Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 3. október, hélt menningarmálanefnd sinn 337. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sat fundinn Pjetur Stefánsson fulltrúi B.Í.L. Einnig sátu fundinn Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Gunnar Björnsson, Gerður Róbertsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Listaverkakaup. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Bjarni Sigurbjörnsson: "Ónafngreint" (Unidentified) 2000-2001 -olíulitir á plexigler, 205 x 205 cm Guðrún Vera Hjartardóttir: "Bak", 2001 Tillagan var samþykkt. 2. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram tillögu að staðsetningu útilistaverksins "Ástarbrautarbletturinn" e. Sigurð Guðmundsson. Tillagan var samþykkt.

- Kl. 12:15 vék Eiríkur Þorláksson af fundi.

3. Menningarmálastjóri lagði fram til kynningar endurskoðaðan ramma menningarmála. Starfs- og fjárhagsáætlanir menningarstofnana verða lagðar fyrir menningarmálanefnd 17. október nk. og fyrir borgarráð 30. október nk.

- Kl. 12.40 tók Ingibjörg Rögnvaldsdóttir sæti á fundinum

4. Borgarbókavörður og fræðslustjóri Borgarbókasasafns kynntu fyrirhugaðan landsaðgang að erlendum gagnagrunnum og tímaritum. Um er að ræða tilraunaverkefni til 2ja ára. Bókasöfn telja sig spara fé til safnkosts með þátttöku í þessum landsaðgangi.

5. Menningarnótt. Elísabet B. Þórisdóttur lagði fram og kynnti skýrslu framkvæmdastjóra Menningarnætur og viðhorfsrannsókn Gallup sem framkvæmd var eftir síðustu Menningarnótt. Nefndin óskaði eftir að upplýsingar um fyrirhugaða dagskrá vetrarhátíðar verði lagðar fyrir þegar nær dregur.

- Kl. 13 véku Anna Torfadóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Elísabet B. Þórisdóttir, Gunnar Björnsson, Gerður Róbertsdóttir, María Karen Sigurðardóttir og Þorgerður Gunnarsdóttir af fundi.

- Kl. 13 tóku Jón Björnsson, Margrét Bóasdóttir og Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

6. Menningarstefna. Jón Björnsson lagði fram og kynnti endurbætt drög að menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Áframhaldandi umræður eru fyrirhugaðar á næsta fundi þ. 17. október nk.

- Kl. 13.40 vék Jón Björnsson af fundi - Kl. 13.45 vék Eyþór Arnalds af fundi

7. Önnur mál. Tónlistar- og ráðstefnuhús. Nefndin samþykkti svohljóðandi bókun: "Menningarmálanefnd Reykjavíkur fagnar mjög þeirri framsýni sem felst í því að nú skuli hilla undir að ríki og borg ýti úr vör áformum um byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun marka skil í íslensku menningarlífi. Það mun einnig vega þungt í að efla miðborg Reykjavíkur og gefa henni það glæsilega og fjölþætta yfirbragð sem sæmir. Þegar húsið er risið mun Sinfóníuhljómsveit Íslands eignast heimili og aðstöðu við hæfi og tónlistarmenn allra tónlistarstefna munu eiga aðgang að fullkomnu tónlistarhúsi fyrir list sína. Menningarmálanefnd telur brýnt að ráðuneyti mennta- og menningarmála kanni á þessu stigi ítarlega með hverjum hætti óperustarfsemi verði þáttur í starfsemi hins nýja tónlistar- og ráðstefnuhúss. Það er mat nefndarinnar að óperustarfsemi styrkti mjög fjölbreytta nýtingu tónlistarhússins."

Bókun þessi verður send menntamálaráðuneyti og nefnd um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Einnig verður bókunin send borgarráði til upplýsingar.

Eftirfarandi gögnum var dreift á fundinum: Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Listaverkabókin "ekkert - nothing" e. Bjarna Sigurbjörnsson

Fundi slitið kl. 14:15

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Örnólfur Thorsson