No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2012, mánudaginn 14. maí, var haldinn 167. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.10. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Harpa Elísa Þórsdóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 10. apríl 2012 til Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um varanlega staðsetningu Svörtu keilunnar, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra. Jafnframt lögð fram umsögn Alþingis dags. 17. apríl 2012. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti. Samþykkt að senda tillögu um varanlega staðsetningu listaverksins til umsagnar skipulagsráðs.
- kl. 13.18 komu Jarþrúður Ásmundsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.
2. Lögð fram tillaga um framtíðarskipan byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Pétur Ármannsson arkitekt kynntu. Samþykkt að byggingarlistadeild verði áfram starfrækt við Listasafn Reykjavíkur með breyttum áherslum sem eru í samræmi við upphafleg markmið um starfsemi hennar skv. nánari útlistun í tillögunni. Samþykki ráðsins er með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hugsanlegar breytingar á samþykktum Listasafns Reykjavíkur sem gera þarf í þessu skyni.
- Kl. 14:32 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
3. Fjárhagsáætlun 2013 – 2017. Lagðar fram áherslur og forgangsröðun verkefna 2013 – 2017, skuldbindingar 2013 – 2017 og tækifæri og áhættur 2013 – 2017. Trúnaðarmál. Samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna drög að fjárhagsáætlun á grunni framlagðra gagna með áorðnum breytingum.
4. Lögð fram ósk leikhópsins Ég og vinir mínir dags. 19. mars 2012 um að nota styrk 2012, sem ráðið hafði gefið vilyrði fyrir, til vinnusmiðju og þróunar á hugmynd í stað uppsetningar 2012. Frestað frá 166. fundi. Menningar- og ferðamálaráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
- kl. 14:58 vék Stefán Benediktsson af fundi.
5. Lögð fram drög að samningi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík ásamt drögum að starfsreglum eftirlitsnefndar 2012. Frestað frá 166. fundi. Samþykkt. Staðfest að fulltrúar eftirlitsnefndar sem rædd var á 163. fundi séu Eva Baldursdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir f.h. menningar- og ferðamálaráðs og Einar Hansen Tómasson f.h. Íslandsstofu.
6. Lagt fram til kynningar erindi Film Kontakt Nord dags. 17. apríl 2012 um Nordisk Panorama kvikmyndahátíðina.
7. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menningarmál dags. 31. mars 2012 um að Hönnunarsafn Íslands verði staðsett í miðborginni. Frestað frá 166. fundi.
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Árið 1998 gerðu menntamálaráðuneytið og Garðabær með sér samkomulag um að reka í sameiningu íslenskt hönnunarsafn er safnaði og sýndi listiðnað. Fyrst um sinn var safnið deild í Þjóðminjasafni Íslands en með nýjum samningi við menntamálaráðuneytið, sem undirritaður var í desember árið 2006, tók Garðabær við rekstri Hönnunarsafns Íslands og starfar safnið sem stofnun á vegum bæjarfélagsins. Samningurinn kvað einnig á um að hanna skyldi byggingu fyrir safnið og var því valinn staður við nýtt Garðatorg í Garðabæ. Safnið opnaði í nýrri byggingu að Garðatorgi 1 haustið 2010.
Það er því ljóst að ofangreindu að Reykjavíkurborg hefur ekki forræði yfir Hönnunarsafni Íslands og starfsemi þess.
8. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum ferðamál dags. 31. mars 2012 um betri körfuboltavöll í bakkana í Breiðholti. Frestað frá 166. fundi. Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs.
9. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum ferðamál dags. 30. apríl 2012 um Betri Reykjavík - Make downtown RVK attractive for everyone and the tourists!
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Borgarstjórn samþykkti einróma Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011 – 2020, þann 3. maí 2011. Markmið stefnunnar er að efla borgina sem áfangastað ferðamanna utan háannatíma. Samhliða því felur stefna í sér að efla miðborgina sem fjölsóttasta ferðamannastað landsins.
10. Lagðar fram 42 umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. maí 2012 ásamt yfirliti.
11. Næsti fundur er áætlaður 4. júní 2012.
Fundi slitið kl. 15.15
Einar Örn Benediktsson
Harpa Elísa Þórsdóttir Eva Baldursdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Jarþrúður Ásmundsdóttir
Þór Steinarsson