Öldungaráð - Fundur nr. 88

Öldungaráð

Ár 2024, miðvikudaginn 12. júní var haldinn 88. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu Sara Björg Sigurðardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir og Eva Kristín Hreinsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Anna Sigrún Baldursdóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hugmyndum á breytingum á þjónustu sundlauga í Reykjavík fyrir eldra fólk. MIR23100012. Trúnaður er tímabundinn á málinu þar til eftir afgreiðslu borgarráðs.

    Eiríkur Björn Björgvinsson, Skúli Helgason og Helga Friðriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á hugmyndum Klasa uppbyggingaraðila í Breiðhöfða. MSS22040200 

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vill öldungaráð þakka fyrir góða kynningu af hugmyndum Klasa við Breiðhöfða. Mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt búsetuform nálægt þjónustu og sterkum almenningssamgöngum. Samhliða vill ráðið brýna uppbyggingaraðila um mikilvægi þess að framkvæmdir tefjist ekki heldur haldið verði í uppbyggingu sem fyrst. Mikilvægt er að bjóða upp á íbúðir sem koma til móts við tekjulægstu hópana. 

    Ingvi Jónasson og Sólveig H. Jóhannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.  

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning velferðarsviðs á tillögum skýrslu um félagsmiðstöðvar, samfélags- og menningarhús. MSS24060032. Trúnaður er tímabundinn á málinu þar til eftir afgreiðslu skýrslunnar í borgarráði þann 13. júní nk. 

  4. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 28. maí 2024, um rafræn svarbréf. VEL24040042

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð tekur undir mikilvægi þess í bréfinu að lögð verði sérstök áhersla á að mæta þörfum umsækjenda sem ekki geta nýtt sér rafræn skilríki og fundin verði lausn sem hentar þeim en um leið fagnar þeim áfanga að senda út rafræn svarbréf sem spara bæði fjármuni og tíma. Mikilvægt er að innleiðing, leiðbeiningar og stuðningur verði til staðar fyrir þau sem þess þurfa á meðan notendur eru að venjast nýju formi og aðgengi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um breytingar á samþykkt öldungaráðs. MSS23010279

    Öldungaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Öldungaráð er formlegur og lögbundinn vettvangur samráðs og hagsmunagæslu fyrir eldra fólk í borginni. Í lögum um málefni aldraðra kemur fram að í öldungaráði skuli m.a sitja þrír fulltrúar sem tilnefndir eru af félagi eldri borgara. Ekki er kveðið á um það í lögunum hvernig skuli bregðast við ef fleiri en eitt félag er starfandi í sveitarfélaginu sem gætir hagsmuna eldra fólks. Óskað var upplýsinga um túlkun ákvæðisins hjá félags – og vinnumarkaðsráðuneytinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að lögin skilgreina ekki hvaða fulltrúar skulu eiga sæti í ráðinu, einungs að það skuli vera að lágmarki þrír fulltrúar félaga sem gæta hagsmuna eldra fólks í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa er talið nauðsynlegt að tryggja aðkomu fleiri félagasamtaka sem annast hagsmunagæslu fyrir eldra fólk við borð öldungaráðs. Öldungaráð vill að sætum fulltrúa verði fjölgað í takt við vaxandi hlutfall eldra fólks í sveitarfélaginu. 

Fundi slitið kl. 12.28

Sara Björg Sigurðardóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Ingibjörg Sverrisdóttir

Ingibjörg Óskarsdóttir Elinóra Inga Sigurðardóttir

Eva Kristín Hreinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs frá 12. júní 2024