Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 89

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 10. mars var haldinn 89. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:30.  Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga stjórnar Kjarvalsstofu dags. 8. mars 2023 um úthlutun um dvöl í Kjalvalsstofu í París. MOF23030002. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 8. mars 2023 með tillögu um breytingu á verklagsreglum Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur. MOF23030001 

    Samþykkt.  
    Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stöðu aðgerðaráætlunar menningarstefnu 2021-2023.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 8. mars 2023 þar sem fram kemur að María Rut Reynisdóttir taki sæti Huldar Ingimarsdóttur í hússtjórn Leikfélags Reykjavíkur.  MOF23010026

    Samþykkt.  
    Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarleikhúsið er ein mikilvægasta menningarstofnun borgarinnar og veltir hátt í tveimur milljörðum króna árlega. Þar af nemur framlag Reykjavíkurborgar til hússins 1.374 milljónum króna. Þrátt fyrir umfangsmikinn rekstur hafa kjörnir fulltrúar afar takmarkaða yfirsýn yfir reksturinn. Einn fulltrúi af fimm er úr hópi kjörinna fulltrúa og er hann borgarfulltrúi meirihlutans. Eðlilegt væri að fulltrúi minnihlutans ætti einnig sæti í umræddri stjórn.

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á framgangi vinnu við sameiningu á nýju sviði. ITR23020003 

    -    kl. 10:41 víkja Erling Jóhannesson og María Rut Reynisdóttir af fundi

  6. Fram fer kynning á öryggismálum og verkferlum þeim tengdum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. ITR23030008
    Sólveig Valgeirsdóttir öryggisstjóri á skrifstofu þróunar og nýsköpunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags, 2. september  2022 þar sem fram kemur að borgarráð hafi óskað eftir umsögn menningar-, íþrótta-, og tómstundaráðs um erindi borgarstjóra varðandi hugmynd Regins og Fjölnis um uppbyggingu keppnis- og áhorfendaaðstöðu við Egilshöll og leigusamning um það mannvirki. Einnig eru lögð fram drög að umsögn menningar, íþrótta- og tómstundaráðs ódags. MSS22020089

    Samþykkt.
    Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram eftirfarandi bókun:

    Fjölnir og fasteignafélagið Reginn hafa kynnt hugmyndir um uppbyggingu áhorfendaaðstöðu og breytingar á gervigrasvelli við Egilshöll, sem uppfylli kröfur sem KSÍ hefur sett um leyfisveitingar vegna keppnisvalla. Ljóst er að Fjölnir nýtur ekki sambærilegrar aðstöðu og önnur íþróttafélög borgarinnar hvað varðar áhorfendaaðstöðu fyrir knattspyrnu og eru jafnræðisrökin meðal þeirra sjónarmiða sem rétt er að horfa til þegar tekin er afstaða til erindisins. Hins vegar liggur fyrir að uppbygging áhorfendaaðstöðu er ekki í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni sbr. nýlega forgangsröðun ráðsins og meta þarf vandlega fjárhagsleg áhrif verkefnisins í heild fyrir borgina þar sem tekið yrði með í reikninginn lóðamál og byggingaréttargjöld. Bent er á að staðsetning mannvirkisins sé að mörgu leyti heppileg með tilliti til þeirra fyrirhuguðu samgöngubóta sem felast í uppbyggingu Borgarlínu. Síðast en ekki síst er hvatt til þess að horft verði til samnýtingar með annarri íþróttastarfsemi og íþróttamannvirkjum á svæðinu, annars vegar þeirrar glæsilegu íþróttaaðstöðu sem byggð hefur verið upp í Úlfarsársdal og hins vegar að kannaður verði áhugi Mosfellsbæjar á samnýtingu ef til þess kemur að ráðist verður í þá uppbyggingu íþróttaaðstöðu við Egilshöll sem hér er kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú eru næstum sex mánuðir liðnir frá því borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að fallist yrði á framkomna hugmynd Fjölnis um lagningu keppnisvallar og uppbyggingu áhorfendaaðstöðu við Egilshöll. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna þann tilefnislausa drátt, sem orðið hefur á afgreiðslu tillögunnar. Hefur nægur tími gefist til að skoða verkefnið og fjárhagslegar forsendur þess. Fyrirliggjandi umsögn ber með sér að meirihluti Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar hyggist ekki setja umrætt verkefni í forgang á kjörtímabilinu, þótt fyrir liggi að það myndi verulega bæta aðstæður til íþróttaiðkunar í Grafarvogi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja því ekki umsögnina.  

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar Dýraþjónustu Reykjavíkur dags. 7. mars 2023 við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði varðandi kostnað við innheimtu hundagjalda og tekjur af hundagjöldum sbr. 14. lið fundargerðar frá 27. janúar 2023. ITR23030007

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 27. febrúar 2023 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarráðs 2. febrúar 2023 um eftirlit með íþrótta- og tómstundafélögum – MSS23020010

    Fylgigögn

  10. Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggur til að sviðsstjóra verði falið að vinna áætlun um kostnað við að gera Sögu Reykjavíkur, sem út kom um og fyrir síðustu aldamót, aðgengilega á netinu. Á þetta sérstaklega við um tvö síðustu bindin sem eru löngu ófáanleg.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað.

Fundi slitið kl. 11:38

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. mars 2023