No translated content text
Öldungaráð
Ár 2024, miðvikudaginn 20. nóvember var haldinn 92. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.06. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Jóhann Birgisson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helga Margrét Marzellíusardóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning Reita á hugmyndum uppbyggingaraðila við Loftleiðasvæðið Nauthólsveg. MSS22040200
- Kl.10.10 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum.
Sólrún Lovísa Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu á hugmyndum uppbyggingaraðila Reita við Loftleiðasvæðið Nauthólsveg. Mikil tækifæri liggja í svæðinu með tilkomu Borgalínu, samgöngubrúarinnar Öldu, einstaka náttúru Öskjuhlíðar og umhverfi tengt sjónum. Vill ráðið hvetja til þess að hugað verði að rými fyrir dagþjálfun innan húsnæðisins, fjölbreyttri þjónustu og sameiginlegum þjónustukjarna fyrir félagsaðstöðu og matsal fyrir gesti, íbúaeigendur og leigjendur. Ráðið leggur áherslu á að samhliða yrði hugað að co-living íbúðaformi að fyrirmynd félagstofnunar stúdenta á reitum B og C sem kynntir voru í hugmyndum Reita.
Samþykkt að senda bókun öldungaráðs til umhverfis- og skipulagsviðs Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfsáætlun öldungaráðs 2025. MSS22110104
-
Fram fer umræða um fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs með samráðsnefndum Reykjavíkurborgar 28. nóvember nk. MSS23010102
Fylgigögn
-
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Öldungaráð óskar eftir tölfræðiupplýsingum frá Strætó um nýtingu Klappsins annarsvegar hjá eldra fólki, skipt eftir aldursbilum 60-67 ára, 68-75 og 76 – 83 ára og 84-> og hinsvegar í hópi öryrkja sem tilheyra sama aldursbili. Jafnframt hefur ráðið áhuga á upplýsingum hvort vissar biðstöðvar sýni fleiri eða færri inn/útstig en aðrar. Ef sýnilegur munur er á nýtingu eldra fólks við vissar biðstöðvar, hverjar eru þær og hver er fjöldi inn/útstiga í kringum þær stöðvar? Eru til biðstöðvar sem bera enginn inn og útstig úr þessum hópi eldra fólks? Býr Strætó yfir ferðavenjukönnunum eða annarskonar upplýsingum að auki, sem geta varpað ljósi á ferðavenjur eldra fólks í borginni? MSS24110136
Vísað til umsagnar Strætó bs.
Fundi slitið kl. 12.12
Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Helga Margrét Marzellíusardóttir Birna Sigurjónsdóttir
Sigurður Á. Sigurðsson Jóhann Birgisson
Eva Kristín Hreinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 20. nóvember 2024