No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2010, mánudaginn 10. maí 2010, var haldinn 123. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.16. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Sif Sigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Jakob Hrafnsson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsson, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kristján Schram frá Íslensku auglýsingastofunni kynnti sameiginlegt markaðsátak helstu hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni. Lögð fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 30. apríl 2010 um samþykkt borgarráðs um átakið, samningur sem undirritaður var á Ferðaþingi dags. 4. maí 2010 um átakið og tillaga að skipulagi samstarfsins. (RMF10050001)
2. Anna Torfadóttir borgarbókavörður og Kristín R. Vilhjálmsdóttir lögðu fram og kynntu skýrslu um fjölmenningarleg verkefni í Borgarbókasafni Reykjavíkur febrúar 2008 - febrúar 2010. (RMF06110013)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir það að starfsemi bókasafna sé mikilvæg gátt inn í samfélagið og geti haft mikla og jákvæða þýðingu fyrir innflytjendur og aðra íbúa. Tveggja ára reynsla af fjölmenningarstarfsemi Borgarbókasafns hefur tekist vel og skilað áhugaverðu starfi.
3. Borgarlistamaður 2010. Samþykkt. Trúnaðarmál til 17. júní 2010. (RMF10040014)
4. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti tveggja mánaða stöðu Menningar- og ferðamálasviðs.
5. Lagðir fram undirritaðir húsnæðissamningar Menningar- og ferðamálasviðs við Iðnó ehf. vegna Iðnó, Rekstrarfélag Korpúlfsstaða vegna Sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík vegna Nýlendugötu 13B og 15, Samband íslenskra myndlistarmanna vegna Hafnarstrætis 16 og Rithöfundasamband Íslands vegna Gunnarshús.
Jafnframt var lögð fram bókun stjórnar Rithöfundasambands Íslands dags. 12. apríl 2010 vegna samningsins. (RMF09060006, RMF06010021, RMF05100003)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
S.l. haust starfaði vinnuhópur á vegum menningar- og ferðamálaráðs að endurskoðun húsnæðisstyrkja á sviðinu. Niðurstaða hópsins var að öllum sem njóta húsnæðis á vegum Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar beri að taka á sig einhvern hluta leigugreiðslna sviðsins vegna húsnæðis þeirra, en framlag sviðsins hefur verið afar mismunandi. Við endurskoðun húsnæðissamninganna var haft að leiðarljósi að gæta jafnræðis meðal þeirra sem njóta niðurgreiddrar leigu af hálfu Menningar- og ferðamálasviðs. Á fundi ráðsins þ. 25. janúar s.l. var samþykkt að hlutfall þátttöku styrkþega í húsaleigunni skiptist í tvo flokka eftir aðstæðum.
A: Menningarstarfsemi með möguleika á útleigu, en mismiklar kvaðir um menningarstarfsemi 20-25#PR.
B: Menningarstarfsemi er snýr að félagsstarfi og vinnuaðstöðu félagsmanna 14#PR. Leiga Rithöfundasambands Íslands á Dyngjuvegi 8 fellur undir flokk B.
6. Færeysk barna- og fjölskylduhátíð sem fram fór á Kjarvalsstöðum 25. apríl sl. Samþykkt að veita hátíðinni kr. 250.000.- samstarfsframlag. (RMF08040004)
7. Lögð fram styrkumsókn Friðgeirs Helgasonar ljósmyndara dags. 26. mars 2010 vegna ljósmyndasýningar í Breiðholti á Listahátíð 2010. Frestað. (RMF09120005)
8. Lögð fram styrkumsókn Friðriks Ómars Hjörleifssonar dags. 8. apríl 2010 vegna hljóðritunar á lagi Hinsegin daga 2010. Frestað. (RMF09120005)
9. Lögð fram styrkumsókn Bjarna Kristjánssonar dags. 20. apríl 2010 til að vinna rannsóknarverkefni í fornleifafræði - Menningarminjar við Sörlaskjól, Örfirisey og Þórsmörk. Frestað. (RMF09120005)
10. Lögð fram styrkumsókn Framkvæmdafélags listamanna dags. 28. apríl 2010 vegna sýningarinnar Hin þráláta endurtekning og kúreki eftir Pál Hauk Björnsson myndlistarmann. Frestað. (RMF09120005)
11. Önnur mál. Magnús Skúlason kynnti skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar – Accessibility to Cultural Heritage – um aðgang fatlaðra að menningarbyggingum. Magnús var fulltrúi Íslands í skýrslugerðinni.
Fundi slitið kl. 16.00
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Dofri Hermannsson
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir