Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 112

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 26. apríl var haldinn 112. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Pawel Bartoszek, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon, Sabine Leskopf, Stefán Pálsson og Anna Eyjólfsdóttir varaáheyrnarfulltrúi BÍL.     Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Barnamenningarhátíð.  MIR24040017

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Barnamenningarhátíð er eitt af krúnudjásnum menningarborgarinnar Reykjavíkur og ástæða til að hrósa aðstandendum hátíðarinnar fyrir mikinn metnað og dugnað. Frábært er að fylgjast með einlægri gleði og þátttöku 4. bekkinga sem fylla Hörpu á opnunardegi hátíðarinnar og ástæða til að hvetja alla Reykvíkinga til að njóta viðburða hátíðarinnar sem eru tæplega 100 talsins. Hátíðin stendur fram á sunnudag.

  2. Tölfræði menningar- og íþróttasviðs.  MIR24040018

    Frestað.

  3. Fram fer umræða um val á borgarlistamanni Reykjavíkur 2024.  Lögð fram tilnefning um borgarlistamann Reykjavíkur sem útnefndur verður 30. maí 2024. 

    Samþykkt.

    Trúnaðarmál fram að útnefningu. MIR24040006

  4. Lagt fram svar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 10. apríl 2024 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarráðs 29. febrúar 2024 um raunhæfismat á útilistaverkinu Pálmatré sem send var menningar-, íþrótta- og tómstundaráð til meðferðar. MSS24020179. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins frá fundi borgarráðs 11. apríl 2024 um opnunartíma Laugardalslaugar. MSS24040085

     Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. apríl 2023 þar sem vísað er til meðferðar menningar- og íþróttasviðs, ályktun Íþróttafélagsins Leiknis um íþróttafulltrúa.  MSS23070063

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svofellda tillögu:

    Lagt er til að gerður verði samningur við Íþróttafélagið Leikni í Breiðholti um stuðning borgaryfirvalda við starf íþróttafulltrúa á vegum félagsins. Samningurinn taki mið af þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir við önnur hverfisíþróttafélög í borginni.

    Frestað.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna:

    Fulltrúi vinstri grænna í menningar- íþrótta og tómstundaráði leggur til að Borgarsögusafni verði falið að endurgera gamla vatnspóstinn í Aðalstræti og koma honum í viðunandi horf. Fyrsta skrefið er að vinna kostnaðaráætlun verkefnisins og kynna ráðinu svo skjótt sem auðið er.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 10:05

Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf

Kjartan Magnússon Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. apríl 2024