Menningar- og íþróttaráð
Ár 2025, föstudaginn 12. september var haldinn 13. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst hann kl. 09:02. Eftirtalin voru viðstödd fundinn: Kristinn Jón Ólafsson varaformaður, Sara Björg Sigurðardóttir, Stefán Pálsson, Friðjón R. Friðjónsson, Björn Gíslason og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Jafnframt Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason, Elín Hrefna Ólafsdóttir, Andrés Bögebjerg Andreassen, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Helga Friðriksdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Toppstöðinni.
- Kl. 9:09 tekur Skúli Þór Helgason sæti á fundinum.
- Kl. 9:42 víkur Jóna Hlíf Halldórsdóttir af fundinum.Hallgrímur Þór Sigurðsson arkitekt hjá Plan studio tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MIR25090001
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. september 2025 varðandi reglur um fjarfundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar. MSS25070098
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. september 2025 þar sem óskað er eftir umsögn menningar- og íþróttaráðs um framkvæmdir við breytingar á Hlöðunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og íþróttaráðs.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK25060043Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutaflokkarnir fagna áformum um að breyta Gömlu hlöðunni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fræðslusetur. Fræðslustarfsemi garðsins hefur verið órjúfanlegur hluti af menntun reykvískra barna frá stofnun hans og mikilvægt er að styrkja þennan þátt starfseminnar með viðeigandi aðstöðu. Fræðsludeildin hefur verið án aðstöðu síðan gamli bærinn Hafrafell var rifinn árið 2018, sem hefur hamlað framþróun fræðslustarfs og sumarnámskeiða. Ný aðstaða mun gjörbylta möguleikum til framþróunar fræðslustarfs garðsins, auka framboð sumarnámskeiða og tryggja góða aðstöðu fyrir nemendur. Með þessari fjárfestingu styrkist hlutverk garðsins sem mikilvægs fræðsluseturs um íslensk húsdýr og tengsl manna og dýra.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá í umsögn MÍR um Gömlu hlöðuna - fræðslusetur Húsdýragarðsins. Það er þarft verk og mikilvægt að efla fræðslustarfsemi Húsdýragarðsins. En eins og ljóst er af skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að móta skýra framtíðarsýn og stefnu fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til næstu ára, þá vakna spurningar um hvort slík stefnumótun eigi ekki að vera fyrsta skref í uppfærslu og endurbótum garðsins.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga dags. 12. september 2025 um starfshóp vegna Fjölskyldugarðsins ásamt erindisbréfi. MIR25090002.
Menningar- og íþróttaráð leggur til að settur verði á fót starfshópur sem hafi það hlutverk að móta skýra framtíðarsýn og stefnu fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til næstu ára en mikil þörf er á uppfærslu og endurbótum á starfsemi og aðstöðu í garðinum. Hlutverk starfshópsins verði að vinna greiningu á núverandi stöðu og framtíðartækifærum garðsins varðandi starfsemi, aðstöðu og þjónustu. Mótuð verði heildstæð stefna fyrir garðinn og lögð fram framkvæmdaáætlun með áherslu á sjálfbærni, aðgengi og fjölbreytta starfsemi. Lögð verður áhersla á samráð við starfsfólk, samstarfsaðila og almenning. Stefnt verði að því að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. nóvember 2025.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun menningar- og íþróttaráðs til áramóta. MIR24080005.
Samþykkt.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Starfsáætlun menningar - og íþróttaráðs endurspeglar að framundan er uppskerutími metnaðarfullrar stefnumótunar um Viðey, ungbarnavænar sundlaugar, þátttöku eldri borgara og fatlaðra í íþróttum, Fjölskyldu og húsdýragarðinn og Austurheiðar, uppfærsla á forgangsröðun íþróttamannvirkja, endurskoðun á gjaldskrám sviðsins og úthlutun menningarstyrkja svo nokkur dæmi séu nefnd.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hagræðingartillögur menningar- og íþróttasviðs – trúnaðarmál. MIR25080006.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á síðasta fundi ráðsins voru samþykktar ellefu hagræðingartillögur sem ætlað er að bæta fjárhag menningar og íþróttasviðs. Nú eru lagðar fram átta tillögur til viðbótar sem ýmist er ætlað að auka tekjur eða lækka útgjöld sviðsins. Þar er m.a. að finna aðgerðir til að draga úr útgjöldum vegna veikindafjarvista starfsfólks, rýni á tækifærum til útleigu rýma í mannvirkjum sviðsins og fýsileika þess að sameina tilteknar starfsstöðvar auk rýni á tækifærum til hagræðingar í samningum við ýmis félög og hópa, sem ekki hafa skýr tengsl við kjarnastarfsemi sviðsins.
Fundi slitið kl. 11:05.
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Stefán Pálsson
Friðjón R. Friðjónsson Björn Gíslason
Sara Björg Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs 12.09.2025 - Prentvæn útgáfa