Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 57

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 26. apríl var haldinn 57. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Katrín Atladóttir, Egill Þór Jónsson varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um útleigu á Iðnó.
        Samþykkt að hefja viðræður við Guðfinn Sölva Karlsson.

    -    Kl. 13:55 víkur Baldur Borgþórsson af fundi.
    -    Kl. 13:55 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti Egils Þór Jónssonar á fundinum.

  2. Fram fer umræða um Borgarlistamann Reykjavíkur 2021.

    -    Kl. 14:01 víkja Erling Jóhannesson, Sif Gunnarsdóttir og Arna Schram af fundi.
    -    Kl. 14:02 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Andrés B. Andreasen.

  3. Fram fer kynning og umræður um Frístundir í Breiðholti
    Þráinn Hafsteinsson og Óskar Dýrmundur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.   

  4. Lögð fram bréf fjármálastjóra og skrifstofustjóra reksturs og þjónustu hjá ÍTR dags. 20. apríl 2021 vegna gjaldskrá á Ylströnd og í Fjölskyldugarði.
    Gjaldskrárnar samþykktar.
     

  5. Fram fer kynning og umræður á skuldbindingum ÍTR 2022-2026. 

  6. Fram fer kynning og umræður um aðgerðaráætlun í fjármálum 2022-2026.
    Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.  
     

  7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 19. apríl 2021 vegna skátaheimilis í Seljahverfi. 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf Keilusambands Íslands dags. 16. apríl 2021 vegna RIG 2022 og alþjóðlegs keilumóts. 
    Samþykkt að óska eftir umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur.
     

    Fylgigögn

  9. Fram fara kynningar Fylkis, Fjölnis og Víkings um hugmyndir þeirra um íþróttastarf í Voga- og Höfðabyggð. 
    Hörður Guðjónsson Fylki, Jón Karl Ólafsson, Jósep Grímsson, Eva Björg Bjarnadóttir, Arnór Ásgeirsson og Guðmundur L. Gunnarsson Fjölni, Björn Einarsson, Haraldur Haraldsson, Vilhjálmur Jens Árnason og Helgi Eysteinsson Víkingi taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:08

PDF útgáfa fundargerðar
menningar-_ithrotta-_og_tomstundarad_2604.pdf