Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 72

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2022, mánudaginn 28. mars var haldinn 72. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi og hófst hann kl. 13:31. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Baldur Borgþórsson, Ólafur Kr. Guðmundsson situr fundinn í stað Katrínar Atladóttur. Vigdís Hauksdóttir og Ellen Calmon tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir starfandi sviðsstjóri hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Signý Leifsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á dagskrá Barnamenningarhátíðar 2022.

  -    Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar og Björg Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða, sitja fundinn undir þessum lið.

  -    Kl. 13:35 tekur Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram ársuppgjör MOF fyrir árið 2021 til kynningar – Trúnaðarmál.

 3. Lögð fram fjármögnunaráætlun á aðgerðaáætlun menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2022-2024 til samþykktar - Trúnaðarmál.
  Samþykkt – Baldur Borgþórsson og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við atkvæðagreiðslu. 

 4. Lögð fram tillaga starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 24. febrúar 2022 um að Tónlistarborgin Reykjavík verði varanlegt verkefni til samþykktar.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf starfandi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs dags. 22. mars 2022 um tilnefningar í faghóp um borgarhátíðir Reykjavíkur 2023-2025 til samþykktar - Trúnaðarmál.
  Samþykkt.

 6. Lagt fram yfirlit yfir borgarlistamenn Reykjavíkurborgar frá 1980 til 2021 til kynningar.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn miðflokksins um Kjarvalsstofu í París dags. 21. mars 2022.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:38