Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 114

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 24. maí var haldinn 114. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Ásta Björg Björgvinsdóttir varamaður fyrir Pawel Bartoszek, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Sabine Leskopf, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon og Stefán Pálsson.     Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, Andrés B Andreasen og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á rekstri og framkvæmdum á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. MIR24050016

    Magnús Árnason forstöðumaður skíðasvæðanna situr fundinn undir þessum lið.

    Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Bláfjöllum undanfarin misseri og er ánægjulegt að sjá hve vel hefur tekist til. Um er að ræða mikla lýðheilsubót þar sem aðgengi að skíðaiðkun á svæðinu hefur aukist með m.a. snjóframleiðslunni, tveimur nýjum stólalyftum og uppbyggingu skíðagöngusvæðis.

    Síðastliðinn vetur er sá fjölmennasti frá upphafi þar sem um 100 þús. gestir sóttu lyftur Bláfjalla og 3000 manns komu á gönguskíði. Það er veruleg aukning frá meðalári en gestafjöldi í Bláfjöll hefur verið um 60 þús. að meðaltali undanfarin ár.Fyrir utan gott veðurfar þá skýrist aukin aðsókn einkum á því að flutningsgeta hefur stóraukist með komu nýju stólalyftana og þá voru fyrstu 12 opnunardagarnir í boði snjóframleiðslunnar.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð vill nýta tækifærið og hrósa öllu starfsfólki sem koma að rekstrinum í Bláfjöllum fyrir þessa frábæru uppbyggingu og að halda framkvæmdum á áætlun og vel það. Ljóst er að spennandi vetrartímabil eru framundan fyrir allt skíðaáhugafólk.

    Fylgigögn

  2. Útnefning Borgarlistamanns fer fram 31. maí 2024.MIR24040006

  3. Fram fara umræður um fjárhagsáætlun 2025.  MIR24050007

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram bókun sem lögð er í trúnaðarbók.

  4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að kannaður verði fýsileiki þess að lengja opnunartíma sundlauga til kl.23:00 bæði á virkum dögum og um helgar en skipta upp almenna gjaldinu til að mæta rekstrarkostnaði utan dagvinnutíma.

Fundi slitið kl. 10:55

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. maí 2024