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2021, úthlutun styrkja 2021         Mál nr. US210016

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. apríl 2021 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á trúnaðarmerktri tillögu að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2021.

  Fylgigögn

 21. Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Hljóðvist         Mál nr. US210130

  Hversu margir hafa sótt um og hversu margir hafa fengið styrk til  glerskipta í eigin húsnæði til  að bæta hljóðvist  á ári hverju frá árinu 2014? Hversu mikið hefur verið greitt í styrki til glerskipta á ári hverju frá árinu 2014? Hvernig dreifast umsóknir og styrkveitingar vegna glerskipta á götur? Hver er hæsta fjárhæð vegna styrks sem hefur verið veittur vegna glerskipta og hvert er meðaltal fjárhæða styrkja? Hver er kostnaður Reykjavíkur á ári hverju frá árinu 2014 við að meta hvort umsækjendur uppfylla kröfur til styrkveitingar og við að meta hljóðstyrk og veita ráðgjöf vegna hljóðvistar? Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það að sami einstaklingur hljóti fjölda styrkja vegna þess að viðkomandi á fleiri en eina íbúð? Er skilyrði að einstaklingur búi í því húsi þar sem sótt er um styrk? Er eitthvað horft til efnahagsstöðu umsækjanda við mat á styrkhæfni hans?

  Frestað. 

 22. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Geymsla hjólhýsa og fellivagna         Mál nr. US210132

  Lagt er til að eigendum hjólhýsa og fellivagna verði veitt heimild að leggja og geyma þau/þá á stæðum og grænum svæðum við heimili sín gegn vægu gjaldi yfir sumartímann. 

  Tillögunni fylgir greinargerð: 

  Frestað

 23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokksins,          Mál nr. US210133

  Stendur eitthvað til að bæta markúsartorg við gerðuberg en það er kalt, illa nýtt og óvistlegt. Töluvert margir íbúar hafa gefið sig á orð við mig upp á síðkastið og velt upp þeirri spurningu hvort það standi til að gera eitthvað til þess að gera torgið skjólsælla, nýtilegra og hlýrra?

  Frestað. 

 24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Nagladekkjanotkun         Mál nr. US210134

  Nagladekkjanotkun hefur lítið dregist saman þrátt fyrir stanslausan áróður Reykjavíkurborgar gegn þeim án þess að taka tillit til öryggissjónarmiða þeirra sem þurfa að keyra úr öðrum sveitarfélögum til vinnu í Reykjavík, sem kemur til vegna lóðaskorts í borginni. Að auki hafa bílaleigur bent á að vátryggingarskylda hvíli á þeim til notkunar nagladekkja yfir vetrartímann. Nagladekkjatalningar hafa staðið yfir síðan 2000-2001. Hvað hefur verið eytt miklu í auglýsingar að hálfu borgarinnar í nagladekkjaáróður frá árinu 2000 til áramóta 2020 tæmandi talið eftir árum?

  Frestað. 

 25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins,          Mál nr. US210135

  Skipulagsyfirvöld fá verkfræðistofuna Eflu til að halda utan um nagladekkjatalningu. Efla fær síðan ungt fólk/námsmenn til að telja hvað margir aka á nagladekkjum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um kostnað borgarinnar við að ráða verkfræði- og arkitektastofuna Eflu til að halda utan um þetta verk? Óskað er upplýsingar um kostnað fyrir einstakt skipti og hver kostnaðurinn hefur verið frá upphafi þ.e. frá aldamótum þegar talning hófst.  Óskað er sundurliðunar á kostnaði og að með svari fylgi afrit af reikningi frá Eflu. 

  Frestað. 

 26. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins,          Mál nr. US210136

  Fulltrúi Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af þróun umferðarmála á Breiðholtsbraut. Þar er umferð oft mikil, einkum á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana, síðdegis og við upphaf frídaga og enda  þeirra. Það er orðið afar brýnt að  tvöfalda legginn frá Jafnaseli að Rauðavatni. .Fulltrúi Flokks fólksins óskar að vita hvað skipulagsyfirvöld hyggjast gera í þessu, hvernig á að bregðast við þessu og hvenær. Málið er brýnt og þarfnast tafarlausra aðgerðar.

  Frestað. 

  -    Kl. 11:00 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.

PDF útgáfa fundargerðar
skipulags-_og_samgongurad_1005.pdf