No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2024, 24. apríl, var haldinn 37. fundur stafræns ráðs og 111. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13:35. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi fyrir hönd stafræns ráðs: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Sara Björg Sigurðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Þór Helgason, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek og Sabine Leskopf. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn: Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs, Óskar J. Sandholt sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, Helga Björnsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Lára Aðalsteinsdóttir, Lena Mjöll Markusdóttir og Steinþór Einarsson. Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á nýrri uppbyggingu menningar- og íþróttasviðs. MIR24040011.
-
Fram fer kynning á framtíðarsýn menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs í stafrænum málum. MIR24040012.
- kl. 13:58 tekur Stefán Pálsson sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum menningar- og íþróttasviði kærlega fyrir kynningu á framtíðarsýn sviðsins í stafrænum málum. Ljóst er að gott verk hefur verið unnið að undanförnu til þess að betrumbæta grunninnviðina, innri ferla og þjónustuna til íbúa, m.a. allar helstu umsóknir orðnar rafrænar. Þá er unnið að frekari umbótum á verkefnum eins og styrkjagáttinni og vefnum reykjavik.is til þess að stórbæta upplýsingagjöf til íbúa varðandi viðburði, afþreyingu og frístundir sem eru í boði innan borgarinnar. Þá eru einnig miklar þjónustuumbætur í bígerð og forprófunum sem snúa m.a. að mannlausri sólarhringsopnun bókasafna og rafræna borgarkortið í snjallveski íbúa sem mun veita aðgengi í fyrsta fasa að sundlaugum, ylströndinni, fjölskyldu- og húsdýragarðinum, og söfnum borgarinnar. Hlökkum við til að fylgjast með framgangi mála og þökkum starfsfólkinu fyrir að leiða þessa framsýnu vinnu í þjónustuborginni Reykjavík.
-
Fram fer kynning á MÍR-kortinu. MIR24040013.
Arna Ýr Sævarsdóttir og Eva Jakobsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á Frístundavefnum. MIR24040014.
-
Fram fer kynning á Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. MIR24040015.
Margrét Wendt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 15:33 víkur Stefán Pálsson af fundinum.
-
Lögð fram tillaga menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og stafræns ráðs, dags. 18. apríl 2024, um mannlausa sólarhringsopnun bókasafna. MIR24040016.
Lagt er til að menningar- og íþróttasviði verði falið að leggja fram tillögu að útfærslu á mannlausri sólarhringsopnun bókasafna þar sem því verður við komið. Settur verður á fót starfshópur með fulltrúum menningar- og íþróttasviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Stefnt verði að því að hann skili af sér tillögum fyrir árslok 2024.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:04
Skúli Helgason Kjartan Magnússon
Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. apríl 2024