Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 198

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 14. október var haldinn 198. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.38. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Eva Baldursdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram 7 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál.

- 13.45 kom Þór Steinarsson á fundinn. - 2. Lögð fram tillaga um sameiningu Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Víkurinnar-Sjóminjasafns og Viðeyjar ásamt greinargerð og fylgiskjölum sem málið varða. (RMF13010025)

Tillagan var svohljóðandi:

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að leggja það til við borgarráð Reykjavíkur að rekstur og starfsemi Víkurinnar – Sjóminjasafns Reykjavíkur ses. verði yfirtekinn með eignum og skuldum sjálfseignastofnunarinnar og að safnið gert að borgarsafni. Breyting á rekstrarformi skal miða við áramót 2013- 2014 og byggir á forsendum samrunaáætlunar dags. 12.september 2013. Samhliða því er sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs falið að leiða sameiningu á rekstri og þjónustu Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Viðeyjar og Víkurinnar – Sjóminjasafns Reykjavíkur í samræmi við forsendur og markmið fyrirliggjandi samrunaáætlunar. Lagt er til að fjárheimildir Menningar- og ferðamálasviðs frá árinu 2014 verði hækkaðar sem nemur innri leigu vegna yfirtöku á húsnæði Víkurinnar að Grandagarði 8, Reykjavík. Innri leiga reiknast af yfirtökuverði húseignar í samræmi við kostnaðarforsendur frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Jafnframt verði gert ráð fyrir einskiptiskostnaði vegna sameiningar safna, sem áætlaður er að verði að hámarki um 20 m.kr.. Úthlutuðum ramma Menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2014 verði breytt til samræmis.

Tillagan var samþykkt og vísað til umfjöllunar borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði eru sammála hugmyndum um að sameina fjögur söfn í eitt. Mikilvægt er að komi fram að sameiningunni er ætlað að skila öflugra safni og ekki er gert ráð fyrir hagræðingu, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Sameinað safn getur orðið öflugt safn fyrir borgarbúa og aðdráttarafl fyrir ferðamenn ef vel tekst til en sameiningarverkefnið verður krefjandi. Mikilvægt er að eiga áfram gott samtal og samráð við starfsmenn allra eininga og menningar- og ferðamálaráð sé upplýst um framgang mála sem og áskoranir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að gerð verði úttekt á kostum og göllum mismunandi rekstrarforma fyrir safnið eins og fram kemur í greinargerð enda mikilvægt að finna bestu leiðirnar til að breikka rekstrargrundvöll safna, m.a. með tekjuöflun frá fleirum en skattgreiðendum og gestum safna, til dæmis fyrirtækjum.

3. Lögð fram útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnti. (RMF13010037)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð leggur áherslu á að fundinn verði varanlegur staður fyrir verkið á svæðinu við Vesturbugt og felur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að vinna áfram að málinu með Umhverfis- og skipulagssviði.

4. Lögð fram til kynningar uppfærð forsögn Menningar- og ferðamálasviðs og Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar frá árinu 2008 um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar. Rúnar Gunnarsson deildarstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði kynnti. (RMF13050015)

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð ítrekar þörfina á varðveislusetri fyrir menningarverðmæti borgarinnar. Nú sem fyrr er þörfin brýn að finna framtíðarlausn og er uppfærðri forsögn um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkur vísað til kynningar í borgarráði og Umhverfis- og skipulagssviði.

5. Lögð fram til umsagnar tillaga að Forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 sem frestað var frá 197. fundi. (RMF13090002)

Menningar- og ferðamálaráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju með framkomna forvarnarstefnu. Einkum er ráðið ánægt með áherslurnar sem lagðar eru í stefnunni þ.e. samfélag án ofbeldis, virkni og þátttaka meðal barna og ungmenna, æska án vímuefna og sjálfsvirðing.

Mikilvægt er að líta á forvarnir sem aðgerðir sem stuðla að viðhorfsbreytingu sem ýtir svo undir heilbrigðari og hamingjusamari hegðun. Til að ná sem mestum árangri þurfa allir að leggjast á eitt og vera samtaka í markmiðum og aðgerðum sínum. Menningar- og ferðamálaráð vill sjá aukið samstarf á milli sviða borgarinnar sem og annarra stofnanna sem vinna með ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Einnig vill ráðið sjá að aðgerðirnar séu samofnar öllu starfi en einangrist ekki bara við formlega fyrirlestra.

Menningar- og ferðamálaráð vill sjá skýrari aðgerðaráætlanir fyrir eftirfylgnina, til dæmis hafa mælitæki til að mæla árangur.

6. Lögð fram tillaga um að stjórn Barnamenningarhátíðar 2014 skipi Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar formaður. Fulltrúar Menningar- og ferðamálasviðs: Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu menningarmála. Fulltrúar Skóla- og frístundasviðs: Atli Steinn Árnason forstöðumaður frístundamiðstöðvar Gufunesbæ, Kristín Hildur Ólafsdóttir leikskólaráðgjafi, Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu. Utan Reykjavíkurborgar: Agnar Jón Egilsson leikari og leikskáld. (RMF13090014) Samþykkt.

7. Lagt fram bréf BÍL dags. 7. október 2013 með tilnefningu 15 manns í faghóp BÍL vegna styrkja 2014. Samþykkt að ráðgefandi faghóp um styrki 2013 skipi Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður, formaður, Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaleikstjóri, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur og þýðandi og Randver Þorláksson leikari. (RMF13090001) Samþykkt. 8. Lagt fram erindi Laufeyjar Sigurðardóttur vegna afgreiðslu styrkjar til Mozart-hópsins dags. 24. september 2013. (RMF13090001) Frestað

9. Lögð fram umsókn SÍM dags. 16. september 2013 um þriggja ára samstarfssamning vegna Muggs tengslasjóðs. (RMF13010013) Frestað.

10. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31 maí 2013 í flokknum Menning og listir: Gosbrunna/vatnslistaverk á hringtorg. (RMF13010001) Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Þessi ábending verður send áfram til Umhverfis- og skipulagssviðs til að hafa í huga við framtíðarhönnun á hringtorgum. Benda má á þær áherslur í menningarstefnu Reykjavíkurborgar að listamenn hafi aðkomu að mótun mannvirkja á vegum borgarinnar og að stuðlað sé með ýmsum hætti að listsköpun í opinberu rými.

Þrjú listaverk er að finna á hringtorgum í Reykjavík, Foldagná eftir Örn Þorsteinsson sem staðsett er á hringtorgi fyrir utan Foldaskóla í Grafarvogi, verk Rafael Barrios við Borgartún og verkið Fyrir stafni sem er á hringtorgi fyrir framan vöruhótel og skrifstofur Eimskips í Sundahöfn.

11. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. september 2013 í flokknum Menning og listir: Setja upp falleg vatnslistaverk á torg og í garða. Til afgreiðslu. (RMF13010001) Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs: 12. Þessi ábending verður send áfram til Umhverfis- og skipulagssviðs til að hafa í huga við framtíðarhönnun torga og garða. Benda má á þær áherslur í menningarstefnu Reykjavíkurborgar að listamenn hafi aðkomu að mótun mannvirkja á vegum borgarinnar og að stuðlað sé með ýmsum hætti að listsköpun í opinberu rými.

Fundi slitið kl. 14.53. Einar Örn Benediktsson

Diljá Ámundadóttir Eva Baldursdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir Þór Steinarsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar_og_ferdamr_1410.pdf