Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2024, föstudaginn 27. september var haldinn 119. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Pawel Bartoszek, Ásta Björg Björgvinsdóttir varamaður fyrir Sabine Leskopf, Stefán Pálsson, Kristinn Jón Ólafsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, Andrés B Andreasen, Helga Friðriksdóttir, Atli Steinn Árnason og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fara umræður um fjármál íþróttafélaga – MIR24050009
Ómar Einarsson situr fundinn undir þessum lið.
- kl. 09:30 víkur Helga Friðriksdóttir af fundi.
-
Fram fer kynning á Frístundakortinu – ITR22090017
Jóhanna Garðarsdóttir situr fundinn undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:
Ný gögn á notkun frístundastyrksins á síðasta ári sýna að nýtingin hefur aukist og eru nú 82% barna að nýta styrkinn sem er hæsta hlutfall frá upphafi. Það er líka afar jákvætt að nýtingin eftir aldri er að aukast svo börn haldast lengur í formlegu frístundastarfi, og brottfall ungmenna úr íþróttum og öðru frístundastarfi minnkar verulega meðal barna 13-16 ára. Tölurnar gefa tilefni til að skoða áhrif COVID faraldursins sem virðist hafa dregið úr þátttöku barna sem voru á yngsta stigi grunnskóla og hafa ekki skilað sér sem skyldi inn í frístundastarfið. Það þarf að rýna sérstaklega í framhaldinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. september 2024 þar sem vísað er til kynningar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs um veðurstöð í Viðey á Heimaey.
Samþykkt að vísa erindinu til stýrihóps um Viðey.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:
Erindinu er vísað til stýrihóps um Viðey með ósk um að hann skili niðurstöðu fyrir lok næstu viku.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Klifurfélags Reykjavíkur dags. 3. sept. 2024 varðandi húsnæðismál félagsins. MIR24090007
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að samningi milli Sögufélags og Reykjavíkurborgar um aðild Reykjavíkurborgar að útgáfu á sögu Íslands 2025-2034.
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fagnar þeim samningsdrögum milli Reykjavíkurborgar og Sögufélags um samstarf um sagnritun. Fyrirhuguð smáritaútgáfa um Íslandssöguna er metnaðarfull og spennandi og afar æskilegt ef Reykjavíkurborg getur stutt við verkefnið og um leið stuðlað að því að sögu borgarinnar verði miðlað með lifandi hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram gjaldskrá afnotaleyfis af borgarlandi Reykjavíkurborgar. MIR24060012
Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram svofellda bókun:
Ráðinu hafa borist ábendingar frá íþróttahreyfingunni um að ný gjaldskrá afnotaleyfa sé talsvert íþyngjandi, sérstaklega þegar kemur að almenningsíþróttum. Í ríkjandi íþróttastefnu borgarinnar er markmið um að "efla þátttöku almennings í íþróttum með bættri útivistar- og almenningsaðstöðu og auknu framboði". Ljóst er að há gjöld vegna afnota á borgarlandi, t.d. vegna almenningshlaupa geta í einhverju tilfellum unnið gegn þessu markmiði. Við beinum því til umhverfis- og skipulagssviðs að taka þetta til greina, t.d. dæmis með því að skoða sérstaka gjaldskrárflokka vegna almenningsviðburða sem ekki eru skipulagðir í ágóðaskyni.
-
Lagt fram 6 mánaða rekstraruppgjör menningar- og íþróttasviðs.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:
Rekstur menningar og íþróttasviðs er í góðu jafnvægi miðað við sex mánaða uppgjör ársins. Nettó útgjöld voru 15 milljónir undir áætlun en tekjur hins rúmar 200 milljónir umfram áætlun sem er ánægjuefni. Þar munar miklu um auknar tekjur af sundstöðum borgarinnar, skíðasvæðum og íþróttaborginni eða samtals um ríflega 170 milljónir króna. Áfram verður stefnt að því að halda rekstri sviðsins í jafnvægi og fara vel með fjármuni borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttasviðs fyrir árið 2025. Trúnaðarmál – MIR24050007
Fjárhagsáætluninni er vísað til borgarráðs.
-
Fram fara umræður um aðstöðu KR. MIR24090011
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:
Mikil uppbygging er framundan á KR svæðinu í Vesturbæ. Fyrr á árinu var gengið frá samningum um fjármögnun og byggingu fjölnota íþróttahús sem stefnt er að því að taka í notkun innan þriggja ára. Þá stendur til að endurnýja á næstu vikum gervigrasvöll félagsins sem nýtist ekki síst barna og unglingastarfi félagsins. Loks liggur nú fyrir skýr vilji félagsins um að lagt verði gervigras á aðalkeppnisvöll félagsins, Meistaravelli sem mun bæta til mikilla muna nýtingu vallarins. Næsta skref er að tryggja fjármögnun þess verkefnis og hefja framkvæmdir. Með þessum aðgerðum mun aðstaða þessa fornfræga félags batna til mikilla muna.
-
Rætt um Höfuðborgarráðstefnu norðurlandanna í íþróttum og menningu.
Fundi slitið kl. 11:24.
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Ásta Björg Björgvinsdóttir
Kjartan Magnússon Stefán Pálsson
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. september 2024