Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 20. febrúar, var haldinn 346. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir og Signý Pálsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur að listaverkakaupum: Þorvaldur Þorsteinsson: 5 myndbandsverk/DVD 1999-2001: "Jesus is Closer to Home" (28 mín.) "Most Real Death 2000" (28 mín.) "Document on Disappearance" (27 mín.) "Most Real Death 2001" (22 mín.) "Shame on You, Rovaniemi" (5 mín.)

Benedikt Gröndal: "Hliðarhús við Norðurstíg", 1898 - olía á striga; 25,5 x 42,3 cm

Tillagan var samþykkt.

2. Lögð fram til umsagnar drög að nýrri samþykkt fyrir menningarmálanefnd. Frestað. 3. Borgarminjavörður gerði grein fyrir umsögn sinni dags. 20.02.2002 um tillögur að deiliskipulagi fjögurra reita í miðborginni (1.170.1, 1.170.2, 1.170.3 og 1.171.3) lögð fram til samþykktar. Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu: Menningarmálanefnd samþykkir umsögn borgarminja-varðar frá 20.02.2002. Nefndin gerir ekki athugasemd við að húsin nr. 4 og 6 við Laugaveg hverfi enda verði þess gætt að nýbyggingar falli í hvívetna að umhverfinu. Nefndin vill vekja athygli á friðuðum fornleifum á horni Amtmannsstígs og Skólastrætis sem ekki má skerða. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum. Formaður menningarmálanefndar óskaði bókað: Formaður menningarmálanefndar vill beina því til skipulags- og byggingarnefndar að lóðinni nr. 9 við Þingholtsstræti verði haldið auðri þar sem flutningshús við hæfi er mjög vandfundið auk þess sem full þörf er fyrir smá andrými við þessa þéttbyggðu götu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:

Kvosin þarfnast baklands sem stutt getur við og nýtt þá starfsemi sem fyrir er. Kvosin er miðstöð stjórnsýslu, menningar og fjármálastarfsemi. Þar er fjölbreytileiki verslana og fyrirtækja og þar býr fólk sem vill búa nærri mannlífsiðu miðborgarinnar. Kvosin er aflokuð og uppbyggingarmöguleikar eru mjög takmarkaðir. Hætta er á að hún dagi uppi eins og miðaldarþorp innan borgarmúra. Samkvæmt framlögðum deiliskipulagstillögum á reit sem takmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Ingólfsstræti og Amtmannsstíg eiga öll hús svæðisins að standa. Þar með er verið að loka Kvosina af til allra átta, skapa annað Grjótaþorp og tækifæri til uppbyggingar fara þar með hjá ónýtt. Tryggja ber fallegt og viðeigandi umhverfi Bernhöfts-torfunnar með því að halda í og fegra Skólastræti sem er næsta gata fyrir ofan Bernhöftstorfuna. Heimila á að setja flutningshús á auða lóð á horni Skólastrætis og Amtmanns-stígs til að styrkja götumynd Skólastrætis. Skoða má betur þrjú hús á svæðingu fyrir ofan Skólastræti út frá húsverndarsjónarmiðum. Deiliskipulag þessa svæðis á að öðru leyti að byggjast á öflugri uppbyggingu þar sem sambland fyrirtækja, verslana og íbúða mun styrkja miðborgina.

Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:

Menningarmálanefnd felur borgarminjaverði í samvinnu við byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur að vinna nánara mat á varðveislugildi húsa sem sýnd eru í rauðum flokki í þemaheftinu Húsvernd í Reykjavík. Svæðið sem taka þarf fyrir fyrst er þróunarsvæði miðborgar. Niðurstaðan verður lögð til grundvallar afstöðu nefndarinnar til friðunar húsa á þessu svæði. Hafa þarf samráð við húsafriðunarnefnd ríkisins um forgangsröðun og tillögur að friðun húsa.

4. Lagt fram til kynningar nýtt skipurit menningarmála. Frestað.

5. Lokaafgreiðsla styrkja menningarmálanefndar. Samþykkt að úthluta eftirtöldum aðilum styrkjum fyrir árið 2002:

Umsækjandi: kr. Charlotte Böving 600.000 Hugleikur 600.000 Lab-Loki 400.000 Leikhópurinn "Á senunni" 600.000 Leikhópurinn Perlan 300.000 Margrét Kaaber 400.000 Samtök um leikminjasafn 400.000 Stoppleikhópurinn 600.000 Þíbylja 600.000 Reykjavík Dansfestival 1.000.000 Börn og bækur (Íslandsdeild IBBY) 3 00.000 Íslenska söguþingið 300.000 Rithöfundasamband Íslands 300.000 Listvinafélag Hallgrímskirkju 350.000 Vélhjóladeild gamlingja 200.000 Vesturgata 3 ehf. 500.000 Viðeyingafélagið í Reykjavík 100.000 Ásgerður Júníusdóttir 200.000 Blásarakvintett Reykjavíkur 300.000 Camerarctica 300.000 Contrasti 200.000 Félag ísl. tónlistarmanna 250.000 Íslensk tónverkamiðstöð 1.500.000 Jazzhátíð í Reykjavík 1.000.000 Karlakórinn Fóstbræður 400.000 Kirkjulistahátíð 250.000 Poulenc-hópurinn 150.000 Schola Cantorum 400.000 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 400.000 Söngsveitin Fílharmónía 200.000 Ung Nordisk Musik 500.000 Stúlknakór Reykjavíkur 150.000 Laufey Sigurðardóttir 180.000 Kjalnesingakórinn 150.000 Andrá/Moment 300.000 Gabríela Friðriksd./Ásmundur Ásmundsson 200.000 Myndhöggvarafélagið í Reykjavík 1.300.000 Samband ísl. myndlistarmanna 100.000 galleríið @ hlemmur.is 400.000 slensk Grafík 100.000 Listasafn ASÍ 700.000 Nordisk Panorama 300.000 Stuttmyndadagar í Reykjavík 500.000 Þórður Ben. 400.000 Orri Jónsson 250.000 Þór Whitehead 100.000

Styrkir menningarmálanefndar árið 2002 samtals að upphæð kr. 18.730.000 Eyþór Arnalds vék af fundi meðan á umfjöllun um úthlutun til leiklistar og tónlistar stóð. 8. Kynning menningarmálastjóra á fundi menningarmálastjóra höfuðborga Norðurlanda dags. 7.-8. febrúar sl. Fundargerð lögð fram. Umræðum frestað.

9. Lögð fram svohljóðandi bókun, dags. 20. feb. 2002 frá Sambandi ísl. myndlistarmanna:

Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna harmar afdrif listaverks Veturliða Gunnarssonar í Árbæjarskóla. Stjórn SÍM telur áríðandi að málum sé komið þannig fyrir að varðveisla og viðhald listaverka í eigu Reykjavíkurborgar sé með þeim hætti að viðunandi geti talist. Nauðsynlegt er að allar breytingar sem gerðar eru á umhverfi listaverka og listaverkum séu í samráði við listamenn eða höfundarrétthafa svo ekki sé brotið á sæmdarrétti þeirra. Stjórn SÍM vonar að það menningarlega slys sem átti sér stað þegar mynd Veturliða var brotin niður verði víti til varnaðar og sambærileg atvik eigi sér ekki stað aftur. Menningarmálanefnd tekur undir þessi varnaðarorð og felur forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur að skila greinargerð um málið og gera tillögu að því með hvaða hætti koma má í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.

Fundi slitið kl. 14.30

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Eyþór Arnalds
Örnólfur Thorsson Júlíus Vífill Ingvarsson