Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 117

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 30. ágúst var haldinn 117. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Birna Hafstein varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Kristinn Jón Ólafsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Jónína Hlíf Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi BÍL.  Stefán Pálsson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti.   Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, Andrés B. Andreasen, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram að drög starfsáætlun MÍT 2024/2025 MIR24080005

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindisbréf um skipan stýrihóps um framtíðarsýn fyrir Viðey – . MIR24080006

    Samþykkt með þeim breytingum að 2 fulltrúar meirihluta og 2 fulltrúar minnihluta sitji í stýrihópnum.  Samþykkt að Skúli Helgason, Sabine Leskopf, Kjartan Magnússon og Stefán Pálsson sitji í stýrihópnum.

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Viðey er friðsæl náttúruperla í hjarta borgarinnar sem hefur að geyma mikilvægar sögulegar minjar um mannlíf og atvinnulíf í höfuðborginni, sögufrægar byggingar sem risu á 18. öld: Viðeyjarstofa, sem er elsta hús Reykjavíkur, Viðeyjarkirkja, næst elsta steinkirkja landsins og útilistaverk með alþjóðlega skírskotun eins og Friðarsúla Yoko Ono og umhverfislistaverk Richard Serra, Áfangar að ógleymdri fagurri náttúru. Með þessari tillögu er ýtt úr vör nýrri stefnumótun fyrir Viðey þar sem greind verða helstu sóknarfæri til framtíðar. Stýrihópur fjögurra fulltrúa úr ráðinu auk embættismanna borgarinnar mun rýna og vinna úr fyrirliggjandi skýrslum fyrri starfshópa auk þess að móta tillögur um ný verkefni og áherslur í eynni. Stýrihópurinn mun starfa til næsta vors og er áætlað að hann leggi fram tillögur og niðurstöður fyrir 30. júní 2025.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 22. ágúst 2024 um viðhaldsframkvæmdir á Friðarsúlu Yoko Ono. MIR24080007

     Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikið fagnaðarefni að samkomulag hefur náðst um að ráðast í mikilvægar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey sem er mikilvægt tákn í borgarlandinu um mikilvægi friðar í heiminum en sá boðskapur á erindi við heimsbyggðina nú sem aldrei fyrr. Friðarsúlan er útilistaverk Yoko Ono sem opinberað var 2007 og verður hún tendruð í átjánda sinn á afmælisdegi Lennons 9. október. Endurbæturnar fela í sér að friðarsúlan mun skína bjartar og skærar en áður enda verður búið að skipta út ljósum, gera endurbætur og uppfærslur á tæknibúnaði og laga óskabrunninn sem ljóssúlan rís upp úr. Verkefnið mun kosta um 33 milljónir og mun verða fjármagnað af sömu aðilum og stóðu straum af hinni upphaflegu framkvæmd, þ.e. Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur og sjóði Yoko Ono.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. júní 2024 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs erindi kennara í Hlíðaskóla dags. 11. júní 2024 varðandi sumarlokanir bókasafna. MSS24020018.

     

    Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Vinstri grænna tekur undir margar þær ábendingar sem fram koma í bréfi kennara í Hlíðaskóla varðandi sumarlokanir bókasafna. Líta ber svo á að lokanirnar á liðnu sumri hafi verið tímabundin ráðstöfun í sparnaðarskyni og að ekki verði litið svo á að þær verði sjálfkrafa endurteknar að ári nema þá að mjög vel athuguðu máli.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram dagskrá höfuðborgarráðstefnu norrænna menningar- og íþróttaráða 23.-26. september 2024 í Reykjavík.

    Fylgigögn

  6. Taste of Iceland í Seattle 2024 – MIR24080009

  7. Lögð fram drög að samþykkt MÍT. MIR24080008

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun 2025. MIR24050007

    • kl. 10:47 víkur Birna Hafstein af fundi.
    • kl. 10:49 tekur Friðjón R Friðjónsson sæti á fundinum.
  9. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 27.júní 2024 um kostnað við árskort eldri borgara MSS24060119.

    Tillagan er felld með 4 atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá. 

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan er felld þar sem gjaldið fyrir árskortið er þegar á hagstæðara verði en dæmi eru um í öðrum sveitarfélögum þar sem slíkt kort er til sölu.

    Fylgigögn

  10. Lagt er til að tekið verði á dagskrá með afbrigðum umræður um opinn fund ráðsins.

    • kl. 11:18 víkur Jónína Hlíf Halldórsdóttir af fundi.
  11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Menningar-, íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til Listasafns Reykjavíkur að efnt verði til sýninga á færeyskri og grænlenskri myndlist. Um gæti verið að ræða sýningar á nútímalist eða yfirlitsýning sígildra verka. Færeyingar og Grænlendingar búa að ríkri myndlistarhefð og nútímalist beggja þjóða er blómleg. Sýningarhaldið verði hluti af vestnorræna höfuðborgarsamstarfinu og eftir atvikum í samvinnu við listasöfnin í Nuuk og Þórshöfn.  MIR24080012

    Frestað.

  12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

     

     Óskað er eftir greinargerð um fyrirkomulag íþróttastrætós, ferðaþjónustu íþróttafélaganna í Reykjavík. Hvaða íþróttafélög veita slíka þjónustu og hvernig er staðið að henni? Hvernig er fyrirkomulag fjárstuðnings Reykjavíkurborgar við verkefnið og hvaða kostnað bera íþróttafélögin vegna þess? Hafa nýlega orðið breytingar á umræddri þjónustu, annað hvort til aukningar eða samdráttar?  MIR24080013

  13. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir sundurliðaðri greinargerð um kostnað Reykjavíkurborgar vegna menningarnætur undanfarin þrjú ár, 2022-24. Þar verði m.a. yfirlit um aðkeypta þjónustu vegna viðburðarins með sundurliðuðum upplýsingum um aðila og upphæðir.  MIR24080014

    Vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 11:30

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 30. ágúst 2024