No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 02. júní var haldinn 215. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 16:02. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Aðgerðir í Menningarstefnu 2014-2020 ræddar. (RMF13050006) Eftirfarandi aðgerðir á árinu 2014 voru samþykktar:
1.5 m.kr. verður varið í útgáfustyrki fyrir sérstaklega myndríkar bækur tengdar sögu og menningu í Reykjavík. Styrkjunum er ætlað að gera höfundum og útgefendum umræddra bóka kleift að kaupa ljósmyndir af Ljósmyndasafni Reykjavíkur og hvetja til útgáfu bóka sem helgaðar eru Reykjavík og sögu borgarinnar. Styrkirnir verði auglýstir í júní með það fyrir augum að styðja við útgáfu sem ráðgerð er á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Skrifstofustjóra menningarmála og fulltrúum Ljósmyndasafns Reykjavíkur er falið að útfæra nánar skilyrði styrkveitinga. Gert er ráð fyrir að fagnefnd úthluti fyrir lok júní en styrkveitingar til slíkar bókaútgáfu verði svo liður í árlegri úthlutun menningar- og ferðamálaráðs að undangenginni umfjöllun og mati faghóps. Uppfæra þarf verklagsreglur um styrkúthlutanir sem menningar- og ferðamál setur sér jafnan að hausti fyrir komandi ár í samræmi við þessar áherslur.
4 m.kr. Endurskoðuð menningarstefna leggur ríka áherslu á barnamenningu og listfræðslu barna og ungmenna. Lagt er til að 4 m.kr. verði varið á árinu til að styðja við verkefni á þessu sviði.
Nánari útfærsla verður í höndum nýs menningar- og ferðamálaráðs og eftir samráð við helstu samstarfsaðila um barnamenningu s.s. menningarstofnanir Reykjavíkurborgar, skóla- og frístundasvið, Bandalag íslenskra listamanna og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Framlagið er bundið því að framlög samstarfsaðila verði að minnsta kosti jafnhá.
1 m.kr. framlag til Borgarbókasafns Reykjavíkur til að hefja þróunarvinnu við útlán rafbóka. Borgarbókaverði er falin nánari útfærsla.
1 m.kr verður varið í menningarmerkingar í Reykjavík til að kynna listir, bókmenntir og sögu borgarinnar.
1 m.kr. verður varið til að hefja samstarf um nauðsynlegar rannsóknir á menningarstarfi í Reykjavík. Sérstök áhersla er lögð á að rannsaka hagræn áhrif menningar. Sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs er falið að útfæra verkefnið nánar og leita eftir samstarfi við háskólasamfélagið, ráðuneyti menningar- og menntamála, ReykjavíkurAkademíuna og aðra helstu hagsmunaaðila.
Áheyrnarfulltrúar Bandalags íslenskra listamanna lýsa sérstakri ánægju með þessa niðurstöðu ráðsins, enda hefur Bandalag íslenskra listamanna lagt sérstaka áherslu á innleiðingu menningarbakpoka/listakistu á samráðsfundum með borgarstjóra og fulltrúum menningar- og ferðamálaráðs sl. ár. Telur Bandalag íslenskra listamanna að miklir möguleikar felist í því frumkvæði sem menningar- og ferðamálaráð tekur með því að eiga samstarf um verkefnið við skóla- og frístundasvið og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Bréf Eggerts Þórs Bernharðssonar dags. 15. maí 2014 um stuðning menningar- og ferðamálaráðs vegna útgáfu bókarinnar Sveitin í sálinni. Frestað frá 214. fundi. (RMF14010016) Erindi vísað í farveg um útgáfustyrki fyrir sérstaklega myndríkar bækur tengdar sögu og menningu í Reykjavík.
2. Lagt er fram eftirfarandi svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tónlistarnám í borginni frá 214. fundi:
Borgarráð samþykkti á fundi sínum 8. maí sl. erindisbréf rýnihóps um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólum í Reykjavík, dags. 6. maí 2014.
Rýnihópurinn var settur af stað vegna bágrar stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík og í hópnum situr stjórn STÍR – félag skólastjóra tónlistarskóla í Reykjavík ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði og fjármálaskrifstofu. Markmið vinnu rýnihópsins er að greina fjárhagsstöðu tónlistarskólanna í Reykjavík, kanna getu þeirra til áframhaldandi starfsemi að óbreyttu fyrirkomulagi og meta tækifæri til endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi hljóðfæra- og söngnáms. Lokaskýrsla hópsins verður lögð fram þann 15.júní.
3. Lagt fram erindi Kvikmyndahátíðar í Reykjavík ses dags. 30. maí 2014 um heimild til að breyta fyrirhuguðum tímasetningum á hátíðinni. Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
4. Lagt fram bréf frá Mandat lögmannsstofu dags. 27. maí 2014. Erindi vísað til afgreiðslu sviðsstjóra.
Fundi slitið kl. 17.15
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Ósk Vilhjálmsdóttir Davíð Stefánsson
Áslaug María Friðriksdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir