Öldungaráð
Ár 2024, miðvikudaginn 9. október var haldinn 91. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Viðar Eggertsson, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Jóhann Birgisson. Einnig sat fundinn Anna Sigrún Baldursdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. ágúst 2024, um samþykkt borgarráðs sama dag, um breytingu á samþykkt öldungaráðs Reykjavíkurborgar. MSS23010279
- Kl.10.06 tekur Eva Kristín Hreinsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. september 2024, um að Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti í öldungaráði. Jafnframt að Ellen Jacqueline Calmon, Dagbjört Höskuldsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson taki sæti sem varamenn. MSS22060068
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. september 2024, um að Sigurður Ágúst Sigurðsson f.h. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Jóhann Birgisson f.h. Samtaka aldraðra, Viðar Eggertsson f.h. U3A Reykjavík og Eva Kristín Sveinsdóttir f.h. heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu taki sæti í öldungaráði. Jafnframt að Bessí Jóhannsdóttir f.h. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Svava Þorsteinsdóttir f.h. Samtaka aldraðra og Birna Sigurjónsdóttir f.h. U3A og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir f.h. heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins taki sæti sem varamenn. MSS22060068
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 2. október 2024, um undirbúning að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2027. MSS24060082
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð þakkar fyrir kynningu á aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi. Ofbeldi og birtingamyndir þess eru fjölbreyttar og getur verið meðal annars líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og heiðurslegt og er til staðar hjá eldra fólki eins og annar staðar í samfélaginu. Telur ráðið brýnt að fræðsluefni með mismunandi birtingamyndum ofbeldis gegn eldra fólki verði gert sýnilegra, aðgengilegra og notendavænna í samvinnu við svið borgarinnar og stafræna leiðtoga. Leggur ráðið áherslu á að fræðsluefni sé fylgt eftir með markvissri upplýsingagjöf og samtali á þeim stöðum sem eldra fólk kemur saman. Veltir ráðið því upp hvort grundvöllur væri að setja tilkynningahnapp á heimasíðu borgarinnar þar má tilkynna um ofbeldi sem er sambærileg verklag og barnavernd vinnur eftir. Mikilvægt er að fræðsla og verklag sé skýrt fyrir það starfsfólk sem kemur að þjónustu við eldra fólk.
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 30. september 2024, um fund mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs með samráðsnefndum Reykjavíkurborgar þann 28. nóvember nk. MSS23010102
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags.13. júní 2024, þar sem óskað er umsagnar öldungaráðs um skýrslu og tillögur starfshóps um stefnumörkun félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa. Jafnframt er lögð fram umsögn öldungaráðs dags. í dag til samþykktar. MSS24060032
Samþykkt.Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Tekur öldungaráð undir mikilvægi þess að þróa dagdvalir fyrir stækkandi hóp eldra fólks og samræma dagdvalaþjónustna milli borgarhluta en brýn þörf er á dagdvöl fyrir eldra fólk eins og t.d. í eystri byggð borgarinnar eins og Breiðholti. Ráðið leggst ekki gegn því að taka fimm félagsmiðstöðvar undir þessa þjónustu en telur mikilvægt að hlúa að þeim félagsmiðstöðum sem eftir eru og endurhugsa starfsemi þeirra og þjónustuna í heild sinni út frá sístækkandi og fjölbreyttum hóp eldra fólks. Þannig að öll finni farveg til að huga að líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu og stuðla þannig að heilbrigðri öldrun. Öldungaráð tekur undir ábendingar hópsins í skýrslunni og styður þær.
Fulltrúi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni leggur fram svohljóðandi bókun:
FEB rekur umfangsmikla félagsstarfsaemi fyrir félagsmenn í Stangarhyl 4 Rvík. Starfsmaður er á staðnum til að halda utanum rekstur á sal og eldhús. Óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við að halda úti þessari starfsemi álíka og gert er hjá Korpúlfum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags.19. ágúst 2024, þar sem óskað er umsagnar öldungaráðs um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um samstarfsamning við félög eldri borgara. Jafnframt er lögð fram umsögn öldungaráðs dags. í dag til samþykktar. MSS24060128
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal öldungaráðs haust 2024. MSS22060166
Fylgigögn
-
Öldungaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 voru skipuð Lausnateymi. Þau sinna m.a. flóknum málum sem tengjast þjónustu við eldra fólk og ofbeldi. Óskað er upplýsinga um hvernig Lausnateymin hafa virkað; Eru til tölulegar upplýsingar fyrir tímabilið 2022-2024 um þau verkefni sem Lausnateymin/ og eða aðrir aðilar hjá heimaþjónustu Reykjavíkur, hafa fengist við m.t.t. ofbeldis gegn eldra fólki? Hvernig er skiptingin á þeim tegundum ofbeldis sem hafa verið tilkynnt út frá fjölda, aldri og kyni?
Vísað til umsagnar velferðarsviðs. MSS24100061- Kl.11.55 víkur Dagbjört Höskuldsdóttir af fundinum.
- Kl.12.10 víkur Jóhann Birgisson af fundinum.
Fundi slitið kl. 12.14
Sara Björg Sigurðardóttir Viðar Eggertsson
Sigurður Á. Sigurðsson Eva Kristín Hreinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 9. október 2024